Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR, síðast til heimilis að Kópavogsbraut 1b, andaðist að morgni þriðjudagsins 13. júlí á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Valborg Ó. Jónsdóttir, Börkur Þ. Arnljótsson, Guðlaug R. Jónsdóttir, Margeir Á. Jónsson, Árni Þ. Jónsson, Guðrún Halla Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HALLDÓR ÞÓRARINSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 13. júlí. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ingiberg Þ. Halldórsson, Jens S. Halldórsson, Ástbjörg Halldórsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN JÓHANNESSON, Skálholtsvík, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju laugardaginn 17. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móðir mín, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björn Jensson. + Sonur minn og faðir okkar, ARNALDUR VALDEMARSSON, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 7. júlí sl. Útför hans fer fram frá Fossvogskikju föstudaginn 16. júlí kl. 13.30. Jóhanna Björnsdóttir, Arnhildur Arnaldsdóttir, Óttar Arnaldsson, Gauti Arnaldsson, Daði Arnaldsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ANDRÉSAR PÉTURSSONAR, Þrastarnesi 14, Garðabæ. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásta E. Kolbeins, Ásta Kristín Andrésdóttir, Sigurður Svavarsson, Pétur Andrésson, Valgerður O. Hlöðversdóttir, Andrés Andrésson, Brynja Þórarinsdóttir og barnabörn. Kom huggari mig hugga þú, kom hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög iyrirmynd, kom Ijós og lýstu mér, kom líf er ævin þver, kom eilíf bak við árin. (Vald. Briem.) Hvers megna orð þegar sorgin knýr dyra? Hvað getum við sagt til hughreystingar ástvinum sem líða þurfa missi? Með versi sálmaskáldsins og orð- um úr litlu bænabókinni viljum við votta Omari, Heiðu, Halla og Guggu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og ósk um hand- leiðslu guðs í sorg ykkar. Guð, við felum þér þau öll sem vér elskum nær og fjær, blessa þau og varðveit í friði þínum og kær- leika. Tak að þér allt sem á oss hvíl- Við vorum ekki gamlir þegar við kynntumst fyrst á leik- skólanum Jöklaborg. Þú varst alltaf svo brosmildur og kátur. Eg rifja oft upp hvað mér fannst gaman í grillveislunni hjá þér. Þegar ég flutti í Kópavoginn og frétti síðan að þú værir að flytja þangað var ég svo glaður því ég hélt að Kópavogurinn væri bara ein gata og við gætum þá leikið okkur mikið saman eins og við gerðum þegar við bjuggum báðir í Seljahverfi. Við erum ekki gamlir þegar ég sé á eftir þér, Viðar Þór minn. Eg og fjölskylda mín sendum mömmu þinni og fjölskyldum þínum samúðarkveðjur og biðjum guð að vaka yfir þeim og styrkja. Þinn vinur, Ari Steinn. Allt of oft lesum við um fullorðna og böm sem verða fórnarlömb um- ferðarslysa. Okkur bregður við og um stund hugsum við til þeirra sem eiga um sárt að binda. Af eigingirni vonum við að fréttin snerti aðra en okkur. Þannig er það líka oftast, en ekki alltaf. Það varð helkalt í sólinni á suð- rænni eyju þegar mér barst fregnin af andláti eins nemanda míns, Við- ars Þórs. Það liðu nokkrir dagar áð- ur en mér varð ljóst að þetta var raunveruleikinn, hann hafði kvatt. Við erum aldrei viðbúin slíkum áföllum og allra síst þegar börn eiga í hlut. Allar okkar væntingar og framtíðarsýnir verða að engu og söknuðurinn eftir því sem var og hefði getað orðið verður óbærilegur. En við vitum að það er ekki allt svart, það er líka bjart. Við eigum margar fallegar minningar sem fyrst um sinn eru uppspretta sorg- arinnar en munu síðar ylja okkur um ókomna tíð. Viðar Þór kom til okkar í 2-1 í Smáraskóla síðastliðið haust. Hann var fallegur eins og lítill ævintýra- drengur og stundum var eins og hann væri það. Ef við hefðum lesið um hann í ævintýrabók hefði lýsing- in örugglega verið á þessa leið: „Hann hafði augu sem voru á stærð við fótbolta og með þeim tjáði hann hugsanh- sínar og tilfinningar. Hár- ið vai- sem glóbjartir sólstafir og brosið gat brætt freðið hjarn. Lund hans var létt sem fiður, hrekklaus var hann, og allt vildi hann gefa til að gleðja aðra.“ Og það hefði ekki verið neitt oflof, sannarlega ekki. Enda ólst hann upp við mikið ást- ríki og gott atlæti þar sem allt var gert til að gera hvem dag sem æv- intýri líkastan. Við kvöddum Viðar Þór að hætti kristinna manna miðvikudaginn 7. júlí en hann mun aldrei hverfa úr hjarta okkar eða huga. Þegar bekkjarfélagar hans og vinir komu saman sögðu þeir: „Viðar Þór var góður vinur og það var gaman að spila fótbolta með honum.“ Við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum samleið með Viðari Þór og biðjum fyrir honum og syrgjandi ástvinum. Guð blessi ykkur öll. Klara og bekkjarfélagar í 2-1. Frágangur a fmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðaOínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. + Faðir minn, tengdafaðir og afi, SKÚLI JÓNSSON frá Þórormstungu í Vatnsdal, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju á morgun, föstudaginn 16. júlí, kl. 14.00. Sigurjón Skúlason, Arnþrúður Ingvadóttir, Bryndís Sigurjónsdóttir, Eðvarð Ingólfsson, Skúli Heimir Sigurjónsson, Linda Ólafsdóttir, Ingvi Arnar Sigurjónsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN THORLACIUS fyrrverandi formaður BSRB, Bólstaðarhlíð 16, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 16. júlí kl. 13.30. Aðalheiður Thorlacius, Gylfi Thorlacius, Svala Thorlacius, Sigríður Thorlacius, Árni Kolbeinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HINRIKS GUÐMUNDSSONAR, Vesturbergi 143. Guðrún Sumarliðadóttir, Kristín Hinriksdóttir, Ragnheiður Hinriksdóttir, Örn Andrésson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna útfarar KRISTJÁNS THORLACIUS verður lögmannsstofa okkar á Laugavegi 7, Reykjavík, lokuð föstudaginn 16. júlí. Gylfi Thorlacius hrl., Svala Thorlacius hrl., S. Sif Thorlacius hdl., Kristján B. Thorlacius hdl. VIÐAR ÞOR ÓMARSSON + Viðar Þór Óm- arsson fæddist í Reykjavík 7. októ- ber 1991. Hann lést 26. júní síðastliðinn og fór útför hans fram 7. júlí. ir og vér felum þér hvert og eitt. Þú heyrir hverja bæn og and- vörpin öll er vér felum þér í Jesú nafni. Amen. Sigrún, Vigfús og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.