Morgunblaðið - 13.07.1999, Page 4

Morgunblaðið - 13.07.1999, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Talið að stíflugarður í Sandvatni hafí brostið vegna framhlaups Hagafellsjökuls Hugsanlegt að Haga- vatn tæmist TALIÐ er að stíflugarður, sem reist- ur var 1985 í Sandvatni, hafi brostið á að minnsta kosti einum stað vegna framhlaups Hagafellsjökuls, og telja menn um talsvert skarð að ræða að sögn Margeirs Ingólfssonar, for- mann hreppsráðs í Biskupstungum, miðað við það vatnsmagn sem veltur fram í Tungufljót. Menn óttast nú um lífríki í fljótinu, sem verið hefur hrein bergvatnsá en er nú mengað af jökulvatni. Þá er einnig sá möguleiki til staðar að Hagavatn tæmist að mestu eða öllu. Miklir vatnavextir vegna framhlaups Hagafellsjökuls urðu seinast árið 1980. Margeir var einn þeirra sem könn- uðu framskrið í Hagafellsjökli í fyrradag og ástand göngubrúar yfir Farið. „Þar sem affallið úr Haga- vatni er heitir áin Farið og þar er göngubrú að finna. Vatnsyfirborið í vatninu hefur hækkað svo mikið að brúin var komin á kaf í vatn og jök- ulvatnið buldi á henni. Það var merkilegt að mínu mati að hún stóð þegar við vorum þar á ferð og það kemur mér á óvart að hún standi enn,“ segir Margeir, en hann hafði það eftir mönnum sem fóru í könn- unarferð um svæðið í gær að brúin væri enn á sínum stað. Tjón á lífríki hugsanlegt Hagavatn rennur í Farið sem rennur í Sandvatn, en það fer síðan í Sandá og út í Hvítá, og þangað á jök- ulvatnið að skila sér. Aður fyrr fór Sandvatnið líka í Tungufljótið en 1985 voru reistir varnargarðar til að koma í veg fyrir að það gæti gerst, þannig að undanfarin ár hefur Tungufljót verið tær bergvatnsá. Vamargarðarnir virðast hafa rofnað um helgina eins og áður sagði, með þeim afleiðingum að Sandvatnið belj- ar bæði fram í Sandá og Tungufljótið. „Vatnsmagn í Tungufljótinu er mun meira en við eigum að þekkja og við gætum þurft að búa okkur undir tjón á lífríkinu ef fram heldur sem horfir,“ segir Margeir. „Við ótt- umst einnig að ef framskrið í jöklin- um heldur áfram, getur það gerst að jökullinn rjúfi haftið við affallið af Hagavatni og þá er sá möguleiki fyr- ir hendi að vatnið tæmist á örfáum dögum. Það myndi þá renna niður í Sandvatn og áfram niður í byggð,“ segir Margeir. „Menn eru að vísu ekki á einu máli um þennan mögu- leika, en það er þó staðreynd að mjög stutt er orðið írá jöklinum að þessu hafti. Við munum reyna að fylgjast með því hvort að jökullinn heldur áfram á sama hraða, því ef hann gerir það er um raunhæfan möguleika að ræða. Seinustu vikuna hefur vatnsyfirborðið hækkað um eina tvo metra.“ Mestu vatnavextir í 19 ár Árið 1939 brast fyrirstaða í Haga- vatni og myndaðist Nýifoss í kjölfar- ið. Þá lækkaði í vatninu um 8 til 9 metra á skömmum tíma. Hætta er talin á að haftið sem byrjaði að bresta þegar Nýfoss myndaðist, bresti enn frekar. Bæði myndu þá vatnavextir aukast enn frekar og fyrrgreind hætta á að vatnið tæmd- ist væri til staðar. TUNGUFLJÓT í Biskupstungum hefur vaxið mjög og er litað auri vegna framhlaups Hagafellsjökuls í Haga- vatn. Myndin er tekin við brúna á veginum milli Geysis og Gullfoss. Morgunblaðið/Rax BRÚIN yfir Sandá á Kjalvegi er brún og bólgin vegna framhlaups Hagafellsjökuls í Hagavatni. Margeir segir að erfitt hafi verið að skoða aðstæður á sunnudag, enda þoka og rigningarsuddi yfir svæðinu. Um miðja viku eigi hins vegar að birta og stefiú menn að því að skoða svæðið rækilega á morgun, miðvikudag. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri kannaði aðstæður við fljótið á laugar- dag og kvaðst telja um að ræða mestu vatnavexti á svæðinu í nítján ár. Þjórsárdalur Fellihýsi fuðraði upp ELDUR kviknaði í fellihýsi í Þjórsárdal á laugardaginn með þeim afleiðingum að það brann til kaldra kola. Engin slys urðu á fólki. Hlöðver Magnússon, eigandi fellihýsisins, segir að í fellihýs- inu hafi verið hjón með tvö börn. „Fjölskyldufaðirinn var að sjóða sér egg um morguninn þegar hann heyrði hljóð sem hann kannaðist ekki við. Hann leit við og sá þá eldtunguna leika upp með veggnum og yfir loftið. Það var ekkert að gera nema koma sér út.“ Bifreið, sem var við hlið felli- hýsisins, skemmdist töluvert vegna hitans. GAMLIR bílar vöktu forvitni fjölmargra gesta sem iögðu leið sína á Árbæjarsafn. Þjónusta númer eitt! Nvmcr e-'rtt I notv?vm bílvm' Til sölu VW Passat Station 1800 4x4. 5 gíra, hvftur, ekinn 27.000 km. Ásett verð kr. 2.030.000. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu í síma 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. 12-I6 . BÍLAÞING HEKLU Laugavegi I74.105 Reykjavík. sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is Söfn vel sótt á safna- deginum Veiðimenn við Ytri-Rangá óheppnir Dýrmætum veiði búnaði stolið ÍSLENSKI safnadagurinn var haldinn við góða aðsókn á sunnu- daginn. f tilefni dagsins samein- uðust þijátíu og fjögur söfn á landinu um að hafa sýningar, sérstaka dagskrá og leiðsögn, bæði innan- og utandyra. Gerður Róbertsdóttir, fjöl- miðlafulltrúi íslenska safnadags- ins, sagði að með þessum degi væri reynt að ýta undir samstarf milli safna og auka áhuga al- mennings á þeim. Hún kveður vel hafa til tekist um land allt. „Allir sem ég hef talað við eru mjög ánægðir með daginn," segir hún og bætir við að á Árbæjarsafnið hafi 1.200 manns komið á forn- bflasýningu og er það metað- sókn.“ Veðrið gerði smástrik í reikn- inginn sunnanlands. Á Höfn í Hornafirði var veður þurrt og á Byggðasafni Austur-Skaftfell- inga þar í bæ var m.a. heyskapur með gamla laginu. Á Norðurlandi var veðrið mjög gott, að sögn Hannesar Sigurðs- sonar, forstöðumanns Listasafns- ins á Akureyri. Þar var skipu- lögð samvinna ýmissa safna í Eyjafirði og á Listasafninu var kynning á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Hann segir að- sóknina hafa verið þokkalega. Á Minjasafn Akureyrar komu 200 manns og ungir safngestir voru þar í meirihluta, að sögn Hönnu Rósu Sveinsdóttur safnvarðar. Hún benti á að vel hefði viðrað fyrir útidagskrána sem þar var m.a. í boði. LÖGREGLAN á Hvolsvelli rann- sakar þjófnað á dýrmætum veiði- búnaði í fyrrinótt við tvo bústaði veiðimanna, Rangárflúðir, við Ytri-Rangá. Tíu veiðistöngum og - hjólum að verðmæti 6-800 þúsund var stolið umrædda nótt, en bún- aðurinn er í eigu fjögurra fslend- inga og tveggja Bandaríkja- manna. Þrjár stanganna voru teknar þar sem þær stóðu uppi við bústaðina og sjö þeirra voru teknar af bifreiðum við bústaðina. Hluti búnaðarins er sérsmíðaður og merktur eigendum sínum, en meðal búnaðarins er GH Loomis- veiðistöng með Hardy Sovereign- LANDSMÓT skáta verður sett á Úlfljótsvatni kl. 19 í kvöld og eru allir sem áhuga hafa velkomnir. Að sögn Þorsteins Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Bandalags ísl. skáta, er von á um 3.500 þátttakendum á mótið og koma þeir víða að. Erlendu þátttakendurnir hafa verið að koma til landsins síðustu daga og eru þegar farnir að koma sér fyrir á mótsstað. Sagði Þor- steinn að um helgina væri að auki von á um 2.000-3.000 gestum á mótið en á laugardag er sérstakur gullhjóli, merkt Próventu ehf., Sa- ge-veiðistöng með Hardy-gull- hjóli, GH loomis-veiðistöng með sérsmíðuðu Stan Bogden Custom Made Heavy Salmon Reel-veiði- hjóli, merkt Jack White, Daiwa- veiðistöng með Ambassador-veiði- hjóli og tvær Penn-veiðistangir, önnur með Hardy-hjóli og hin með STH-hjóli. Lögreglan á Hvolsvelli biður þá sem veitt geta upplýsingar um þjófnaðinn að hafa samband og beinir því til foreldra barna og unglinga að huga að því hvort þau kunni að hafa nýstárlegan veiði- búnað undir höndum. heimsóknardagur. „Þetta er fólk á öllum aldri sem tekur þátt í lands- mótinu,“ sagði hann. „Flestir eru á aldrinum 10 til 18 ára en svo er- um við með fjölskyldubúðir fyrir eldri skáta, foreldra og aðra sem vilja dvelja þar. Veðrið ræður miklu um hvernig fer og við kross- um alla putta enda hefur veðurfar verið alveg skelfilegt undanfarna daga þegar verið var að undirbúa mótssvæðið. En nú er spáð að hann fari að snúa sér og að það fari að stytta upp.“ Landsmót skáta sett í kvöld á Úlfljótsvatni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.