Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999
MORGUNBLADIÐ
KIRKJUSTARF
í DAG
Kópavogskirkja
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð-
ur. Samverustund foreldra ungra
bama kl. 14-16.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Seltjamameskirkja. Foreldra-
morgunn kl. 10-12.
Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í
safnaðarheimilinu Borgum í dag kl.
10-12.
Seljakirkja. Mömmumorgnar kl.
10-12. Opið hús.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyr-
ir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn
Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni,
Kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22.
Heimsborgin - Rómverjabréfíð, lest-
ur í Vonarhöfn kl. 18.30-20.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. Mömmumorgunn
í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og
12. Helgistund í kirkjunni sömu
daga kl. 18.30.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel-
komnir.
Listrænt fyrirtæki
Vorum að fá til sölu fallega, þekkta listræna gjafavöruverslun sem
selur mest listrænar handunnar vörur eftir ýmsa listamenn innlenda
sem erlenda. Góð erlend sambönd. Húsnæðið er einnig til sölu og
stendur á fallegum og áberandi stað.
Fyrirtæki er staðsett á Stór-Reykajvíkursvæðinu og er laust strax.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
ra7TTT7f77?IT7IV^TVIT71
SUÐURVE R I
SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
LUXEMBORG
VELVAKAMU
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Heiðarleiki
eykur hróður
Borgarness
KÆRI Bjarki Már á
Hvanneyri.
Þetta er þínir eigin hug-
arórar að kalla okkur hjón
kynþáttahatara. Ef svo
væri hefðum við aldrei far-
ið inn á Matstofuna í Borg-
amesi. Það sem þú kallar
hottintotta og alíbaba heit-
ir ,Asíubúar“ á okkar máli.
Við viljum einfaldlega að
fólk sé heiðarlegt og rétt á
að vera rétt. Það sem
stendur í pöntunarlista á
að standast við greiðslu.
Hvers vegna var ekki 20%
álagningin nefnd í mat-
vörulistanum? Hvers
vegna fær maður ekki nótu
hjá Matstofunni? Bara
beðið um visa-kortið.
Hvers vegna skrökvaði
konan að hún væri taílensk
en ekki frá Filippseyjum?
Við hjónin höfum unnið í
áraraðir með mörgum út-
lendingum sem eru góðir
vinir okkar, svo kynþátta-
hatur eins og þú orðar það
er alveg út í hött. Einnig
getur fólki munað um 400
krónu álag þegar það fer í
góðri trú á „ódýran" mat-
stað. Svo er málið útrætt
af okkar hálfu.
Sömu hjón á ferðalagi.
Hver þekkir fólkið?
MEÐFYLGJANDI mynd er tekin á Úlfljótsvatni í Grafningi. íslenskir skátar leita að
upplýsingum um hvaða fólk er á myndinni og hver Ijósmyndarinn er. Vitað er að
myndin er tekin allnokkru áður en skátar hófu að stunda skátastarf á Úlfljótsvatni.
Þeim sem geta gefið upplýsingar er bent á að hafa samband í síma 562 1390 eða senda
tölvupóst til helgig@scout.is
Tapað/fundið
Græn hermanna-
taska týndist
EFTIR fjögurra ára dvöl í
Danmörku og að loknu 2
ára strembnu námi ákvað
ég að veita mér ærlegt 2
mánaða frí heima á ís-
landi. Heimsótti ég
skemmtistaðinn 22 við
Laugaveg föstudaginn 2.
júlí hvar græna her-
mannataskan mín með
seðlaveski, farsíma, snyrti-
dóti og ýmsu fleiru varð
viðskila við mig. Sárast
finnst mér að týna farsím-
anum, Nokia 5110, sem er
eign litla bróður, ennfrem-
ur eru öll dönsku kortin og
skilríkin glötuð sem mun
skapa mikla fyrirhöfn er
aftur verður horfið til
Danaveldis. Ef einhverjir
geta upplýst málið vinsam-
legast hringið í Völu Vigg-
ósdóttur í síma 557 4212.
STAÐAN kom upp á
Frankfurt-West-
atskákmótinu um
mánaðamótin.
Ungverska stúlkan
Júdit Polgar (2.675)
var með hvítt, en
Búlgarinn Veselin
Topalov (2.700) hafði
svart og átti leik.
29. - Hxf2! 30. Dxf2
32. b3 - Bxf2+ 33. Hxf2 og
þar sem Júdit hefur tapað
drottningunni vann Topalov
skákina örugglega.
SKÁK
llmsijón Margeir
Pétursson
- Bh4 31. Hf6 - Hb8 SVARTUR leikur og vinnur.
COSPER
11198
COSPER
r pj B
Frá upphafi: Besta
leiðin til Evrópu
>
%
i'j
Luxair býður upp á beint flug til Lúxemborgar
með þægilegri og hraðskreiðri þotu.
Frá Lúxemborg liggja vegir til allra átta.
Kefiavík — Lúxemborg Lúxemborg — Keflavík
0.45 6.25 ^ Q 22.20 0.05+1
LUXAIR
THE WINGS OF CHANGE
www.luxair.lu
Nánari uppiýsingar og bókanir
hjá öllum helstu ferðaskrifstofum.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI brá sér ásamt konu
sinni til Bandaríkjanna í síð-
ustu viku til að heimsækja vini og
venslafólk í smábæ í Wisconsin.
Mikil hitabylgja gekk þá yfir þess-
ar slóðir og náði hitinn allt að 40
stigum í forsælu. íslendingar sækja
að öllu jöfnu í hitann til að orna sér
eftir kuldann hér heima, en 40 stig
og glampandi sólskin leyfir Víkverji
sér að kalla „grenjandi blíðu“. Það
er einfaldlega allt of heitt. Það var
athyglisvert að alls staðar bar hit-
ann á góma í samræðum fólks, sem
hélt sig innan dyra í loftkælingu
eða í skugga eftir því hvemig á
stóð. Islendingurinn er ekki vanur
að heyra fólk taka svo til orða að
bráðum fari veðrið að lagast, það
fari að kólna!
Viðmót fólks er mjög mismunandi
eftir löndum og stöðum. Víkverji er
þeirrar skoðunar að viðmót fólksins
á þessum slóðum sé hlýrra og glað-
legra en víðast hvar annars staðar.
I smábænum Chaseburg sem Vík-
verji heimsótti nú í þriðja skiptið,
kasta allir á hann og konu hans
kveðju úti á götu, í kaupfélaginu er
spjallað um daginn og veginn og á
veitingahúsunum, sem eru sam-
komustaðir fólksins, er íslending-
unum gjaman boðið upp á drykk og
síðan spjallað um heima og geima
og leyst úr spumingum um land og
þjóð.
Viðmót af þessu tagi skilur eftir
sig betri minningar en ella og er til
þess fallið að auka líkurnar á því að
fólk komi aftur á staðinn. Reyndar
er Chaseburg enginn ferðamanna-
staður í þeim skilningi, aðeins lítið
sveitaþorp á milli blómlegra bænda-
býla og í nálægð Amish-fólksins.
Chaseburg er hins vegar mjög stutt
frá bænum La Crosse á bökkum
móðunnar miklu, Missisippi, og þar
er ferðamönnum boðið upp á margt
sér til afþreyingar.
xxx
VÍKVERJI getur ekki látið hjá
líða að nefna verðlag í Banda-
ríkjunum. Það er mun lægra en hér
á landi og ræður þar sjálfsagt mjög
margt. Laun eru þama svipuð og á
Islandi, en helztu nauðsynjar kosta
gjaman um helming þess sem þær
kosta hér eða enn minna. Þrátt fyrir
að fólk þurfi í flestum tilfellum sjálft
að byggja upp sína eigin lífeyris-
sjóði og kosta sjúkratryggingar hef-
ur það mun meira til að spila úr en
við hér heima og getur í mörgum
tilfellum farið á eftirlaun mun fyrr
en við.
Öll þjónusta sem ferðamenn
þurfa á að halda er einnig mun
ódýrari en hér á landi og má þar
nefna bflaleigubíla, hótel og veit-
ingastaði. Víkveiji og hans fólk,
fimm manns, gátu til dæmis leyft
sér að gera vel við sig í mat og
drykk á ágætum veitingastað fyrir
um 7.000 krónur. Ágætt hótelher-
bergi fyrir tvo með baði, síma og
sjónvarpi í La Crosse kostaði um
4.000 krónur. Til samanburðar má
nefna að tveggja manna herbergi
með baði, hvorki sjónvarpi né síma,
á Hótel Eddu á Laugarvatni kostar
rúmar 8.000 krónur nóttina og spar-
legur kvöldverður fyrir tvo með
einni léttvínsflösku kostar á fimmta
þúsundið.
xxx
STAÐREYNDIR af þessu tagi
hljóta að hafa áhrif þegar ákveð-
ið er hvert halda skal í fríinu. Þrátt
fyrir að mikið kosti að komast úr
landi, getur það verið mun ódýrara
að fara til útlanda en ferðast um ís-
land háð því að búa á hótelum,
borða á matsölustöðum að ekki sé
talað um að notast við bflaleigubfl.
Þá má nefna það að gallon af bens-
íni kostar það sama í Bandaríkjun-
um og lítri hér.
Víkverji á því auðvelt með að
skflja undrun Bandaríkjamanna og
anarra erlendra ferðamanna á verð-
laginu hér. Það er hvergi tfl þess
fallið að laða ferðamenn tfl landsins
og vissulega letjandi fyrir Islend-
inga að ferðast um eigið land. Hér
virðist vera lögð mest áhersla á að
plokka eins mikið af ferðamannin-
um eins og hægt er og má reyndar
segja að það sé skfljanlegt, en
kannski ekki mikil framsýni.