Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 68
"*8 4 FIMMTUDAGUR 15. JULI1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM KVIKMYNDIR/Sambíóin og Borgarbíó Akureyri hafa tekið til sýninga myndina Wing -----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------7------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Commander, byggða á samnefndum tölvuleik. I aðalhlutverkum eru Freddie Prinze jr., -A____________________Matthew Lillard og Saffron Burrows._____________________ LEIÐANGURSSTJÓRINN slappar af. FÉLAGARNIR Blair og Maniac komast í hann krappan. Frumsýning ÞAÐ er árið 2564. Sambands- ríkið stendur í blóðugri styrj- öld við blóðþyrstar geimverur, Kilrathi. Þær hafa náð valdi á tölvu- stýrðu siglingatæki sem þær ætla að nota til að komast að baki víglínun- um og ráðast á jörðina. Það eina «sem getur komið í veg fyrir eyði- leggingu jarðarinnar eru þrír hug- djarfir geimherforingjar og her- flokkur þeirra. Christopher Blair (Freddie Prinze jr.) er nýútskrifað- ur en hefur ótrúlega hæfíleika til að stýra geimfiaugum sínum. Félagi hans, Maniac Marshall (Matthew Lillard) er óábyrgur töffari með hálfbrjálæðislegan glampa í augum. Hann vill gera hlutina á sinn hátt hvað sem öllum reglum líður. For- inginn er hin viljasterka og fallega Jeanetta Angel Deveraux (Saffron 'Burrows), sem hefur ótrúlega ein- beitingarhæfileika og er ótvíræður Tölvuleikur í ævintýramynd leiðtogi. Chris er hrifinn af henni. í höndum þessa ósamstæða hóps hvíl- ir ijöregg mannkynsins. I Wing Commander mætast há- tæknibrellur í anda vísindaskáld- sagnamynda og saga í anda ævin- týramynda. Maðurinn á bak við myndina, leikstjóri hennar og sögu- höfundur, heitir Chris Roberts og hefur hingað til einkum unnið við að hanna tölvuleiki með mikilli vel- gengni. Hann hefur m.a. hannað leikina Strike Commander, Wing Commander, Bad Blood og Times of Lore, sem notið hafa mikilla vin- sælda. „Ég hef alltaf elskað kvik- myndir," segir leikstjórinn. „Ég held að Wing Commander tölvuleik- irnir hafi orðið svona vinsælir vegna þess að þeir minntu alltaf meira og meira á bíómynd, þeir voru teknir upp á fílmu og í öll skiptin var eins og verið væri að gera mynd. Þannig að það var eins og næsta skref að snúa sér að hvíta tjaldinu. Við viljum að myndin skili á tjaldið öllum hasarnum, öllu því sjónræna og líka ögrandi karakterum eins og milljón- ir Wing Commander aðdáenda um allan heim gera kröfu um." Leikararnir í myndinni eru engar stórstjörnur en þekktar úr myndum eins og She's All that (Freddie Pr- inze jr.), Scream (Matthew Lillard) og Circle of Friends (Saffron Bur- rows). Leikstjórinn vann náið með aðalleikurunum að þróun persón- anna. „Blair er ungur og fullur sjálfstrausts," segir Prinze, „hann heldur að hann viti meira en hann veit. Mamma hans tilheyrði kyn- þætti geimvera, sem kölluðust Pil- grims. Þær höfðu yfir að ráða gífur- legum hæfileikum til að rata og þá hæfileika hefur hann erft." Aðalleik- ararnir Lillard og Prinze eru góðir vinir eftir að hafa unnið saman að myndinni She's All That. Lillard seg- ir um sinn mann, Maniac: „Maniac er spennufíkill, sem mér finnst frábært, hann þarf að fá andrenalín-kikkið til þess að sigrast á ofurefiinu. Frá því að ég ólst upp við Star Wars hefur mig dreymt um að leika í vísinda- skáldsögumynd. Saffron Burrows segir um Deveraux: „Hún er mann- eskja sem kemst alltaf af. Hún ber mikla ábyrgð, er daglega í lífshættu og vill ekki láta rugla sig í ríminu." MYNDBÖND Svartur húmor Mjög slæmir hlutir (Very Bad Things)______________ (¦ il 111 il II 1)1 v n il •• Leikstjórn og handrit: Peter Berg. Aðalhlutverk: Christian Slater, Ca- meron Diaz, Jon Favreau og Daniel Stern. 111 mín. Bandarísk. Myndform, júní 1999. Aldurstakmark: 16 ár. I ÞESSI gamanmynd fjallar um steggjapartí sem fer illa og er eig- inlega martröð steggsins. Fjöldi ^^^^^^^^™« þekktra leik- ara fer með helstu hlut- verk í mynd- inni, sem er kolsvört og blóðrauð til skiptist. Þetta er þokkalega skemmtileg vitleysa en nær aldrei upp fyrir þau mörk og fellur myndin í meðallagið. Myndin er ákaflega hávær, því persónurnar æpa nokkurn veginn stöðugt hver á aðra frá upphafi til enda og fyrir vikið verður dálítið þreytandi að fylgjast með frásögninni. Einstaka atriði standa upp úr, eins og loka- atriði myndarinnnar sem er sprenghlægilegt á sinn kvikindis- lega hátt. En í heild er einfaldlega ekki nógu mikið um slík atriði til að bjarga myndinni. Þokkaleg af- þreying og aðeins betur fyrir þá allra verst innrættu. Guðmundur Ásgeirsson. ¦I '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.