Morgunblaðið - 13.07.1999, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tiikynnt um átján innbrot til lögreglu í Reykjavík um helgina
Innbrotum fækkað um
33% á tveimur árum
ÁTJÁN innbrot voru tilkynnt til
lögreglunnar í Reykjavík um helg-
ina, þ.e. í átta bfla, eina verslun,
sumarbústað og átta íbúðarhús-
næði. I síðastnefndu tilvikunum
var sex sinnum farið inn um glugga
í kjallarahúsnæði og eina geymslu
fjölbýlishúss. Níu einstaklingar
voru handteknir vegna þessara
mála.
í ársskýrslu lögreglunnar í
*
Islenskt par
í 5. sæti
á heims-
meistara-
móti í brids
GUÐMUNDUR Halldórsson og
Sigurbjörn Haraldsson enduðu í 5.
sæti á heimsmeistaramóti brids-
spilara, 25 ára og yngri, sem lauk í
Tékklandi um helgina. Alls tóku
186 pör í mótinu, þar af sex íslensk,
og spila fjögur þeirra í landsliðum
Islands í þessum aldursflokki á
Norðurlandamóti sem hefst í
Reykjavík á mánudaginn kemur.
Sigurbjöm var einnig í landsliði
Islands sem keppti í opnum flokki
á Evrópumótinu á Möltu fyrir
skömmu.
Árangur hinna íslensku paranna
í Tékklandi varð sem hér segir:
Guðmundur Gunnarsson og Ómar
Olgeirsson urðu í 35. sæti, Ari Már
Arason og Ingvar Jónsson urðu í
61. sæti, Jónas Tryggvason og
Birkir Jónsson, Frímann Stefáns-
son og Páll Þórsson urðu í 92. sæti
og Heiðar Sigurjónsson og Daníel
Sigurðsson vom í 133. sæti.
Reykjavík, sem sagt var frá í
Morgunblaðinu á sunnudag, kom
fram að innbrotum hefur fækkað
um 20% á starfssvæði hennar á
milli ára. Skýringin er sögð vera
fækkun á innbrotum í bifreiðar, en
að sögn Ómars Smára Armanns-
sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns
rannsóknardeildar, hefur innbrot-
um í bfla ýmist fjölgað eða fækkað
á milli ára allan þennan áratug.
Hins vegar hafi á sama tímabili,
þ.e. undanfömum áratug, orðið
jöfn aukning innbrota frá ári til
árs, sem nemi vel á annan tug pró-
senta í Reykjavík.
„Á árinu 1997 tókst þó ekki ein-
ungis að stöðva hina mjög svo nei-
kvæðu þróun í innbrotum, heldur
tókst og að fækka innbrotum vem-
lega. Um er að ræða mikilsverðan
árangur í ljósi þróunar afbrota, ár-
angur sem hefur vakið athygli víða,
ekki síst þegar horft er til ástæðna
þessarar fækkunar. Á tveggja ára
tímabili, eða frá þvi að skipulagi
löggæslumála. var breytt hinn 1.
júlí 1997, hefur tekist að fækka
innbrotum um alls 33%,“ segir Óm-
ar Smári.
Margþættar skýringar
Hann segir að hlutfallslega hafi
fækkunin orðið mest á innbrotum í
bfla, en einnig hafi fækkað innbrot-
um í verslanir, fyrirtæki og í
heimahús. Ástæður fækkunarinnar
séu margþættar, þ.á m. breytingin
sem var er málaflokkurinn var
færður heim í hérað og lögregla á
viðkomandi svæði gerð ábyrgari,
mikill áhugi og góð viðbrögð lög-
reglumanna við tflkynningum um
innbrot, árangursrík viðbrögð
rannsóknarlögreglumanna er haft
haft að markmiði að bregðast við
öllum upplýsingum er kynnu að
auka líkur á uppljóstrun brota,
markviss upplýsingasöfnun um
virka brotamenn og eftirlit með
þeim, áhersla á að bregðast við
endurteknum brotum þeirra ein-
staklinga sem ítrekað koma við
sögu í auðgunarbrotamálum o.fl.
ástæður.
Hann nefnir þessu t.d. viðbótar
meðal annars náin aðkoma lög-
fræðinga embættisins að málum í
vinnslu, notkun mögulegra úr-
ræða á borð við síbrotagæslu og
afplánun eldri dóma, skemmri
rannsóknartíma og fljótlegri af-
greiðslu mála til dómstóla. Þá
hafi dómstólar afgreitt mál á
skemmri tíma en áður þekktist,
með þeim árangri að fleiri aðilar
hafi verið vistaðir í fangelsi en
áður. Þá hafí eigendur verðmæta
í auknum mæli gert þær ráðstaf-
anir er dregið geti úr líkum á inn-
brotum.
„Af þessu má sjá að með mikl-
um áhuga, vilja og mikilli vinnu
lögreglumanna og annarra, hefur
tekist að ná framangreindum ár-
angri. Það ber að þakka og vonandi
má það verða til þess að enn meiri
árangur náist í þessum tegundum
afbrota í framtíðinni. Ljóst er að
hægt er að gera betur, t.d. með því
að bæða aðstöðu og möguleika
þeirra lögreglumanna sem fást við
þessar tegundir afbrota og herða á
markvissu eftirliti með virkum
brotamönnum," segir Ómar Smári.
Tengsl fíkniefna
og afbrota
Hann segir að jafnframt verði að
leggja áherslu á að hjálpa ungu af-
brotafólki inn á rétta braut og við-
urkenna að mikil tengsl eru á milli
fjölda auðgunarbrota og ástæðna
þeirra og framboðs á fíkniefnum og
vímuefnaneyslu viðkomandi aðila.
Reyna verði að efla vitund dómara
um mikilvægi ákvarðana vegna
þessara tegunda brota, ekki síst
með hagsmuni og öryggi almenn-
ings að leiðarljósi.
Sumaraukaferð til
Damp í Þýskalandi 25^.9.1999
Við strönd Eystrasalts, um 70 kílómetra sunnan Flensborgar er orlofsdvalarstaðurinn Damp.
Fyrsti íslenski hópurinn dvaldi að Damp árið 1988 og síðan hafa ánægðir íslendingar gist
staðinn árlega í hópferðum með Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Að Damp er gist í
vel búnum íbúðum í 12 hæða hótelbyggingu. í öllum íbúðunum er eldhúskrókur með tilheyr-
andi áhöldum, baðherbergi með steypibaði, svalir, sími og sjónvarp. Á staðnum eru margir
veitingastaðir, smáverslanir matvöruverslun, pósthús, öldusundlaug, hitabeltissundlaug og
dansstaðir. Frá Damp er þægilegt að fara dagsferðir til ýmissa áhugaverðra staða.
Nú í lok sumars munum við bjóða 10 daga ferð til Damp. Ekið verður frá Reykjavík
þann 25. ágúst og siglt frá Seyðisfirði með Norrænu daginn eftir. Flogið verður
heim frá Hamborg 4. september.
Verð kr. 69.900
Innifalið í verði er sigling með
Norrænu, flug heim frá Hamborg,
allur akstur (sama hópbifreiðin
fylgir hópnum allan tímann), allir
flugvallar- og vegaskattar, gisting
og morgunverður á Hallormsstað
og í Herning, íbúðargisting í Damp
og íslensk fararstjórn.
Fararstjóri okkar er
Gunnar Guðmundsson.
Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeiid okkar.
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf.
Borgartúni 34 • Sími 5111515
Morgunblaðið/Þorkell
Viðhald á Vestfiörðum
SUMARIÐ er ákjósanlegur tími
til að dytta að hlutum sem vetur-
inn hefiir leikið grátt. Ungling-
arnir 1 Bolungarvík kepptust við
að fúaverja girðingar í bænum
þegar Ijósmyndari Morgunblaðs-
ins var þar á yfirreið fyrir
skömmu. Svo mikil var vinnu-
harkan að stúlkurnar gáfu sér
ekki einu sinni tíma til að líta
upp frá verkinu, enda brýnt að
nota blíðuna meðan hún gefst.
Borgarstjóri og borgarritari til Bandaríkjanna
Sitja ráðstefnu A1
Gore um framúr-
skarandi stjórnsýslu
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og Helga Jónsdóttir
borgarritari eru þessa dagana á
ráðstefnu í Bandaríkjunum, sem
haldin er á vegum A1 Gores, vara-
forseta Bandaríkjanna og forseta-
efnis demókrata, um stjómunar-
hæfni. Ráðstefnan, sem nefnist
Skarað fram úr í stjórnkerfinu, lýk-
ur á fimmtudag.
„Embætti varaforsetans stendur
fyrir þessari ráðstefnu og þar er út-
hlutað viðurkenningum til opin-
berra bandarískra fyrirtækja fyrir
framúrskarandi árangur í stjórnun
á viðkomandi ári. Við munum sitja
ráðstefnuna til að heyra hvað menn
hafa þar að segja, í von um að hægt
sé að læra af því besta,“ sagði Ingi-
björg Sólrún áður en hún hélt af
stað til Bandaríkjanna.
Nýjungar í stjórnun kynntar
Ráðstefnan er haldin í Was-
hington og er haldin árlega að sögn
borgarstjóra. Helsta markmið
hennar eru að kynna það nýjasta í
stjórnun og stjómsýslu í Banda-
ríkjunum og nýjar hugmyndir á
þeim vettvangi. Ingibjörg Sólrún
segir framsögumenn marga og at-
hyglisverða, þannig að hún geri sér
vonir um að ýmislegt hnýsilegt
komi í ljós.
Þrír grunaðir um þjófnað
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
þrjá menn á föstudag, eftir að lög-
reglumenn í hefðbundinni eftirlits-
ferð veittu þeim athygli við akstur,
en mennimir eru kunnir fyrir af-
brot. I bifreið sem þeir óku fannst
margskonar vamingur sem talinn
er vera þýfi.
Mennimir gátu ekki gert grein
fyrir vamingnum og voru þeir færð-
ir á lögreglustöð. Þar kom í ljós að
vamingurinn var þýfi úr tveimur
þjófnuðum frá því á fimmtudags-
kvöld, þar sem farið var inn á skrif-
stofur við Höfðatún og í verslun við
Glæsibæ. Um var að ræða fatnað,
síma, áfengi, verkfæri og ýmsa
lausamuni aðra.