Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 68
68 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Z2
V
FRÉTTIR
Morgunblaðið/ÞorkeU
INGA Dóra Sigfúsdóttir tekur við styrknum úr hendi Guðjóns Ólafs
Jónssonar, formanns stjórnar Félagsstofnunar.
Verkefnastyrkur Félags-
stofnunar stúdenta
VERKEFN AST YRKUR Félags-
stofnunar stúdenta var veittur
sl. þriðjudag í Stúdentaheimil-
inu við Hringbraut.
Að þessu sinni voru tveir
styrkir veittir. Georg Lúðvíks-
son hlaut styrk fyrir cand. sci-
ent verkefni sitt í rafmagns- og
tölvuverkfræði, „Greining
punktamynstra í DNA-himnum
með aðstoð mjúkra reikniað-
ferða“, sem unnin var undir
Ieiðsögn dr. Jóns Atla Bene-
diktssonar prófessors í sam-
vinnu við Islenska erfðagrein-
ingu undir leiðsögn dr. Hákons
Guðbjartssonar, framkvæmda-
sljóra upplýsingatæknisviðs.
Inga Dóra Sigufúsdóttir
hlaut styrk fyrir MA-verkefni
sitt í félagsfræði, „Skipulag og
árangur á sviði vísinda- og þró-
unarstarfs á Islandi í tengslum
við opinbera stefnumótun",
sem unnin var undir leiðsögn
dr. Þórólfs Þórlindssonar pró-
fessors. Georg og Inga Dóra
luku námi frá Háskóla íslands
9. júní sl.
Verkefnastyrkur Félags-
stofnunar stúdenta er veittur
þrisvar á ári, tveir við útskrift
að vori, einn í október og einn í
febrúar. Nemendur sem skráð-
ir eru til útskriftar hjá Háskóla
íslands og þeir sem eru að
vinna að verkefnum sem veita
6 einingar eða meira í greinum
þar sem ekki eru eiginleg loka-
verkefni geta sótt um styrkinn.
Markmiðið með verkefnastyrk
FS er að hvelja stúdenta til
marvissari undirbúnings og
metnaðarfylltri lokaverkefna.
Jafnframt að koma á framfæri
og kynna frambærileg verk-
efni. Styrkurinn nemur
100.000 kr.
Dregið í happdrætti KA
DREGIÐ hefur verið í happdrætti
Knattspymufélags Akureyrar, KA,
og komu vinningar á eftirfarandi
númer:
1. vinningur: Bifreið af gerðinni
Toyota Yaris Terra 1,0, að verð-
mæti 998.000 kr., kom á miða nr.
543. 2. vinningur: Fellihýsi af gerð-
inni Palomino, að verðmæti 360.000
kr., kom á miða nr. 1457. 3.-7.
vinningur: Vöruúttektir hjá Segla-
gerðinni Ægi, hver að verðmæti
50.000 kr., komu á miða nr. 1521,
3525, 4975, 6851, 6181. 8.-12. vinn-
ingur: Vöruúttektir hjá VÍS, hver
að verðmæti 50.000 kr., komu á
miða nr. 2580, 3945, 7467, 2613,
7751.13.-22. vinningur: Ársmiðar á
alla heimaleiki KA, í öllum deild-
um, komu á miða nr. 5085, 1504,
2445, 152, 4692, 5892, 4123, 7451,
3402, 3618. 23.-50. vinningur:
Vöruúttektir hjá Seglagerðinni
Ægi, hver að verðmæti 10.000 kr.,
komu á miða nr. 4899, 5697, 4730,
5067, 541, 4109, 6085, 2897, 4167,
4398, 7837, 4196, 1558, 4515, 868,
7839, 4642, 11, 3924, 3071, 5741,
936, 3772, 3765, 1801, 3653, 3343,
4832.
Brúðarskór frá Luciano
flftilGLUGGINN
MYKJ*VlKim»«OI 50 ««S «275
Hvítur
Verð:
kr. 6.995,-
FIÖRÐUR
.íi ,/i
FJaröargata 13-15
S. 555 1890 og 565 4275
TILBOÐ
Jakkar og stuttkápur
úr leðurlíki. Verð kr. 5.900.
Regnkápur, kr. 12.900
srk,á,r,afaum \o^Hl/15ID
Mörkinni 6, sími 588 5518
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-13
frá mánudegi til föstudags
Flíkur á götunni
ÉG var á ferðinni í Kópa-
vogi á mánudaginn og þeg-
ar ég ók austur Hraun-
tungu framhjá húsi númer
4 á miðri götunni lágu flík-
ur, vandaðar flíkur. Sá
sem getur lýst flíkunum
fyrir mér, getur hringt í
síma 895 7517.
Veikindadagar barna
MIG langar að taka undir
þau orð sem prestur nokk-
ur skrifaði í Morgunblaðið
fyrir skömmu um að sjö
daga veikindaréttur barna
sé ekki raunsær. Ég á lítið
barn og er að fara út á
vinnumarkaðinn eftir tvo
mánuði og kvíði því óskap-
lega. Hvað ef barnið mitt
fær hlaupabólu; það eru
minnst tíu dagar heima?
Og ég tala nú ekki um
flensurnar sem fylgja
börnum. Ég vona að ríkis-
stjómin endurskoði rétt
bama.
Kvíðin móðir.
Rautt Export
box óskast
Á EINHVER rautt Ex-
port rótarbox frá Johnson
og Kaaber? Boxið óskast í
skiptum eða til kaups.
Upplýsingar í síma
5538257, Ásta. Einnig
blómið fljúgandi diskur,
óskast í skiptum á sama
stað.
Dýrahald
Kettlingar gefíns
TVEGGJA mánaða gamlir
kettlingar, fress og læða,
fást gefins á gott heimili.
Mjög falleg og kelin. Upp-
lýsingar í símum 5546887
og 8982077.
Tveir
fresskettlingar
TVO yndislega fresskett-
linga vantar góð heimili.
Þeir em fæddir 19. febrú-
ar og era bólusettir. Upp-
lýsingar í síma 864 1023.
Þetta er hann Tott
HANN Tott flæktist út á
mánudaginn og er ekki
kominn aftur. Hann á
heima í Karfavogi 29. Tott
er ómerktur inniköttur.
Hann er svartur á bakinu
og brúngrá flekkóttur.
Hann er síðhærður og með
vel loðið skott. Ef einhver
hefur séð hann eða veit um
hann, vinsamlegast hringið
þá í síma 5536781.
NK\k
Umsjón Margeir
Pétnrsson
Staðan kom upp á gífur-
lega sterku atskákmóti sem
nú stendur yfír í Frankfurt í
Þýskalandi. Vladímir
Kramnik (2.751) hafði hvítt
og átti leik gegn
Anatóli' Karpov
(2.710), FIDE-
heimsmeistara.
20. Bxg7+!
Kxg7 21. Rf5+ _
exf5 22. Hxe7 _
Rxe7 23. De2
(Með tvöfaldri
hótun. Báðir
svörtu riddar-
arnir standa í
uppnámi) 23.
Rg6 24. Dxc4 _
Hd2 25. Bb3 _
Bd5 26. Dxa6 _
Hd8 27. Bxd5
_ Re5 29. a4 _ f4 30. a5 _
f3 31. Db7 _ fxg2 32. a6 og
svartur gafst upp.
Eftir fyrsta keppnisdag-
inn á mótinu höfðu þeir
Kasparov og Kramnik
hlotið tvo vinninga en Kar-
pov og Anand einn vinning
hvor. Innbyrðis skák Kar-
povs og Kasparovs, hinni
fyrstu í tvö ár, lauk með
jafntefli.
H8xd5 28. h3
HVÍTUR leikur og vinnur
HÖGNI HREKKVÍSI
//flann átbýofan c/acp * hlczupabraut/'nni!"
Yíkverji skrifar...
VÍKVERJI dagsins er að fara
til Danmerkur og verður raun-
ar staddur þar, þegar þessi Vík-
verjapistill birtist. Þar ætlar hann
að dveljast í nokkrar vikur og gat
raunar vel hugsað sér að leigja sér
bíl þar til þess að geta farið um og
skoðað hið margrómaða danska
landslag, sem skáldið raunar lýsti
sem „neflausri ásýnd“, en af fyrri
kynnum af Danmörku, veit Vík-
verji, að þar er afskaplega fallegt
og gróðursælt og því gæti verið
gaman að aka þar um.
Nú er það svo að Víkverji og
fjölskylda hans hafa safnað frí-
punktum í gegnum tíðina og á
hann orðið tæplega 15 þúsund
punkta. Víkverja fannst tilvalið að
nota þá til þess að leigja bílinn, _en
Fríkortið hefur samninga við Úr-
val-Útsýn. Þess vegna hringdi Vík-
verji í Fríkortið til þess að spyrj-
ast íyrir um það hve marga daga
hann gæti fengið og nýtt frípunkt-
ana fyrir bflinn. Þá kom í ljós að
það var nú allt annað en hægt.
Þessa punkta var aðeins hægt að
nýta sem innborgun á sólarlanda-
ferðir og bfltúr í Danmörku, þótt
sólrík geti verið, féll svo sannar-
lega ekki undir þá skilgreiningu,
sólarland.
Þessir frípunktar eru eftir þetta,
að mati Víkverja heldur fáfengilegt
fyrirbrigði og raunar sagði einn af
samstarfsmönnum Víkverja að
eina skiptið, sem borgaði sig að
nota frípunkta væri þegar menn
færu í bíó. Þá gilda þeir í Sam-bíó-
unum, en einhverju sinni fór Vík-
verji einmitt í Sam-bíó og keypti
þar fjóra miða. Heldur fannst Vík-
veria bað vera dvr bíóferð, a.m.k.
fóru þar þúsundir punkta í þessa
fjóra miða.
xxx
EN fríkortaraunir Víkverja eru
þar með ekki allar. Hjá Flug-
leiðum átti hann rúmlega 20 þúsund
punkta og fyrir um þremur vikum
kom hann að máli við Flugleiða-
skrifstofuna í Kringlunni og spurð-
ist fyrir um hvort hann gæti fengið
bflaleigubfl í Danmörku fyrir þessa
punkta. Þá var honum sagt að þessi
upphæð, um 20.000 Saga-Bónus-
punktar, nægðu íyrir bfl af minnstu
gerð í þrjá daga. Nægilegt væri fyr-
ir Víkverja að koma rétt fyrir brott-
för og panta bflinn. Rétt áður en
Víkveiji lagði af stað til Danmerk-
ur, hringdi hann svo í frípunktaupp-
lýsingar hjá Flugleiðum og var þá
tjáð að fyrir 20 þúsund punkta gæti
hann fengið bfl frá hádegi á fostu-
degi og með því skilyrði að honum
yrði skilað á sama stað klukkan
10.00 á mánudegi. Ekki væri hægt
að panta bílinn með opinni beiðni,
þ.e.a.s. Víkverji þyrfti að ákveða
strax hvaða daga hann tæki bflinn.
Ef svo bfllinn væri ekki tekinn á há-
degi á föstudegi, væri aðeins hægt
að leigja hann í einn dag í senn og
þá kostaði leigan um 12.000 punkta.
Ekki var heldur hægt að fá bflinn í
lengri tíma, ef Víkverji vildi bæta
við leigutímann með dönskum pen-
ingum. Það mætti þó ræða við bfla-
leiguna á staðnum.
xxx
EFTIR allar þessar frípunkta-
raunir Víkverja er hann kom-
inn að þeirri niðurstöðu, að frí-
punktasöfnun er hin mesta vit-
leysa, því að svo eru reglurnar
margbrotnar og þvælan svo mikil í
kringum þá að einna helzt minnir
þetta kerfí á skömmtunarmiðana
gömlu frá blómatíma haftanna,
þegar framsóknarmennskan reið
ekki við einteyming á íslandi, rétt
eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar
„Stofnauki númer 13“ var í al-
gleymingi. Frípunktakerfíð er
beinn arftaki þess kerfís og minnir
í mörgum tilfellum á það gamla, úr-
elta og furðulega fyrirbæri, sem á
ekkert skylt við frjáls viðskipti.
Þegar þetta er hins vegar skrifað
er Víkverji þó ekki úrkula vonar
með að ná einhverju fram í sam-
bandi við Saga-Bónus-punktana.
A.m.k. ætlar hann enn að gera til-
raun til þess að fá eitthvert vit í þá.
XXX
ÍKVERJI fjallaði íyrir viku
síðan um þáttinn „Daglegt
mál“ í útvarpinu og var að harma
það að hann hafi verið felldur niður
í dagskrá útvarpsins. Nú hafa Vík-
verja hins vegar borizt þau gleði-
tíðindi að enn sé við lýði þáttur
þeirra Orðabókarmanna, „íslenzkt
mál“, þar sem málvísindaleg um-
fjöllun fer fram. Þessi þáttur er
ekki liðinn undir lok, þótt hann sé í
sumarleyfí nú yfir hábjargræðis-
tímann. En „Daglegt mál“, þar
sem íslenzkumenn fjalla um mál-
farsleg atriði, hefur verið felldur
niður. Það finnst Víkverja vera til
vanza, en hann biðst afsökunar á
því að hafa að nokkru ruglað sam-
an heitunum á þessum tveimur
annars ágætu þáttum, sem honum
fínnst að eigi megi missa sín í dag-
skrá Ríkisútvarusins.