Morgunblaðið - 08.07.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
NÝR götukantur sem steypt-
ur hefur verið framan við
íbúðarhúsin við Skjólvang í
Hafnarfirði hefur mælst mis-
jafnlega fyrir. Kanturinn
þrengir götuna og er ætlað
að auka umferðaröryggi á
svæðinu. Dregist hefur að
ljúka framkvæmdum og hafa
ökumenn lent í því að
sprengja dekk og skemma
felgur á kantinum þar sem
hann er ómálaður og sést illa.
Ibúar við götuna hafa sent
skipulagsyfirvöldum í Hafn-
arfirði bréf þar sem farið er
fram á að Skjólvangi verði
lokað við Herjólfsgötu.
Að sögn Emu Bám
Hreinsdóttur, hjá tæknideild
Hafnarfjarðar, em gatnamót
Sævangs og Skjólvangs mjög
blind sem og gatnamót
Hjallabrautar og Skjólvangs.
Hún sagði að gerð hefði verið
könnun á gönguleiðum skóla-
bama í þeim tveimur skólum
sem væra í hverfinu og áttu
börnin m.a. að merkja inn þá
staði sem þau væra óöragg á.
Þessi gatnamót vora meðal
þeirra staða sem þau töldu
sig vera óöragg á.
Ema sagði að þetta félli að
þeim slysatölum sem lægju
fyrir úr hverfinu. A þessum
gatnamótum hefðu orðið 17
slys á fjórum áram, sem væri
alltof mikið miðað við götur
af þessu tagi.
Götukanturinn
ófullgerður
Tilgangurinn með því að
steypa kantinn er, að sögn
Emu, sá að auka útsýnið fyr-
ir þá sem koma upp Sævang-
inn og böm sem koma upp
gangstéttina við Hjallabraut
hafi núna var þegar þau
Morgunblaðið/Eiríkur P.
GÖTUKANTURINN við Skjólvang sést illa og hafa verið sett upp viðvörunarskilti eftir að
ökumenn lentu í því að keyra á kantinn og sprengja dekk.
koma fyrir hornið. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Hafnarfirði hafa
margir kvartað yfir nýja
götukantinum. Menn hafa
lent í því að keyra á kantinn
og sprengja dekk, enda er
kanturinn ómálaður og sést
illa á götunni. Til stendur að
mála kantinn og fylla upp
með möl eða malbiki og búa
til gangstétt.
„Þetta er eins og ýmislegt
annað sem verið er að hlaupa
í og ekki er klárað,“ sagði
Guðmundur Rúnar Guð-
mundsson, aðstoðarvarð-
stjóri i fjarskiptadeild. Hann
taldi þá stefnu bæjarins að
þrengja götur ekki vænlega
til árangurs og taldi að flestir
sem leið ættu um bæinn
væra á móti því. Þetta hægði
vissulega á umferðinni en
gerði jafnframt stærri bílum
erfiðara íyrir að komast um.
Það væri jafnvel spuming
hvort ekki væri meiri slysa-
hætta þegar stóra bílamir
væra að troðast á þeim svæð-
um sem búið væri að
þrengja.
Ekki sagðist Guðmundur
kannast við að meiri slysa-
hætta væri á þessum stað en
annars staðar. Flest slysin
sem væra á skrá lögreglunn-
ar hefðu átt sér stað á stæð-
inu við Hrafnistu. Hann taldi
að slysin við götuna tengdust
því ekki hvemig útsýnið væri
við gatnamótin.
Vilja loka Skjólvangi
Ema Bára sagði að lagn-
ing götukantsins hefði verið
vel kynnt og sagðist hún hafa
rætt við nokkra af íbúunum,
sem hefðu verið hlynntir
þessum framkvæmdum.
Þannig taldi hún að óhætt
hefði verið að hefja vinnuna
við kantinn en síðan hefði
komið í ljós óánægja meðal
íbúanna eftir að kanturinn
var steyptur.
Lítið er um bflastæði við
götumar á þessu svæði, enda
hefur orðið mikil breyting á
bflaeign íbúanna, sem ekki
hafa lengur næg stæði á sinni
lóð. Ema sagði að nú væri í
skoðun að útbúa almennings-
stæði við Skjólvang.
Mest notaða aðgönguleiðin
að Hrafnistu er um Skjól-
vang, en samkvæmt aðal-
skipulagi er Herjólfsgata að-
altengingin að dvalarheimil-
inu. Ema sagði að íbúar
hefðu nú sent skipulagsyfir-
völdum bréf þar sem farið
væri fram á að Skjólvangi
væri lokað við Herjólfsgötu.
Hún sagði að það væri í skoð-
un líkt og allt deiliskipulag á
svæðinu. Mikið væri að ger-
ast á svæðinu og unnið væri í
samvinnu við Garðabæ að
nýju deiliskipulagi umhverfis
Hrafnistu.
Marserað á Marbakka
Kópavogur
VEÐRIÐ lék við þátttakend-
ur á árlegri sumarhátíð for-
eldrafélags leikskólans Mar-
bakka í Kópavogi. Lúðra-
sveit fór fyrir skrúðgöngu
barna og foreldra sem mar-
seruðu um nánasta um-
hverfi leikskólans. Þegar
skrúðgöngunni lauk voru
grillaðar pylsur í leikskóla-
garðinum og boðið upp á
safa og js. Leikarar léku at-
riði úr Ávaxtakörfunni við
góðar undirtektir og gestir
hátiðarinnar gæddu sér á
grilluðum pylsum, safa og
ís. Eftir að skemmtiatriðum
lauk vörðu foreldramir
tima með börnum sínum á
leikvellinum.
Misjöfn viðbrögð við nýjum götukanti við Skjólvang
A að auka öryggi
Hafnarfjörður
Fjölbreyttur hópur fólks sækir Árbæjarlaug á kvöldin, en þá er aðsókn að lauginni mest
Ævintýragarður
í Elliðaárdal
Árbær
MIKILL fjöldi fólks á öllum
aldri sækir Sundlaug Ár-
bæjar dag hvem. Hátt í
400.000 manns heimsækja
laugina á ári. Stór hluti
sundlaugargesta er fjöl-
skyldufólk, enda er Árbæj-
arlaug líkust ævintýragarði
fyrir böm, að sögn Stefáns
Kjartanssonar, forstöðu-
manns laugarinnar. Hann
segir aðsókn mesta á kvöld-
in, en þá sé ungt og ástfang-
ið fólk áberandi í róman-
tísku umhverfi laugarinnar.
Ef synt er eftir brautum
hennar blasir Elliðaárdalur-
inn við og kvöldsólin nýtur
sínvel.
Árbæjarlaug er opin
lengst allra sundlauga í
borginni, til klukkan hálf-
ellefu virka daga og tíu um
helgar. Stefán segir fólk
vita af því og koma
hvaðanæva til að njóta
kvöldsins í lauginni. Hann
segist þurfa að bæta við
starfsfólki eftir klukkan
fimm til að sinna þeim
mikla fjölda fólks sem kýs
að bregða sér í laugina að
loknum vinnudegi. Aðsókn-
in hefur líka verið mikil á
kvöldin um helgar og Stef-
án nefnir sem dæmi að 300
manns hafi komið í Sund-
laug Árbæjar eftir klukkan
átta að kvöldi sunnudags
fyrir skömmu.
Fólk skolar af sér
ferðarykið í sundlauginni
og hestamenn láta líða úr
sér að loknum útreiðartúr.
íbúar í Árbæjarhverfi era
duglegir að sækja laugina
en Stefán verður var við að
sundlaugargestir komi víða
að. Hann segir suma jafn-
vel keyra alla leið frá Sel-
tjarnamesi með böm sem
vilja helst fara í Árbæjar-
laugina. Þá segir hann al-
gengt að erlendir ferða-
menn bleyti í sér í lauginni.
Talsverð skipulögð starf-
semi er í Sundlaug Árbæj-
ar og fyrirhugað að auka
við hana. Eldra fólk úr
hverfinu stundar til að
mynda vatnsleikfimi í laug-
inni alla morgna og
innilaugin er mikið notuð
af foreldram með unga-
börn. Þar era haldin sér-
stök ungbarnasundnám-
skeið.
Fastagestir frá upphafi
Hjónin Magnús Magnús-
son og Fjóla Þorleifsdóttir
hafa verið fastagestir í
Sundlaug Árbæjar frá því
hún var opnuð fyrir fimm
árum. Hjónin búa í næsta
nágrenni við laugina ásamt
börnum sínum Margréti og
Þorleifí Guðna. Þegar
blaðamaður Morgunblaðs-
ins leit í Árbæjarlaug eitt
kvöld í vikunni var fjöl-
skyldan í sundi og Lovísa
Ósk, vinkona Margrétar,
með henni. Meðlimir fjöl-
skyldunnar reyna að fara í
laugina öfl kvöld og Magn-
ús kemur tvisvar á dag.
„Eg syndi á morgnana og
fer í gufu á kvöldin,“ sagði
hann.
Margrét æfir sund en
finnst líka gaman að leika
sér með krökkunum í laug-
FJÓLA Þorleifsdóttir,
Lovísa Ósk Ragnars-
dóttir, Þorleifur Guðni
Magnússon, Margrét
Magnúsdóttir og Magn-
ús Magnússon reyna að
komast í laugina á
hverju kvöldi.
inni. Bömin segjast einnig
bregða sér í gufu af og til.
Hjónin lýstu ánægju með
starfsfólkið í Sundlaug Ár-
bæjar, sem þau segja af-
bragðsgott. Þá finnst þeim
gufubaðið gott og laugin fín.
„Ég er ánægð með
tengslin við náttúruna og
umhverfið,“ sagði Fjóla að
lokum.
Morgunblaðið/Erla Skúladóttir
FJÖLMENNT var í Árbæjarlaug á þriðjudagskvöld
Iíkt og flest önnur kvöld. Laugin er mest sótt að
kvöldlagi.