Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 45
+ I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 4S' MINNINGAR i H 1 FINNBOGADÓTTIR + Jórunn Helga Finnbogadóttir fæddist í T^jarnar- koti í Innri-Njarð- vík 30. júní 1916. Hún lést 3. júlí síð- astliðinn og fór út- för hennar fram 9. júlí. Augnablikin þjóta inn í eilífðina og allt í einu er einn af föstu punktunum í tilver- unni horfinn, að heim- sækja ömmu. Það er alltaf sárt að missa einhvern sem er manni kær. Við vissum að amma var orðin veikburða, en þegar símtalið barst okkur til Barcelona og Kaup- mannahafnar, um að hún hefði sofnað svefninum langa, langaði okkur mest til að taka næstu flug- vél til íslands og faðma hana þétt í hinsta sinn. Við verðum þó að láta okkur nægja að faðma hana inni- lega í huganum. Það sem eftir situr er minning um konu sem trúði á Guð og hið góða í hverjum manni. Konu sem lét sér annt um fólkið sitt og sam- ferðamenn. Þegar við hugsum til hennar, kemur minningin um afa einatt upp í hugann, enda voru þau sem eitt. Við huggum okkur við að förinni sé heitið þangað sem afi og aðrir ástvinir taka á móti henni. Amma sagði okkur að þeg- ar hennar tími kæmi, vildi hún kveðja með reisn, en ekki verða lasburða og gleymin. Kvöldið áður en hún lést var hún hress, og fal- leg og ferðbúin lagðist hún til hinstu hvflu. Unga átján ára stúlkan, sem brosir til okkar á gömlu myndinni sem við fengum að gjöf í einni af síðari heimsóknum okkar, er ekki lengur á meðal vor, en bros hennar lifir í minningunni. Elsku systkini ömmu, börn og aðrir ættingjar og vinir. Við send- um innilegustu samúðarkveðjur yf- ir höfin. Megi Helga amma hvfla í friði. Margrét Arna Hlöðversdóttir, Barcelona, Agnes Hildur Hlöðversdóttir, Kaupmannahöfn. Helga frænka er látin. Það kom reynd- ar ekki alveg á óvart að hún skyldi kveðja okkur nú, því síðustu árin hafði tekið sig upp aftur hjartasjúk- dómur sem hafði nær dregið hana til dauða eftir aðgerð fyrir 12 ár- um. Helga var glaðvær og ræðin og kunni skil á ótrúlegum fjölda fólks sem hún var í tengslum við eða hafði áhuga á. Hún hafði gott minni fram á seinustu ár og kunni margar skemmtilegar sögur en kímnigáfu hafði hún í besta lagi. Helga tilheyrði þeim tíma þegar dyggðir þóttu einhvers virði en ekki bara eitthvert borgaralegt þvottaduft eins og seinna varð. Hún lifði af íslensku menningar- byltinguna sem reið yfir landið á eftirstríðsárunum. Ekki af því að hún hafði lesið „Animal Farm" Orwells heldur af því að hún vissi að virðuleiki einstaklingsins yrði ekki látinn af hendi fyrir potfé apparatnikka austantjalds eða vestan. Helga hafði lifandi áhuga á öllu fólki og einlæga gleði af við- ræðum en frekjulegt þrugl og ruddalegt orðbragð þoldi hún illa. Þessi látlausa og hlýlega kona er horfin okkur og við erum fátækari eftir. Hún gladdist og hún hneyksl- aðist eins og við hin en það var ein- hver rammbyggður, innri við- horfsviti sem hélt skoðunum henn- ar ótrúlega oft á réttum kili. Ef til vill var þetta bara uppeldið og dýpri skilningur á mannskepnunni heldur en skólaðir skoðarar hafa nokkru sinni eignast. Helga tók engan þátt í ýmsum ýkjum samtímans. Þannig misbauð henni bjánalegt kaffiþamb fólks við öll tækifæri. Þegar allir kepptust við að laga eins sterkt kaffi og unnt var af tómri fordild og margir gengu svefnlausir með verk í haus og maga, sagði Helga þessari sýnd- armennsku stríð á hendur og fór að laga veikt kaffi og sagði að sér liði miklu betur. Þeir sem þyrftu sterkt kaffi gætu alveg eins étið neskaffið beint úr krukkunum. Ekki fór sögum af því hvort aðrir þorðu að feta í fótspor hennar í kaffimálunum og líklegt að ein- hverjir hafi haldið uppi merki múgsins og fjargviðrast út í „nunnupissið" hennar Helgu. Ef hins vegar frænku minni þótti vit í nýjungunum tók hún þær óhikað í þjónustu sína og hræddist þá ekki dragsúg meðalmennskunnar. Þannig fékk hún sér æfingahjól inn í forstofuna og æfði sig tvisvar á dag. Þetta gerði hún þegar hún var komin fast að sjötugu og sagði brosandi að þetta væri andóf sitt við flaumi tímans. Okkur hjónum þótti nokkuð til um þetta en Helga vildi ekkert sérstakt úr því gera, þegar við dáðumst að henni fyrir framtakið. En nú eru Helga og Vilhjálmur, eiginmaður hennar, farin á guðs síns fund. Hún lést í svefni 3. júlí síðastliðinn og hann úr sama sjúk- dómi fyrir 10 árum. Helga hafði farið á milli nokkurra staða í síð- ustu veikindum sínum og var síð- ast komin á góðan stað þar sem henni leið vel. Hún hafði misst nokkuð minni og var pirruð yfir því en líkamlega var hún sæmilega á sig komin þótt hún fengi áreynsluverki fyrir brjóstið. Hún naut þess að fá gesti í heimsókn og fannst lítið fyrir sig leggjast að geta ekki gefið okkur hjónum kaffi og meðlæti þegar við komum í heimsókn. Við kveðjum nú þessa góðu vin- konu okkar og frænku og biðjum guð að blessa hana. Fjölskyldu hennar, systrum, börnum hennar og tengdabörnum svo og þeirra börnum vottum við innilega hlut- tekningu okkar. Matthías Kjeld. ASDIS GUÐRUN KJARTANSDÓTTIR + Ásdís Guðrún Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík 8. júní 1930. Hún lést á Landspítalan- um 1. júlí síðastlið- ins og fór útför hennar fram hinn 8. júlí. Fyrstu kynni mín af Ásdísi Kjartansdóttur hófust árið 1973 þegar við hófum báðar nám í dönsku við Háskóla ís- lands. Það vakti undr- un og aðdáun hjá okkur samstúd- entum Ásdísar að hún skyldi leggja á sig að koma daglega með rútu frá Hveragerði til Reykjavíkur til að sækja tíma. Kynni okkar hófust þó fyrst af alvöru þegar hún fékk mig til að flytjast á Selfoss 12 árum síð- ar og hefja kennslu við Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Þar með komst ég undir verndarvæng Ásdísar og lærði fljótt að þegar hún tók fólk að sér var það ekkert hálfkák. Asdís sá til þess að ég yrði hvorki afskipt né einmana á Selfossi. Hún leit oft við hjá mér og tók mig sömu- leiðis oft með sér þegar hún leit inn hjá vinum og kunningjum fyrir aust- an.. Þau eru líka óteljandi skiptin sem ég naut gestrisni hennar og Val- garðs á Skarði. En hún var líka til- búin að hlaupa undir bagga með ým- islegt annað. Vorið sem Kári sonur minn átti að fermast bauðst Ásdís til dæmis til að sauma á hann ferming- arjakka, enda vissi hún að ég myndi aldrei ráða við það hjálparlaust. Okkur kom saman um að Asdís saumaði jakk- ann, en ég semdi í stað- inn öll vorprófin. Þótti okkur báðum þetta vera góð skipti. Fyrsta árið okkar á Selfossi vorum við mæðginin í miklu hús- næðishraki. Eftir einn íbúðarmissinn höfðu skólayfirvöld fundið okkur samastað í reisu- legu húsi á árbakkan- um en þá harðneitaði Ásdís að við flyttum inn í húsið í því ástandi sem það var í. Skólameistari varð að láta taka gamla óhreina teppið af gólfinu og mála alla hæðina. Ásdís vildi láta setja gólfborð á gólfin, en sættist á verkamannaparket með semingi. Að gagngerum endurbót- um loknum fengum við loks að flytja inn en meðan á framkvæmdum stóð hýsti Asdís okkur eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þannig var hún mér eins og umhyggjusamasta móð- ir. Hún lagði jafnvel hönd á plóg við makaval mitt, og get ég því að nokkru þakkað henni fyrir þá fjöl- skyldu sem ég á í dag. Ásdís fór ekki alltaf troðnar slóð- ir. Eitt sinn þegar hún var stödd í Kaupmannahöfn fór hún með hóp af ráðsettum íslenskum konum inn á hommabar sem hún vissi af og varð af eftirminnileg reynsla. Þegar hún kenndi föngunum á Litla-Hrauni þótti henni líka sjálfsagt að leyfa þeim að fara í bíó til Reykjavíkur eins og hún bauð öðrum nemendum skólans upp á. Asdís tilkynnti fang- elsisstjóranum fyrirætlun sína og varð hann að samþykkja hana. Seg- ir ekki frekar af bæjarferð fang- anna og hennar, en engir voru gæslumennirnir. Af öðrum sam- skiptum Ásdísar við Hraunara má nefna að ungur fangi með þungan dóm bauð henni með sér upp í klef- ann sinn til að sýna henni hlut nokkurn sem hann átti. Asdís var ekkert að tvínóna frekar en endranær, fór með honum í klefann og hafði gaman af. Ásdís var alla tíð einstaklega glæsileg og virðulega til fara. Fötin voru úr góðum efnum og vel sniðin og saumuð. Hún reyndi oft að fá okkur Veru dóttur sína til að hætta að ganga í hippafötum sem henni þóttu Ijót. Henni varð þó lítið ágengt við að Ijá okkur þann glæsi- leika sem var henni eðlilegur. Asdís kom mér fyrir sjónir sem hefðarkona í bestu merkingu þess orðs. Veitingar þær sem hún fram- reiddi voru ávallt smekklegar og báru vott um mikla gestrisni. Hún hafði mikinn áhuga á menningu og listum. Einnig var hún óþreytandi að minna á gildi menntunar; að læra að afla sér upplýsinga og nýta þær skynsamlega. Ásdís var ekM aðeins virðuleg og glæsilega til fara. Hún var lengst af einstaklega heilsuhraust og geislaði af orku og framtakssemi. Eftir að hún veiktist hélt hún fast í virðu- leika sinn. Hún var fallega klædd og vel til höfð þegar hún kom í síðasta sinn á heimili okkar til að gefa yngsta syninum skírnargjöf þó heilsan væri þá þegar brostin. t Við Gísli munum ávallt minnast Ásdísar Kjartansdóttur með þakk- læti og hlýhug. Við sendum fjöl- skyldu hennar hugheilar samúðar- kveðjur við andlát hennar. Elísabet Valtýsdóttir. + Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR GUÐNADÓTTIR, Grófarseii 17, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 13. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Páll Hjartarson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, MARGRÉT THEÓDÓRSDÓTTIR NORÐKVIST, lést á Landspítalanum að morgni mánu- dagsins 12. júlí. Sigurður Óli Sigurðsson, Valdimar Kari Sigurðsson, Benedikt Þór Sigurðsson, Ingibjörg Theódóra Sigurðardóttir, Sindri Óli Sigurðsson, Ingibjörg Norðkvist, Ása Norðkvist,. Jón Sigurður Norðkvist, Theódór Norðkvist. + SVERRIR TORFASON fyrrverandi matsveinn Hrafnistu, Reykjavík, áður Skólabraut 3, Seltjarnamesi, lést á Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 30. júní. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Valgerður Sverrisdóttir, Ása Sverrisdóttir, Halldóra S. Sveinsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRDÍS ÍVARSDÓTTIR, Króki, Biskupstungum, er lést laugardaginn 10. júlí verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 17. júlí kl. 13.00. Jarðsett verður í Bræðratungukirkjugarði Daníel S. Pálsson, Bóthildur Hauksdóttir, Ásdís Hjörleifsdóttir, Þuríður Egilsdóttir, Egill Egilsson, ívar Grétar Egilsson, Jóna Kristín Egilsdóttir, Magnús Heimir Jóhannesson, Margrét S. Baldursdóttir, Unnsteinn Egill Kristinsson, Guðný Helga Jóhannsdóttir, barnabörn, bamabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning, samúð, vináttu og virðingu við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS HEIÐARS ÞORVALDSSONAR, Hraunsvegi 9, Njarðvík. Sérstakar þakkir til Lionsklúbbsins Æsur. Guð blessi ykkur öll. Svanhildur Guðmundsdóttir, Þorvaldur S. Ólafsson, Fanney S. Bjamadóttir, Sigríður G. Ólafsdóttir, Gfsli Kr. Traustason, Sigurður Stcfán Ólafsson, Reynir Ólafsson, Vilborg Asa Fossdal, barnabörn og barnabamabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.