Morgunblaðið - 13.07.1999, Síða 15

Morgunblaðið - 13.07.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 15 FRETTIR Náttúruverndarsamtök Austurlands Snæfellsþjóðgarður verði stofnaður NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Austurlands hafa lagt fram tillögu um að stofnað verði til Snæfellsþjóðgarðs sem taki til Snæfellsöræfa, að Eyja- bökkum meðtöldum. Stjórn NAUST mun senda tillöguna til annarra nátt- úruvemdar- og útivistarsamtaka með ósk um að þau fjalli um hana. Er því beint til þeirra að afstaða til málsins liggi fyrir þegar aðalfundur NAUST verður haldinn síðustu helgi ágúsL mánaðar. Þá hyggst stjórn NAUST fjalla ítarlega 'um málið og senda að honum loknum formlega niðurstöðu til umhverfísráðherra og Náttúru- vemdar ríkisins, með ósk um að stjórnvöld beiti sér fyrir stofnun þjóð- garðsins, að því er kemur fram í til- kynningu frá samtökunum. Snæfellsröræfafriðland lengi í undirbúningi I tillögunni felst að stofnað verði til þjóðgarðs sem taki til Snæfells og öræfanna umhverfis, að meðtöldúm Eyjabökkum og Jökulsá í Fljótsdal að mörkum heimalanda jarða í Norð- urdal. I tillögunni er miðað við að mörk þjóðgarðsins að austanverðu verði meðfram Kelduá frá upptökum í Vatnadæld norður undir ármót Innri-Sauðár. Þaðan vestur í Snikils- árvatn og með Ytri-Snikilsá í Jök- ulsá í Fljótsdal. Að norðanverðu um Öxará og vatnaskil milli Þórisstaða- kvíslar og Laugarár, vestur yfír Hölkná og norðvestur í Kálffell. Það- an til vesturs um Tungusporð og Búrfell í Jöklu við Hnitasporð. Að vestan er ætlunin að Jökulsá á Dal ar nytjar bænda af svæðinu. Þá er reiknað með að hreindýraveiðar verði heimilaðar í samræmi við sér- stakar reglur þar að lútandi og að Kleifarskógur milli Öxarár og Ófæruselslækjax- yrði hluti af hinu friðlýsta svæði. Gert er ráð fyrir ’að þjóðgarðurinn myndi tengjast vænt- anlegum Vatnajökulsþjóðgai-ði og að til suðausturs tæki við Friðland á Lónsöræfum. í tilkynningu samtakanna segir að „á heildina litið yrði Snæfellsþjóð- garður einstakt djásn sem að fjöl- breytni og fegurð stæðist samjöfnuð við hvaða úrvalssvæði sem er á heimskautaslóðum.“ AUT m RAFHITUNAR ELFA-OSO hitakútar og túbur Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynslu. Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og 300 lítra. Getum útvegað stærðir frá 400—1.000 lítra. Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6—1200 kW og elektróníska vatnshitara fyrir vaska og handþvott. ELFA-VÖSAB olíufylltir ofnar Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur hiti, engin rykmengun, lágur yfirborðshiti. Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja. Stærðir á lager: 400—750—800 og 1.000 W. Hæð: 30 eða 60 sm. Getum einnig útvegað tvöfalda ofna. HAGSTÆTT VERÐ! m Einar Farestveit&Co.htf. Borgartúni 28 ‘B' 562 290I og 562 2900 (Jökulsá á Brú) ráði mörkum og innst Jökulkvísl að upptökum og að sunnan lína um 64°39’N í Vatnajökli. í tilkynningu samtakanna segir einnig að lengi hafí verið í undirbún- ingi að stofna svokallað Snæfellsör- æfafriðland og er gert ráð fyrir að það yrði allt innan þjóðgarðsins, en svæðið hins vegar stækkað austur fyrir Eyjabakka og Jökulsá norður að mörkum heimalanda. Stjórn NAUST gerir ráð fyrir að leita samráðs við heimamenn um mörk þjóðgarðsins í einstökum atrið- um sem og um reglur fyrir þjóðgarð- inn, en hún telur að stofnun hans þurfi ekki að rekast á við hefðbundn- BOGENSE TAFLAN Minni matarlyst • Hraðari brennsla • Regla á meltingunni F æ s t J_ tri apótekum, L y f j u o g H e i I s u h újs i n u . Dreifing J H S , pöntunarsími 862-5583. MEIRI HOLLUSTA MEIRA HEILBRIGÐI __ ___ r Golfdagur Æskulínunnar og Utilífs Fyrir krakka 3 til 12 ára Golfdagur Æskulínunnar og Útilífs verður haldinn á „Ljúflingnum", æfíngavelli Golfklúbbs Oddfellowa í Urriðavatnsdölum í Heiðmörk, laugardaginn 17. júlí frá klukkan I I -14. Nú er tækifæri til að kynnast golfíþróttinni. Tilsögn í golfi. Púttsvæði fyrir þá sem vilja æfa sig að pútta. Nándarkeppni, þ.e.a.s. hver slær næst holu. íþróttaálfurinn kemur í heimsókn, áritar veggspjöld og kennir léttar upphitunaræfingar og teygjur fyrir golfspilara. Keppni fyrir 9-12 ára krakka. Leiknar verða 4 holur - nauðsynlegt er að mæta með eigin kylfur. Útilíf kynnir nýjar golfvörur, U.S. Kids Golf, fyrir krakka frá 3ja til 12 ára. Vegleg verðlaun. Veitingar í boði Domino's Pizza ogVífilfells. Þátttakendur fá glaðning frá Æskulínunni. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Þátttökugjald 300 kr. Skráning er á netinu, www.bi.is og í síma 525-6344 dagana I2.-I4.júlí. Æskulínufélagar fá 15% afslátt af U.S. Kids Golf vörunum í Útilífi. Afslátturinn gildir til aldamóta. Ekki missa af fyrsta golfdegi Æskulínunnar og Útilífs. Mætið tímanlega og ef þið eigið kylfur takið þær með. ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banki UTILIF Gtæsibæ • Simi 581 2Ö22 Æ KU L-f-n-a*rt U.S.Kids.Golf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.