Morgunblaðið - 13.07.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 13.07.1999, Síða 1
155. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS * Atök brjótast út milli námsmanna og lögreglu í Teheran fímmta daginn í röð Khatami Iransforseti hvetur til stillinsrar 4FP. ^ Teheran, Reuters, AFP. ÁTÖK brutust út á ný í íran í gær er lögregla beitti kylfum til að stöðva mótmæli námsmanna í Teheran, sem krefjast lýðræðisum- bóta í landinu. Borgaryfirvöld hafa bannað mótmælaaðgerðir í dag, en áróðursstofnun stjómvalda hefur hvatt almenning og námsmenn til að mæta til fjöldafundar við Teher- an-háskóla á morgun. Vitni að átökunum í gær, sem urðu á Vali Asr-torgi í norðanverðri Teheran, tjáðu Reuters að fjöldi manns hefði slasazt og búðarglugg- ar verið brotnir. Torgið er fáeina kílómetra frá Teheran-háskóla, þar sem mestu mótmælin og átök þeim tengd hafa átt sér stað undanfarna daga. Um sama leyti og átökin brutust út í gær gaf Mohammad Khatami Iransforseti, sem námsmennimir styðja, út yflrlýsingu þar sem hann hvatti til stillingar. Lögreglan lét til skarar skríða eftir að öryggismálayfirvöld vömðu síðdegis á sunnudag námsmenn við því að efna til hvers konar mannsafnaðar eða kröfugangna nema verða sér fyrst úti um tilskilin leyfi. Gærdagurinn var fimmti dagur- inn í röð, sem kemur til átaka af þessu tagi, en þau hófust sl. fimmtu- dag er lögregla og liðsmenn öfga- samtaka múslima réðust á friðsam- lega útisamkomu námsmanna, þar sem þeir kröfðust betra fjölmiðla- frelsis. Að minnsta kosti einn lét líf- ið og tugir særðust í þeim átökum. Khatami forseti bar í gær iof á þá þátttakendur í mótmælunum, sem sýnt hefðu stillingu, en hvatti til þess að lög og regla yrðu virt. Mótmælaaðgerðir námsmann- anna hafa skapað ástand sem skek- ur stoðir hins íslamska Iransríkis og aukið tii muna þrýsting á Khatami að hrinda í framkvæmd Reuters NÁMSMENN komu saman í mótmælaskyni fýrir utan mosku í háskólanum í Teheran og púuðu niður til- raunir sem gerðar voru til að lesa upp yfirlýsingu frá leiðtoga klerkastjórnarinnar. þeim umbótum sem hann hét kjós- endum er hann var kjörinn forseti íyrir tæpum tveimur árum. Konur og menntamenn voru þá öflugustu stuðningshópar Khatamis. Hann á hins vegar við ramman reip að draga, þar sem er valdastétt klerka- stjórnarinnar. Khamenei sætir þrýstingi Við háskólann í Teheran voru til- raunir til að lesa upp samúðarkveðj- ur frá Ajatollah Ali Khameini erkiklerki, leiðtoga klerkastjómar- innar, vegna dauða námsmannsins sl. fimmtudag, púaðar niður. „Fall- byssur, skriðdrekar og vélbyssur hafa ekki lengur neitt að segja,“ hrópaði mannfjöldinn. „Námsmenn kjósa frekar að deyja en láta und- an.“ I yfirlýsingu frá Khamenei sem fréttastofan INRA gaf út fordæmdi stjómarleiðtoginn árás lögreglu og fanta úr röðum öfgamanna sl. fimmtudag á námsmennina. Nefndi hann „ótækt“ að líða slíkt í „ís- lamska lýðveldinu íran“. Leiðtog- inn, sem almennt er yfir gagnrýni hafinn innanlands, hefur sætt mikl- um þrýstingi að sjá til þess að hald- ið verði aftur af starfsemi öfgahópa og þeirra embættismanna í kerfinu, sem ganga erinda þeirra. „Æska þessa lands, námsmenn eða ekki, em böm mín og allt það sem veldur þeim hugarangri og sorg er mjög þungbært," segir í yfirlýsingu Khameneis. Að lokum er klykkt út með að þeim, sem ábyrgð hafi borið á árásinni, þar með taldir lögreglu- menn, verði refsað. Kosið á Netinu? London. The Daily Telegraph. BRETAR íhuga nú að gefa al- menningi kost á að greiða atkvæði í þingkosningum á Netinu. Gætu kjósendur, samkvæmt þessum áætlunum, neytt atkvæðisréttar síns án þess að þurfa að yfirgefa heimili sitt. Hugmyndin er ein af mörgum sem ráðherrar í bresku ríkisstjóra- inni hafa sett fram í því skyni að bregðast við áhugaleysi almenn- ings á stjórnmálum, sem varð mest áberandi í Evrópuþingskosningun- um í síðasta mánuði þegar einung- is um 25% kjósenda höfðu fyrir því að mæta á kjörstað. Hugmyndin er sú að kjósendur kalli upp slóð á Netinu sem tii- einkuð verði kosningum og þar geti þeir sótt sér upplýsingar um frambjóðendur í sínu kjördæmi. Næst þurfi þeir að gefa upp leyni- númer til að sanna hverjir þeir eru en að því loknu geti þeir merkt X á rafrænan kjörseðil sem sést á tölvuskjánum. Jafnframt hefur verið rætt um að koma upp kjör- stöðum í stórmörkuðum og á lest- arstöðvum. Átök þrátt fyrir sam- komulag' Kargil á Indlandi. AP. PAKISTÖNSKUM loftvarnabyssum og sprengikúlum var beitt til árása á indverskan þjóðveg í Kasmírhéraði í gærkvöldi og var þetta sögð ein mesta árás sem gerð hefur verið í átökum íslamskra skæruliða og Ind- verja í héraðinu undanfarna tvo mán- uði. Indverjar svöruðu í sömu mynt. Pakistanar og Indverjar höfðu á sunnudaginn gert með sér samkomu- lag um að hætta árásum hvorir á aðra á meðan íslamskar hersveitir yrðu á brott af svæðum sem þær hafa tekið af Indverjum í Kasmír. Ekki bárust fregnir af mannfalli í gær. ■ Indverjar og Pakistanar/26 Fyrrverandi yfírmaður nímensku lögreglunnar óspar á yfírlýsingar Segir Mitterrand hafa þegið fé af Ceausescu Búkarest. AP. Friðsamleg- ar göngur á N-írlandi KIRFILEGA merktur Óraníuregi- unni í Portadown á Norður-ír- landi gekk þessi ungi trymbill fyr- ir framan göngu reglubræðra í bænum í gær, en þá var helsti há- tíðisdagur Óraníumanna á N-ír- landi og svonefnd göngutíð náði hámarki. Mótmælendur halda há- tfðina til að minnast þess er Vil- hjálmur af Óraníu vann fullnaðar- sigur á Jakobi Stúart, síðasta kaþ- ólska konunginum á Bretlandi, fyrir rúmum þijú hundrað árum. Fóru skrúðgöngur reglunnar, sem haldnar voru víðs vegar um N-írland, friðsamlega fram og er það í fyrsta sinn í fimm ár sem ekki kemur til átaka mótmælenda og kaþólikka á göngutfðinni. ■ Bætir horfur/25 Reuters NICOLAE Plesita, sem var yfir- maður rúmensku öryggislögregl- unnar Securitate á valdatíma kommúnista, hefur haldið því fram að Nicolae Ceausescu, fyrrverandi einræðisherra Rúmeníu, hafi veitt Francois Mitterrand fjárhagslegan stuðning áður en hann var kjörinn forseti Frakklands, að sögn rúm- enskra fjölmiðla í gær. Plesita stjórnaði njósnum Sec- uritate erlendis á árunum 1977-84. Hann heldur því nú fram að Ceausescu hafi verið í „sérstökum tengslum" við Mitterrand, að sögn rúmenska dagblaðsins Libertatea. Plesita kveðst vita fyrir víst að Ceausescu hafi gefið Mitterrand 400.000 dali, andvirði 30 milljóna króna, fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi 1981 og telur líklegt að stuðningurinn hafi verið meiri. Mitterrand varð forseti 1981 og gegndi embættinu til 1995. Hann lést árið 1996. Ceausescu var tek- inn af lífi í uppreisninni gegn rúm- ensku kommúnistastjórninni árið 1989. Veitti „Sjakalanum" hæli í Rúmeníu Plesita, sem er sjötugur, hefur verið óspar á yfirlýsingar um starf- semi Securitate. Andstæðingar hans hafa hins vegar vefengt um- mæli hans og segja að fyrir honum vaki aðeins að vekja á sér athygli. Plesita bauð suður-ameríska hryðjuverkamanninum Ilich Ram- irez Sanchez, sem hefur verið kall- aður „Sjakalinn Carios", hæli í Rúmeníu að fyrirmælum Ceaus- escu. Ramirez framdi nokkur hermdarverk í Frakklandi og Þýskalandi á árunum 1977-81 að undirlagi Ceausescu. Rúmenskir fjölmiðlar skýrðu frá því í vikunni sem leið að þýsk yfirvöld hygðust óska eftir því að Plesita yrði fram- seldur til Þýskalands vegna hermd- arverkanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.