Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Tækni og skynsemi „Ertþú ekki einn afþessum strákum? -Hvaða strákum? -Þessum alvöru strákum, þú veist, þessum strákum sem hafa kunnáttu. -Kunnáttu?“ Six Days Seven Nights. Er hægt að halda því fram, svo nokkurt vit sé í, að heilbrigð skynsemi sé fólgin í einhverju öðru en tæknilegri rökvísi? í bókinni Umhverfing (Háskólaútgáfan, 1998) spyr Páll Skúlason heim- spekingur, og rektor Háskóla íslands, þeirrar spurningar, hvort „tæknitrúin [sé] ekki ein- faldlega rödd heilbrigðrar skyn- semi á okkar dögum,“ (bls. 23). Líklega þykir flestum svarið blasa við, en sennilega eru þeir sem segja já jafn margir og þeir sem segja nei. Finnst þó öllum þeirra svar augljóslega hið UIRUnDE rétta. Það, að VlUnUnr ekki sé á end- Eftir Kristján G. anum til ein- Arngrímsson falt svar við spurningunni, bendir til þess að hún geti orðið uppspretta einhverra hugsana sem eru þess virði að maður hugsi þær. Páll heldur því fram, að skyn- semin sé ekki smættanleg í tæknilega rökvísi, og reyni maður slíkt kasti maður fyrir róða mikilvægum þáttum skyn- seminnar, þar sem séu bókvísi og siðvit. Sá algengi misskiln- ingur, að gera greinarmun á skynsemi og tilfinningum, stafar sennilega líka af því, að skynsemin er talin felast í tækniviti eingöngu, og segja má að tilfinningar séu sannarlega ekki þáttur í tækilegri rökvísi. En ekki er þar með sagt að þær séu óskynsamlegar. Sá hugsunarháttur, að skyn- semi sé eingöngu tæknileg rök- vísi, hefur verið nefndur tækni- hyggja. Eins og Páll bendir á felur andstaða við tæknihyggju ekki í sér andstöðu við tækni og tæknilegar lausnir. „Tækni- hyggja og beiting tækninnar í einstökum tilvikum er tvennt ólíkt,“ (bls. 97). Tæknihyggja er trúarleg af- staða til tækninnar; sú sannfær- ing, að á endanum séu til tækni- legar lausnir á öllum vanda sem kann að koma upp. Rétt eins og menn á miðöldum litu í kringum sig og sáu merki um mátt Guðs alls staðar lítur nútímamaður- inn í kringum sig og sér merki um mátt tækninnar alls staðar, kannsi meira að segja í þeirri staðreynd að hann sjálfur skuli vera lifandi en ekki dauður. Þeir sem agnúast út í tækni- hyggjuna eru því ekki að and- mæla tækni og tækniframförum heldur eru þeir að andmæla því hvernig farið er að hugsa um og skilja tæknina. Líklega yrðu fá- ir til að andmæla því, að tækni- framfarir hafi umbylt lífsskil- yrðum okkar til hins betra. Það er bara þessi trúarlega afstaða til tækninnar sem vekur grun- semdir. Páll heldur fram „því gamal- dags viðhorfi að tæknin sé safn aðferða og leiða, safn af tækjum sem hafa þann tilgang að hjálpa okkur að koma okkur fyrir á jörðinni, en ekki uppspretta allrar merkingar og tilgangs í lífinu,“ (bls. 98). í þessu gamaldags viðhorfi, sem rekja má alla leið til Forn- grikkja, er fólgin sú trú, að mennirnir stjómi tækninni, en það séu ekki tæknileg gildi sem ráði ferðinni í mannheimum, eins og stundum virðist vera orðin raunin nú. Páll nefnir greinarmuninn á tækni og vís- indum, og það bregður nokkru ljósi á skilning Páls á tækninni: „Tæknin snýst um skilning á því hvernig við framkvæmum hluti, en vísindin snúast um skilning á þvi hvernig hlutirnir eru.“ Tæknin snýst um hvernig maður gerir eitthvað - það að kunna eitthvað. Hún er upp- spretta möguleikans á fram- kvæmdum, en til hennar er ekki hægt að sækja merkingu, eða tilgang. Þetta þekkir maður ein- faldlega af eigin reynslu. Þótt maður geti gert eitthvað kann manni að vera fullkomlega hulið til hvers maður ætti að gera það. Páll skipar sér í flokk þeirra sem andæva alvaldi tækninnar í mannlífinu, og segir að tæknin verði í rauninni aldrei allsráð- andi, þótt manni kunni að virð- ast að svo sé. Það sem ráði á endanum úrslitum sé það, að mannleg samskipti séu ekki og verði aldrei algerlega tæknileg. Það virðist mikið til í þessu hjá Páli. Grundvallarforsenda og megintilgangur mannlífsins er ekki tæknilegur; maður skilur hann með tilfinningum á borð við sorg og ást. Tæknilega rök- vís ást, eða sorg, er þversögn. Eða hvað? Ást varðar sam- skipti fólks, hin nánustu sem möguleg eru. Og samskipti eru framkvæmd. Að eignast barn er spurning um framkvæmd ákveðinna athafna. Af þessu mætti draga þá ályktun að það krefjist í rauninni fyrst og fremst tæknikunnáttu að eign- ast barn. Maður (og annar) framkvæmir ákveðnar athafnir, og þær athafnir verður að kunna til að nýtt líf kvikni (svo ekki sé nú minnst á tækni- frjóvganir), og allt tal um að barn sé afkvæmi ástar er sam- kvæmt þessu bara rómantískt bull. Að vera ástfanginn felst meðal annars í ákveðinni fram- komu í samskiptum við þann sem maður elskar, og þessa framkomu þarf maður að kunna. Félags- og sálfræðingar gera ítrekaðar tilraunir til að auðvelda fólki þessi mikilvægu samskipti og það gera þeir með því að skilja samskiptin sem tæknilegt ferli; maður þarf að „kunna“ að elska í sama skiln- ingi og maður „kann“ að keyra bíl. Það er hin svonefnda sam- skiptatækni. Og að vera sorg- mæddur er líka orðið að tækni- legu ferli. Hafi maður ekki kunnáttu til að hafa samskipti við fólk virð- ist vera um tvennt að ræða hér á íslandi: Maður getur annað- hvort farið á samskiptatækni- námskeið eða á fyllirí. Nú eða þá að maður getur flúið land. HULDA DAVÍÐSSON + Hulda Davíðs- son fæddist í Hafnarfirði 9. max 1913. Hún lést f Reykjavík 2. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólafur Davíðsson stórkaupmaður, f. 7.10. 1886, d. 11.12. 1969, og Jóhanna Davíðsson Iistmál- ari, f. 3.12. 1888, d. 10.7. 1966. Systir Huldu var Elín Da- víðsson, f. 24. júlí 1920, d. 8. janúar 1971. Hulda giftist Erlingi Þorsteins- syni lækni, f. 19. ágúst 1911. Hann er sonur Þorsteins Erl- Fráfall Huldu bar nokkuð brátt að höndum þó allir vissu að hún gekk ekki heil til skógar síðasta ár- ið. Hulda var vel greind kona með mikla andlega reisn þrátt fyrir há- an aldur. Hún mat það meir að vera með fjölskyldu sinni, barna- börnum og langömmubörnum, en eltast við færibönd og biðlista heil- brigðiskerfisins sem hvort eð er engu bjargar í hinni síðustu hólm- göngu sem hver einstakur þarf að heyja á sínu skapadægri. Hulda var kona sem mundi tím- ana tvenna. Hún var ein af fyrstu hárgreiðslumeisturum landsins, en hætti þeirri iðn þegar hún giftist og fluttist til Danmerkur með manni sínum sem þangað fór til sémáms í læknisfræði. Sú för kost- aði að þau hjónin lokuðust inni í Danmörku öll stríðsárin 1938-1945. Hernám Þjóðverja hafði í för með sér mikinn skort á almennum nauðsynjum, bæði mat og fatnaði, og oft þurfti Hulda að leggja nótt við dag til að vinna úr mat og breyta gömlum fötum sem enginn mundi líta við í dag, en svona var lífið í „vemdarríkjum" Hitlers sál- uga. Þegar heim var komið var Island gerbreytt. Breska og bandaríska hemámsliðinu hafði loksins tekist að rífa Islendinga nauðuga úr þeim miðaldaheimi sem flestir þeirra höfðu lifað í og neitað að yfirgefa. En þegar hemámsliðið fór dróst atvinna saman svo eftir her- námskreppuna í Danmörku tók við eftirstríðskreppan hér og varla hafði henni létt þegar yfir reið skilnaður þeirra hjóna. Frá þeim degi lifði Hulda fyrir dóttur sína Asthildi og barnaböm- in og síðar börnin þeima, langömmubömin hennar. Hún dvaldi oft langdvölum á heimili okkar Asthildar og ég á henni óendanlega margt að þakka frá þeim tíma. Síðasta árið sem Ást- hildur lifði var hún ómetanleg stoð og stytta sem aldrei brást. Við fjöl- skylda hennar öll munum sakna „ömsu“ mikið, en nú hefur hún sameinast Ásthildi sinni og við vissum öll að innst inni hlakkaði hún til þess dags. Blessuð sé minn- ing hennar. Jónas Elíasson. Fátt var skemmtilegra en að láta hugann reika kvöldstund með ömmu. Samræðurnar fóru um heima og geima. Skemmtileg bók, sem amma var nýbúin að lesa, gat verið upphitun fyrh- sniðuga mat- aruppskrift sem henni hafði dottið í hug og hún hvatti okkur til að prófa áður en talið leiddist að erfðabreyttum matvælum eða öðr- um atburðum líðandi stundar. Þeg- ar svo bar undir fannst henni við full tortryggin í garð nýjustu tækni og vísinda. Bjartsýni og trú á fram- tíðina var henni í blóð borið. Amma naut sín hvergi betur en í krefjandi samræðum um möguleika morgun- dagsins og við nutum til fulls frum- leikans og framsýninnar sem ein- kenndi hana svo mjög. ingssonar skálds og Guðrúnar Erlings. Dóttir þeirra var Ásthildur Erlings- dóttir, f. 17.3. 1938, d. 22.11. 1993. Hulda og Erlingur slitu samvistum 1962. Ásthildur giftist Jónasi EIí- assyni prófessor 19. ágúst 1961. Börn þeirra ern Helga Guðrún stjórnmála- fræðingur og Erl- ingur Elías verk- fræðingur. Útför Huldu fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfírði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Skemmtilegast þótti okkur hins vegar að tala um liðna tíma; fá ömmu til að segja okkur frá ótrú- lega viðburðaríkri ævi sinni. Arun- um sem hún bjó í Danmörku, en þau spönnuðu m.a. síðari heims- styrjöldina og þýsku hersetuna. Bandarísku bíómyndirnar urðu að hjómi einu í samanburði við frá- sagnir raunveruleikans. Eftir stendur lifandi mynd af þjáningu og tilgangsleysi stríðsreksturs. Eða öllum ferðalögunum. Skíða- ferðunum sem amma dró afa í und- ir lok fimmta áratugarins til Nor- egs, löngu áður en slíkt tíðkaðist. Ferðunum sem farnar voru með Dísu og Runólfi um Evrópu þvera og endilanga. Ameríkuferðunum. Alls staðar tókst ömmu að sjá hlut- ina í nýju ljósi eða kynnast áhuga- verðu fólki; að lifa lífinu lifandi. Hápunktinum var náð í Afríkuferð- inni. Stækkuð ljósmynd af ömmu á baki úlfalda í Sahara-eyðimörkinni, klædda í þess tíma „safari-dress“ eins og hún orðaði það, segir meira en þúsund orð. Dressið notaði hún síðan í ýmsar bæjarútréttingar eft- ir að heim kom. Við höfðum það stundum í flimtingum að það hafi eflaust ekki þótt sæmandi fyrir fína læknisfrú að þeytast um í síð- buxum á þessum tima. En amma var í þessu eins og svo mörgu öðru langt á undan samtíð sinni. Athafnaþrá einkenndi ævistarf ömmu ásamt óbilandi áræði. Hún var hárgreiðslumeistari að mennt. Innan við tvítugt hafði hún komið á fót hárgreiðslu- og snyrtistofunni Feminu, í samvinnu við aðra unga hái’greiðslukonu. Amma var um skeið eina hárgreiðslukonan sem hafði sérmenntað sig í varanlegri hárlitun og permanenti og þær stöllur lögðu mikið upp úr nýjustu tækni. Þarna var því slegið á alveg nýja strengi í Reykjavík milli- stríðsáranna. Á þessum árum lágu einnig saman leiðir ömmu og feg- urðarfræðingsins og lífslistakon- unnar Veru Simenon. Vera fram- leiddi dýrindis andlitskrem sem gáfu frönskum fegrunarlyfjum ekkert eftir. Vera kynnti henni jafnframt franska matargerðarlist að loknum löngum og ströngum vinnudegi. Franskar kartöflur, chateau briand eða sauce bernaise voru óþekkt hugtök á matseðlum íslendinga í þá daga. Fljótlega tók að spyrjast út að þessar tvær ungu athafnakonur byðu vinum og vandamönnum hálfhrátt kjöt og ol- íusteiktar kartöflur. Femina fékk á sig allt að goðsagnakenndan blæ. Athafnaþrána átti amma ekki langt að sækja. Foreldrar hennar voru Johanne Louise og Ólafur V. Davíðsson, eða Óli Dabb og Hanna Davíðsson. Langafi var fiskútflytj- andi og kaupsýslumaður, tónlistar- maður og íþróttaiðkandi, töframað- ur og lífskúnstner, en fyrst og fremst sjentilmaður af aldamóta- kynslóðinni og heimsborgari, með aðsetur víða um Evrópu. Langafi, sem var fyrsti glímukóngur ís- lands, var þekktur fyrir að fá sér sundsprett úti við Gróttu á sumar- daginn fyrsta. Fræg er sagan af því þegar vegfarandi nokkur horfði opinmynntur á hann stinga sér til sunds í hríðarmuggu þennan fyrsta dag sumarsins. Langamma Hanna var á hinn bóginn hlédræg og dul. Hún var af dönsku bergi brotin og meðal fyrstu kvenna hér á landi til að leggja stund á listmálaranám við akademíuna í Kaupmannahöfn. Amma var ríkur þáttur í lífi okk- ar systkina. Eftir að leiðir hennar og afa skildu í upphafi sjöunda ára- tugarins, bjó amma lengst af í Sól- heimum, sem voru eins og annað heimili okkar. Það var alltaf til- hlökkunarefni að gista hjá ömmu. Jafnframt var hún mikill aufúsu- gestur á heimili foreldra okkar. Á þessum glaðværu æskuárum og öru þroskaárum milli tektar og tví- tugs nutum við ómetanlegrar leið- sagnar hennar. Hún var eldfljót að greina kjamann frá hisminu, þoldi illa tilgerð eða fals og hégómagirnd eða snobb var sem eitur í hennar beinum. Hún var sönn sjálfri sér. Aldrei urðum við vitni að því að amma beitti stóryrðum, hvað þá að hún træði illsakir við nokkurn mann. Hún bar virðingu fyrir skoð- unum annarra, þó að hún væri ekki alltaf sammála þeim og var ávallt reiðubúin að ræða um hlutina; finna nýja fleti eða ókannaðar leið- ir. Hún var þeim einstaka hæfi- leika búin að vera laus við fordóma og átti greiða leið að ólíkustu mönnum og málefnum. Hug- myndaauðgi og frjó hugsun gerði þó framar öðra öll samskipti við ömmu bæði skemmtileg og gef- andi. Við eram, ásamt bömum okkar, þér þakklát, elsku amma, fyrir all- ar góðu stundirnar með þér, alla þá ást og umhyggju sem þú veittir okkur, bjartsýnina sem þú gafst okkur og trúna á það góða í lífinu. Þakklátust eram við þó fyrir að hafa átt þig að sem trúnaðarvin og besta félaga sem völ er á. Blessuð sé minning þín. Helga Guðnin og Erlingur Ehas. Eg kynntist Huldu fyrir tæpum tuttugu áram á heimili vinkonu minnar, Helgu Guðrúnar, en Hulda var amma hennar. Þrátt fyrir fimmtíu ára aldursmun varð okkur strax vel til vina og segir það kannski meira um Huldu en mörg orð. Hulda var ung í anda og við þrjár sátum og spjölluðum oft tímunum saman um lífíð sjálft og Hulda sagði sögur frá fyrri tíð. Það var afar lærdómsríkt að sjá hvaða augum Hulda leit veröldina, en hún var bæði fordómalaus og hugrökk. Hulda var skemmtileg kona og gáfuð, víðsýn og skilningsrík, enda hafði hún lifað tímana tvenna. Líf Huldu var ekki alltaf auðvelt, en það var farsælt. Hún elskaði og dáði einkadóttur sína, Ásthildi, og einstaklega kært var með þeim mæðgum. Þær voru miklar vin- konur, geysilega nánar. Þegar Ásthildur dó, fyrir aldur fram, fyr- ir sex árum, var mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni allri, ekki síst Huldu. Hún sá mikið eftir Ást- hildi. Fyrir nokkram áram flutti Hulda með dótturdóttur sinni og manni hennar í einbýlishús í Kópa- vogi, en hún hafði búið ein fram að því. Þar var hún öragg og ánægð, enda stjönuðu barnabörnin við hana, bæði Helga Guðrún og Erl- ingur. Þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að líf Huldu væri sem þægilegast og að hún gæti haldið sjálfstæði sínu til hinsta dags. Það skipti Huldu miklu og það vissu þau. Einlæg ást og umhyggja ríkti milli Huldu og barnabarna hennar alla tíð. Ég kveð þessa skarpgreindu og skemmtilegu vinkonu mína með þakklæti í huga og sendi fólkinu hennar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Elsku Helga Guðrún og Ninni, Erlingur og Marta, Jónas og fjöl- skylda, hugur minn er hjá ykkur. Ingibjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.