Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 62
"62 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens HMAA...WOONI7UCK... WOONPUCK...HMAAM. WOON-I7UCK...HMM. WOONPUCK...HMM.. Hundalíf Fyrir fáeinum mínútum var ég bara saklaus —a. ^ áh orfandi! ------ Ekki spyrja hvernig ég\kom mér í þetta. 5-2' Afaww-lTg. Ljóska típs! BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Blessið en bölvið ekki Frá Áma Helgasyni: ÞESSI ORÐ sanda í Heilagri ritn- ingu og það eru mikil sannindi í þessu. En það er nú kanske ekki það sem fólkið í landinu hefir í heiðri í dag. Bæði í reiði og gleði heyrir maður þetta bölv og ragn. Á kappleikjum og bæði hjá keppend- um og áhorfendum heyrum við hrópin og sagt: Mikið helvíti er þetta gott ef gengur vel en ef tapað er þá er sagt ja djöfullinn, þetta fór ekki vel, og eins er líka sagt í mörg- um tilfellum, djöfull er þetta fallegt og jaível yndislegt. Eg hrekk oft við þegar ég heyri þessi ósköp. Við Is- lendingar eigum líklega eitt falleg- asta mál mál í heimi og höfum orð yfir allt sem er hugsað á jörðu og því þurfum við ekki að krydda það með blóti og ragni, því það eru svo margir og mér finnst þeim fjölga sem nota djöfulinn í gleði og sorg til að leggja áherslu á tjáningu sína. Mér finnst þetta orðið svo mikill sóðaskapur í okkar ylhýra máli að mér finnst ég verði að vekja athygli á þessari notkun fólks á málinu og eins það að skemmta skrattanum með því að vera með hann alltaf á tungunni. Það gengur ekki. En því miður eru þessi orð notuð í tíma og ótíma. Það er ekki langt síðan ég hlustaði á leikrit í útvarp- inu þar sem blótað var svo að segja í hverri setningu og það af fullum krafti og ekkert dregið af. Það er ekki lengra síðan en í fyrradag að ég heyrði menn á einni stöðinni, taka djarflega til orða og lítil stúlka sem var við hliðina á mér sagði: Osköp talar maðurinn ljótt í útvarp- inu, ætli Guð hlusti ekki á hann? Hún fann strax hve þetta var ljótt orðbragð, og bragð er að þá barnið finnur, var sagt í „gamla daga“. Ég man eftir því í æsku, þegar mamma var að segja okkur frá Guði sem vakti yfir okkur, og þætti svo vænt um okkur, að hann hryggðist ef við værum óþæg eða töluðum ljótt. Og þegar ég gekk í bamastúkuna mína fyrir tæpum 80 árum, sagði for- stöðumaðurinn, sem einnig var kennari minn; varastu að blóta, það er svo ljótt, blótsyrði eru eins og forarblettur á hvítum silkikjól. Hann útlistaði þetta svo fyrir okkur bömunum að það festist í huga okk- ar þannig að ég á svo bágt með að hlusta á fólk blóta bæði fallegu og ljótu. Og ég vek oft athygli full- orðna fólksins á því t.d. ef það reið- ist, þá óskar það þeim sem reiðin beinist að beint til helvítis, án þess að athuga hvað það segir. Og þetta getur orðið að vana, ljótum vana. Fjöldi fólks segir þetta í tíma og ótíma, sjálfum sér og öðram til skammar. Ég bið alla sem þetta lesa að taka orð mín alvarlega. Hallgrímur Pétursson kveður svo að orði í heilræðum sínum: Blótaðu ekki, bróðir minn böl það eykur nauða því engum hjálpar andskotinn og alka síst í dauða. Og það er vissulega rétt og satt. Og hugleiðum þetta vel og vand- lega. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Hverfell! Frá Guðjóni Inga Haukssyni: AÐ UNDANFÖRNU hefur nokk- uð verið rætt og ritað um örnefnið Hverfell og hafa verið skiptar skoðanir meðal Mývetninga um hvort sé réttara Hverfell eða Hver- fjall. Landmælingum íslands hefur verið legið á hálsi íyrir að hafa breytt nafninu á kortum sínum yfir í Hverfell fyrir nokkrum ámm eftir að hafa rannsakað uppmna orðs- ins. Nokkrir þrasgjarnir Mývetn- ingar halda því fram að þar hafi kortastofnunin farið út íyrir vald- svið sitt og hafa þeir fengið ör- nefnanefnd til liðs við sig svo hægt sé að breyta nafninu aftur til íyrra horfs. Ég vil benda kurteislega á að þessi umdeildi sprengigígur heitir réttilega HverfeU og hét það löngu áður en Bjöm Gunnlaugsson kortagerðarmaður tók upp á því að breyta nafninu á ferð sinni um Mý- vatnssveit á fjórða áratug síðustu aldar. Nægir hér að skoða lögfest- ur frá 18. öld þar sem skýrt er tal- að um Hverfell. Lögfesta frá 1755 nefnir HverfeUsnybbu og tvær frá 1768 og 1769 nefna HverfeU, svo og sóknarlýsing frá 1840. Vinnubrögð Björns voru undarleg og ætla má að hann hafí ekki rætt við nokkurn mann á landmælingaferðum sínum um landið og hafði Jónas Hall- grímsson ærið starf með hendi í Kaupmannahöfn við að leiðrétta frumdrög kortsins, svo langt sem heilsa hans og úthald leyfði. Nú bregður svo við að nútíma opinberar stofnanir sýna af sér sömu undarlegu vinnubrögð og Björn forðum. Landmælingar ís- lands afmá HverfeUsnafnið af kort- um sínum og skUja eftir eyðu. Ör- nefnanefnd skoðar ekki málið lengra aftur í tímann en að korti Björns og kemst að þeirri óskiljan- legu niðurstöðu að felUð sé fjaU. Það er brýnt að þetta mál verði ekki byrjunin á því að menn velji örnefni eftir eigin geðþótta, en stingi eldri og réttari heimUdum undir stólinn. Það er þó gleðUegt að sjá að kortagerðarmenn Máls og menningar sýna af sér ögn faglegri vinnubrögð, og kalla fellið sínu rétta nafni, Hverfell, og vona ég að aðrir taki þá sér tU fyrirmyndar í allra nánustu framtíð. GUÐJÓN INGI HAUKSSON, sagnfræðingur Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.