Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 66
66 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ i Grettir 6RAMPA'5 ON TME PHONE.. DO YOU U)ANT TO WI5M MIM A “MAPPY PIRTHDAV"'? Afi er f sfmanum..viltu óska honum til hamingju með afmælið? I PIPN'T KNOU) TODAY U)A5 HI5 BIRTHPAY.. "m Ég vissi ekki að hann ætti afmæli f dag.. HAPPY BIRTHPAY, 6RAMPA ..YOU'RE WELCOME..HAVE A NICE DAY.. ZT Til hamingju með afmælið, afi..ekkert að þakka.. hafðu það gott f dag.. Afi hvers var þetta? wMICH 6RAMPA WA5THAT? y BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ahugaverðir sj ón varpsþættir Árna Grétari Finnssyni: RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur nýlega hafið sýningu á þáttaröðinni „Maður er nefndur". Pegar hafa birst fjórir þættir, þar sem rætt hefur verið við þjóðkunna Islendinga, þá Gunnar Eyjólfsson, einn fremsta leikara landsins í áratugi, Benedikt Davíðs- son, öflugan verkalýðsleiðtoga og áður forseta ASI, Pétur Pétursson, fyrrum útvarpsþul og nú sagnaþul og einstakan upplesara, og Asgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumann og bæjarfógeta, sem lengi hefur ver- ið í hópi áhrifa- og baráttumanna Sjálfstæðisflokksins. Það sem hefur vakið athygli mína við þessa þætti er, hvað starfsvettvangur fólks í okkar litla þjóðfélagi er margbreyti- legur og hvað það rúmar ólíkt við- horf manna. Spyijendur þáttanna hafa líka sýnt hæfni við að láta við- mælenduma tjá sig óhindrað, svo frásögn þeirra hefur notið sín vel og skoðanir þeirra komið óhikað fram. Áhugi Islendinga á uppruna fólks og lífshlaupi er mikill. Það sýna vel allar þær ævisögur, sem árlega eru hér útgefnar. Því er vel til fundið hjá sjónvarpinu að leiða fram á sjónarsviðið í sérstökum þáttum persónur, sem búa yfir margvísleg- um fróðleik og eiga að baki áhuga- verða sögu, sem margir kannast við en hafa áhuga á að vita meira um. Um leið verður líka til efni, sem síð- ari tími mun eiga aðgang að. Og hversu gjaman vildum við í dag ekki geta horft á margan merkan landann, sem genginn er, í slíkum sj ónvarpsþáttum. Eg vil þakka ríkissjónvarpinu fyrir það framtak að ráðast í gerð sjónvarpsþáttanna „Maður er nefndur" og hlakka til að horfa á framhald þeirra. Úr því ég er farinn að stinga nið- ur penna um efni ljósvakamiðlanna, vil ég líka láta í Ijósi ánægju mína með marga þá fróðleiks- og frá- sagnaþætti, sem ríkisútvarpið (hljóðvarpið) flytur. Þeir eru oft með ágætum, bæði efni og flutning- ur. Um leið vil ég sérstaklega geta viðtalsþátta Jónasar Jónassonar á föstudagskvöldum, sem em með því besta, sem útvarpið færir okkur. ÁRNI GRÉTAR FINNSSON, hæstaréttarlögmaður. Sjónarmið um- hverfissinna Frá Ruth T. Levow: EG ER nýlega komin heim úr minni fyrstu íslandsferð. Þetta var hvala- skoðunarferð og var heimsókn til Keikós meira að segja hluti af ferð- inni. Við áttum tíu unaðslega daga á Islandi, sem var ekki nándar nærri nóg. Land ykkar er fagurt, þjóðin ljúf og vinaleg. Sem náttúruljósmyndari og um- hverfissinni hef ég uppi áform um að snúa aftur með ljósmyndahóp minn. Hins vegar hef ég vemlegar áhyggj- ur af einu. Ég hef haft fregnir af því að hugsanlegt sé að íslendingar muni hefja hvalveiðar að nýju. Ég rita því þetta bréf til að koma sjónar- miðum mínum og allra þeirra sem vom með í ferðinni á framfæri. Margir landsmanna munu koma aft- ur og aftur til að fara í hvalaskoðun en við myndum ekki hafa áhuga á að heimsækja þjóð er drepur hvali. Ég hef einnig í huga að hafa sam- band við blaðið okkar, The Palm Beach Post, og reyna að fá þá til að rita grein í ferðablað sitt um ísland og hversu frábært sé að sækja það land heim. Ég er sannfærð um að land ykkar sé tilvalinn ferðamanna- staður og þá ekki síst vegna þess aukabónuss að geta farið í bátsferð og verið viss um að sjá hina fallegu hvali er synda um hafið umhverfis landið. Ég treysti því að þetta yndis- lega land muni halda fast við þá stefnu að veiða ekki hvali þannig að við öll, þar á meðal kynslóðir fram- tíðarinnar, getum notið þess að horfa á þessi spendýr sjávarins. Ruth T. Levow, forseti The Learning Plant P.O. Box 17233 West Palm Beach, FL 33416 Bandaríkjunum. Pétur Péturs- son frábær Frá Jóni Norðdahl: ÉG GET ekki orða bundist yfir því hve vel mér líkaði þátturinn um Pétur Pétursson þul, sem sýndur var í sjónvarpinu á dögunum. Ég hef ekki skemmt mér jafn vel yfir sjónvarpi í háa herrans tíð. Pétur er einn mesti sagnaþulur sem ég veit um og í þættinum fór hann hreinlega á kostum. Þessi þáttur var þó allt of stuttur og með réttu ætti að búa til fleiri þætti með Pétri, enda er ég viss um að hann hafi efni í aðra tíu. Sjónvarpið á annars mikið lof skilið fyrir að end- urvekja þessa þætti, Maður er nefndur, og vonandi verður fram- hald á þeim, enda með því besta sem Sjónvarpið hefur boðið upp á í langan tíma. JÓN NORÐDAHL, Melholti 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.