Morgunblaðið - 13.07.1999, Side 45

Morgunblaðið - 13.07.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 45 - G L V S I l\l G A ATVIMMU- AUGLÝ5INGAR Starf lögfræðings Á skrifstofu rektors Háskóla íslands er laust til umsóknar starf lögfræðings. Um er að ræða nýtt starf og þarf umsækjandi að vera reiðubú- inn til að taka þátt í mótun þess. Lögfræðingur- inn á að vera til ráðgjafar við túlkun laga og aðstoða við úrlausn lögfræðilegra álitaefna er snerta lög og reglur er gilda um Háskóla íslands svo og aðrar reglur á sviði stjórnsýslu- réttar. Jafnframt því á lögfræðingurinn að að- stoða við samningu reglna, sem háskólayfir- völd setja. Áskilið er að umsækjandi geti unnið sjálfstætt, en eigi jafnframt auðvelt með að vinna með öðrum og sé lipur í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að umsækjandi hafi auk grunnnáms annað hvort lært stjórnsýslu- rétt í framhaldsnámi eða sem kjörgrein. Umsóknarfresturertil 28. júlí nk. en upphafs- tími ráðningar er 15. ágúst nk. Nánari upplýs- ingar um starfið veitir Amalía Skúladóttir, skrif- stofustjóri rektorsskrifstofu, í síma 525 4302, eða Edda Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, í síma 525 4355. Skriflegum umsóknum skal skila til starfs- mannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsókn- um verður svarað og umsækjendum síðan greint frá því hvernig starfinu hafi verið ráð- stafað þegar sú ákvörðun liggur fyrir. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Varmalandsskóli í Borgarfirði Staða aðstoðarskólastjóra er laus til umsóknar, Upplýsingar gefur skólastjóri, Flemming Jes- sen, símar 435 1300 skóli og 435 1302 heima, farsími 898 1257, fax skólans er 435 1307. Velkomin í Borgarbyggð. Verðlaunagarð vantar dagmömmu eða -pabba Við leitum að grænum höndum til að annast okkar fallega garð í Hafnarfirði. Æskilegt er að grænu hendurnar vilji klappa íslenskum fjárhundi öðru hvoru. Áhugasamir vinsamleg- ast hafið samband í síma 893 7937. Lögmannsstofa Starfsmaður óskast til afleysinga í 1 ár. Mögu- leiki á áframhaldandi starfi. Góðrartölvu- og íslenskukunnáttu er krafist. Umsóknum skal skila til afgreiðslu Mbl. merktar: „S — 111" fyrir 20. júlí. Sölumaður fasteigna Óskum eftir kröftugum sölumanni sem allra fyrst. Þarf að hafa bíl til umráða. Upplýsingar í síma 562 1717. Húsvangur fasteignasala, Borgartúni 29, Reykjavík. Skrifstofustarf Innflutningsfyrirtæki óskar eftir starfskrafti sem fyrst til að annast almenn skrifstofustörf, toll- skýrslugerð o.fl. Almenn tölvuþekking nauð- synleg. Góð starfsþjálfun veitt. Jákvæðni og góð framkoma skilyrði. Um heilsdagsstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Lifandi teymi". Leikskólastjóri Einkarekinn leikskóli í Reykjavík óskar eftir leik- skólastjóra. 50% stjórnunarstaða. Mjög góð laun. Skemmtilegt vinnuumhverfi. Umsóknir berist til afgreiðslu Morgunblaðsins, merktar: „K — 8286", fyrir 20. júlí. ATVINNUHÚSNÆÐI Matstofa Miðfells — Funahöfða Vorum að fá í einkasölu fasteign og rekstur þessa þekkta framleiðslufyrirtækis. Um er að ræða vandað og bjart u.þ.b. 325 fm iðnaðar- húsnæði á jarðhæð, sem er sérhannað og út- búið fyrir matvælaframleiðslu. Plássið skiptist í vörumóttöku, vinnusali, kæla og frysta, starfs- mannaaðstöðu o.fi. Húsnæðið uppfyllir öll skil- yrði til slíkrar framleiðslu. Einnig er rekstur fyr- irtækisins til sölu og er um að ræða mjög góða viðskiptavild, góðan tækjabúnað o.fl. sem til þarf. Allar upplýsingar veita Sverrir og Stefán Hrafn á skrifstofu. 8664. laEIGNMIE)LUNIN Ju ■ - ....... < Wfb, Síini r»íííí '>0')0 l a\ r»ítJ» 0005 SíJmmila 2 I TIL SÖLU mmMfim Pallanet Þrælsterk og meðfærileg. Hentug í skjólgirðingar. Rúllur 3x50 m og 2x50 m. Verð pr. fm 99.50 m. vsk. HELLAS, Suðurlandsbraut 22, s. 551 5328, 568 8988, 852 1570, 892 1570. Vínveitinga- og skemmtistaður til sölu! Höfum til sölu í miðbæ Reykjavíkur (Kvosin) vínveitinga- og skemmtistað með leyfi fyrir rúmlega 200 manns. Staðurinn er í fullum rekstri, vel staðsettur, vel búinn innréttingum og með góðan leigusamning. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofu. Norræna FjárfestingaMiðstöðin ehf., Hafnarstræti 20,4. hæð, Reykjavík, sími 552 5000. Muggur, Finnur, Hringur, Erró Málverk Til sölu málverk eftir: Guðm. Th. (Muggur), Elliðaey, olía, 27x30 cm, Finn Jónsson, Ur selsvör, olía, 87x70 cm, Hring Jóhannesson, Lambafjöll, olía, 40x50 cm, Erró, Augnablik, olía, 33x46 cm og BAM!, olía, 33x46 cm. Eigendasaga fylgir. Upplýsingar í síma 861 2101. Svarthamar. Vandað 2ja íbúða hús í Grafarvogi til sölu Er með góðum bílskúr og stórri gróinni lóð. 170 fm. Upplýsingar í síma 892 2685 eða 896 2685. HÚSNÆÐI ÓSKAST íbúð óskast Björnsbakarí Vesturbæ óskar eftir að taka á leigu tveggja til þriggja herberja íbúð fyrir starfsmann. Æskileg staðsetning svæði 101, 107 eða 170. Ef við erum svo heppin að þú hafir lausa íbúð, vinsamlegast hafðu þá sam- band við Árna í síma 896 3470. 4ra til 6 herb. íbúð óskast keypt. Helst í Háaleitishverfi eða á Stóragerðissvæði. Verðhugmynd 8,5 til 10 millj. Upplýsingar í síma 868 6594. Gerðahreppur óskar eftir tilboðum í verkið „Malbikun í Gerðahreppi 1999" Eyjaholt, Melabraut-Gauksstaðavegur Verkið felst í: Malbiksviðgerðir ca 100 m2 Malbiksútlögn, yfirlag ca 5000m2 Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 1999; Útboðsgögn fást gegn 5000 kr. skilatryggingu á skrifstofu Gerðahrepps, Melbraut 3, 250 Garði. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi merktu: Gerðahreppur, Melbraut 3, Garði, Malbikun Gerðahreppi 99. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 23. júlí 1999 kl. 11:15. Gerðahreppur. STYRKIR Menntamálaráðuneytið Ferðastyrkur til rithöfundar Ráðgert er að af fjárveitingu til norræns sam- starfs í fjárlögum 1999 verði varið 100 þús. kr. til að styrkja rithöfund til dvalar á Norðurlönd- um. Umsókn um styrk þennan skal hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 9. ágúst nk. Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvernig umsækjandi hyggst verja styrknum. Menntamálaráðuneytið, 9. júlí 1999, www.mrn.stjr.is. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Ný dagsferð að Hagavatni laugardaginn 17. júlí kl. 8. Sjá næstu ferðir á textavarpi bls. 619. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.