Morgunblaðið - 08.07.1999, Page 55

Morgunblaðið - 08.07.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 55 € BRÉF TIL BLAÐSINS Skammta- fræðin og lífíð Frá Atla. Hraunfjörð: í VETUR voru haldin fræðslukvöld í húsnæði Félags áhugamanna um stjörnulíffræði. Fjallað var um kenningar dr. Helga Pjeturss og fræði er renndu stoðum undir þá niðurstöðu er hann setti fram á fyrrihluta aldar- innar um samband lífs í alheimi og framlíf á öðrum hnöttum að þessu loknu. Á ráðstefnunni flutti kunnur vísindamaður og lífefnafræðingur erindaflokk um það nýjasta í niður- stöðum rannsókna í skammtafræði (orkudeilakenningunni). Til að mynda um ósamfellda hegðun einda, um eðli tvíburaljós- deila og eðli orkumynstra og hina síkviku frumu og sameind. Einhver kann að spyrja hvað þetta eigi sam- eiginlegt með kenningum dr. Helga. Jú, þegar eind hverfur á braut frá kjarna skilur hún eftir orku sem önnur tekur upp þegar hún birtist í sviðsfasanum og svo koll af kolli endalaust á meðan heimur endist. Eind snýst ekki um kjama eins og hnöttur í kringum sól, heldur birtist og hverfur á víxl og á sér ör- stundar tilvist og svipað gerist einnig í hinni lifandi frumu sem verður síkvik við þessi eindaskipti, enda er það hennar eðli. Eindin sem birtist er ekki sú sama og fór, hvert hún fer eða hvaðan hin kom veit enginn, eða hvort hún á meira en örstundar líf. Dr. Helgi sagði að hver ódeilisögn (atóm) hefði áhrif á allar aðrar, það er að segja á allan heim- inn og eignaði eðlisfræðingnum Faraday þessa setningu og hafði eftir gríska spekingnum Plótin: „Sérhver hlutur hefir í sér starf- andi afl, sem er hans eftirmynd, svo að þegar hluturinn er, þá geysist aflið útfrá honum, sumt lengra og sumt skemmra". Heimurinn er ein órjúfanleg heild þannig að það sem gerist í einu kerfi hefur áhrif á öll önnur kerfi. Þegar tvíburaljósdeili er myndað og því skotið sínu í hvora áttina út í geiminn og það síðan skautað í ann- an endann, skautast hitt um leið, óháð tíma og rúmi og ekki hvað síst óháð fjarlægð, jafnvel þótt milljónir ljósára séu á milli. Dr. Helgi hefur sett fram þá til- gátu að hugurinn sé alstaðar og hvergi um leið og hugsun er mótuð. Ef hugsun er beint til endimarka heimsins er hún þar samstundis. Á þann hátt berast manninum boð, alla stund, frá hinum víðáttumikla og endalausa geimi, sumt jákvætt og annað miður. Þegar mynduð er hugsun sem flæðir út frá gerandanum þarf ann- an heila (efni) til að móttaka hugs- unina svo hún komist til skila. Þannig verða hugsanaboð starfandi fólks að draumi hins sofandi manns, allt frá þessum lífhnetti til hnatta að endimörkum veraldar. Sennilegt er að engin endimörk séu til á veröldinni. Draumur er undan- tekningarlaust vökulíf annars manns vegna eðlissambands lífsins. Eitt af aðallögmálum náttúrunn- ar er að ekkert gerist í heiminum án samspils orku og efnis en hvort um sig mun aldrei leika fríspil án þátttöku hins. Órjúfanlegt samspil orku og efnis er eitt af grunnlög- málum efnisheims og lífheims. Það gerist í því formi að taka orku og skila af sér orku. Allt frá eðlislægu starfi hinna smæstu agna (atómi) og frumu til vinsamlegra og áhuga- verðra samskipta einstaklinga í millum sem verður þeim til mögn- unar. Það er kallað víxlmagnan og byggist á því að þiggja og gefa hvor öðrum orku líkt og gerist milli vina, elskenda og guðlegra vera. Einnig fjallaði íyrirlesturinn í skammta- fræði um þann þátt sem ekki er síðri en þar segir „að það sem einu sinni hefur samstillst, verður það til eilífðar, eða svo lengi sem heimur stendur". Samstilling (mynstur), eins og til að mynda líkamsmyndun, ásamt aflsvæði, geislast út í geiminn. Þar leitast mynstrið við að skapa eftir- mynd sína (samanber orð Plótins) og myndar sér samsvörun á öðrum hnetti. Þangað hefur einstaklingur- inn stillt sig til (vegna stillilögmáls- ins) og myndar þar líkama í fyllingu tímans, þegar viðkomandi flytur til þess hnattar við andlátið. Þegar lík- aminn ónýtist og getur ekki tekið við frekari víxlmögnun og einda- skiptum. Aflsvæði og líkamsmyndun eru samstillingarmynstur sem er auð- kenni hvers einstaklings. Allur heimurinn er samspil orku og efnis. Aflsvæði er það sem einstaklingar mynda með hugsunum sínum og framkomu og tiltrú annarra í sam- ræmi við hegðun viðkomandi eins og áður hefur komið fram. Eitt af höfuðatriðum orkudeila- kenningarinnar er fasafléttan sem er hreyfíngarsamstilling og er und- irstaða hreyfingarinnar og þar með undirstaða allrar tilveru efnisins. Hver eind verður að vera samstillt öðrum til að geta hreyfst og verið til. ATLI HRAUNFJÖRÐ Marargrund 5, Garðabæ. H oo > H Erum að taka til! 20-60% s Stratos Alvöru fjallgönguskór. Vatnshelt leður. Fyrir erfiðar göngur! 4.900 áður 13.000 TILBOÐSVERÐ Á VÖNDUÐUM ÚTIVISTARBÚNAÐI Tmiberiaiiae ❖ Skeljungsbúðin Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, sími 560 3878 KANffl DAGAR AÐEINS ÞESSA VIKU Flottu, frönsku gardínurnar 30% afsláttur DÚKAR, DISKAMOTTUR OG SERVÍETTUR 2N0% AFSLÁTTUR NÝ SENÐING } \ Y\ o IPt’pft AF HANDKLÆBUM Jjlll ÖL iUiUi L OG BAÐMOTTUM BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 561 1717 er Mdokkur ~+á ^ ** •* t # 5 3 3 3 3 6 6 Ultima Travel kerra og bílstóll LÚXEMB0RG Frá upphafí: Besta leiðin til Evrópu Luxair býður upp á beint flug til Lúxemborgar með þægilegri og hraðsl<xeiðri þotu. Frá Lúxemborg liggja vegir til allra átta. Keflavík — Lúxemborg Lúxemborg — Keflavík 0.45 6.25 (k O 2220 0.05+1 LUXAIR THE WINGS OF CHANGE www.luxair.lu Nánari upplýsingar og bókanir hjá öllum heistu ferðaskrifstofum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.