Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Talsmenn banka og sparisjóða um rekstrarkostnað fiármálastofnana Stjórn Básafells Taka þarf tillit tii smæðar og mismunandi reglna ÞÓR Gunnarsson, fonnaður Sambands íslenskra sparisjóða, segir að þeir sem gagnrýni háan rekstrarkostnað íslenskra fjármálastofnana verði að taka tillit til smæðar markaðarins og starfs- reglna sem dragi úr tekjumöguleikum hér á landi. Hann bendir einnig á að það séu ekki bank- ar og sparisjóðir sem séu umsvifamestir á mark- aðnum heldur lífeyrissjóðimir. I skýrslu Samtaka iðnaðarins og Iðn- og at- vinnurekendasamtaka Evrópu um starfsskilyrði frumkvöðla, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, kemur fram að háir vextir séu einn þeirra þátta sem veiki stöðu frumkvöðla í íslensku at- vinnulífí. „Eg mótmæli því ekki að rekstrarkostnaður banka og sparisjóða sé mikilll, en menn verða gera sér grein fyrir því þegar þeir segja þetta að Islendingar eru aðeins um 275 þúsund talsins,“ segir Þór. „Margir þeir sem við erum bomir saman við myndu ekki láta sér detta í huga að hafa þjónustu við svona lítinn hóp.“ Þór bendir einnig á að aðrar starfsreglur gildi á Islandi en í samanburðarlöndum, sérstaklega hvað varðar svonefnt „flot“. „Flot er það að taka við greiðslum og skila þeim ekki samdægurs eða daginn eftir,“ segir Þór. „Við höfum þann hátt á hér á Islandi að allt sem borgað er inn til banka og á að fara til einhvers annars er skilað sam- dægurs. Alls staðar erlendis taka menn sér 3-5 daga í þetta, til þess að fyrirbyggja misnotkun á kerfinu. I reyndina þýðir þetta það að bankar, sparisjóðir og fjármálastofnanir em með peninga í höndunum sem kosta þá ekki neitt. Þetta era engar smátekjur sem af þessu hljótast." Þór bendir einnig á að stimpilgjaldið auki kostnað fjármálastofnana, og ekki hafi tekist að fá því aflétt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Stærstu aðilamir á markaðnum era enda komnir með fyrirtæki erlendis til að fara í kring- um stimpilgjaldið." Vaxtamunur minnkar hratt Þór segir að bilið milli íslenskra og erlendra fjármálastofnana fari þó minnkandi, enda sé vaxtamunur á hraðri niðurleið hér á landi. „Við megum þó ekki gleyma því að einn stærsti aðil- inn á markaðnum er lífeyrissjóðirnir, þannig að vaxtastigið ræðst mikið af því hvað þeir eru til- búnir að sætta sig við sem ávöxtun." Þór segist hafa velt því fyrir sér í fullri alvöru hvort ekki væri heppilegra að leggja niður krón- una sem gjaldmiðil. „Af hverju föram við ekki bara yfir á evrana, þá eram við komnir í sömu að- stöðu og aðrir. Þá stöndum við að vísu og föllum með þróun okkar efnahagslífs og evrannar og getum ekki gert annað en raunsæjar efnahags- ráðstafanir, ég veit því ekki hvort stjórnmála- mennimir era tilbúnir að leggja af krónuna, við höfum oft notað gengið til að jafna sveifiur.“ Hagræðing er framundan Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Islands, sagði í raun ekkert nýtt koma fram í skýrslunni, vaxtamunur hefði farið lækkandi síðustu árin, bankamenn hefðu bent á að kostnaðarhlutfall þyrfti að lækka og frekari hagræðing í bankakerfinu væri nauðsynleg. Brynjólfur sagði vaxtamun hafa lækkað úr nærri 4% árin 1994-1995 í 3,3% í fyrra. Hann benti á að í skýrslu Landsbankans fyrir síðasta ár hefði komið fram að kostnaðarhlutfall hérlendis væri hærra en í nágrannalöndunum og ætlunin væri að vinna að því að bæta úr því. Einnig hefðu bankamenn bent á mikilvægi þess að sameina einingar viðskiptabanka svo og að ís- lensk stjómvöld þyrftu að draga úr þátttöku sinni á fjármálamarkaði sem Brynjólfi fannst gerast nokkra hægar en hefði mátt vænta. í lokin minnti Brynjólfur á nýtt félag, Lands- bankann-Framtak hf. sem hefði það hlutverk að sinna frumkvöðlaþjónustu af ýmsu tagi auk þess sem bankinn sjálfur hefði oft og tíðum lánað beint til nýrra greina. Sala togarans Sléttaness staðfest STJÓRN Básafells hf. í ísafjarðar- bæ hefur staðfest samning um sölu togarans Sléttaness með aflaheim- ildum til Ingimundar hf. og Látra ehf. í Reykjavík. Það er því ákveðið að togarinn verður seldur og nemur verð hans og þeirra aflaheimilda, sem honum fylgja, um 1,5 milljörð- um króna. Togarinn verður afhent- ur nýjum eigendum á tímabilinu 15. október til fyrsta nóvember. Salan var samþykkt með þremur atkvæðum í stjóminni, en tveir stjómarmanna sátu hjá, þeir Hall-- dór Halldórsson, bæjarstjóri Isa- fjarðarbæjar, og Hinrik Matthías- son. Sala skipsins og aflaheimild- anna er liður í því að minnka skuldir Básafells, sem fyrir söluna nema um 5 milljörðum króna. Jafnframt hefur verið ákveðið að selja togar- ann Orra IS án aflaheimilda, en enginn samningur um sölu hans liggur fyrir. Svanur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Básafells, vildi lítið um málið segja. Hann vildi ekki gefa upp hvemig söluverð skiptist á milli aflaheimilda og skips, en stað- festi að um 800 tonna þorskkvóti fylgdi skipinu auk annarra afla- heimilda. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um skýrslu Samtaka iðnaðarins Brýnt að hraða einkavæðingu fj ármálastofnana Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vatnsmýrin fyrir hús undir rann- sóknastarfsemi? HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að margt sé nei- kvætt í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Iðn- og atvinnurekendasamtaka Evrópu um starfsskilyrði fram- kvöðla á Island. „En þar er jafn- framt margt jákvætt að finna. Ég tel að við höfum verið á réttri leið á undanförnum árum, en hins vegar er það þekkt að við búum við viss vandamál sem skerða samkeppnis- hæfni okkar,“ segir Halldór. Kostnaður vegna smæðar þjóðarinnar Halldór segir að íslendingar séu lítil þjóð í stóra landi. „Við búum við meiri kostnað vegna smæðar en margar aðrar þjóðir. Við því er lítið að gera. Samkvæmt skýrslunni er- um við með tiltölulega háa sam- neyslu, 22% af landsframleiðslu. Stjórnvöld heyra samt meiri gagn- rýni frá samfélaginu um að sam- neysla sé ekki nægilega há og það þurfi að veita meira fé til ýmissa velferðarmála," segir hann. Að sögn Halldórs sýnir skýrslan að ekki sé ávallt einfalt að minnka opinber útgjöld. „Það er mikill mis- skilningur hjá mörgum í samfélag- inu að ríkið eigi alltaf nóg af pen- ingum. En þannig er nú umræðan oft,“ segir Halldór. Halldór segir að ekki komi á óvart að eitt af vandamálunum sem rakin séu í skýrslunni sé íslenski fjármagnsmarkaðurinn og óhag- kvæmni bankakerfisins. „Þar hefur orðið töluverð breyting á, en það er ætlun ríkisstjórnarinnar að ganga lengra í þeim efnum, með því að koma fjármálastarfsemi að mestu eða öllu leyti í hendur einkaaðila," segir hann. Vandamál fjármála- kerfís er eignarhald Halldór samþykkir að eitt aðal- vandamál fjármálakerfisins sé óljóst eignarhald, eða eignarhald ríkisins. „Málið er það að við búum við allt önnur skilyrði en fyrir nokkrum áram og okkur hefur ekki tekist að bregðast nægilega hratt við þeim. Fjármálastofnan- irnar era komnar í mikla sam- keppni við erlendar stofnanir og þau lögmál sem giltu hér fyrir nokkrum áram eiga ekki við nú. Þess vegna er nauðsynlegt að hraða þeim breytingum sem þurfa að verða,“ segir hann, „ætlun ríkis- stjórnarinnar er að gera það.“ Halldór á ekki von á að skýrsla Samtaka iðnaðarins verði til þess að þeim breytingum verði enn frekar hraðað. „Skýrslan staðfestir það sem við vissum og er í sjálfu sér engin ný tíðindi.“ Kría eign- ast þrjú lömb í júlí Fagradal - Á bænum Götum í Mýrdal lauk hefðbundnum sauð- burði um tuttugasta maí en ærin Kría varð eitthvað sein á fengi- tíma og er nýbúin að eignast þrjú falleg lömb, tvær gimbrar og einn hrút. Ærin er 6 vetra og búin að eignast 17 lömb, þ.e. fimm sinnum þrjú og einu sinni tvö, þá veturgömul. Það er frek- ar óvenjulegt að ær séu marglembdar þegar þær bera á þessum tíma árs eins og gerðist núna. „ÞAÐ eina sem ég hef heyrt er að fyrirtækið sé að velta fyrir sér að byggja og það er eðlilega spennandi fyrir íyrirtæki af þessu tagi að leita eftir því að vera í nánd við aðra rannsóknastarfsemi," segir Páll Skúlason háskólarektor um þá hug- mynd forráðamanna Islenskrar erfðagreiningar að falast eftir lóð á háskólasvæðinu. Fyrirtækið er nú til húsa á þremur stöðum í borginni. Páll sagði að Háskólanum kæmi best ef flugvöllurinn yrði færður er hann var spurður um lóðamál Há- skólans almennt. „Best færi á því að svæðið yrði tekið undir vísindastarf- semi og ég held að það sé bara tíma- spursmál hvenær að því kemur,“ sagði háskólarektor. „Ef við horfum til lengri tíma þá sýnist mér mjög skynsamlegt að á flugvallarsvæöinu verði reist hús- næði fyrir þekkingariðnað, fyrirtæki sem stunda rannsóknir, slíkt væri mjög æskileg og jákvæð þróun. Hér hefur þó engin umræða farið fram um þetta en þessi hugmynd kviknaði hjá mér í framhaldi af umræðum um að erfitt gæti verið að koma íbúða- byggð fyrir í Vatnsmýi-inni. Þess í stað mætti reisa færri hús undir svona starfsemi. Vatnsmýinn er sér- stök með fuglalífi sínu og tjörnum, þarna er skemmtilegt útivistarsvæði og með þessu væri hægt að fram- lengja miðborgina og tengja hana við baðstaðinn og útivistarsvæðið í Naut- hólsvík," og lagði Páll að lokum áherslu á að þessar hugmyndir væru aðeins draumar og ómögulegt að segja hvað um þær yrði. heimilisbankinn www.bi.is J!S5»KEÍ»» Þú velur greiðsludaginn - Heimilisbankinn borgar reikninginn ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.