Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 31 • ;íðustu vikum þar sem verkefni væru næg „og brjál- að að gera“. A öðrum sviðum væri at- vinnulífið í jafnvægi en minna um að vera annars staðar. „Þetta virðist ým- ist vera of eða van. Staðan er eigin- lega þannig að ákveðinn stöðugleiki ríkir; sókn á sumum sviðum en sam- dráttur á öðrum,“ sagði Bjöm. „Við megum alls ekki missa kjarkinn, þótt það setji óneitanlega að manni pínu- lítinn hroll við tíðindi af þessu tagi. Við verðum að vinna að því saman, allir Eyfirðingar, að fá eitthvað stórt hingað. Við höfum meira verið upp- tekin af því að rífast um hvort þetta eða hitt henti hér í Eyjafirði og það hefur orðið til þess að ekkert verður af neinu, við missum af tækifærum. Óeiningin hefur skaðað okkur, þeir sem hafa verið að velta vöngum um að reisa stóriðju af einhverju tagi líta ekki við Eyjafirði á meðan við erum að rífast hvert við annað um hvort þetta eða hitt henti okkur. Þannig höfum við málað okkur út í hom,“ sagði Björn. Hann sagði að margt væri þó já- kvætt í atvinnulífinu og vinna atvinnu- málanefndar að stefnumótun í at- vinnumálum myndi hafa ýmislegt gott í för með sér. „Nú er það nefndarinn- ar og bæjarstjómar að vinna úr þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Nú þarf að fara að fylgja þeim eftir. Eg ætlast til þess að bæjarstjóm fylki sér á bak við það sem bæði atvinnumálanefndin og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hafa verið að gera, en mér finnst upp á síðkastið að ekki sé nægur kraftur í henni,“ sagði Bjöm. Fyrirtækin þola niðursveifluna betur nú „Það er aldrei gaman þegar svona ástand kemur upp,“ sagði Hólmar framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, og vísaði til nýlegra uppsagna starfs- fólks á nokkram vinnu- stöðum á Akureyri. „Þessar uppsagnir koma væntanlega til af því að fyrirtækin era í sveiflu- bransa og þurfa að laga sig að þeim. Það er meira um fyrirtæki af því tagi úti á lands- byggðinni, minna um þjónustustörf sem eru stöðugri." Hann vænti þess að þau fyrirtæki sem nú hafa sagt upp starfsfólki væru nægi- lega sterk til að þola þennan tíma, svolitla niðursveiflu, sem menn vita að kemur reglulega upp. „Fyrirtækin hafa verið að byggja sig upp og era sterkari nú en oft áður þegar hið sama hef- ur komið upp. Vissulega er það þjáningarfullt þegar þetta verður á mörgum stöðum á sama tíma, nú um mitt sum- ar,“ sagði Hólmar. Hvað stóriðju í Eyja- firði varðar sagði Hólm- ar að unnið væri að rannsóknum á lóð sem samþykkt hefur verið undir slíka iðju á Dys- nesi í Arnameshreppi. „Þetta tekur langan tíma, en menn eru auðvitað að skoða ýmsa mögu- leika. Það þarf að opna þessa um- ræðu meira og velta upp ýmsum hlið- um málsins. Þegar maður sér þessar uppsagnir í framleiðslugreinunum verður enn ljósara en áður mikilvægi þess að koma upp stóriðju á svæðinu. Hún yrði góður grunnur, t.d. fyrir Slippstöðina og fleiri fyrirtæki,“ sagði Hólmar. Hólmar bendir á að þó til um- ræddra uppsagna hafi komið nú sé atvinnuástand almennt gott og mun betra en oft áður. Um 200 manns í öllu kjördæminu séu á atvinnuleysis- skrá nú en þegar mest var fyrir tæp- um áratug hafi um 600 manns á Akureyri einnig verið á skránni. „Þetta eru varnaraðgerðir, menn sjá ekki fram á örugg verkefni þegar líð- ur á haustið. En við höfum líka dæmi um að menn hafi orðið að fresta verk- efnum vegna þess að ekki fékkst fólk til að vinna þau,“ sagði Hólmar. Svansson, iblaðið/Ásdís Akureyri, id er tekin n er fyrir- FRÁ fornleifagreftrinum að Þórarinsstöðum í Seyðisfirði. A mörkum heiðni og kristni s A Þórarinsstöðum í Seyðisfírði er nú unnið að fornleifauppgreftri og hefur fundizt þar kirkja frá upphafí kristni í landinu, en önnur slík hefur ekki fundizt. Pétur Krisljánssoii fór á vettvang og kynnti sér rannsóknir fornleifafræðinganna. ARIÐ 1938 var Sigurður Magnússon að gera sæt- heysgryfju að Þórarinsstöð- um í Seyðisfirði. Á skóflu hans festist hauskúpa og við nánari eftirgrennslan fundust tvær grafir með beinum. I annarri gröfinni var steinkista. Síðan liðu sextíu ár þangað til hópur fræðimanna undir stjórn Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifa- fræðings hóf rannsókn sem hefur leitt til eftirtekarverðra fornleifafunda. Fundist hefur trékirkja frá upphafs- tímum kristninnar á Islandi, sú eina sinnar tegundar sem vitað er um hér á landi. Þrjár stoðarholur kirkjunnar hafa fundist og tvær stoðarholur sem eru trálega fyrir kórbyggingu. Auk þess hafa fundist tveir merkir stein- krossar, - þeir einu sem vitað er um hér. Þá hefur fundist silfurhringur í sama stfl og Miðhúsasjóðurinn frægi. Á síðastliðnu ári var hafin fornleifa- rannsókn á Þórarinsstöðum í Seyðis- firði sem haldið er áfram nú í sumar. Rannsóknin hefur leitt í ljós leifar af trékirkju sem er trálega frá því um árið þúsund. Að sögn Steinunnar Rri- stjánsdóttur sem stjórnar rannsókn- inni ber kirkjan einkenni skandinav- ískra kirkna frá elleftu öld. Fyrstu kirkjurnar þar eru einmitt byggðar úr tré með niðurgröfnum hornstoðum eins og þessi. Einnig hafa fundist tveir steinkrossar sem era einstakir hér á landi. Annar þeirra er 45 senti- metrar á hæð en hinn 53 sentimetrar. Silfurhringur hefur fundist og er hann í sama stfl og Miðhúsasjóðurinn svokallaði. Steinunn var beðin um að skýra það sem um fyrir augu ber á rannsóknar- svæðinu og hugmyndir sínar: „Hérna hefur verið grafreitur í heiðni og síðan hefur verið reist kirkja hérna í kristni. Við eram einmitt að grafa í kirkjunni og graf- reitnum. Kirkjan er fjórir metrar á breidd og fjórir á lengd, sem er venju- leg stærð fyrir þær minni stafkirkjur sem eru uppistandandi í Noregi, og era oft kallaðar heimiliskirkjur, þó þær hafi oft verið kallaðar bænhús í seinni tíð. Ég held að það orð hafi ekki orðið til fyrr en á þrettándu öld. Krossarnir gætu hafa verið reistir hérna um kristnitöku og kirkjan reist síðan eftir það. Ekki er ljóst hvort krossarnir eru smíðaðir hér, en til gamans má geta að Þórarinn sem nam Þórarinsstaði átti bróður sem hét Þorleifur, kallaður Þorleifur hinn kristni og á að hafa kristnað Austfirð- inga. Sá bjó í Krossavík þar sem nú heitir Vöðlavík og því mætti alveg eins búast við því að hann hafi gefið bróður sínum nokkra krossa. Kross- arnir sem fundist hafa eru trúlega frá frumkristni hér, þ.e.a.s. frá því um ár- ið 1000. Það er erfitt að aldursgreina þá sjálfa, en miðað við jarðlögin og líka krossa sem hafa fundist í Noregi má miða við frumkristni. I Noregi hafa fundist um sextíu krossar af þessari gerð, svona óreglulegir og ekki við neina ákveðna gröf.“ Enn hefur kirkjan á Þórarinsstöð- um ekki verið endanlega aldurs- greind. Hún er byggð úr rekaviði og ekki hægt að aldursgreina bygging- una sjálfa út frá því. Steinunn er með tillögu til úrlausnar: „Við þurfum að aldursgreina eitthvað úr gröfunum hérna innan úr kirkjunni, sem við höldum að _séu teknar eftir að kirkjan er byggð. Ólíklegt er að svona vegleg- ar grafir séu einhversstaðar inni í miðjum grafreit. Það er frekar að þær hafi verið gerðar inni í kirkjunni. Ef við gætum aldursgreint þær getum við sagt að kirkjan sé eldri en þær.“ Margai' aðferðir era notaðar til þess að aldursgreina fornleifar. Hér á landi notast menn mikið við upplýs- ingar um staðsetningu hluta í jarð- vegi. Öskugos hafa sett svip á jarðlög og út frá þeim má oft tímasetja þar sem ártal margra öskulaga er þekkt. Þegar hlutur finnst undir öskulagi bendh' það sterklega til þess að hlut- urinn hafi verið tilkominn áður en gosið varð. C14 kolefnisgreining er töluvert notuð til aldursgreiningar. Aðferðina er aðeins hægt að nota á lífræn efni. Hún byggist á eðlisfræði- legum athugunum á helmingunartíma ákveðinna kolefnissameinda í lífver- um. Jarðrask í tímans rás og afstaða hluta hvers til annars era meðal þess sem fornleifafræðingar nýta sér til að draga upp mynd af horfnum tímum. Búið er að aldursgreina sýni úr tveimur gröfum af svæðinu. Önnur er úr heiðni og tímasett með skekkju- mörkum frá 890 til 950 en hin eftir kristnitöku frá 1015 til 1075. Margt bendir til að heiðinn graf- reitur hafi verið á staðnum áður en kirkjan var byggð. Ein stoðarholan er nánast í einni gröfinni og mai'gt í eldri gröfunum bendir til að þær séu úr heiðni. I gröfunum hafa fundist kol og líkin hafa legið á hlið. Grafii-nar snúa allar austur og vestur eins og tíðkast í kristni. í þessu tilfelli hjálpar þó sú vitneskja ekki við afgerandi greiningu þar sem algengt er að grafir úr héiðni snúi eins og stefna fjarðarins sem þær liggja við og Seyðisfjörður liggur einmitt austur og vestur. Silfurhringurinn sem fundist hefur var í grafreit en ekki er ljóst hvort hann hefur verið í gröf eða ekki, og þá hvort um haugfé gæti verið að ræða. Reyndar er venjulegt á öllum tímum að grafa fólk með hringa. Búið er að finna 26 grafir á svæðinu auk þeirra tveggja sem Sigurður fann 1938. Steinunn Kristjánsdóttir er kunnur fornleifafræðingur og stjórnaði meðal annars Viðeyjar-uppgreftrinum síð- ustu tvö árin sem hann stóð yfir og rannsakaði Þórisárkumlið sem fannst fyrir fáum áram í Skriðdal. Upphaf þessara rannsókna í Seyðisfirði varð meðan Steinunn var forstöðurmaður Minjasafns Austurlands 1996. Þá ákvað hún að reyna að koma af stað einhverri fornleifarannsókn og sótti um styrk til rannsóknarráðs. Þar fékk hún stuðning til þess að undirbúa fornleifarannsókn á Austurlandi og „tók könnunarskurði hér og þar.“ Hún fann leifar af kirkju á Geirstöð- um í Hróarstungu og ákvað þá láta verkefnið fjalla um kristnitökuna. Eftir það frétti hún af beinafundinum í Seyðisfirði og að þar hefðu sennilega fundist kirkjugarðsleifar. I framhaldi af þessum foiTannsóknum fékkst áframhaldandi styrkur frá Rannís til þriggja ára. Árið 1997 bauðst Minja- safni Austurlands að vera í samstarfi með sjö evrópskum löndum um ennþá stærra verkefni sem fjallar um varð- veislu og endurbyggingu á gömlum húsum úr viði. Það verkefni er innan ramma Rafael-áætlunarinnar. Síðan Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson hefur þetta undið upp á sig smátt og smátt. Rannís styrkh' verkefnið að hálfu á móti styrk frá Evrópusam- bandinu. „Svo koma aðrir styrktarað- ilar ínn í þetta, eins og Seyðisfjarðar- bær sem hefur lánað skúra, rafstöð og vélar og veitt okkur alls kyns þjón- ustu sem myndi annars kosta mikinn pening. Minjasafn Austurlands veitir svo aðstöðu fyrir fræðimennina. Þeg- ar svo fréttist af fundi silfurhringsins fyrii’ skömmu buðu einkaaðilar fram aðstoð sína, t.d. Bykó sem sendi hópn- um 20 vandaða vinnugalla.“ Steinunn segir að Evrópusam- bandsverkefnið hafi veitt þeim mikla hjálp. „Við erum með þijá fornleifa- fræðinga á þeirra vegum sem eru með MA og BA próf. Síðan erum við með fomvistfræðing og forvörð. Forvörð hefur einmitt vantað í allar fomleifa- rannsóknir hér. Það hafa hlaðist upp gripir sem síðan bara eyðileggjast. Hún tekur á móti öllu sem við höfum fundið, t.d. steinkrossinum. Hún er búin að hreinsa hann upp og líma hann saman. Það hefði annars kostað okkur alveg gífurlega peninga, og ekki víst að það hefði verið hægt að fara í það að forverja. Þjóðminjasafn- ið er lokað þó forvörsluverkstæðið sé nú eitthvað í gangi, en það er það eina sem við gætum annars leitað til.“ Verkefnið er doktorsverkefni Steinunnar og heitir „Mörk heiðni og kristni." Þar verður fjallað um hvernig þessir tveir tráarheimar mætast. Hvernig þeir skarast og verður reynt að komast að því hvern- ig frumkristni var iðkuð. Þá verður og reynt að sjá uppruna, hvort þetta sé trúboð (á tíundu öld) eða hvort finna megi einhver merki þess að landnámsmenn hafi verið að stórum hluta kristnir og að kristni hafi verið almennt iðkuð í landinu þegar hún er síðan lögtekin árið þúsund. Hún er í háskólanum f Gautaborg, en einnig í Osló þar sem hún er gestastúdent. Háskólinn í Osló er með alla gripina í forvörslu sem grafnir vora upp í fyrra, verkefninu að kostnaðarlausu. Stefnt er að því að klára kirkjuuppgröftinn í sumar og síðan tekur úrvinnsla við. Steinunn segir mjög spennandi verkefni að reyna að fá á Þórarins- stöðum heildarmynd af bæjarstæð- inu með kirkjunni inní. Hún telur nokkuð víst að að einhver landnáms- bær tengist þessari kirkju. En um framhald rannsóknanna í Seyðisfirði eins og mál standa í dag segir Stein- unn: „Við ætlum að reyna að komast að því hvað eru margar grafir hérna og eins hvað kirkjugarðurinn er stór. I skandinavískum grafreitum sem eru á mörkum heiðni og kristni finn- ast oft rammheiðin kuml. Fyndum við slíkt hér væri það endanleg stað- festihg á að þessi grafreitur væri á mörkunum. Við höfum ekki fundið slíkt enn þótt við höfum fundið ansi margar vísbendingar um að þetta hafi verið notað bæði í heiðni og kristni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.