Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Viðtal við heimilislækni með tölvupósti Tæknilega framkvæm- anlegt um áramótin FRAM til þessa hafa sjúklingar ekki getað pantað tíma hjá lækni með tölvupósti eða beðið um endur- nýjun lyfseðils með þeim hætti. Það eru öryggissjónarmið sem búa að baki þeirri ákvörðun að leyfa ekki rafrænar sendingar innan heilbrigð- iskerfisins nema ströngustu örygg- iskröfur séu uppfylltar. „Það er stutt í að tæknilega verði hægt að senda rafrænar sendingar frá heilsugæslustöðvum en þær eru háðar leyfum frá Tölvunefnd sem setur sem skilyrði að strangar ör- yggiskröfur séu uppfylltar," segir Jónas Garðar Jónasson fram- kvæmdastjóri innanlandsdeildar hjá Gagnalind, en það fyrirtæki hef- ur gert samning um að tölvuvæða heilsugæslustöðvar á Islandi með sjúkraskrárforriti. „Heilsugæslustöðvar mega ekki senda frá sér tölvupóst með per- sónulegum upplýsingum um sjúk- linga þar sem engin trygging er fyr- ir því að þessar upplýsingar séu ekki lesnar af óviðkomandi." Jónas tekur dæmi af sjúklingi sem sendir lækni sínum erindi á tölvu úr vinn- unni. „Það að senda tölvupóst er eins og að senda opið póstkort. Á vinnustaðnum er t.d. einhver starfs- maður sem hefur yfirumsjón með öllum pósti á vinnustaðnum. Það þarf því að vera hægt að tryggja að þegar samskipti sjúklings og læknis fari fram sé um örugga sendingu að ræða og hjá Gagnalind er verið að hanna slíkt öryggiskerfi fyrir heilsugæslustöðvarnar." Sjálfvirkt kerlí væntanlegt „Við sjáum fram á að um áramót verði hægt að bjóða upp á sjálfvirkt kerfi fyrir þá sem vilja panta tíma á Netinu. Þá fá sjúklingar sérstakt persónunúmer (pin-númer) eins og tíðkast á bankareikningum. Með þessu persónunúmeri (pin-númeri) geta þeir farið á Vefinn og séð hvort tími er laus hjá lækni og pantað eða komið með fyrirspurn til síns heim- ilislæknis. Tæknilega er þetta ekki mikið mál en það þarf að samþykkja aðferðirnar og síðan að koma þeim í framkvæmd. Þetta er í raun ekki spurning um hvort þetta sé hægt heldur á hvaða tíma það er gert og hvaða aðferðum verður beitt." Fylla út eyðublað á Netinu Jónas Garðar segir að í haust geti fyrstu rafrænu sendingarnar hafist. „Við munum til dæmis setja upp kerfi fyrir eina heilbrigðisstofnun. Sjúklingar geta þá farið inn á heimasíðu stofnunarinnar og skráð þar á sérstakt eyðublað allar upp- Iýsingar sem þeir þurfa annars að fylla út á staðnum og komið með þegar þeir fara í skoðun. Upplýs- ingarnar eru þá komnar í sjúkra- SezgföiA ffiiiÍHœ! Það eiga allir möguleika á verðlaunum í Prince Polo leiknum því öll svipbrigði eru tekin góð og gild. Eina skilyrðið er að Prince Polo sjáist vel á ljósmyndinni og að hún sé póstlögð fyrir 10. ágúst. Úrval mynda mun birtast hálfsmánaðarlega í Dagskrárblaði Morgunblaðsins í allt sumar. „Besta Prince Polo brosið" verður svo valið og kynnt í blaðinu 18. ágúst. Keppt er um fjölda glæsilegra vinninga. Taktu þátt og sendu mynd! Utanáskriftin er: Besta Prince Polo brosið, Pósthólf 8511,128 Reykjavík. Morgunblaðið/Júlíus skrá sjúklings þegar hann kemur í viðtal. Þetta er svipað kerfi og Gagnalind þróaði fyrir ríkisskatt- stjóra og gerir fólki kleift að fylla út skattframtalið á Netinu að því und- anskildu að í þessu tilfelli prentar viðkomandi út eyðublaðið og tekur með sér." Tæknileg Iausn í sjónmáli M atthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að stór hluti sjúkra- skráa á heilsugæslustöðvum hafi ver- ið tölvuvæddur en varasamt geti ver- ið að nota Netið í sama kerfi og sjúkraskrár sjúklinga eru. „Utfrá ör- yggissjónarmiði er verið að endur- skoða þessi mál og ekki er ólíklegt að tæknileg lausn sé innan seilingar." Matthías segist hinsvegar alls ekki viss um að notkun tölvupósts sé hentugt fyrirkomulag við tímapant- anir og t.d. endurnýjun lyfseðla. „Fyrir það fyrsta hefur þessi hug- mynd ekki áður komið til tals hjá Landlæknisembættinu og það hefur oftast gefist vel að hringja og panta tíma hjá lækni eða fá símaviðtal." Aukin vinna fyrir lækna Matthías segir ýmsa annmarka vera á samskiptum sjúklings og læknis með tölvupósti og segir það skipta máli á hvaða hátt sjúklingur ber fram erindi sitt og ýmis blæ- brigði málsins geta tapast við að senda skilaboð á tölvu. „Það er ljóst að samskipti með tölvupósti koma aldrei í staðinn fyrir að heyra í sjúk- lingi hvað þá heldur að hitta hann." Ef boðið yrði upp á þjónustu í gegnum tölvu með svipuðum hætti og þegar um símaviðtalstíma er að ræða segir Matthías að hún kalli líka á aukna vinnu fyrir lækna. „Það er fyrirsjáanlegt að læknar þurfi að senda nokkur bréf til sjúk- lings ef þá vantar aðrar upplýsingar en koma fram í upphafsbréfi hans." Svínakj ötsútsala í Nóatúni I DAG, fimmtudag, hefst svínakjötsútsala í Nóatúni. Um er að ræða 40 tonn af nýju, fersku svínakjöti. Að sögn Jóns Þ. Jónssonar markaðsstjóra í Nóatúni er ástæða verðlækkunarinnar sú að Nóatún er að hefja viðskipti við svínabúið Brautarholt en hann segir það vera eitt stærsta og fullkomnasta svínabú á fslandi. Afslátturinn er á bilinu 25-40% og Jón segist búast við að birgðirnar endist fram á helgi. Varanleg verðlækkun Hann segir ennfremur að í kjölfar útsölunnar muni verð á svínakjöti lækka varanlega í Nóatúni um 5-10%. Ástæðan er aukin svínakjötsframleiðsla. Norræna umhverfísmerkið með nýja vöruflokka Einungis eitt ís- lenskt fyrirtæki með merkið Á FUNDI Norrænu um- hverfismerkisnefndarinnar sem haldinn var fyrir skömmu í Stykkishólmi voru samþykktar tvær nýj- ar viðmiðunarreglur fyrir Norræna umhverfismerkið. Var önnur þeirra unnin að frumkvæði og undir forystu Hollustuverndar ríkisins, þ.e. umhverfismerkingar á iðnaðarhreinsiefni. Tore Skjenstad, starfsmaður Norræna umhverfismerkis- ins hjá Hollustuvernd ríkis- ins, var formaður nefndar- innar sem vann að þessari nýju viðmiðunarreglu, tæknilegur ráðgjafi var Ragnar Jóhannsson frá Iðntækni- stofnun ásamt Víði Kristjánssyni frá Vinnueftirliti ríkisins. Tore segir að vitund almennings um umhverfismál sé skammt á veg komin hér á landi ef miðað er við hin Norðurlöndin. Hann segir mik- inn áhuga á þessum vöruflokki á hinum Norðurlöndunum en ýmis fyrirtæki þar leggja uppúr því að bæta ímynd sína með því að fá Nor- ræna umhverfismerkið á fram- leiðslu sína." 50 viðmiðunarreglur Tore segir að til að fyrirtæki geti fengið umhverfismerkingar þurfi að vera viðmiðunarreglur og nú eru til fimmtíu mismunandi viðmiðunar- reglur fyrir ýmiskonar vörur. Regl- urnar þurfa að fá samþykki allra Norðurlandaþjóðanna til að þær öðlist gildi. Að sögn Tore eru iðnaðarhreinsi- efhi mjög breiður flokkur og þar undir falla t.d. efni sem eru notuð í prentiðnaði, rafiðnaði og við olíu- þvott á bflum. Strangar reglur „Til að fá Norræna umhverfis- merkið þarf að uppfylla tiltölulega strangar reglur sem lúta að hráefni, notkun þess og framleiðsluháttum svo og förgun vörunnar. Eitt fyrir- tæki á íslandi hefur fengið merktar vörur með Norræna umhverfis- merMnu og það er Frigg sem merk- ir Maraþon milt með þessum hætti." c(A$Mfx/)á... ...að það þarf 2,5 kg af kaffibaunum til þess að búa tU 1 kg. af Nesafé, Flugna- gildrur P.H. Björnsson heildverslun hef- ur hafið innflutn- ing á vistvænum skordýra- og flugnagildrum sem eru án eitur^ efna og lyktar. I fréttatilkynningu frá P.H. Björns- syni kemur fram að gildrurnar eru í formi limborða sem eru límdir neðst á gluggakarma, þétt upp við rúður. Gildrurnar fást á öllum bensínstöðv- um Olís, í Byko og víðar. GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.