Morgunblaðið - 13.07.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 29
Menningar-
heimsókn
BÆKUR
Ferðasaga
ISLAND
eftir H. E. Sorensen. Forlaget Melby-
hus, 1998 - 160 bls.
FJÖLDI ferðamanna kemur til
Islands á ári hverju. Eins og gengur
er áhugi þeirra á landinu af misjöfn-
um toga. H.E. Sorensen, danskur
maður frá Suður-Jótlandi, hefur
gefið út bók um ferð sína um landið
og nefnir Island. En kulturhistorisk
rejse. Eins og nafnið bendir til segir
hann þar frá menningarheimsókn
til landsins. Hann stiklar á helstu
menningarsteinum hringinn í kring-
um landið, kemur við á söguslóðum
íslendingasagna og seinni tíma
skáldverka. Jafnframt rekur hann
íslendingasögur sem tengjast stöð-
unum. Hann er greinilega einnig
víðlesinn í íslenskum bókmenntum
seinni tíma og ræðir höfunda á borð
við Halldór Laxness, Gunnar Gunn-
arsson, Guðmund Kamban, Thor
Vilhjálmsson og Einar Má Guð-
mundsson, svo að einverjir séu tald-
ir, og fjallar um verk þeirra.
Sorensen hefur einnig brennandi
áhuga á öðrum þáttum íslenskrar
menningar. Þannig er hann mjög
upptekinn af fomnorrænni bygg-
ingarlist og þróun hennar. Rekur
hann t.a.m. sögu íslenska torfbæjar-
ins og byggingasögu Skálholts. Þá
fjallar hann einnig um myndlist og
aðrar listgreinar.
Athyglisverðar eru skoðanir höf-
undar á íslensku máli og íslensku
málsamfélagi sem hann raunar tel-
ur latínu norðursins. Fer hann þar
nokkuð í smiðju Einars Más Guð-
mundssonar. Honum sámar það
nokkuð við landa slna hversu lítt
þeir sinni danskri málsögu og harm-
ar t.a.m. það að frá því um 1970 hafi
lítið verið kennt af eldri dönskum
bókmenntaverkum í danska skóla-
kerfinu en athyglinni beint að nú-
tímabókmenntum. Heil kynslóð hafi
þannig glatað tækifæri til að kynn-
ast rótum dansks máls. Það hafi síð-
an leitt til mikillar málflatneskju í
máli og stíl Dana.
Sorensen er fatlaður maður,
bundinn við hjólastól eftir slys og
því er ekki að neita að sú fötlun
hamlar nokkuð för hans um menn-
ingarlandið. Það er sárt til þess að
vita að á mörgum menningarstöðum
og sögustöðum skuli aðgengi fyrir
fatlaða vera jafnslakt og raun ber
vitni. Annars er höfundur þakklátur
ferðamaður. Það er t.a.m. einn af
hápunktum farai-innar þegar hann
fær að snerta handrit á Arnagarði,
þó aðeins með læknahönskum á
höndunum.
Hér er á ferðinni heilsteypt bók
um Island þar sem stiklað er á
helstu menningarsetrum okkar og
saga þeirra og hlutdeild í menning-
ararfinum rakin. Þetta er upplýsandi
rit, skrifað á auðlesnu máli. Bókin er
samin á dönsku fyrir Dani og miðast
við þekkingu þeirra á landi og þjóð.
Aftur á móti er sýn Sorensens á ís-
lenska menningu og íslenskt þjóðlíf
áhugaverð fyrir íslendinga því að
glöggt er gests augað.
Skafti Þ. Halldórsson
Gítartónleikar í
S ey ðisfj ar ðar kirkj u
NÆSTI flytjandi í tónleikaröðinni
Bláu kirkjunni miðvikudagskvöldið
21. júlí kl. 20.30, í Seyðisfjarðar-
kirkju, er Arnaldur Arnarson; gítar-
leikari, búsettur í Bareelona. A efnis-
skránni er frumflutningur á 10 ís-
lenskum þjóðlögum eftir Jón Ás-
geirsson í nýrri (1999) útsetningu
fyrir gítar, ásamt tónlist eftir J.S.
Bach, Fernando Sor, Francisco Tár-
rega og Isaac Albéniz.
Arnaldur Arnarson fæddist í
Reykjavík árið 1959. Hann hóf gítar-
nám í Svíþjóð tíu ára gamall, var síð-
an í Tónskóla Sigursveins D. Krist-
inssonar og lauk þar námi vorið
1977. Hann tók lokapróf frá Royal
Northern College of Music í
Manchester 1982. Þá var hann eitt ár
við framhaldsnám hjá José Tomás í
Alicante á Spáni.
Arnaldur vann fyrstu verðlaun í
XXI alþjóðlegu „Fernando Sor“-gít-
arkeppninni í Róm 1992. Sama ár
komst hann í úrslit „East and West
Artists“-keppninnar í New York.
Hann var í dómnefndum IV alþjóð-
legu Alhambra-gítarkeppninnar á
Spáni 1998 og IV alþjóðlegu Anna
Amalia-keppninnar í Weimar 1999.
Arnaldur hefur haldið tónleika í
Bandaríkjunum, Suðm'-Ameríku og
víða í Evrópu. Hann hefur margoft
komið fram á íslandi, m.a. með
Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníu-
hljómsveit íslands og á Listahátið í
Reykjavík.
Arnaldur hefur búið í Barcelona
frá 1984 og kennir þar gítarleik við
Luthier-tónlistarskólann. Hann hef-
ur haldið námskeið víða um heim,
m.a. í Wigmore Hall í Lundúnum,
við háskólann í Boston, á íslandi og
Spáni.
Aðgangseyrir er 500 kr. Ókeypis
er fyrir 6 ára og yngri.
Einar Már deilir verðlaun-
um með Kerstin Ekman
MENNING Norðurlandananna var á
þessu ári kynnt íbúum Castel Cof-
fredo á Italíu og liður í þeirri kynn-
ingu voru Giuseppi Acerbi-bók-
menntaverðlaunin sem hafa verið
veitt frá árinu 1993.
Fyrirfram var ákveðið að verð-
lunahafinn yrði norrænn skrifar Ivan
Z. Sorensen í Information, en hann
og Paula Lojkola (háskólanum í
Bolognese) voru fegnir til að tilnefna
eina bók frá hverju Norðurlandanna
sem þýddar höfðu verið á ítölsku.
Fyrir valinu urðu: Atburðir við vatn
eftir Kerstin Ekman, Sálmur að leið-
arlokum eftir Erik Fosnes Hansen,
Svikinn veruleiki eftir Michael Lar-
sen og Englar alheimsins eftir Einar
Má Guðmundsson. Finnland var und-
anskilið, þar sem það hafði verið tek-
ið fyrir eitt og sér nokkrum árum
fyrr, segir Sörensen. Allar tilnefndu
bækurnar hafa komið út á íslensku
segir í frétt frá Máli og menningu.
Þegar þetta val
lá fyrir voru bæk-
umar afhentar 80
lesendum frá bóka-
söfnum Manitova-
og Bresciahéruð-
unum, auk fjög-
urra manna sér-
fræðingahóps frá
ítölskum háskólum
og hinum áttræða
lögfræðingi
Giovanni Acerbi.
Svo fór, þegar lesendurnir gerðu
upp á milli bókanna og það í fyrsta
skipti, að tvær bækur stóðu uppi
hnífjafnar, Englar alheimsins og At-
burðir við vatn með 38 atkvæði hvor.
Var ákveðið að bæði Einar Már og
Kerstin Ekman hlytu verðlaunin og
báðum verður boðið til Castel Cof-
fredo í október í haust til að lesa úr
verðlaunaverkunum fyrir almenning
og taka við verðlaununum.
Einar Má
Gudmundsson
Ljóð frá
Ljósalöndum
HRAFN Andrés Harðarson gaf
nýlega út þrjár bækur. En þær
eru Vængstýfðir draumar, þýð-
ingar lettneskra ljóða, Ur viðj-
um, ljóðabók við myndskreyt-
ingar Gríms Marínós Steindórs-
sonar myndlistarmanns, og
Tónmyndáljóð sem nú er endur-
útgefin í enskri þýðingu.
Hvað olli því að þú valdir leít-
nesk Ijóð til þýðingar?
„Eg þýddi fyrir nokkrum
árum bók lettnesku skáldkon-
unnar Vizmu Belsevica, Hafið
brennur. Eg heillaðist algjör-
lega af kveðskap hennar og las
reyndar Ijóð eftir fleiri lettnesk
skáld. Mér fannst ljóðin vera
öðru vísi en við eigum að venj-
ast og fannst ástæða til að ís-
lenskir lesendur fengju að
kynnast öðruvísi kveðskap.
Hitt er svo að Eystrasalts-
löndin, eða Ljósalönd eins og ég
kalla þau, hafa verið undir oki
erlends hervalds og hafa því
þurft að fela boðskap sinn á
milli linanna. Það er náttúru-
lega erfitt að koma þessu til
skila í þýðingu, en samt getur
maður skynjað það í mörgum
ljóðanna. Þetta heillaði mig
mjög og þegar ég kynntist
þessu fólki fannst mér okkur
skorta meiri þekkingu og vit-
neskju um þessi lönd, sögu
þeirra og menningu.“
Nú eru í bókinni líka nokkrar
lettneskar þjóðvísur. Hvað eru
dænur?
„Það eru þjóðvísur og eiga
Lettar um tvær til þrjár milljón-
ir dæna sem var safnað á síð-
ustu öld, svipað og Jón Árnason
safnaði þjóðsögum. Þær eru að
sumu leyti líkar íslenskum fer-
skeytlum, en eru sungnar mikið
þannig að það má kannski líkja
þeim við vikivakann. En efnis-
innishald dæna er fyrst og
fremst speki um líf mannsins
frá vöggu til grafar. Lettar
segja sjálfir að ekki sé hægt að
þýða þær og það er alveg rétt.
En mér fannst samt ástæða til
að koma að nokkrum sýnishorn-
um til að gefa mönnum nasa-
sjón af innihaldinu."
Þú vannst líka að tír viðjum
ásamt Grími Marínó Steindórs-
syni myndlistarmanni. Hver var
kveikjan að þeirri bók?
„Ur viðjum var samin þegar
ég dvaldi úti í Englandi við
framhaldsnám. Ég sendi Grími
stundum ljóð úr tölvu sem
kveðju í stað þess að skrifa hon-
um bréf. Hann stundaði þá vita-
vörslu, meðal annars á Stór-
höfða í Vestmannaeyjum, og
hafði þá oft tíma sem lítið var
við að vera. Þá tók hann fram
Hrafn Andrés Harðarson
þessi ljóð og dundaði sér við að
setja vatnsliti í kringum þau.
Þannig að kveikjan eru ljóð
sem mér komu í hug þarna úti,
hughrifín sem Grímur varð fyr-
ir þegar hann las þau og
kannski útsýnið á Stórhöfða og
vatnslitirnir.
Bókin er ljósprentuð og
kannski ekki gerð af mikilli al-
vöru. En okkur fannst gaman
að þessu og gefum hana út í
takmörkuðu upplagi til að
gleðja vini og vandamenn."
Augu ánna
Yfír augum ánna
sést brátt glær ísinn glóa
þrem dögum eftir burtflug svana
byrjar að snjóa.
En verstir eru þó
þessir þrír dagar
með enga svani
og engan snjó.
Úr Vængstýfðir draumar.
Plágurnar 10
KVIKMYIMPIR
Háskólabfn, Bfóhöllin
MÚMÍAN - („THE MUMMY“)
★ trk
Leikstjóri: Stephen Sommers. Hand-
ritshöfundar: Stephen Somners,
Kevin Jones, ofl. Kvikmyndatöku-
stjóri: Adrian Biddle. Tónskáld: Jerry
Goldsmith. Aðalleikendur: Brendan
Fraser, Rachel Weisz, John Hannah,
Kevin J. Connor, Jonathan Hyde,
Arnold Vosloo. 125 mín. Bandarisk.
Universal, 1999.
Á SAMA tíma og þær fréttir berast
um heimsbyggðina að fundinn sé
urmull smyrðlinga, gulls og ger-
sema úti á mörkinni í Egyptalandi,
kemur þessi viljandi óforbetranlega
hallærislega, en skemmtilega hryll-
ingsgamanmynd, fram á sjónarsvið-
ið. Hún á margt skylt við fréttina en
fátt við nöfnu sína, Múmíuna, með
Boris Karloff, né allnokkrum
Hammermyndum um svipað fyrir-
brigði. Gæti frekar heitið Indiana
Jones í Dauðadalnum.
Gamanhrollurinn hefst í Egypta-
landi um árið 1000 fyrir Kristsburð.
Æðsti presturinn Inhotep (Amold
Vosloo), er gripinn glóðvolgur þar
sem hann er að manga við ástmey
sína, sem honum tO ævarandi bölv-
unar er einkagagn faraósins. Inhot-
ep er smurður lifandi og lagður til
hinstu hvíldar ásamt slatta af át-
maurum soltnum sem eiga að vera
honum til ánægju og yndisauka.
Faraóinn leggur á og mælir um að
ef raskað verði grafarró eljarans
muni hinar 10 plágur Egypta herja
á Jarðarbúa.
Við upphaf tuttugustu aldarinnar
finnur, fyrir tilviljun, legátinn Rick
(Brendan Fraser) hina horfnu
borgu Faraósins, orpna sandi. Um
svipað leyti hafa systkinin Evelyn
(Rachel Weisz) og Joanthan (John
Hannah), komist á sporið og eins er
hópur bandarískra ævintýramanna
á höttunum eftir þjóðsögninni um
Hammunapatra - „Borg dauðans".
Fjársjóðsleitarmenn finna borgina,
en til allrar óhamingju ræsa þeir
múmíuna í leiðinni. Það tekur að
rigna eldi og brennisteini, engi-
sprettur herja, vatn breytist í blóð,
Inhotep vill hefna, osfrv. osfrv. Nú
ríður á að okkar maður standi sig.
Framhaldið er líkt og upphafið,
alvörulaust grín með stórkostlegum
brellum, sem slá við hinu talaða
máli sem ekki er upp á marga fisk-
ana. Enda allt til gamans gert.
Brendan Fraser er búinn að fara
kollhnís á ferlinum; byrjaði í
grínaktugum aulamyndum og fórst
það bærilega. Vildi síðan láta taka
sig alvarlega mreð hrikalegum af-
leiðingum, en er nú kominn á fæt-
urna aftur. Fraser er og verður
enginn Harrison Ford, en hann hef-
ur skopskynið í lagi og fína burði til
að bera uppi léttmeti í þessum dúr.
John Hannah, sem stóð sig með
prýði í þeirri ágætu mynd, Sliding
Doors, á gott innlegg sem galgop-
inn, bróðir kvenhetjunnar Evelyn,
sem vitaskuld fellur fyrir hetjunni.
Rachel Weisz er sæt og dúkkuleg
og lítil leikkona (eins og sannaðist
enn betur í Chain Reactiorí). Það
skiptir heldur engu máli, Múmíuna
á ekki að taka alvarlega, frekar en
t.d. Svikamyllu, sem enn gengur vel
í borginni. Báðar þessar myndir eru
græskulausar skemmtimyndir sem
tekst það með stíl sem þeim er ætl-
að. Að vera svikalaus afþreying.
Sæbjörn Valdimarsson
AoÁað í cLoy.
i
'ÚtM&Vrí'
!
<z nunýua
Opið frá
kl. 8.00-20.00
Hverfisgötu 78,
sími 552 8980.