Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSIHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
0
Nýjar takmarkanir settar á flug um Reykj avíkurflugvöll
Komið til móts við kvart-
anir íbúa vegna hávaða
NYJAR reglur um takmarkanir á flugi um
Reykjavíkurflugvöll tóku gildi 21. júní síðastlið-
inn. Þeim er ætlað að draga úr hávaða og óþæg-
indum í íbúðahverfum næst flugvellinum. Reglur
um aðflug og brottflug eru þrengdar og þotum og
flugvélum yfir 5,7 tonn, sem ekki hafa hávaða-
vottorð, er bannað að nota völlinn.
Einar Om Héðinsson, einn þeirra er sátu í
starfshópi Flugmálastjómar um málið, segir að
allir flugvellir hafi ákveðnar reglur og ýmsar tak-
markanir og slíkar reglur hafi gilt um Reykjavík-
urflugvöll. Með nýju reglunum sé þrengt nokkuð
að ákveðnum þáttum í fluginu sem hann telur
svara mjög vel kvörtunum sem fram hafa komið
undanfarin misseri um hávaða frá flugumferð.
Þær em hins vegar ekki tii komnar vegna fram-
kvæmda sem standa fyrir dyrum en vegna þeirra
er hugmyndin að færa kennsluflug að miklu leyti
frá vellinum, tímabundið.
Snertilendingar takmarkaðar
Meðal almennra takmarkana má nefna að
snertilendingar era ekki leyfðar á fjölhreyfla
flugvélum og ekki era leyfðar marklendingar eða
æfingar með skerta flughæfni, svo sem þegar líkt
er eftir hreyfilbilun við flugtak eða lendingu. Þá
era snertilendingar eingöngu leyfðar á tímanum
frá kl. 9 til 19 mánudaga til fimmtudaga, föstu-
daga frá kl. 9 til 17 og um helgar og á almennum
frídögum era þær aðeins leyfðar milli kl. 11 og
16. Þá er sett í reglur að allar vélar skuli leitast
við að ná sem mestri hæð í flugtaksklifri til norð-
urs yfir miðborgina. Eins hreyfils vélar í flugtaki
á þeirri braut skulu klifra í brautarstefnu út fyrir
olíutanka í Örfírisey áður en þær beygja. Snerti-
lendingar era alveg bannaðar á brautum 07/25
(na-sv). Einnig er sett sú regla að við flugtak til
suðurs skuli tekin hægri beygja á 240° til að forð-
ast að fljúga yfir Kársnes.
Varðandi bann flugvéla, sem ekki hafa hávaða-
vottorð eða uppfylla ekki ákveðin skilyrði sem
nánar era tilgreind, segir Einai- slíkar takmark-
anir þegar í gildi víða um heim og verða þær
teknar upp á evrópskum flugvöllum eigi síðar en
árið 2002.
Dórai í stóra e-töflu-
raálinu snúið við
Sýknaður í
héraðsdómi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær Bretann Kio Alexand-
er Briggs af ákæra um stórfelldan
innflutning á fíkniefnum. Bretinn
hafði áður verið dæmdur í héraðs-
dómi í sjö ára fangelsi, en Hæsti-
réttur vísaði málinu aftur í hérað
vegna þess að héraðsdómur hafði
ekki tekið afstöðu til framburðar
lykilvitnis í málinu.
Briggs var handtekinn við kom-
una til landsins 1. september síðast-
liðinn og fannst í farangri hans
2.031 e-tafla. Hann neitaði alla tíð
að eiga fíkniefnin og sagðist ekki
vita af hverju þau væra í farangri
sínum. Héraðsdómur taldi að svo
mikill vafi léki á um sekt ákærða að
sýkna bæri hann af ákæranni.
Of mikill/10
Bjartviðri
spáð áfram
SPÁÐ er áframhaldandi bjart-
viðri alls staðar á landinu næstu
daga nema helst á Austurlandi.
Landsmenn hafa notið góða veð-
ursins eftir föngum og sum fyrir-
tæki í höfuðborginni voru lokuð í
gær vegna sólar. Mikið fjölmenni
var í Laugardalslauginni í gær
þegar Ijósmyndari Morgunblaðs-
ins gekk fram á þær Gyðu Gunn-
arsdóttur, Líbertu Óskarsdóttur
og Kötlu Völudóttur.
■ Bros/4
Mistök Landssímans
Netnotend-
ur fengu
of háan
reikning
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
■ÍM • •
^Onnur mesta ferðahelgi sumarsins er framundan og búist við mikilli umferð
Hátt á þriðja þúsund
manns í Þórsmörk
UNDANFARIN sumur hefur
fyrsta helgin í júlí verið önnur
mesta ferðahelgi sumarsins, næst
á eftir verslunarmannahelginni.
Lögreglan býst við gífúrlegri
umferð um helgina vegna þess
hve veðurspáin er góð og hefúr
gert ráðstafanir vegna hennar.
Búist er við að hátt á þriðja
þúsund manns verði í Þórsmörk
um helgina. I fyrra voru þar um
K|3.00() manns þessa sömu helgi og
er því búist við svipuðum fjölda í
ár. Lögreglan á Hvolsvelli verður
með vakt á staðnum og nýtur við
það aðstoðar fíkniefnalögregl-
unnar og umferðardeildar Ríkis-
Iögreglustjóra vegna umferðar á
Suðurlandsvegi. Að sögn lögregl-
unnar á Hvolsvelli verða um
1—13 manns við löggæslu á
svæðinu auk þess sem læknir
verður á staðnum.
Að sögn Ingu Rósu Þórðar-
dóttur, framkvæmdastjóra
Ferðafélags íslands, hefur Félag
verkfræðinema við Háskóla Is-
lands tekið tjaldsvæði félagsins í
Langadal, í Litlaenda og Stóra-
enda á leigu. Býst hún við að
milli 4 og 500 manns verði á því
svæði um helgina. „Það er svip-
aður fjöldi og verið hefur undan-
farin ár en ég heyri að það er
mikil stemmning fyrir Þórsmörk
nú um helgina, mun meiri en til
dæmis í fyrra,“ segir Inga Rósa.
Loksins gott veður
f Húsadal er Austurleið hf.
með tjaldsvæði og segist Tryggvi
Árnason, sölu- og markaðsstjóri
fyrirtækisins, búast við að milli
700 og 1.000 manns verði þar á
þeirra vegum. „Við höfum ekki
selt svo mikið af miðum ennþá en
miðað við reynslu sfðustu ára
gerist þetta á síðustu dögunum
fyrir helgina. Við eigum einna
helst von á ungu fólki úr fram-
haldsskólunum, eins og verið hef-
ur undanfarin ár,“ segir Tryggvi.
Guðfinnur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Útivistar, á von á
því að um 700 manns verði á
tjaldsvæði félagsins í Básum um
helgina. Þegar hafa um 500
manns bókað tjaldpláss og miðað
við reynslu fyrri ára telur hann
að fjöldinn aukist mikið þangað
til á föstudag. „Við leggjum
áherslu á að staðurinn sé fyrir
(jölskylduf'ólk og reynum að
halda okkur á þeirri línu. Ég býst
við að þetta verði stærri helgi hjá
okkur en undanfarin ár og er
það einna helst vegna veðursins
sem ioksins er orðið gott hér á
suðvesturhorninu," segir Guð-
finnur.
NOKKRIR viðskiptavinir Landssím-
ans, sem nota Netið, urðu heldur
hissa er þeir fengu símareikninginn
sinn um þessi mánaðamót, því í stað
þess að vera rakkaðir um 78 aura eða
1,56 kr. á mínútuna höfðu þeir verið
rukkaðir um 33 kr. á mínútuna. Að
sögn Ólafs Þ. Stephensen, forstöðu-
manns upplýsinga- og kynningarmála
Landssímans, þýðir þetta að sumir
fengu tugi þúsunda króna reikning.
Olafur sagði að mistökin mætti
rekja til nýs reikningagerðarkerf-
issem tekið hefði verið í notkun í maí
sl. Hann sagði að við uppsetningu
kerfisins hefði láðst að gera ráð fyrir
því að sumir notendur Netsins setji
landsnúmerið 354 fyrir framan síma-
númerin í tölvunum sínum.
„Þeir sem skilgreindu þetta svona
í tölvunum hjá sér lentu í því að
reikningagerðarkerfið túlkaði öll
símtöl úr mótaldi tölvunnar sem
millilandasímtöl," sagði Ólafur. „Þeir
voru því rukkaðir um 33 krónur á
mínútuna og fyrir vikið var þeim
bragðið þegar þeir fengu símareikn-
inginn sinn núna.“
Ólafur sagði að samband yrði haft
við alla þá sem lentu í þessu og þeir
beðnir velvirðingar. Hann sagði að
þeir myndu ekki þurfa að borga
reikninginn, sem þeir fengu sendan
nú, heldur myndi nýr reikningur
verða sendur í staðinn, þar sem öll
netsímtöl yrðu felld niður.