Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 72

Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ ^72 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 FÓLK í FRÉTTUM gerð að fá spænsku leikkonuna Victoriu Abril til landsins. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðavettvangi, m.a. silfurbjörninn í Berlín, og er kunnust fyrir samstarf sitt við leikstjórann litríka Pedro ---------------------------------------- Almodovar. Pétur Blöndal talaði m.a. við hana um ballett, 101 Reykjavík, gulu ------------------------7---------- pressuna og eyríkið Island. AÐ helsta sem einkennir tökustaði eru biðir. Spænska leikkonan Victoria Abril hef- ur sjálfsagt ekki farið varhluta af því um ævina eftir að hafa leikið í um áttatíu kvikmyndum. Hún er ekki langt frá því sem blaðamaður hafði gert sér í hugarlund, brosmild og fjörug, óhikandi í orðræðu og at- ■^iöfnum og virðist afar vel á sig komin líkamlega og andlega. Svo er hún falleg. Eftir dæmigerða bið á tökustað. Eftir að hafa séð hana blása lífi í handritið að myndinni 101 Reykja- vík undir handleiðslu leikstjórans Baltasars Kormáks. Eftir að hafa séð hana með tvenns konar förðun fyrir linsuopið á myndavélinni. Eftir að hafa staðið, setið og gengið um sviðsmyndina í kvikmyndaverinu heila kvöldstund. Er þá ekki aðeins eftir að taka viðtal við þessa líflegu leikkonu sem er eins og sköpuð í hlutverk þokkafulla flamenco-kenn- arans Lolu Milacros? , j Kuldasjokk á fyrstu síðu „Staðartiminn er 3.30 eftir há- degi. Það er 15 stiga frost og við vonum að dvöl ykkar verði ánægju- leg á Islandi," segir í hátalarakerf- inu í þotunni þegar sögupersónan Lola Mflacros lendir í Keflavík. Hætt er við að íbúum við Miðjarðar- hafið svelgist á poppinu við þessi ósköp og kuldahrollur fari um brúna og sællega skrokkana. Samt erum við aðeins stödd á fyrstu blað- síðu handritsins að 101 Reykjavík; hvað var það sem fékk eina fræg- ustu leikkonu Evrópu til að taka að sér hlutverk í mynd sem þessari? „Framleiðendumir komu til mín og heilluðu mig með því að tala um 'landið, sólina sem sígur aldrei til viðar, um gleðina sem fylgir sumr- inu hjá fólki sem eyðir öllum vetrin- um í skammdeginu og ég sagði við hann: „Jæja, sendu mér þá söguna.“ Hann gerði það og þegar ég opnaði það var flestallt á ensku nema á fyrstu blaðsíðunni greindi ég 15 gráðu frost. „Guð minn góður,“ hugsaði ég með mér, lokaði því aft- ur og setti það neðst í handrita- bunkann á borðinu mínu. Ég man að ég tautaði: „Hlýnaðu," og fór að lesa annað. JF Svo hitti ég framleiðenduma í Berlín, jánkaði því að ég hefði handritið í fómm mínum en bað þá um að senda mér það á frönsku því það væri erfitt fyrir mig að lesa það á ensku. „Ég skal svara þér eftir viku,“ bætti ég við, vegna þess að þá hafði handritið verið heima hjá mér í sex mánuði... Of kalt,“ bætir hún við, grettir sig og brosir. Mér var sagt að myndin yrði tekin að sumri til og ég lofaði því að ef mér líkaði handritið myndi ég slá tfl. - Og hér er ég!“ Það liggur beint við að spyrja hvað henni hafi fallið svo mjög við handritið. „Fyrir mér er það eins og matskeið af Islandi," svarar Abril og setur upp sælkerasvip. „Að koma hingað og gera mynd eftir íslenskri sögu, með íslenskum leikstjóra og íslenskum leikumm á Islandi er áhugavert; að fá að kynnast kvik- myndaiðnaðinum í gegnum heima- menn. Myndin fjallar um íslenskan náunga, Hlyn, og mitt hlutverk er að færa smá hlýju í framvinduna. Það er alltaf ánægjulegt." Byrjaði sjö ára í ballett Þannig var það einmitt að Victor- ia Abril kom með góða veðrið með sér; um leið og hjólbarðarnir á þot- unni grófu sig ofan í malbikið í Keflavík um helgina braut sólin sér leið um rigningarskýin og sumarið byrjaði. „Ég veit,“ segir hún blátt áfrarn og brosir út að eyram. „Það hlaut að verða svona; Lola er sólar- geislinn í myndinni." Geturðu lýst þessum sólargeisla? spyr blaðamaður íorvitinn. „Lesbíunni," spyr hún á móti og bíður ekki svars: „Hún kann að njóta lífsins, - jafnvel að vetri til.“ Hún er líka dansari eins og þú. „Ástæðan fyrir því að ég get dansað er að ég lærði klassískan dans þegar ég var yngri, ekki þó fla- menco.“ Byrjaðir þú ekki í ballet sjö ára? „Jú,“ svarar hún. „Ég kann raunar líka flamenco; ég ólst upp við dansinn m.a. vegna þess að fjöl- skylda mín er af suðlægum slóð- um.“ Hafðirðu heyrt Islands getið að einhverju þegar þér bauðst hlut- verkið? „Aldrei," svarar hún hreinskiln- ingslega. „Jú, ég hafði heyrt um stórbrotna náttúm, óspillta af mönnum sem verður að teljast fá- títt. Ég sá myndir sem sýndu óra- víddina af einskismannslandi, - jökl- um og fjöllum. En ég hafði ekki heyrt neitt annað um Island.“ Hversu lengi verður þú á Islandi? „I mánuð,“ svarar hún. „Ég verð að vinna að myndinni í þijár vikur og svo verð ég á landinu með fjöl- skyldu minni, sonum mínum, í tíu daga. Við ætlum að leigja bfl og keyra um ísland." Kreist eins og sítróna Blaðamaður lítur í kringum sig inni í hálfbyggðu timburhúsi með bárujámsþaki og líður eins og hann Sólargeisli af suðræn- um slóðum Það er upphefð fyrir íslenska kvikmynda- VICTORIA Abril á tökustað myndarinnar 101 Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn sé í heimsókn í fomfálegri íbúð í Þingholtunum. Hann vantar aðeins biksvart kaffi og áhyggjur af stöðu- mælinum. Það eina sem ekki kemur heim og saman er að uppáhalds leikkona hans til margra ára frá Spáni situr gegnt honum; leikkona sem hann tók fyrst eftir í mynd Pedros Almodovars Bittu mig, elsk- aðu mig. Höfðu myndimar sem hún gerði með honum mikla þýðingu fyrir hana á alþjóðavettvangi? „Ég hef leikið í yfir 80 myndum á ferlinum og þessar myndir skiptu engum sköpum,“ svarar hún. „Sum- ar myndanna sem við unnum saman gengu vel á alþjóðavettvangi, aðrar ekki...“ ...hvernig er að vinna með hon- um? „Mjög ofsafengið,“ svarar hún með áherslu og endurtekur: „Mjög ofsafengið." Hún hugsar sig um og bætir við: „Maður er undir sama álagi og sítróna." Svo tekur hún upp ímyndaða safapressu og kreistir sítrónuna af öllu afli. Var það svona erfitt? „Já.“ En það virtist ganga upp. „Já,“ svarar hún og yppir öxlum. „En ég get líka unnið við aðrar að- stæður. Það þarf ekki að kreista safann úr mér, ég hef nóg að gefa.“ Myndir þú íhuga að leika í annarri mynd Almodovars? „Ég þarf ekki að íhuga neitt,“ svarar hún. „Hann þarf fyrst að gera það upp við sig og vilja skrifa eitthvað fyrir mig. Vissulega þyrfti ég þá að taka afstöðu til þess en það yrði að gera mér tilboð fyrst. En með honum... við unnum síðast sam- an að myndinni Kika og síðan hefur hann gert þrjár eða fjórar myndir.“ Hefurðu séð þá nýjustu, Allt um móður mína? „Já,“ svarar hún, kímir og bætir við: „Mér fannst hún brosleg því hún er í raun allt um fóður minn. Það er stöðugt verið að velta sér upp úr fjarvera föðurins." Hollywood leiðinleg Pú lékst á móti Antonio Banderas í myndinni Bittu mig elskaðu mig... „...ég lék á móti honum í sex eða sjö myndum.“ Einmitt það, en langaði þig ein- hvern tíma til að feta sömu stigu og hann? „Ég hef engan áhuga á Hollywood," svarar Abril skýrt og skorinort. „Mér líkar ekki að vinna við þessi skilyrði; að eiga sér ekkert líf, - nema það sem er leiðinlegt. Mér hefur aldrei leiðst eins mikið á ævi minni og þegar ég lék í Jimmy Hollywood undir leikstjórn Barrys Levinsons." Abril segir þetta af svo mikilli sannfæringu að það er sem hún kreisti hvert orð eins og sítrónu, enda er hún súr á svipinn af öllum þessum sítrónum. „Allir þessir þrír mánuðir," segir hún og andvarpar. „Guði sé lof að ég hafði syni mína með mér. Ég hef leikið í um áttatíu kvikmyndum á ferlinum og aldrei nokkum tíma hefur mér leiðst, - það er ómögulegt að láta sér leiðast. En þama leiddist mér allan liðlangan daginn. Þetta var svo innantómt að öllu leyti, mat- urinn var ömurlegur, manneskjan einskis virt, aldrei gengið, fjarlægð- irnar era svo miklar að það þarf að fara allt á bflum, í veislum er aðeins talað um kvikmyndaiðnaðinn, það má ekki dansa, hlæja eða syngja; þetta era bara viðskipti. Skemmti- staðimir loka hálf tvö; þá er manni kastað út. Ég hef aldrei verið jafn óham- ingjusöm og mér hefur aldrei leiðst jafn mikið; því segi ég: Aldrei meir. Það er í lagi að vinna við jaðar- myndir í New York, en stórmynd í kvikmyndaveranum - það era ekki til nægir peningar í heiminum til að borga mér fyrir þessi leiðindi. Tím- inn er of gullvægur." Fékk aldrei að vera í friði Það hefur varla farið framhjá mörgum að kvikmyndastjörnur verða gjaman fyrir ágangi slúður- blaðamanna og ljósmyndara, svo- kallaðra papparassa, og Abril er engin undantekning þar á. „Ég verð að beijast fyrir að fá að hafa einka- líf mitt í friði og það tekst," segir hún. „Þá skiptir miklu að ég bý ekki á Spáni. Samlandar mínir eru of forvitnir til þess að hægt sé að leyfa manni að vera í friði; þeim er það ómögulegt." Hvernigþá? „Ég var hundelt af gulu press- unni nótt sem dag. Þeir fylgdu mér eftir hvert fótmál og tóku myndir af mér, af börnunum mínum, vinunum, kærastunum, öllu. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki búið þar síð- an árið 1982.“ Fluttirðu þess vegna til Frakk- lands; kanntu vel við þig þar? „Já,“ svarar hún. „Það er gott að búa í París. Það er stórborg og mað- ur á gott með að týna sjálfum sér þar.“ Mér skilst þú hafír leikið í þinni fyrstu kvikmynd þegar þú varst fjórtán ára. Ætlaðir þú alltaf að verða leikkona? „Nei, ég ætlaði að verða dansari. En mér bauðst að leika í kvikmynd- um og ég tók því til að geta kostað dansnámið. Smám saman fór ég að átta mig á að það væri ekki svo slæmt að vinna við leiklist. Það var betur borgað en dansinn og hægt að lifa á því á Spáni en ekki dansinum. Ég íhugaði í fyrsta skipti af alvöru að gerast leikkona þegar ég lék í fimmtu mynd minni Kynskiptum. Hún fjallar um karlmann sem lang- ar að verða kona og það er fylgst með honum í gegnum allt ferlið, frá karlmanni yfir í klæðskipting og loks yfir í konu. Áður hafði ég bara verið forvitin en ekki haft sérstakan metnað til kvikmynda. Eftir þetta fór mér að finnast leiklistin vera- lega áhugaverð." Að hverju hefurðu unnið upp á síðkastið? „Ég lék í spænskri spennumynd sem nefnist A milli fóta þinna og franskrí gamanmynd sem nefnist Faðir minn, móðu• minn, systur mínar og bræður.“ Hvað um næstu verkefni? „Þetta,“ segir hún og lítur í kringum sig. Einhver fleiri? „Já, ég leik næst í franskri gam- anmynd sem nefnist Hefnd mör- gæsarinnar." Oftai- 8 ára en fertug Þá höfum við afgreitt myndirnar, en er ekki eitthvað fleira sem við eigum eftir að tala um; hvað gerir Victoria Abril þegar hún er ekki að vinna að kvikmynd? „Ég lifi lífinu,“ svarar hún. I hverju felst það? „Það er aldrei eins,“ svarar hún kotroskin. „I hvert skipti sem ég kem veit ég ekki hvert ég er að fara; ég bara fer. Ég þarf aldrei að leita; ég finn. Ég verð ekki fyrir vonbrigðum því ég býst aldrei við neinu. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég er alltaf hamingjusöm? Lífið veitir manni tonn af tæki- færam á hverjum degi; maður verð- ur að líta í kringum sig og gera upp við sig hvað maður vill. Mér er illa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.