Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 56
1 56 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR VIÐURKENNINGAR veittar varnarliðsmönnum. Viðurkenn- ingar til starfsmanna varnarliðsins YFIRMAÐUR Flotastöðvar Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, Al- Ien A. Efraimson, veitti nýlega starfsmönnum Varnarliðsins við- urkenningar vinnueftirlits Varn- arliðsins fyrir slysalaust ár. Slík- ar viðurkenningar eru veittar ár- lega verkstjórum, bflstjórum og öðrum sem vinna við störf sem krefjast sérstakrar árvekni. Einnig eru veittar viðurkenning- ar þeim starfsmönnum sem skar- að hafa fram úr við eflingu ör- yggismála. Meðal þeirra sem hlutu viður- kenningar að þessu sinni voru 43 verksfjdrar, en einn þeirra, Theo- VIÐURKENNINGAR veittar slökkviliðsmönnum. F.v. Vil- hjálmur Arngrímsson, Astvaldur Eiríksson og Allen Efraimson. dór Þorvaldsson, hlaut viðurkenn- ingu fyrir stjórnun í 32 slysalaus ár á sínum vinnustað. Þá hlutu 132 bflstjórar og ökumenn þunga- vinnuvéla viðurkenningar fyrir öruggan og áfallalausan akstur og meðhöndlun tækja sinna. Þeirra á meðal voru nokkrir sem starfað hafa samfellt í 20-30 ár án óhappa og einn þeirra, Ólafur Jónsson slökkviliðsmaður, í 33 ár. 20 starfsmenn sköruðu fram úr í eflingu öryggismála á vinnustað á síðasta ári og hefur einn þeirra hlotið viðurkenningu fyrir slíkt starf í 10 ár í röð. Vinnueftirlit Varnarliðsins hefur þann sið að ve^ja einn eða fleiri öryggisfull- trúa sem unnið hafa einstaklega vel að öryggismálum almennt. Urðu þeir Michael C. Sigler und- irforingi í deild verklegra fram- kvæmda og Vilhjálmur Arngríms- son í slökkviliðinu fyrir valinu þetta árið. Að sögn Magnúsar Guðmunds- sonar forstöðumanns Vinnueftir- lits Varnarliðsins eiga allir starfs- menn Varnarliðsins þakkir skild- ar fyrir sinn þátt í eflingu öryggis á vinnustað. Shirov með 2-0-forystu gegn Judit Polgar NKAK Prag EUROTEL-EINVÍGIÐ 10.-18. júlí 1999 ALEXEI Shirov, sem nú býr á Spáni, vann góðan sigur gegn Judit Polgar í annarri skákinni í einvígi þeirra sem nú stendur yfir í Prag í Tékklandi. Staðan í einvíginu er þar með orðin 2-0, Shirov í hag. Shirov hafði svart og tefldi franska vörn gegn kóngspeðsbyrjun Judit Polgar. Svarti kóngurinn fann sér skjól á kóngsvængnum, en hvít- ur hrókaði langt. Spurningin var hvor keppenda yrði fyrri til með sóknina. Judit náði aldrei að ræsa liðið á kóngsvængnum til sóknar, meðan Shirov fór geyst á drottning- arvængnum. Honum tókst að opna línur að hvíta kónginum, sem lagði á flótta inn á miðborðið. Shirov náði að vinna skiptamun og neyddi hvít- an til uppgjafar eftir 35 leiki. Judit Polgar er komin í alvarleg vandræði í einvíginu þar sem ein- ungis verða tefldar sex skákir. Leko efstur í Ðortmund Peter Leko hefur hálfs vinnings forystu á skákmótinu í Dortmund þegar þrjár umferðir hafa verið tefldar. Hann sigraði Michael Ad- ams í 30 leikjum í þriðju umferð. f Adams beitti Marshall árásinni, en það var að lokum Leko sem náði af- gerandi kóngssókn gegn svörtu stöðunni. Jan Timman tapaði annarri skák sinni á mótinu, í þetta sinn gegn An- and. Anand hafði hvítt og Timman beitti franskri vörn. Anand tókst að ná betra tafii og sagði að skákinni T lokinni að eftir það hefði framhaldið komið af sjálfu sér. Timman gafst upp eftir 47 leiki. Staðan á mótinu er nú þessi: 1. Peter Leko 2>/2 v. 2.-3. Viswanathan Anand 2 v. 2.-3. Anatoly Karpov 2 v. 4.-5. Michael Adams 1V4 v. 4.-5. Vladimir Kramnik 1V4 v. 6.-7. Ivan Sokolov 1 v. 6.-7. Veselin Topalov 1 v. 8. Jan Timman V4 v. Woody Harrelson teflir við Kasparov Leikarinn góðkunni, Woody Harrelson, kom mörgum á óvart þegar hann heimsótti keppnisstað- inn þar sem einvígi þeirra Alexei Shirov og Judit Polgar fer fram. Þetta gerðist meðan fyrsta skákin stóð yfir. Harrelson varð þekktur hér á landi þegar hann lék barþjón í hinum vinsælu þáttum um Staupa- stein og síðar fyrir kvikmyndaleik sinn eins og t.d. í „Natural born kill- ers". Harrelson var að koma frá ár- legri kvikmyndahátið sem haldin er í Tékklandi og leit inn á leiðinni út á fiugvöll. Eftir að hafa fylgst með skákinni um hríð skoraði Woody á Kasparov. Kasparov samþykkti, skipuleggj- endum og fjölmiðlamönnum til mik- illar ánægju. Harrelson var ekkert að tvínóna við hlutina og tefldi djarft. Áhorfendur voru ósparir á góð ráð, en þegar fór að líða á skák- ina bað Harrelson menn um að hætta að aðstoða Kasparov. Skák- inni lauk svo með jafntefli eftir þrjátíu leiki. Það var reyndar ekki eingöngu Kasparov sem fékk góð ráð frá áhorfendum, því þeir Bessel Kok, Genna Sosonko og Yasser Seirawan voru duglegir að styðja við bakið á Harrelson. Eftir að Harrelson hafði lokið skákinni og eytt u.þ.b. tveimur klst. á keppnisstað þurftu fylgdarmenn hans að draga hann í burtu til að hann kæmist út á flugvöll í tæka tíð til að ná flugvélinni. Ein umferð eftir í Kaupmannahöfn Mjög vel gekk hjá íslensku kepp- endunum á Politiken Cup-skákmót- inu í Kaupmannahöfn í 10. umferð. Róbert Harðarson er nú efstur ís- lendinganna og er í 18.-34. sæti. Þegar aðeins ein umferð er eftir eru vinningar íslendinganna sem hér segir: Róbert Harðarson 6'/4 v. Stefán Kristjánsson 6 v. Dagur Arngrímsson 5 v. Lárus Bjarnason 5 v. Sigurður Páll Steindórsson 414 v. Ingólfur Gíslason 4Í/2 v. Ingibjörg Edda Birgisdóttir 4 v. Aldís Rún Lárusdóttir 3V4 v. Harpa Ingólfsdóttir 2V4 v. Efstir á mótinu eru Sune Berg Hansen og Nick DeFirmian með 8 vinninga. Urslit hraðskák- keppninnar í kvöld Nú er komið að lokum Hraðskák- keppni tafifélaga á Suðvesturlandi. Það eru Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélag Hafnarfjarðar sem tefla til úrslita. Viðureignin fer fram fimmtudaginn 15. júlí og hefst kl. 20. Teflt er á heimavelli Hafnfirð- inga í félagsheimili S.H., Dvergn- um. Bæði þessi félög geta stillt upp afar sterku liði og^ búast má við spennandi keppni. Ahorfendur eru velkomnir. Daði Orn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Blómskrúð og jarðvegsgæði haldast í hendur. Jarðvegur og jarðvegslífverur Umsjón Sigríð- ur Hjartar ÞAÐ sem við í dag- legu tali köllum mold er jarðvegur sem myndast hefur úr grotnandi bergi og lífveruleifum. Jarð- vegseiginleikarnir ráðast af þeim tíma sem liðinn er frá því bergið myndaðist, líf- verurnar námu land og því loftslagi sem ríkti á tímanum sem jarðvegsmyndunin átti sér stað. Með tímanum verður jarð- vegur að lifandi efni sem enginn garður getur verið án og uppspretta nánast ótæmandi auð- lindar sé hann rétt meðhöndlað- ur. Lifandi jarðvegur er fullur af lífverum, stórum og smáum, lit- lausum og litríkum. Við skulum huga að lífverunum sem lifa í jarðveginum. Flestum dettur eflaust fyrst í hug ánamaðkar þegar talað er um jarðvegslífverur. En ánamaðkar eru ekki einu jarðvegslífverurnar sem vinna í jarðveginum. I jarð- veginum er gífurlegur fjöldi teg- unda; allt frá örsmáum bakteríum til stórvaxinna ánamaðka. Flestar lífverurnar eru í efstu 50 cm jarð- vegsins, en þeim fækkar verulega þegar neðar dregur. Fjöldi lífvera á rúmmálseiningu eykst með frjó- semi jarðvegs; þ.e. flestar lífverur eru þar sem gróðurinn er ríkast- ur. Jarðvegur í vel ræktuðum heimilisgörðum er dæmi um jarð- veg sem er ríkur af jarðvegslíf- verum. Nú á tímum lífrænnar ræktunar horfa menn í ríkari mæli en áður á jarðveginn og líf- verurnar sem þar lifa, en heil- brigður jarðvegur er undirstaða vel heppnaðrar ræktunar. Hægt er að deila lífverunum gróflega í frumbjarga og ófrum- bjarga jarðvegslífverur. Dæmi um frumbjarga lífverur eru grænar plöntur og þörungar. Ofrumbjarga lífverur eru dýr og sveppir. Þessum dýrum og svepp- um er síðan skipt í rándýr, sníkjudýr/sveppi, rotverur og samlífissveppi. Aðeins lítið brot af jarðvegslífverunum eru sníklar (parasites); meiri hlutinn er rot- verur (detrivore) og jurtaætur (herbivore) sem taka þátt í nær- ingarefnahringrás náttúrunnar. Hlutverk þessara dýra/lífvera er aðallega þrenns konar. I fyrsta lagi ummynda þau efni með því að éta plöntuleifar og aðrar lífver- ur. I öðru lagi grafa þau ganga í jarðveginn eins og ánamaðkar og lirfur • annarra jarðvegslífvera gera. Á þann hátt mynda þau loft- og vatnsganga og auka þannig súrefnis- og næringarefnaflutn- ing. I þriðja lagi blanda jarðvegs- lífverurnar saman lífrænu og ólíf- rænu efni og stuðla að bættri samsetningu og samkornabygg- ingu jarðvegsins. Jarðvegslífverurnar eru ekki jafnt dreifðar um jarðveginn, heldur hafa þær svokallaða hnappdreifingu eða blettadreif- ingu. Þessir blettir geta verið eitthvert næringarríkt umhverfi 6L0M VIKUMAR 412. þáttur eins og rótarsvæði plantna, svæði um- hverfis dauða lífveru eða aðrar lífrænar leifar. Jarðvegslífver- urnar eru mjög við- kvæmar fyrir breyt- ingum á sýrustigi jarðvegs og jarðvegs- raka, og sennilega er jarðvegsrakinn mikil- vægasti þátturinn í útbreiðslu jarðvegs- lífvera. Jarðvegurinn má ekki vera of þurr og heldur ekki vatns- ósa, en hæfilega rak- ur. Fjöldi ánamaðka og annarra lífvera í jarðvegi er háður jarðraka og þeim gróðri sem vex í jarðvegin- um ásamt holurýmd jarðvegsjns. Allar breytingar á umhverfi jarðvegslífveranna hafa áhrif. Dæmi eru til um rannsóknir er- lendis frá sem sýna fram á að mikið magn af húsdýraáburði drepur ánamaðka og lirfur, þar sem ammoníak sem myndast við niðurbrot hans verkar sem eitur fyrir þau og fleiri jarðvegslífver- ur. Einnig hefur tilbúinn áburður og notkun tilbúinna plöntuvarnar- efna (skordýra- og illgresiseyða) neikvæð áhrif á jarðvegsfánuna. Sömuleiðis er talið að plæging drepi allt að helmingi jarðvegslíf- veranna þegar akrar og garðar eru plægðir. Traðk (slóðir) þjappa jarðveginn saman og eyðileggja jarðvegsuppbygginguna og loft- skipti í jarðveginum og fækkar jarðvegslífverunum. Jarðvegur er mikilvægasta auðlind jarðar og sumir kalla hann með réttu matarbúr jarðar, og víst er það svo að árangur ræktunar okkar á matjurtum og skrautplöntum er háður frjósöm- um jarðvegi. Þegar við bætum einhverju viðbótarefni í „matinn" okkar þá skulum við vera viss um að það skaði ekki það sem við erum að rækta. Margir garðeig- endur hafa safnhauga í görðum sínum og framleiða eigin mold úr jurtaleifum sem til falla í garðin- um og eldhúsinu og skila aftur næringarefnunum til moldarinn- ar. Sömuleiðis eiga margir garð- eigendur greinakvarnir til að flísa afklippur og stöngla sem síðan er notað sem þekjuefni í matjurtabeð og önnur beð. Tréflís er ákaflega gott þekju- efni, bæði fyrir það sem ræktað er svo og fyrir jarðvegslífverurn- ar. Þekjuefnið temprar bæði raka- og hitasveiflur og um leið og það rotnar bætast næringar- efni í jarðveginn. En, gætum þess að tréflísin sé af greinum trjáa og runna úr okkar garði (eða nágrannanna) en ekki úr af- göngum og sagi af gegnfúavörðu pallaefni. Flest fúavarnarefnin innihalda ýmis bráðmengandi efni, svo sem málmsölt og þung- málma, sem berast í jarðveginn og geta, auk þess að skaða jarð- vegslífverurnar, borist á diskana okkar í gegnum rótarkerfi mat- jurtanna. Samantekt: Heiðrún Guðmunds- dóttir líffræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.