Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Belgrad. AP, AFP, The Daily Telegraph. ÁKVÖRÐUN Vuk Draskovics, leiðtoga stjórnarandstöðuflokks- ins Endurreisnarhreyfíng Serbíu (SPO), þess efnis að vilja skipu- leggja mótmæli gegn Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta á eig- in spýtur en ekki í samvinnu við aðra stjórnarandstöðuflokka hef- ur vakið reiði meðal leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Megin- vandamál stjórnarandstöðunnar gegn Milosevic sl. tíu ár hefur verið samstöðuleysi og óttast menn nú að afstaða Draskovics verði til að ýta undir frekari óein- ingu og styrkja þar með stöðu Milosevics á ný. Draskovic lýsti því yfir sl. þriðjudag að hann hefði ekki áhuga á að starfa með Samtökum um breytingar (SZP), sem eru regnhlífasamtök u.þ.b. þrjátíu stjórnarandstöðuflokka og -hópa í Serbíu, en þau hafa skipulagt mótmæli gegn forsetanum sem átt hafa sér stað nánast daglega víðsvegar um landið sl. tvær vik- ur. Leiðtogar SZP höfðu farið þess á leit við Draskovic að hann slægist í hóp þeirra og saman myndu flokkarnir mynda heild- stæða og sterka samstöðu gegn Milosevic. Er fyrrnefnd afstaða Draskovic lá ljóst fyrir sökuðu þeir hann um að vera tækifæris- sinna og kameljón í stjórnmálum og sögðu hegðun hans muna styrkja stöðu Milosevic enn frek- ar. Óvíst hvað vakir fyrir Draskovic Sagður tækifærissinni og kameljón Hefur Draskovic hvatt fylgis- menn SPO að fylkja liði og krefj- ast afsagnar forsetans næstkom- andi laugardag í Kragujevac og sagðist hann búast við að hundruð þúsunda manna tækju þátt í þeim. Leiðtogar SZP höfðu ráðgert að stofna til fjöldamótmæla einmitt í þessum sama bæ í dag. Óeining innan raða stjórnar- andstöðunnar hefur í gegnum tíð- ina valdið því að ekki hefur tekist að steypa Milosevic af stóli, ekki síst vegna þess að enginn einn leiðtogi hefur staðið uppi sem sér- staklega fýsilegur arftaki forset- ans, hvort heldur sem er í augum Serba eða leiðtoga á Vesturlönd- um. Draskovic, sem leiddi fjölmenn þriggja mánaða mótmæli gegn Milosevic veturinn 1996-7, kom þó á sínum tíma til greina sem eftir- maður forsetans, ekki síst í aug- um Vesturlanda. Hins vegar kom hann mörgum í opna skjöldu er hann tók við emb- Reuters DRASKOVIC vill ekki mótmæla samhliða öðrum stjórnarand- stöðuflokkum og hefur þar með, að mati margra frétta- skýrenda, ýtt undir frekari óeiningu iiiiian raða pólitískra andstæðinga Milosevics. ætti aðstoðarforsætisráðherra Jú- góslavíu í byrjun þessa árs, en hann var síðar rekin úr ríkis- stjórninni. Af þessum sökum hafa ráðamenn í Bandaríkjunum ekki viljað styðja við bakið á Draskovic gegn Milosevic þar sem ljóst þyk- ir að hann sé „tækifærissinni," að því er haft var eftir embættis- mönnum í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu. Milosevic reynir að fá Draskovic á sitt band Frá því að átökunum í Kosovo lauk hefur Milosevic reynt að fá Draskovic til samstarfs við ríkis- stjórn sína á ný til málamiðlunar vegna vaxandi óánægju meðal al- mennings í landinu og fjölmennra mótmæla sem fara vaxandi með degi hverjum. Er stjórnarandstaðan hóf að skipuleggja mótmæli í byrjun mánaðarins lýsti Draskovic því yf- ir að mótmæli væru ekki rétta leiðin til að steypa Milosevic af stóli. í vikunni sagði hann hins vegar mótmæli vera einu réttu leiðina til að koma forsetanum frá og að borgarastríð væri handan hornsins, færi Milosevic ekki úr embætti. Enginn veit með vissu hvað vakir fyrir Draskovic, þar sem lík- legt þykir að ákvörðun hans um að starfa ekki með hinum stjórn- arandstöðuflokkunum gegn Milosevic sé olía á eldinn hvað andstöðu gegn forsetanum varð- ar. Draskovic gróf enn frekar und- an stjórnarandstöðunni í gær er hann sagðist vera þess fullviss að flokkur hans væri eina stjórn- málaaflið í Serbíu sem hróflað gæti við forsetanum. „Pað er einungis á færi míns flokks [SPO] að fá Milosevic frá völdum ... Þetta er eina leiðiri til að bjarga Serbíu og okkur öllum," sagði Draskovic. Enn héldu mótmæli áfram gegn Milosevic víðsvegar í gær en þá hafði SZP ráðgert að halda mót- mæli í Subotica í Vojvodina-héraði, í samvinnu við stjórnmálaflokka ungverska minnihlutans þar. Stjórnarandstaðan hélt í gær áfram að safna undirskriftum til stuðnings afsagnar Milosevic, en á 29 stöðum höfðu íbúar Belgrad, höfuðborgar Serbíu, tækifæri til að sýna andstöðu sína við forset- anum og skrifa undir listann. 150.000 undirskriftum hefur verið safnað þrátt fyrir að yfirvöld hafi lagt bann við listanum. Huldukonan í lífí Murdochs HINN áttunda júní sl. skildi Rupert Mur- doch, eigandi News Corp. fjölmiðlarisans, við Onnu, eiginkonu sína til þrjátíu ára. Sautján dögum síðar, giftist Murdoch á ný, að þessu sinni hinni 32 ára gömlu, kín- verskættuðu, Wendy Deng. Einkalíf Mur- dochs hefur ekM verið mikið til umfjöllunar í slúðurblöðum beggja vegna Atlantsála og stafar það e.t.v. af því að Murdoch á flest þeirra. En dularfull fortíð Wendyar og skjót umskipti á lífsförunautum Murdochs hefur nú gefið sögusögnum byr undir báða vængi. Ofan á það bætíst svo yfirlýsing Murdochs í liðinni viku þar sem hann segir að ekkert barna sinna - sem hann átti með Önnu - sé undir það búið að stjórna fjölmiðlasam- steypu sinni er hann dragi sig í hlé. Peter Chernin, framkvæmdastjóri samsteypunnar og hægri hönd Murdochs síðustu árin, verð- ur eftirmaður hans - tíl að byrja með a.m.k. Er fregnir fóru að berast af því að Mur- doch ætlaði sér að giftast Wendy, fyrrum starfsmanni Star TV, gervihnattasjónvarps- stöðvar Murdochs í Asíu, breyttist afstaða kínverskra fjölmiðla tíl umsvifa Murdochs í landinu, til hins betra. „Murdoch er tví- kvæntur og á fjögur börn," var ritað í leið- ara dagblaðsins Economic Daily sem gefið er út í Peking. ,Aldursmunur Murdochs og Wendyar Deng er svo mikill sem 36 ár. Ef af barneignum verður er allt eins víst að slagur muni standa um framtíð fjölmiðla- samsteypunnar meðal næstu kynslóðar." Wendi Deng fæddist í Shandong-héraði í norðausturhluta Kína sama ár og hinn ástr- alski Murdoch gekk að eiga Önnu. Nokkrum árum síðar fluttíst fjölskylda Wendyar til Guangzhou, höfuðborgar hins gjöfula Gu- angdong-héraðs. Lítið sem ekkert er hins vegar vitað um líf hennar næstu 10-15 árin og síðan hún birtist í Bandaríkjunum árið 1991 hefur fortíð hennar verið afar óræð. Frá því kunnugt varð um ástarsamband hennar við Murdoch í október á síðasta ári hefur komið í Ijós að Wendy hefur eytt stærstum hluta síðustu tíu ára í að segja sem minnst um fortíðina. Hafa vinir hennar, samstarfsfólk og kennarar allir vitnað um að lítið er af fortíð Wendyar að segja, og það sem hún hafi látíð uppi stangist oftast nær á við annað sem eftir hénni er haft. Hins vegar er vitað að Wendy kom tíl Bandaríkjanna fyrir átta árum með eigin- mann og ríkan heimamund sér við hlið, og hóf nám við rfkisháskólann í Kaliforníu. Nafn eiginmannsins hefur þó aldrei verið staðfest en sögusagnir herma að hann hafi verið ríkur kaupsýslumaður, sennilega bandarískur, sem starfað hafi í Guandong seint á síðasta áratug og við ráðahaginn á Wendy að hafa hlotið landvistarleyfi í Bandarfkjunum og digra sjóði í sinn hlut. Sögð hafa mikinn metnað Þrátt fyrir óljósa fortíð hefur Wendy Deng aldrei leynt því að hún hafi mikinn metnað. Hún er sögð hafa verið afburða- nemandi og skarað fram úr hópi þeirra 140 hagfræðinema er námu við Kaliforníu-há- skóla. En jafnframt því var hún óráðin gáta; ungur námsmaður með ógrynni fjár á milli handa og einkalíf sem vakti upp spurningar meðal samnemenda hennar. „Hún var skemmtilegur nemandi, ætíð já- kvæð og atorkusöm," sagði Prófessor Ken Chapman, hagfræðikennari Wendyar, í við- tali við ástralska blaðið Sydney Morning Herald. „Hins vegar var alltaf afar erfitt að átta sig á henni". Hann sagði að Wendy væri komin af vel stæðu fólM og að faðir hennar hefði verið framkvæmdastjóri einnar eða fleiri verksmiðja í Kína. Þá sagði hann að í Bandaríkjunum hefði Wendy dvalist hjá fjöl- skyldu um sinn en síðan flust í eigið húsnæði er á háskólagöngu hennar leið. Utgáfa Wendyar af komu sinni til Banda- ríkjanna er þó á annan veg. Hún sagði sam- nemendum sínum að hún væri gift vellauð- ugum bandarískum kaupsýslumanni sem hún hefði kynnst á viðskiptaráðstefnu í Kína. Þau hefðu gifst og hann tekið hana með sér tíl Bandaríkjanna með það fyrir augum að hún gæti lært við bandarískan há- skóla. „Sagan sem ég heyrði var á þá leið að eig- inmaðurinn væri afar hávaxinn maður og að Wendy hefði verið beðin um að dansa við hann eftir kvöldverðarboð þar sem hún var hæst þeirra kínversku stúlkna er í teitínu voru," sagði Chapman. „Flestír nemend- anna við háskólann hafa ekki mikið fé handa á milli en Wendy skorti hins vegar aldrei fé. Hún átti alltaf nýjustu tölvurnar á markaðn- um og staldraði ávallt stutt við vegna eilífra ferðalaga. Hún sagði að peningarnir kæmu frá auðugum eiginmanni sínum, og nú er víst engin ástæða til að draga það í efa." Hinn dularfulli eiginmaður Wendyar, sem Reuters HIN nýgiftu hjón, Rupert Murdoch, eigandi News Corp. og Wendy Deng, sjást hér yf- irgefa boð sainaii sem þau voru viðstödd í janúar sl. enginn hefur séð og flestir álitu á þeim tíma að væri hugarburður, var uppspretta sögu- sagna meðal nemenda háskólans. „Við héld- um nokkur teití eftir að nemendurnir út- skrifiiðust og tóku þeir maka sína ávallt með. En Wendy kom alltaf einsömul," sagði Chapman. „Það var eitthvað skrítíð á seyði, en ég vissi ekki hvað það var". Leiðir liggja saman Wendy lauk námi sínu árið 1993 og sótti um inngöngu í Yale-háskóla þar sem hún hugðist stunda MBA-nám. Chapman gaf henni meðmæli sín en hefur ekki heyrt frá henni síðan þá. Til að ljúka MBA-námi sínu þurftí Wendy að hefja starfsþjálfun hjá einhverju stórfyrirtæki. Tók hún þá ákvörðun að starfa fyrir fyrirtæki í Hong Kong. Þessi ákvörðun varð tíl þess að leiðir hennar og Murdochs lágu saman en Murdoch var um þessar mundir að styrkja markaðsstöðu sina í Asíu og leit vongóður til kínverska markaðarins. I flugvélinni á leiðinni frá Bandaríkjun- um til Hong Kong sat Wendy við hliðina á Bruce Churchill, framkvæmdastjóra Star TV, dótturfyrirtækis News Corp, í Asíu. Nokkrum klukkustundum síðar, er vélin lentí, höfðu þau afráðið að Wendy myndi hefja starfsþjálfun hjá Star TV. Samstarfs- fólk hennar hjá fyrirtækinu sagði í viðtölum við Sydney Morning Herald að Wendy hefði strax í upphafi sýnt mikinn metnað í starfi og aflað sér tengsla meðal viðskiptamanna í Asíu, sérstaklega í Kína. Skömmu eftir að Wendy hóf störf hjá St- ar TVhitti hún Murdoch í hanastélsboði þar sem viðskiptasigrum fyrirtækisins var fagn- að. Að sögn þeirra er á staðnum voru hafði Murdoch vart augun af Wendy allt kvöldið og er talið að ástarsamband þeirra hafi byrjað skömmu síðar. Er Murdoch hélt til Peking á síðasta ári í sama mund og Bill Clinton Bandaríkjafor- setí fór í opinbera heimsókn sína tíl Kína, var Wendy með í för og kynntí hún sig opin- berlega sem túlk Murdochs. Af nafnspjaldi hennar að dæma var hún títluð sem „yfir- maður þróunar-, viðskipta- og lagamála" St- arTV. Samstarfsfólk hafði þá á orði að það kæmi á óvart að Murdoch létí sjá sig í fylgd henn- ar. Vissulega var vitað um metnað hennar og framagirni en menn héldu að athygli hennar beindist að forstjóra Star TV, Gary Davey. „Við héldum öll að hún væri á eftir Gary, en hún miðaði greinilega mun hærra en það," lét einn fyrrverandi yfirmanna fyr- irtækisins hafa eftir sér í samtali við blaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.