Morgunblaðið - 13.07.1999, Page 19

Morgunblaðið - 13.07.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ .—.—————----------- $ I i 110 ára afmæli Bændaskólans á Hvanneyri Brjóstmynd afhjúpuð af Guð- mundi Jónssyni skólastjóra Morgunblaðið/Davíð Pétursson BORN Guðmundar og Ragnhildar við brjóstmyndina af föður sínum. Grund - 620 fyrrverandi nemendur Bændaskóians á Hvanneyri gáfu á 110 ára afmæli Bændaskólans skólanum brjóstmynd af Guð- mundi Jónssyni, fyrrverandi skóla- stjóra, ásamt 300.000 kr. minn- ingagjöf um frú Ragnhildi Ólafs- dóttur skólastjórafrú, sem verja á til lagfæringar á gamla skrúðgarð- inum á Hvanneyri. Bijóstmyndin var afhjúpuð við athöfn í Skrúðgarðinum á Hvann- eyri. Þar sagði Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari, að það bland- aðist engum manni hugur um að Guðmundur Jónsson hefði verið helsti frumkvöðull þess að stoftiað var til háskólanáms á Hvanneyri. Hann hefði staðið í erfiðri baráttu um háskólanámið alla sína skóla- stjóratíð. Barðist fyrir háskólanámi á Hvanneyri Guðmundur kom fyrst að Hvanneyri sem kennari árið 1928, en hann hafði lokið kandídatsprófi í Danmörku árið 1925. Hann tók að sér ýmis störf, auk kennslunn- ar, skrifaði kennslubækur, var ásamt öðrum ritstjóri að merku tímariti, Búfræðingnum, var for- stöðumaður Búreikningaskrifstofu ríkisins frá stofnun hennar árið 1936 og gegndi því starfí þar til hann varð skólastjóri árið 1947. Vegna þekkingar á hag bænda var hann fenginn til að fjalla um verð- lagningu landbúnaðarafurða 1943-1947, fyrst í verðlagsnefnd og seinna sem formaður Búnaðar- ráðs. Hann var formaður Verk- færanefndar ríkisins, sem sá um bútæknirannsóknir 1946-1965, en þá tók Rannsóknastofnun landbún- aðarins við því verkefni. I skólastjórastarfinu sýndi Guð- mundur frábæran dugnað, eins og í fyrri störfum. Við gamlir nem- endur hans munum áreiðanlega eftir því, að það logaði ljós hér í glugganum á skólastjóraskrifstof- unni langt fram á nótt. Þá var hús- bóndinn á staðnum að vinna og fylgdist jafnframt með framferði piltanna á heimavistinni," sagði Magnús við athöfnina í garðinum. „Háskólanámið hér hófst í lítilli kennslutækjageymslu niðri í gamla skólanum, þar sem þessi kennsla fór fram um árabil. I upp- hafi má segja að flestir starfsmenn landbúnaðarins hafi hjálpað til við kennsluna. Þá urðu að sjálfsögðu ýmsar breytingar á náminu í þau 25 ár sem Guðmundur stjórnaði framhaldsdeildinni. Árið 1966 var námið til dæmis lengt úr tveimur f þijú ár. Guðmundur stóð einnig fyrir ýmsum framkvæmdum á skólastjóratið sinni, en árið 1965 hófst til dæmis bygging á nýja skólahúsinu. Þegar frá leið og ljóst varð að háskólanámið á Hvanneyri gekk vel, voni ýmsir sem vildu flylja það til Reykjavikur. Meðal annars var rætt um flutning á deildinni á Alþingi árið 1958 og nokkrum sinnum á Búnaðarþingi. Það var þá sem Guðmundur sýndi sinn mesta styrk, hann varði há- skólanámið hér með oddi og egg og gat að loknum starfsferli sínum á Hvanneyri, árið 1972, afhent eft- irmanni sínum skólann og þar með framhaldsdeildina eða búvísinda- deildina eins og hún var þá köll- uð,“ sagði Magnús. Ólafur Björn Guðmundsson, frá Búlandi í Austur-Landeyjum, af- hjúpaði styttuna. Hann er afkom- andi Guðmundar og Ragnhildar. Styttan er eftir Ríkeyju Ingimund- ardóttur. Hugmyndina að gjöfinni átti Bjarni Böðvarsson, sem út- skrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri árið 1954 og var síðar starfsmaður skólans. Ásgeir Guðmundsson, sonur Guðmundar skólastjóra, flutti stutt ávarp fyrir hönd föður síns og fjöl- skyldunnar þar sem hann þakkaði þann sóma og vináttu sem gefend- ur sýndu þeim með þessu fram- taki. Kríuvarp dregur að sér fjölda fuglaskoðara Morpinblaðið/Sigurður Aðalsteinsson KATRIN Ásgeirsddóttir, odd- viti Norður-Héraðs, á skrifstofu sveitarfélagsins í Brúarási. Oddvitaskipti á Norður- Héraði Vaðbrekku, Jökuldal - Katrín Ás- geirsdóttir hefúr tekið við oddvita- embætti á Norður-Héraði. Katrín tók við embættinu af Arnóri Bene- diktssyni sem verið hefur oddviti Norður-Héraðs frá því að sveitarfé- lögin á Norður-Héraði sameinuðust í janúar 1998. Arnór hafði áður verið oddviti Jökuldalshrepps frá árinu 1986 eða í tólf ár. Katrín tekur nú við oddvitaemb- ættinu samkvæmt meirihlutasam- komulagi tveggja framboðslista, S- lista og H-lista, sem hafa þrjá full- trúa hvor í hreppsnefnd Norður- Héraðs, alls sex fulltrúa af sjö. Samkvæmt samkomulagi listanna eftir síðustu kosningar var Arnór oddviti fyrsta ár kjörtímabilsins en Katrín verður oddviti næstu þrjú ár eða út kjörtímabilið. Hellissandi - í nágrenni Rifs á Snæfellsnesi er eitt stærsta kríu- varp í landinu. Seinni hluta júlí- mánaðar og framan af ágúst, skömmu áður en krían hverfur til suðrænna landa að nýju, skreiðist hún með unga sína út á hlýtt slitlag þjóðvegarins á milli Hellissands og Rifs og situr þar í breiðum. Þá bregður iðulega svo við að hún er stráfelld á veginum, fyrir það að hún nær ekki að hefja sig til flugs, því hraði ökumanna er alltof mikill þrátt fyrir eindregnar óskir um að þeir aki með gát og hægi á sér. Kríuvarpið á sér stórmerkilega sögu. Praman af öldinni sáust þar aðeins örfáar kríur. Friðþjófi Guð- mundssyni, útvegsbónda í Rifi, var krían hugfangin og varði hann hana og varpið með öllum tiltækum ráðum. Árangurinn lét ekki standa á sér því uppúr 1940 var talið að þar væri stærsta kríuvarp í landinu og var svo í nokkur ár. I dag dregur kríuvarpið að sér fjölda fuglaskoðara sem vilja skoða það ásamt óvenjulega fjölskrúðugu fuglalífi. Verið er að koma upp að- stöðu fyrir fuglaskoðara í Rifi. Hafa verið veittir til þess styrkir. Það var rétt ályktað af Friðþjófi Guðmundssyni að krían er ekki bara frekjuvargur, heldur vinnur hún ómetanlegt gagn, því hún hef- ur grætt upp landið þann stutta tíma sem hún gistir það á hverju sumri og það sem áður var aðeins holt og melar er nú grasi gróið og nýtt til slægna og beitar. Sjóferðir frá Breiðdalsvík Egilsstöðum - Hafnar eru skoð- unarferðir á sjó frá Breiðdals- vík. Skoðaðir eru staðir eins og Breiðdalseyjar, Andey, Seley, Skrúður og siglt á Fáskrúðs- fjörð. Ferðirnar eru áætlunar- ferðir og tekur hver túr um 2 klst. Það er Elís P. Sigurðsson sem keypt hefur hraðbát til þessara siglinga, en báturinn, sem nú heitir Áki, var smíðaður í Hafn- arfirði 1983 og er sérstaklega ætlaður til fólksflutninga. Elís segir að þrátt fyrir áætlunar- ferðir sé hægt að fá bátinn leigð- an undir einkatúra hvort sem er að nóttu eða degi. Hann segir það skemmtilegt ef gott er veð- ur að sigla á Hvalbak og skoða sel, en mikið sé af honum þar. Einnig sé athyglisvert að fai-a í hvalaskoðunarferðir. Báturinn Áki var áður notaður á Húsavík í svipuðum tilgangi áður en hann var seldur til Breiðdalsvíkur. ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 19 'ttyrkjandi dagsktf* mikid motstöduafl fjölþætt varnarverkun studlar ad vellíðan styrkjandi dagskammtur 1 i I ( i t i i { i { í 1 < 1 i (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.