Morgunblaðið - 13.07.1999, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 17
AKUREYRI
Morgunblaðið/Ásdís
HANNA Antonsdóttir, ein af Perlunum.
Framtak ellefu
kvenna í Hrísey
PERLAN, handverkshús í Hrís-
ey, tók til starfa í fyrrasumar. Þá
tóku sig til ellefu konur úr hópi
eyjarskeggja og stofnuðu fyrir-
tæki sem gæti selt framleiðslu
þeirra sjálfra. Handverkshúsið
hlaut nafnið Perlan og sjálfar
kalla þær sig Perlurnar. Perlan er
staðsett á neðri hæð veitingastað-
arins Brekku. Þegar Morgunblað-
ið var í Hrísey á dögunum komu
blaðamaður og ljósmyndari við í
Perlunni og hittu þar Hönnu Ant-
onsdóttur, eina af Perlunum.
Inni í búðinni gefur á að líta
margs konar muni sem verða til í
höndunum á konunum ellefu. Þær
selja peysur, húfur, myndir og
ýmsa minjagripi. Einnig sagði
Hanna að þær tækju hluti í um-
boðssölu fyrir aðra.
„Þetta gekk mjög vel hjá okkur
í fyrrasumar og við erum bara
þokkalega ánægðar það sem af er
þessu sumri,“ sagði Hanna. Hún
sagði að þær hefðu opnað 17. júní
í ár og stefndu á að hafa opið fram
í miðjan ágúst. „Við höfum opið
13.-18. og erum með því að stíla
upp á ferðamenn, þeir koma flest-
ir eftir hádegið," sagði Hanna.
Hún sagði þó að Islendingarnir
versluðu allt eins mikið og er-
lendu ferðamennirnir.
Konurnar ellefu vinna margar
hluta úr degi annars staðar og
aðrar eru heimavinnandi. „Við
skiptum vöktunum á milli okkar
og það gengur bara vel að skipu-
leggja það,“ sagði Hanna og að
því loknu var komið að því að af-
greiða viðskiptavin.
Uppsetning bjálkahúsa við Olafsfjarðarvatn
Morgunblaðið/Guðmundur Þór
HÉR má sjá hvar verið er að koma húsunum fyrir við vatnið.
BJÁLKAHÚS hafa risið eitt af
öðru við Ólafsfjarðarvatn í Ólafs-
firði á síðustu dögum. Að sögn Ás-
geirs Ásgeirssonar, eins af for-
svarsmönnum Hótels Ólafsfjarðar,
er húsunum meðal annars ætlað að
auka gistirými hótelsins. Einnig
mun nærveran við vatnið og bátar
sem þar verða til leigu vonandi
verða til þess að lífga upp á Ólafs-
fjarðarvatn að nýju, sagði Ásgeir.
Húsin verða alls átta að tölu og
öll nema tvö eru fyrst reist annars
staðar og síðan sett niður við vatn-
ið. Tvö stærstu húsin verður hins
vegar að reisa alfarið á staðnum,
að sögn Ásgeirs.
Aukið gistirými
„Uppsetning húsanna hefur
gengið vel og við ætlum að ljúka
við fyrstu fjögur húsin fyrir 18.
júlí næstkomandi því við erum bú-
in að bóka þau þann daginn,"
Fyrstu
húsin brátt
tilbúin
sagði Ásgeir. Að sögn hans er
gistirými hótelsins ekki nógu mik-
ið, aðeins ellefu herbergi, og það
hefur hamlað því að hótelið hafi
getað tekið á móti mjög stórum
hópum. „Húsin ieysa úr þeim
vanda. Fyrstu fjögur húsin eru út-
búin með gistirými fyrir 16 manns.
Næstu tvö eru svona fjölskylduhús,
með svefnherbergi fyrir hjón á
neðri hæðinni og svefnlofti á þeirri
efri. Stærstu húsin eru frekar ætl-
uð fyrir hópa. Á neðri hæðinni
verður herbergi, snyrting, eldhús-
krókur og stofa en tvö herbergi
uppi. Þau verða tekin í notkun ein-
hvern tíma seinna í sumar,“ sagði
Ásgeir.
Meira líf við vatnið
„Ég vona að staðsetning hús-
anna, með þessu útsýni yfir vatnið,
verði til að endurvekja lífið við
vatnið. Við fáum líka til okkar
fimm til sex manna róðrarbáta
sem fólk getur leigt til siglinga á
vatninu. Einnig er hugsanlegt að
sett verði hljóðlát utanborðsvél,
sem gengur fyrir rafmagni, utan á
bátana,“ sagði Ásgeir. Hann sagði
að ferðamannastraumurinn hefði
verið ágætur það sem af er sumri
eftir að Lágheiðin var opnuð. „Við
höfum einnig fengið til okkar dá-
lítið af Islendingum mcðan að
veðrið var svona gott hjá okkur og
vonandi verður framhald á því,“
sagði Ásgeir að lokum.
SMIRNOFF
Við leitum að þátttakendum i
II
smirnoff
Allar umsóknir/möppur/teikningar skilist til:
Heildv. Karls.K.Karlssonar ehf., Skútuvogi 5
Skilafrestur er til 29. júlí milli kl. 14-20 og
30. júlí milli kl. 10-14. Keppnin verður haldin
laugardaginn 28 ágúst n.k.
Nánari upplýsingar hjá:
Heildv. Karls K.Karlssonar ehf. í síma: 540 9000
lcelandic models í síma: 562 5577
Linda Björk Árnadóttir, sigurvegari Smirnoff Fashion Awards
hér heima og erlendis, hefur þetta um keppnina að segja:
"Ég hvet alla sem eru að velta fyrir sér að læra hönnun
til þess að taka þátt í Smirnoffkeppninni. Ég öðlaðist
með því reynslu í að koma hugmyndum mínum á framfæri
og gaf mér aukið sjálfstraust sem er nauðsynlegt í starfi
mínu sem fatahönnuður".
Línda Björk Árnadóttir, fatahönnuður, Crylab ehf.
íslenski sigurvegarinn fer til
Hong Kong í nóvember til að taka
þátt í úrslitakeppninni.