Morgunblaðið - 08.07.1999, Side 18

Morgunblaðið - 08.07.1999, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ferðafélag Akureyrar Þrjár ferðir um helgina ÞRJÁR ferðir verða farnar á vegum Ferðafélags Akureyrar umhelgina. Á laugardag, 10. júlí, verður gönguferð, ekið verður að Másvatni á Mývatnsheiði og gengið þaðan vestur yfír Fljótsheiði í Bárðardal og eyðibýli á heiðinni skoðuð. Komið verður niður hjá Kálfs- borgará í Bárðardal. Hjólað í Hörgárdal Sama dag verður boðið upp á reiðhjólaferð í Hörgárdal og verður staldrað við og grillað á leiðinni, en ferðinni lýkur í sundlauginni á Þelamörk. Þessa ferð átti að fara fyrr í sumar en þá varð að fresta henni vegna veðurs. Þriðja ferðin verður göngu- ferð á Uppsalahnjúk í Eyja- firði á sunnudag, 11. júlí. Brottför í allar ferðimar er kl. 9 frá skrifstofu félagsins við Strandgötu. Væntanlegir þátt- takendur þurfa að skrá sig í ferðirnar í síðasta lagi á föstu- dag, en skráning fer fram á skrifstofunni. Dýrbíts leitað í Svarfaðardal Ær og lamb hafa fundist illa bitin ÁBÚENDUR á Hofsá í Svarfaðar- dal hafa kært til lögreglu dýrbit, en þeir fundu nýlega á illa bitna sem og lamb. Hjá varðstjóra lögreglunn- ar á Dalvík fengust þær upplýsing- ar að málið væri á rannsóknarstigi, teknai’ hafa verið skýrslur um málið og verður það væntanlega tekið til afgreiðslu hjá sýslumannsembætt- inu fljótlega. Um miðja síðustu viku fannst lamb sem hafði verið bitið. Því var gefíð fúkalyf og spjarar það sig ágætlega. Skömmu síðar fannst fullorðin ær sem hafði verið bitin í lærið aftanvert og var sárið stórt og í því mikil bólga. Svo mjög var af ánni dregið að kalla þurfti til dýra- lækni til að aflífa hana. Bönd beinast að hundi Ekki er talið líklegt að bitin séu eftir tófu, þau eru það stór, auk þess sem tófum er tamara að bíta í skepnur að framanverðu. Þá hefur verið gengið til grenja í öllu fjallinu og búið er að vinna nokkur dýr. Böndin beinast því fremur að hundi og að sögn lögreglu á Dalvík er hans nú leitað. Heiðrún listamað ur júlímánaðar LISTAMAÐUR júlímánaðar í List- fléttunni á Akureyri er Heiðrún Þor- geirsdóttir. Hún sýnir þar verk sín unnin úr gleri, s.s. skálar, bakka og kertastjaka. Heiðrún fæddist á Akranesi árið 1940. Hún nam við Myndlistaskóla Reykjavíkur árin 1982 til 1985 og hefur sótt námskeið í bræðslutækni hjá Jónasi Braga Jónssyni og verið á tveimur Tiffanys-námskeiðum í bræðslutækni og meðferð Buffseys- glers hjá Krissy Ellis. Sú list að móta gler með bræðslu nýtur ört vaxandi hylli víða um heim, en aðferðin er byggð á tækni sem kunn er frá því um 2000 f. Krist. Eg- yptar og Rómverjar stuðluðu að mestri framþróun í listgreininni en glermunir eftir þá prýða listasöfn víðs vegar um heim. Listgreinin tók að láta að sér kveða á sjöunda ára- tugnum að frumkvæði bandarískra listamanna og er nú vinsæl víða um heim. Listfléttan er opin frá kl. 11 til 18 á virkum dögum og frá kl. 11 til 14 á laugardögum. Morgunblaðið/Ásdís Bryggju- kanturinn málaður ÞEIR þurfa ekki að kvarta, málararnir á Akureyri, en eink- ar vel hefur viðrað síðustu daga til útivinnu og ekki hefur rign- ingin verið að angra þá. Þessi hafði þann starfa að mála bryggjukantinn hjá Slippstöð- inni í blíðunni í gær. Morgunblaðið/Ásdís Hvar er brauðið? ENDURNAR við Andapollinn á Akureyri eru vanar því að veg- farendur gauki að þeim brauð- meti og öðru góðgæti. Á með- fylgjandi mynd virðast þær bíða eftir að drengurinn rífí upp brauðpokann en ekki er vitað hvort þeim varð að ósk sinni í þetta skiptið. Sprettan heldur slök HEYSKAPUR er smátt og smátt að hefjast á Norðurlandi, en tún komu misvel unþan erf- iðum og löngum vetri. Á Ártúni í Grýtubakkahreppi var Sigur- bjöm Sveinsson að snúa hey- inu í þurrknum í gær. Að sögn Sigurbjöms þá hófst fyrri sláttur á Ártúni síðastliðinn laugardag. Mikið kal er í tún- um og spretta í slöku meðallagi enn sem komið er að því er kom fram hjá Sigurbirni. SIMON Helgason virðir fyrír sér kalbletti sem eru víða á túnum hans. Morgunblaðið/Ásdís IIITIIIE- KlilSLIIII Mikið kal í Svarfaðardal og eru tún í miðsveitinni mjög illa farin Erfitt verður að fá nóg hey BÆNDUR á Norðurlandi hafa margir hverjir orðið fyrir barðinu á kalskemmdum og rýra þær heyfeng og sprettu það mikið að til vand- ræða horfir. I Svarfaðardal em tún í miðsveitinni mjög illa farin á mörgum bæjum. Kal í öllum túnum Einna verst virðist ástandið vera á Þverá og segir Símon Helgason bóndi þar ekki muna eftir öðm eins kali í sinni búskapartíð. Spretta sé heldur ekki mikil inn á milli kal- blettanna og því verði erfitt að fá þann heyfeng sem tO þarf, en hann treystir á einhvern uppslátt. Að sögn Símonar er ástandið slæmt víðar í dalnum og sumir hverjir hafa bmgðið á það ráð að plægja upp verstu stykkin og sá í þau aftur. „Eg fór nú ekki út í það en maður hefði kannski átt að gera það,“ sagði Símon. Hann segir að áður hafi hluta túnanna kalið illa en núna séu kalblettir út um öll tún, og það geri ástandið verra en það hef- ur nokkum tímann verið. „Það hef- ur áður kalið Ola hérna neðan tO en önnur tún hafa þá sloppið, nú er eitthvað kal í öllum túnum,“ sagði Símon enn fremur. Lítil spretta „Mér virðist líka að sums staðar spretti lítið á mOli verstu kal- blettanna og það er komið afskap- lega lítið gras enn sem komið er,“ sagði Símon. Hann segist búast við að hefja slátt um næstu helgi en það verði bara nokkur stykki tO að byrja með. „Eg byrja ekki af nein- um krafti heldur slæ bestu stykkin og sé svo til með sprettu á öðram túnum. Eg reyni þá að bera á þau stykki aftur til að geta slegið þau upp síðar í sumar,“ sagði Símon að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.