Morgunblaðið - 08.07.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 08.07.1999, Qupperneq 64
JSS4 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ( 1 * ____1 HÁSKÓLABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ KomduosWlíu jubu Robab og I iugh Grenl Hill rZZ7l'f\f RlDINDA | I uomuiunn| rnA HöruNmjM riöciiRR* oow javier bardem Wild At Heart undirtónöJr íin só bióiugasia sem - birst hefur á hvíta tjoidinu í langan tíma. Sýnd kl. 4.50 og 7. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5. B.i. 16. w.haskolabio.is Sýnd kl. 4.50 og 7. Hagatorgi, simi 530 1919 Forsýning kl. 9 fyrir korthafa VISA í öllum sölum Háskólabíós! ROBERTS RANT Fvsm $90 puhkta FEWU l BÍÓ BIMMI á«ii NVn OG BETRÁ Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b.í. 16 ára. ESiiiiDiGrrAL .(ttroO. skemmtileg, fspemrandi og ,ri4 , Aftni|dii jlpennuniynd ★★y kvikmyn(t|f.i: ★ ★★ DV ¥ M \ J íVI Xsir Drew Bartymorc David HtíN HEFUR ALDREI Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. SQDDiGnAL Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. b.i. 12. www.samfHm.is Morgunblaðið/Kristinn HLJÓMSVEITIN Hringir og Magga Stína slakar á í forsetastofu Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar. Kristinn Árnason gítarleikari, Hörður Bragason orgelleikari, Margrét Kristin Blöndal söngkona og Kormákur Geirharðsson trommuleikari. Sýrupolkasveitin Hringir og Magga Stína með breíóskífu Organisti, flokkstjóri og stórkaupmaður Sýrupolkasveitin Hringir og Magga Stína senda frá sér sína fyrstu breiðskífu í byrj- un júlí. Blaðamaður heimsótti þau og komst að ýmsu og m.a. því að maður hlust- ar á tónlist með maganum. „MÁ BJÓÐAþér inn í forsetastofu?" spyr hinn alúðlegi stórkaupmaður og trommuleikari Kormákur Geirharðs- son þegar blaðamaður gengur inn í herrafataverslunina sem er kennd við hann og félaga hans Skjöld. I for- setastofunni slakar Hörður Bragason á í hægindastól og það maklega, því Hörður er organisti í stærstu kirkju- sókn landsins, Gravarvogssókn. „Magga Stína og Kristinn eru rétt *ókomin,“ tilkynnir Hörður og segir að Magga Stína komi beint úr vinn- unni og að Kristinn sé vant við látinn í augnablikinu en væntanlegur fljót- lega. Rétt í þessu birtist Magga Stína, ennþá í vinnugallanum, en hún er flokkstjóri í unglingavinnunni. „Það er virkilega gaman í unglingavinn- unni,“ segir Magga Stína. „Ertu ströng við krakkana?" spyr Hörður. „Ja, stundum er nú stutt í Adolfmn, en svo er ég líka oft alveg rosalega góð við þau.“ . Nú eru allir komnir nema Kristinn svo þá er upplagt að tala aðeins um hann. „Kristinn er besti klassíski gít- arleikarinn á íslandi," segir Kormák- ur, „og þótt víðar væri leitað,“ bætir Magga Stína við og keppast þau nú 011 við að segja blaðamanni hvað Kristinn sé hæfileikaríkur, vel menntaður og mikill afbragðs gítar- 4fcaikari, en hann er nýkominn heim úr tónleikaferð þar sem hann spilaði í mörgum af virtustu tónleikahúsum heims. Náðu loksins saman Sýrupolkasveitin Hringir hefur starfað í hinum ýmsu myndum í lið- lega fjögur ár. Þegar þau eru spurð að því hvernig hljómsveitin hafi tek- ið á sig núverandi mynd byrja þau 011 að tala í einu og eftir smá vanga- veltur komast þau að því að það hafi hreinlega verið tilviljun. „Hijómsveitin varð til á mjög und- arlegan hátt og hefur þróast mjög furðulega," segir Kormákur. „Já, þetta var eiginlega bara tilviljun,“ segir Magga Stína „en samt finnst mér eins og við höfum öll haft ein- hverskonar hugboð um að þetta ætti eftir að gerast. Ég hafði oft hugsað um það að mig langaði til að syngja með þessari hljómsveit, ég hélt samt aldrei að það gæti orðið raunhæfur möguleiki.“ „En við vorum líka bún- ir að tala um það í dálítið langan tíma,“ segir Hörður, „að hringja í Möggu Stínu og fá hana tii að syngja eitthvað með okkur.“ Hafði þá aldrei verið neinn söngur hjá ykkur áður? „Jú, við höfðum sjálfir sungið ein- hverjar bakraddir, svona lallað eitt- hvað, en svo núna í nóvember síðast- liðnum náðum við og Magga Stína saman og ákveðið var að hún skyldi verða söngkona hjá okkur,“ segir Kormákur. Hvaða tónlist er það sem þið spilið saman? „Þetta eru svona gömul uppá- haldslög," svarar Hörður og leggur áherslu á „uppáhalds". „Þetta er annað en við höfum verið að spila saman áður og þetta er líka allt öðruvísi tónlist en Magga Stína hef- ur verið að spila ein.“ Kormákur bætir því við að þau séu samt ekki að nálgast hvort ann- að í tónlistinni með því að mætast á miðri leið með einhvers konar blöndu af því sem þau hafi verið að gera sitt í hvoru lagi, heldur sé þetta bara allt önnur tónlist. „Þetta eru svona gömul, góð lög,“ segir hann. „Kannski tengjast þau einhverjum æskuminningum, eða hafa einhvern tímann gefið manni gæsahúð og fengið mann til að hugsa: Þetta er æðislégt lag, ég hefði viljað vera í þessari hljómsveit." Lögin sem þau spila koma úr öll- um áttum. Þetta eru erlend lög sungin á erlendri tungu, alíslensk lög og einnig erlend lög með íslensk- um texta. Lögin taka þau síðan og setja í sinn sérstaka búning og verða þau þannig að miklu leyti að þeirra eigin lögum. Hálfgerð köllun Eftir að hafa átt mjög ánægjuleg- an vetur saman ákváðu þau svo að gefa út breiðskífu. „Fyrir mér er þetta svona hálfgerð köllun því þetta eru lög, allavega sum af þeim, sem heyrast eiginlega aldrei,“ segir Magga Stína. „Það kom ekki til greina að vera með alveg frumsamið efni í þetta sinn því þetta er að mestu leyti bara tónleikaprógrammið okkar frá því í vetur. En ef við gerum þetta ein- hvern tímann aftur þá verðum við örugglega með einhver alveg frum- samin lög líka,“ segir Kormákur." Þau leggja þó áherslu á það að efnið á nýja disknum séu þeirra lög því þau hafi ljáð þeim sín séreinkenni og að sum þeirra séu næstum óþekkj- anleg frá sinni upprúnalegu mynd. Getum ekki hætt Nú er tónlistin ykkar mikil gleði- tónlist og það myndast mikil gleði- stemmning þegar þið spilið fyrir dansi. Finnst ykkur sjálfum alltaf jafn skemmtilegt oggestunum? „Já, alltafl" svarar Magga Stína hiklaust, „og örugglega bara ennþá skemmtilegra," og taka félagar hennar heilshugar undir það. Þau segja að þeim finnist virkilega gam- an að spila fyrir dansi og að stund- um geti þau bara ekki hætt. „Einu sinni þegar við vorum að spila í Iðnó spiluðum við í einn og hálfan tíma eftir að ballið var búið og var enginn eftir nema starfsfólkið sem bauð okkur svo í steik og rauðvín klukkan fimm um nóttina,“ segir Kormákur og Magga Stína bætir því við að þeim finnist alveg æðislegt að spíla í brúðkaupum og öðrum veislum þar sem fólk er að skemmta sér. Maður hlustar með maganum „Um daginn vorum við að spila í veislu," segir Magga Stína „og vor- um við búin að spila klukkutíma lengur en við ætluðum því það var svo gaman, þegar óður nágranni ruddist inn og öskraði: „Hlustið þið á tónlist með maganum?" Ég hugs- aði þá með mér, að sjálfsögðu, ég hef allavega alltaf gert það. Þessi maður hefur því greinilega misskilið þetta hingað til en loksins fattað þarna að auðvitað hlustar maður á tónlist með maganum."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.