Morgunblaðið - 13.07.1999, Side 43

Morgunblaðið - 13.07.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 43 > MINNINGAR GUÐRUN MEYVANTSDÓTTIR + Guðrún Mey- vantsdóttir fædd- ist á Máná við Siglu- Qörð 1. ágúst 1917. Hún lést á dvalar- heimilinu Garðvangi í Garði 6. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Mey- vant Meyvantsson og Kristbjörg Jóns- dóttir. Eiginmaður Guðnínar var Bárð- ur Bárðarson, f. 9. mars 1908, d. 20. ágúst 1978. Dætur þeirra eru: 1) Krist- ín Bárðardóttir, maki hennar er Garðar Garðarsson og eiga þau Bjarna Rafn og Sóley Báru. 2) Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Brynja Bárðardótt- ir Green, gift Tyler Green og eiga þau Pál Daníel og Alex- ander Stefán Green. Fyrir átti Guðrún dótturina Kristbjörgu Jó- hannesdóttur og er hún gift Jóni Þór Bjarnasyni og eiga þau Gunnar Þór og Birnu Kristínu. Börn Gunnars eru Kristinn Elí, Lilja, Brynjar Ægir og Laufey Diljá. Utför Guðrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma, mig langar að kveðja þig í hinsta sinn með nokkrum orðum. Það er ávallt sárt að þurfa að kveðja en það er gott að hugga sig við það að nú hefur þú fengið hvfld og frið. Elsku amma, það er eins og lífið komi okkur sífellt á óvart þó að endirinn sé hins vegar ávallt hinn sami. Eg sit hér og horfi á mynd af þér sem var tekin á 75 ára afmæli þínu. Þú ert svo glaðleg og hlý á svip. Það eru margar minningar sem koma upp í huga minn er ég hugsa tfl þín, elsku besta amma mín. Þú varst ein mín besta vinkona í mörg ár, það var alltaf svo gott að koma til þín, alltaf tókst þú svo vel á móti mér. Þegar ég kom í heimsókn til þín, sem var á hveijum degi í nokkur ár, sátum við og spfluðum „ólsen ólsen“ og „Rússa“ í lengri tíma og svo kenndir þú mér einnig að leggja kapal. Síðan lá leiðin inn í stofu þar sem við horfðum á „Santa Barbara" og við gátum aldeilis lifað okkur inn í þá þætti. Við fórum oft saman í göngu þar sem ég leiddi þig yfir götumar og við fórum svo heim í mat til mömmu og svo fylgdi ég þér heim. Svona voru dagamir hjá okkur í lengri tíma. Það gleymist seint þegar ég var að koma heim úr skólanum. Þá fann ég þessa yndislegu lykt en þá varst þú að baka flatkökur, þær bestu í heimi. Þú varst snillingur í þeirri grein. En svo kom að því að þú fékkst hinn erfiða sjúkdóm, Alzheimer. Eg man hvað mér brá fyrst þegar ég tók eftir því og áttaði mig á því hvað var að hrjá þig. Stuttu seinna varst þú komin á Garðvang. Þá strax fækkaði samverustundum okkar. Það þótti mér og fjölskyldunni mjög sárt. En það var alltaf svo gaman þegar mamma fór út í Garð og náði í þig og fór með þig á rúntinn og kom svo með þig heim tfl okkar. Þú varst alltaf svo glöð að hitta okkur Bjarna og maður tók vel eftir því hve ánægð þú varst að koma til okk- ar í mat og vera með okkur eitthvað fram eftir kvöldi. En því miður leið að því að þú hættir að geta komið tfl okkar. Kæra amma, þú varst alltaf svo fín og vel til höfð og hafðir gaman af því að gera þig fína. Jafnvel þótt þú ætlaðir bara að verja deginum heima þá fórstu í kjól og settir á þig varalit og „púðraðir á þér nefið“ eins og þú varst vön að segja. Þú hélst ávallt reisn þinni og jákvæði og léttleiki vai- þinn lífsstfll. Amma mín var einstök kona eins og allir vita sem hana þekktu. Hún var einstaklega hjartahlý og gef- andi og allar minningamar tengdar henni einkennast af góðsemi og hjartahlýju, umfram allt hafði hún mjög sterkan persónuleika. Hún reyndist okkur bamabörnunum ein- stakur félagi og fylgdist með okkur af áhuga. En eitt sinn verða allir menn að deyja og var þinn tími kominn. Ég veit að það hefur verið tekið glæsi- lega á móti þér hinum megin og að afi Bárður hefur tekið þér með opn- um örmum. Ég tel það víst að þér líði miklu betur þar sem þú ert og nú getur þú fylgst með okkur krökkunum og mömmu og pabba og Kittý og Brynju. Elsku amma, Guð geymi og vemdi sálu þína. Ég varðveiti minn- ingu þína dýpst í mínu hjarta, ég kveð þig með söknuði. Hvíl í friði. Pá sé ég sárin mín, særir mig hjartans pín, en sárin þá sé ég þín, sorg öll og kvíðinn dvín. (H.Pét.) Sóley Bára Garðarsdóttir. Elsku Gunna frænka í Kefló (en þannig vomm við systumar vanar að kalla hana). Nú ertu loksins búin að fá hvfldina og líður vel á himnum. Okkur langar að minnast þín í nokkram orðum. Alltaf var gaman að hitta þig. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar og myndarskapurinn fram úr hófi glæsflegur, saumaðir allt sjálf, heilu dressin og kjólana, svo ekki sé minnst á baksturinn. Þegar við komum í heimsókn var alltaf hlað- borð af tertum og glæsflegheitum og alltaf varst þú róleg og yfirveguð og engin leið að gera sér grein fyrir því hvað þú hlýtur stundum að hafa verið þreytt. En þú kvartaðir aldrei, brostir bara að öllu saman. Við syst- umar höfum allar átt þig að þegar við fermdumst og það var aldrei hægt að láta þig vanta þegar veislur vora annars vegar. Þú birtist á Skaganum með dósir fullar af tertu- botnum og marens og auðvitað allt óbrotið og sást líka um að skreyta allt. Okkur fannst einhvem veginn að við hefðum ekki fermst ef Gunna frænka í Kefló hefði ekki komið. Elsku Kittý, Stína, Brynja og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. I friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Davíðsálmur 4:9.) Árdís, ísabella, Elínborg og Rannveig. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags; blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardags- blað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyr- ir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. + Okkar innilegustu þakkir til allra, sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og út- för hjartkærrar eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður, ömmu, systur og mág- konu, HÖNNU BJARNADÓTTUR söngkonu, Austurbrún 19, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Þórarinn Jónsson, Bjarni Marteinn Jónsson, Sigríður Þórarinsdóttir, Ólafur Óskar Jakobsson, Þórarinn Jóhannes Ólafsson, Jakob Óskar Ólafsson, Sigurður Anton Ólafsson, Hanna Lisa Ólafsdóttir, Pétur Jóhann Ólafsson, Frosti Bjarnason, Katla Ólafsdóttir. + Faðir minn, tengdafaðir og afi, SKÚLI JÓNSSON frá Þórormstungu í Vatnsdal, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, mánudaginn 12. júlí. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju föstu- daginn 16. júlí kl. 14.00. Sigurjón Skúlason, Arnþrúður Ingvadóttir, Bryndis Sigurjónsdóttir, Eðvarð Ingólfsson, Skúli Heimir Sigurjónsson, Linda Ólafsdóttir, Ingvi Arnar Sigurjónsson. + Elskuleg móðir okkar og fósturmóðir, ÞÓRDÍS ÍVARSDÓTTIR, Króki, Biskupstungum, lést á gjörgæsludeild Landspítalans laugar- daginn 10. júlí. Börn og fóstursynir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis að Holtsgötu 34, lést sunnudaginn 11. júlí. Jarðarförin verður auglýst siðar. Guðmundur Jónsson, Elín Þórisdótir, Ásdís Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Konan mín, HELGA VIGGÓSDÓTTIR, Lambastaðabraut 12, Selljarnamesi, andaðist föstudaginn 9. júlí sl. Útför hennar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 14. júlínk. kl. 15.00. Páll Jónasson og fjölskylda. + Elskuleg systir mín, SÓLVEG ÞORKELSSON, lést sunnudaginn 11. júlí á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Helen Þorkelsson. + Móðursystir mín, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Stangarholti 16, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 13. júlí, kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Elíasson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓHANNS MAGNÚSSONAR fyrrv. yfirhafnsögumanns, Grandavegi 47. Margrét Sigurðardóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir, Sigurður Sigurðsson og fjölskyldur. V t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.