Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÓTMÆLAAÐGERÐIR náms- manna í Teheran undanfama daga hafa enn á ný varpað ljósi á þá tog- streitu sem kraumar undir niðri á milli harðlínuafla og hófsamra í Ir- an. Pessi togstreita á sér gamlar rætur og því fer fjarri að þær hafi fyrst blossað upp með kjöri umbóta- sinnans Mohammads Khatamis í embætti forseta árið 1997. Ekki er hins vegar ólíklegt að þær vonir sem hann kveikti með tali sínu um umburðarlyndara þjóðfélag hafi ýtt undir áræði námsmanna og annarra sem krefjast breytinga. Virðist sem umbótasinnum finnist sem breyt- ingamar sem Khatami boðaði séu heldur hægfara. Það er athyglisvert að það vom einmitt námsmenn sem stóðu íyrir mótmælaaðgerðum árið 1979 sem leiddu til þess að keisaranum var steypt af stóli og klerkastjóm tók við völdum. Námsmenn krefjast hins vegar núna meira frelsis fjöl- miðla, aukinna borgararéttinda og að forsetinn taki við stjóm lögregl- unnar af trúarleiðtoganum, Aya- tollah Ali Khamenei. Byltingin árið 1979 markaði að sjálfsögðu þáttaskil í sögu írans, sem fyrir 1935 var kallað Persía. A áranum 1941 til 1979 var Mu- hammad Reza Pahlavi keisari ein- valdur í landinu og kraumaði óá- nægja undir niðri, ekki síst meðal landeigenda og íhaldssamrar klerkastéttarinnar sem var ósátt við þá ákvörðun keisarans að úthluta smábændum landi og veita konum kosningarétt. Á áranum 1965-1977 ríkti þó póli- tískur stöðugleiki, ekki síst vegna þess að hátt olíuverð tryggði um- talsverðan hagvöxt á þessu tímabili. Pegar efnahagsástand fór versn- andi á nýjan leik blossaði enn á ný upp óánægja með einræðistilburði keisarans sem hafði meðal annars barið niður alla stjómarandstöðu í landinu og sent trúarleiðtogann Ayatollah Ruhollah Khomeini í út- legð árið 1964. Mikil alda mótmæla reið yfir Iran seinni hluta ársins 1979 og stóðu frjálslyndir andstæðingar keisarans og íhaldssamir múhameðstrúar- menn þar hlið við hlið og kröfðust breytinga. Khomeini erkiklerkur varð tákngervingur stjómarand- stöðunnar, þótt hann væri búsettur í Frakklandi, og á endanum hrökkl- aðist keisarinn frá völdum og flúði Iran í janúar 1979. Khomeini kom til Teheran 1. febrúar við mikinn fögnuð landsmanna og tók við völd- um í landinu tíu dögum síðar. 7.000 stjómarandstæðingar l£f- látnir á áranum 1979-1985 íran var lýst íslamskt lýðveldi 1. apríl 1979 og klerkastjóm Khomeinis tók til við að umbylta samfélaginu. Skv. lögum sem þá vora sett í gildi er kjörinn forseti formlega séð þjóðhöfðingi landsins, hann skipar jafniramt rfldsstjóm og fyrir hendi er sérstakt löggjafar- þing og dómsvald. Erkiklerkurinn er hins vegar valdamesti maður landsins þegar allt kemur til alls, hefur lokaorðið í öllum málum er snerta stjóm, þing eða dómsmál. Klerkastjóm Khomeinis batt enda á það trúarfrelsi sem verið hafði við lýði í Iran á tímum keis- arastjómarinnar og þótt einstak- lingsfrelsi eins og prentfrelsi, fundafrelsi og málfrelsi væru í orði kveðnu tryggð með stjómarskránni frá 1979 varð reyndin önnur. Vekur það einmitt athygli í mót- mælunum nú að námsmenn skuli voga sér að hrópa slagorð gegn nú- verandi trúarleiðtoga, Ayatollah AIi Khamenei, en skv. landslögum er bannað að gagmýna verk hans og litið er á hann sem óskeikulan. Umfangsmiklar breytingar urðu á lífsháttum í íran eftir að klerka- stjómin tók við völdum 1979. Til að mynda var mjög dregið úr réttind- um kvenna og reynt var að útrýma vestrænum menningaráhrifum. Bandarfldn urðu sérstakur skot- spónn heittrúaðra og gíslatakan í bandaríska sendiráðinu í Teheran í nóvember 1979 var til marks um hatur þeirra á öllu bandarísku. Stríð írans við írak 1980-1988 setti mjög svip sinn á fyrstu stjóm- arár klerkastjómarinnar og þótt af og til bærast fregnir af mótmælaað- gerðum gegn stjóminni og átökum var bragðist við slfloi af hörku. Raunar tók klerkastjómin allt frá byrjun hart á allri stjómarandstöðu og í skýrslu mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 1987 var staðhæft að a.m.k. sjö þúsund stjómarandstæðingar hefðu verið líflátnir á tímabilinu 1979-1985. Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational héldu því ennfremur fram árið 1992 að mannréttindabrot væra algeng í landinu. Umbótaáætlun Khatamis of hægfara? Hver fer með völd yfír lögregl- unni? Þegar Ayatollah Khomeini lést árið 1989 var samt sem áður tekið að bera nokkuð á valdabaráttu milli hófsamari aflanna og þeirra íhalds- samari innan stjómarinnar. Klerka- ráð valdi Ali Khamenei, sem verið hafði forseti landsins frá 1981, til að taka við embætti Khomeinis og í júlí það sama ár virtust hófsamir og íhaldssamir hafa sameinast um kjör Alis Rafsanjanis sem forseta. Fjölmenn mótmæli vegna matar- skorts og hás verðlags snemma árs 1990 var til marks um að nauðsyn- lega yrði að tryggja efnahagslegar umbætur í landinu. Almenningur í íran bar nokkrar vonir til þess að Rafsanjani myndi beita sér fyrir umbótum en forsetinn var lítill bóg- ur á því sviði og óánægja almenn- ings kom skýrt í ljós þegar Rafsanj- ani var endurkjörinn forseti árið 1993 með einungis 63% atkvæða. Kjör Mohammads Khatamis í forsetakosningunum árið 1997 stað- festi að æ fleiri landsmenn vildu breytingar en Khatami, sem álitinn var „frjálslyndur“ frambjóðandi, vann þá yfirburðasigur á þingfor- setanum Nateq Nouri, hlaut 69,1% atkvæða en Nouri aðeins 24,9%. Khatami naut stuðnings mennta- manna í kosningunum, samtökum kvenna og ungs fólks, sem og við- skiptaöflunum í landinu. Hann lýsti því yfir þegar eftir sigur sinn, að það yrði verkefni sitt að búa til nýtt samfélag þar sem andrúmsloft um- burðarlyndis réði ríkjum. Hann kvaðst vilja auka lýðréttindi í land- inu og þíðu í samskiptum við um- heiminn. Þessi stefnumið Khatamis gerðu það vitaskuld að verkum að margir litu svo á að með kjöri hans myndu deilur harðlínuafla og hófsamra færast mjög upp á yfirborðið. Þetta hefur að mörgu leyti orðið raunin þótt erfitt sé að átta sig á því hvað gerist bakvið tjöldin í írönskum stjómmálum. Hitt er ljóst að náms- menn telja Khatami engan veginn hafa gengið nægilega hratt til verks, sem sjá má af mótmælaað- gerðunum undanfama daga. Khatami hefur að vísu átt við erf- ið vandamál að glíma og harðlínu- menn hafa ítrekað reynt að setja stein í götu hans, bann dómstóls klerkastjómarinnar í síðustu viku við útgáfu dagblaðsins Salam, sem stutt hefur innbótaáætlun Khatamis dyggilega, er til marks um það. Jafnframt hafa öfgasinnaðir banda- menn þeirra streymt út á götumar undanfama daga og reynt með valdi Reuters „Stjörnustríð“ í London NÝJASTA Stjörnustríðsmynd- in var sýnd í Odeon-kvik- myndahúsinu við Leicester- torg í London í gær og var þar um að ræða frumsýningu í Evrópu. Komust að vonum færri að en vildu en margir mættu uppáklæddir í tilefni dagsins. Hér horfast í augu grámyglur tvær, „Darth Maul“, vopnaður geislasverði, og breskur lögregluþjónn og er vitað til annars en fundur þeirra hafi verið hinn frið- samasti. AYATOLLAH Khomeini tók við stjórnartaumunum í íran eftir byltinguna 1979. að þagga niður í námsmönnum sem krefjast umbóta. Fréttaskýrendur BBC staðhæfa að öfgahópar íslamstrúarmanna - en af þeim er Ansar-e Hisbollah þekktastur - starfi með þegjandi samþykfá íhaldsaflanna, andstæð- inga Khatamis. Sumir námsmenn hafa jafnvel gengið svo langt að bendla Ayatollah Khamenei sjálfan við öfgahópana. Virðist sem þeir hafi fengið að vaða uppi með ofbeldi án afskipta dómsvaldsins. Hisbollah-menn era hins vegar ekki einir um að hafa staðið íyrir barsmíðum á námsmönnum undan- fama daga því þáttur öryggislög- reglunnar er stór. Hefur það einmitt orðið ein af meginspuming- um þess ófremdarástands, sem nú ríkir í Iran, hver stjómi lögregl- unm. Khamenei hefur ráð lögreglu og hers í höndum sér skv. stjómarskrá írans en framseldi yfirráð sín yfir lögreglunni í hendur innanrflásráð- herra Khatamis, Abdolvahed Musavi-Lari, á síðasta ári. Musavi- Lari virðist hins vegar mest í orði kveðnu fara með völd yfir lögregl- unni og harðneitar t.d. að hafa fyrir- skipað aðgerðir hennar gegn náms- mönnum. Sem fyrr leikur því granur á að Khameini og klerkastjóm hans telji sig geta gripið fram fyrir hendur borgaralegra kjörinna valdhafa eins og Khatamis. Era fréttaskýrendur sammála um að ekki sé útséð með hvemig þessari valdabaráttu hóf- samra og harðlínuafla í írönskum stjómmálum lyktar. Stefnubreyting Taí- vana fordæmd í Kína Lee sagð- ur svíkja kínversku þjóðina Taipei, Peking. Reuters. KINVERJAR fóru í gær hörð- um orðum um Lee Teng-hui, forseta Taívans, og sökuðu hann um að stefna að formleg- um aðskilnaði Taívans frá kín- verska meginlandinu með því að falla frá þeirri opinberu af- stöðu að aðeins væri til „eitt Kína“. Lee hafði lýst því yfir að Kína og Taívan ættu að líta á sig sem tvö aðskilin ríki og falla frá þeirri afstöðu að Taív- an væri hluti af Kína. „í Kína, þar sem eining hef- ur verið metin mikils, er litið á allar tilraunir til að skipta landinu, hindra endursamein- ingu þess eða torvelda bætt samskipti yfir sundið sem landráð og öll kínverska þjóðin er andvíg þeim,“ sagði í for- ystugrein Dagblaðs alþýðunn- ar, málgagns kínverska komm- únistaflokksins. „Sagan mun útskúfa þeim sem ganga af ásettu ráði gegn vilja kín- versku þjóðarinnar og þeim verður úthúðað sem þjóðníð- ingum.“ Dagblað alþýðunnar hefur lengi sakað forseta Taívans um að stefna að formlegum að- skilnaði frá Kína og segir stefnubreytingu hans lið í þeirri stefnu. Bandaríkjastjórn styður afstöðu Kínveija Kínverjar hafa áskilið sér rétt til að hertaka Taívan í því skyni að sameina eyjuna kín- verska meginlandinu lýsi Taí- vanar yfir formlegum aðskiln- aði. Sú opinbera afstaða að að- eins sé til eitt Kína hefur verið ein af meginstoðum stöðug- leika í þessum heimshluta. Talsmaður Bandaríkja- stjórnar áréttaði í gær að hún myndi ekki styðja sjálfstæði Taívans og væri enn hlynnt þeirri afstöðu Kínverja að eyj- an væri hluti af Kína. Lengi verið vindasamt í írönskum stjórnmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.