Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. JULI 1999
I DAG
Arnað heilla
PT AÁRA afmæli. Fimm-
tíV/tugur er í dag,
fimmtudaginn 1. júlí, Haf-
steinn Vilhjálmsson, Trönu-
hjalla 1, Kópavogi. Eigin-
kona hans er Helga Georgs-
dóttir. Þau eru að heiman.
BRIDS
Ilmsjón Guömundur
Páll Arnarson
NU er að velja útspil
gegn slemmu. Lesandinn er
með þessi spil í vestur:
Vestur
* 3
¥ D98
* DG532
* Á954
Suður gefur og NS eru á
hættu:
Vestur Norður Austur Suður
- - - 1 spaði
Pass 4 tíglar Pass 4 l^örtu
Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Stökk norðurs í fjóra tígla
sýnir stuttlit (einspil eða
eyðu) og slemmuáhuga.
Suður tekur þátt í slemmu-
leitinni með fjórum hjört-
um, sem er fyrirstöðusögn,
og norður segir frá eyðu í
tígli, en ekki lauffyrirstöðu
með fimm tíglum. Það dugir
suðri til að skjóta á sex
spaða. Hvert er útspilið?
Italski Evrópumeistarinn
Dano de Falco fékk þetta
viðfangsefni í leiknum við
Portúgala á EM. Leikurinn
var sýndur á töflu og
skýrendur voru ekki í
nokkrum vafa um að de
Falco myndi leggja niður
laufás. Þeir sáu líka allar
hendur, sem litu þannig út:
Norður
* KD94
V KG763
♦ —
*D862
Vcstur Austur
*3 * 52
* D98 ¥ 10542
♦ DG532 ♦ Á1087
*Á954 * KG10
Suður
* ÁG10876
¥ Á
* K964
* 73
I suðursætinu var Portú-
galinn Barbosa. Hann
reiknaði með að slemma
ynnist ef ekki kæmi út lauf
°g ákvað að láta líta svo út,
sem hann ætti fyrirstöðu í
litnum. De Falco tók hann
trúanlegan og kom út með
tígulgosann. Barbosa vann
því spilið og 13 IMPa. Þetta
var fimmta spil leiksins, en
á þeim tímapunkti leiddu
Portúgalir með 29 IMPum
gegn engum. En það átti
eftir að breytast.
A /\ÁRA afmæli. Fertug-
j:l/ur er í dag, fimmtu-
dag 1. júlí, sr. Olafur Jó-
hannsson, sóknarprestur í
Grensáskirkju. Kona hans,
Þóra Harðardóttir kennari,
varð fertug 20. apríl sl. Þau
hjónin taka á móti gestum í
safnaðarheimili Grensás-
kirkju þriðjudaginn 6. júlí
kl. 17.30- 19.30. í stað gjafa
er óskað eftir framlögum
inn á bankareikning Grens-
áskirkju nr. 0120-05-73026.
BRUÐKAUP. Gefin voru
saman af sr. Áma Bergi
Sigurbergssyni í Dómkirkj-
unni þann 15.8. 1998 Erla
Sigríður Gestsdóttir og
Hugi Sævarsson. Þau eni til
heimilis í Álfheimum 26.
Með morgunkaffinu
Morgunblaðið/Þorkell.
ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með flóamarkaði 9.555
kr. til styrktar Rauða krossi Islands. Þær heita Sunna Ör-
lygsdóttir, Þórunn Friðriksdóttir og Sif Elíasdóttir.
Með morgunkaffinu
Ast er...
...að deila sólhlífínni.
TM Heg. U.S. Pat. Off. — aH right* re»«rv*d
(c) 1999 Los Angeles Tmes Syndicate
Láttu mig svo vita hvort þetta
virkar. Eg á nefnileg við þetta
sama vandamál að stríða.
Matthías
Jochumsson
(1835/1920)
Ljóðið Minni
Ingólfs
LiOÐABROT
MINNI INGOLFS
Lýsti sól
stjömu stól,
stimdi á Ránar klæði.
Skemmti sér
vor um ver,
vindur lék í næði.
Heilög sjón:
hló við Frón.
Himinn, jörð og flæði
fluttu landsins föður heillakvæði.
Himinfjöll,
földuð mjöll,
fránu gulli brunnu.
„Fram til sjár,“
silungsár
sungu, meðan mnnu.
Blóm á gmnd,
glöð í lund,
gull og silki spunnu,
meðan fuglar kváðu allt, sem kunnu.
Blíð og fríð
frelsistíð.
Frægur steig á gmndu
Ingólfur
Arnar bur,
íturhreinn í lundu.
Dísafjöld
hylltu höld,
heill við kyn hans bundu.
Blessast Ingólfs byggð frá þeirri stundu.
STJÖRNUSPA
eftir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert félagslyndur og leggur
góðum málefnum lið. Um-
burðarlyndi þitt mætti þó
bæta á stundum.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú ert kraftmikill þessa dag-
ana og kemur miklu í verk.
Nú er tíminn til þess að end-
umýja kynnin við góða fé-
laga og endurlifa gamlar
minningar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Mundu að öllum orðum fylgir
ábyrgð svo lofaðu engu nema
að þú getir staðið við það.
Gleymdu ekki heldur að þú
þarft líka tíma fyrir sjálfan
þig-
Tvíburar
(21.maí-20.júní)
Það er orðið tímabært að þú
dekrir svolítið við sjálfan þig.
Gerðu það sem til þarf til að
hressa þig við andlega sem
líkamlega.
Krabbi
(21. júní - 22. júli)
Finnist þér að gengið hafi
verið á rétt þinn skaltu sýna
festu og rétta þinn hlut.
Horfðu svo bjartsýnn fram á
veginn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þegar gera þarf breytingar
þarf oft að taka tillit til
margra þátta. Gefðu þér
tíma til þess og leyfðu þeim
sem málið varðar að láta álit
sitt í Ijós.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) (DfL
Það getur hefnt sín að tefla á
tæpasta vað í fjármálunum.
Söðlaðu um og gættu hófs í
hvívetna. Láttu samt ekkert
koma þér úr jafnvægi.
Vog Xtt
(23. sept. - 22. október) ö
Einhverjar breytingar eru
yfirvofandi og margt sem
kallar á athygli þína þessa
dagana. Taktu samt lífinu
með ró og láttu hlutina hafa
sinn gang.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Sumarið er stutt svo notaðu
hvert tækifæri sem þér býðst
til að eiga góðar stundir með
fjölskyldu og vinum. Þær
verða ekki metnar til fjár.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) Akt
Láttu liðið vera liðið í sam-
skiptum við aðra og hafðu
stjóm á skapi þínu. Leggðu
áherslu á að fara í stutt ferða-
lag til að dreifa huganum.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) aSi
Nú er að rofa til hjá þér í
starfi og þú ferð að sjá ár-
angur erfiðis þíns. Njóttu
þess með þeim sem hafa
stutt þig og lagt hönd á plóg.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) WSS
Þér bjóðast ýmis ný tækifæri
bæði í starfi og einkalífi en
þú þarft að athuga vel þinn
gang áður en þú tekur
ákvörðun og vanda valið.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Hrósaðu fólki og sýndu því
tillitssemi fremur en að vera
með aðfinnslur því það er
besta leiðin til að laða fram
hæfileikann til að gera betur.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
T
Póstsendum samdægurs
oppskórinn
VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212
TILBOÐ
dagana 1/7 til 1/8
Svefnpokar:
Stærð 190 x 75 sm.
Ytra byröi: Polyester.
Innra byrði: 35% bómull, 65% polyester,
Almennt verö kr. 1.900 til 2.900.
Okkar verð kr. 998.
Stálhitabrúsi 1 lítri:
Obrjótanlegur úr ryðfríu stáli
með handfangi og axlaról,
hörkutól í feröalagiö.
Almennt verð kr. 3.990.
Okkar verð kr. 990.
Stytta:
Koparhúöuö resinstytta, mjög falleg á
viöarpalli.
Almennt verð kr. 2.980.
Okkar verö kr. 998.
Plaststólar:
Vandaöir plaststólar.
Almennt verð kr. 690.
Okkar verö:
Fullorðins kr. 198.
Barna kr. 99 (alveg satt)
Mokka
kaffistell,
porcelain:
12 stykkja.
Almennt verö kr. 1.690.
Okkar verö kr. 498.
Reiknivél:
búöin
Bæöi fyrir rafhlööur og
sólarorku.
Stærö: 17 x 17 sm.
Almennt verö kr. 1.490.
Okkar verö kr. 598.
Ath. Einstakt á íslandi,
verð á öllum vörum
frá kr. 198-998.
Laugavegi 118, sími 511 4141
Kringlunni, sími 588 1010
Keflavík, sími 421 1736
Fréttir á Netinu ^mbl.is
ALLTA/= eiTTH\SA£> NÝTl
X\