Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Málverka- sýning á Drangsnesi Drangsnesi. Morgunblaðið. DÓSLA, Hjördís Bergsdóttir, opnar málverkasýningu í Grunnskólanum á Drangsnesi laugardaginn 17. júlí. Þetta er 10. einkasýning hennar. Dósla er fædd og uppalin í Reykjavík. Stundaði nám við Grohe- schule Mannheim 1969-70. Við , Myndlista- og handíðaskóla íslands á árun- um 1974-79 með aðaláherslu á textílnám, 1985-87 stundaði hún nám við kennaradeild skólans og lauk burtfararprófi sem myndlistarkennari 1987 og árið 1987-88 stundaði hún nám í 4 ár við málaradeild skólans. Auk einkasýninga hefur Dósla tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún býr og starfar á Sauðárkróki þar sem hún kennir við FNV og Ar- skóla á Sauðárkróki. Dósla hefur dvalið á Drangsnesi undahfarnar vikur þar sem hún hefur haft vinnu- aðstöðu í skólanum. Sýning hennar er liður í Bryggjuhátíð á Drangsnesi sem haldin verð- ur 17. júlí. Myndlistarsýningar eru fastur liður á Bryggjuhátíð Drangsnesinga og mjög vel sóttar. Listahátíð í Lónkoti HALDIN verður listhátíð að Lónkoti í Skagafirði laugar- daginn 17. júlí. Dagskráin hefst kl. 13.30 og lýkur með dansleik um nóttina. Meðal efnis verða klassísk píanóverk flutt af Þorsteini Gauta Sigurðssyni, rithöfund- arnir Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson og Thor Vilhjálmsson lesa úr verkum sínum, Jóhann Már Jóhanns- son syngur við undirleik og Djasstríó Ólafs Stephensen flytur djass. Dagskráin fer fram í sam- komutjaldi staðarins en þar eru til sýnis höggmyndir eftir Pál Guðmundsson frá Húsa- felli. Karla Dögg í Galleríi Geysi KARLA Dögg Karlsdóttir opnar sýningu í Galleríi Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg, laugardaginn 17. júlí kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar er „Landsköp". Karla Dögg útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1999 og sýnir hún glerskúlpt- úra á þessari sýningu. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Sýningin stendur til 1. ágúst. Píanótón- leikar í Ar- bæjarsafni Á FIMMTU laugardagstón- leikum Arbæjarsafns kl. 14 kemur fram ungt og efnilegt tónlistarfólk. Það eru píanó- leikararnir Oddný Sturludótt- ir, Astríður Haraldsdóttir og Þóranna Dögg Björnsdóttir ásamt Þóri Viðar sem spilar á kontrabassa. A efnisskránni, sem er með rómantísku yfirbragði, eru meðal annars Brahms, Mof- kowski og Bizet, fjórhentir dansar og frönsk svíta ásamt nokkrum leyninúmerum sem alltof sjaldan hafa heyrst, seg- ir í fréttatilkynningu. CATHERINE David - með hljóðnema í hendi - brýnir fyrir ráðstefnugestum að hafa fjölþjóðleg listgildi í heiðri. Myndlistin í jafnaðar- mennsku og/eða stjörnukerfí ÞAÐ er ekki á hverjum degi að menn setjast niður heilan dag til að ræða í hörgul málefni myndlistar og sýningahalds. I fyrirlestrasal Arki- tektaskólans í Rotterdam - með upphækkuðum sætaröðum og lang- borði - tókst á hópur listamanna, safnstjóra, gagnrýnenda og sýn- ingastjóra. Spurningin sem menn veltu fyrir sér var sú hvort ekki væri kominn tími tO að breyta hinu alþjóðlega sýningakerfi, hvort til væri kerfi sem gæti þjónað hags- munum allra listamanna og allra þjóða, eða hvort Vesturlönd væru staðráðin í því að varðveita yfir- burðastöðu sína í listheiminum til að halda öðrum þjóðum frá hitunni. Þegar stórt er spurt er oftast fátt um svör, enda voru margar þeirra spurninga sem settar voru fram svo viðamiklar og flókn- ar að við þeim fannst ekkert einhlítt svar. Menn biðu til dæmis spenntir eftir því hvernig Norðurlandabúar tækju á málunum en meðal helstu aðstandenda og styrktaraðila ráðstefnunnar voru tvær norrænar stofnan- ir. Auk talsmanna þeirra var fjöldinn allur af ungum, nor- rænum listamönnum, meðal annars frá íslandi. Það sem gerir Norður- löndin svo sérstæð innan hinnar vestrænu liðsheildar er tvíbent staða þeirra gagn- vart hinu alþjóðlega listkerfi. Án þess að hafa sparkað gamalgrónum venjum þar sem listamenn geta talist býsna frjálsir gjörða sinna hafa þeir í seinni tíð jafnframt sótt inn á afrétt hins frjálsa markaðar þar sem gallerí eru einu umbjóð- endur skjólstæðinga sinna, sem þeir bjóða að sýna í sölum sínum. Þannig hefur þróast tvöfalt kerfi innan Norðurlandanna; þar sem lista- mennirnir áskilja sér annað tveggja allt frumkvæði að sýningahaldi, og hitt þar sem frumkvæðið er í hönd- um galleríeigenda og sýningastjóra. Það er ekki laust við að Norður- landabúar hafi löngum skammast sín fyrir sitt blandaða listkerfi vegna þess eins að það hefur ekki nýst þeim til toppárangurs, ef nota má orðfæri íþróttamálsins. Á Norð- urlöndunum koma fáar stórstjörnur fram í myndlistinni en þeim mun meir af smástirnum. Jafnaðar- mennskan ríkir hér einnig í listræn- um efnum, enda hafa Bandarfkja- menn löngum bent á það að norræn myndlist væri sjaldan hræðilega lé- leg, en hún væri jafnsjaldan spenn- andi eða nýstárleg. Þetta syíður þeim sem bíða eftir því að íslendingar og frændur þeirra á hinum Norðurlöndunum eignist myndlistarmann af frægð- argráðu Bjarkar Guðmundsdóttur. Tekist var á um sýningastarfsemi á ráð- stefnu sem haldin var í Rotterdam að til- stuðlan NIFCA - Nordic Institute for Contemporary Art, Ríkislistakademíunnar í Amsterdam, Witte de With-safnsins í Rotterdam og Listakademíunnar í Malmö. Halldór Björn Runólfsson sótti ráðstefn- una og segir, að umræðan hafí byrjað á köldu nótunum, en vegna óvenjulegra inn- gripa utan úr sal varð brátt líf í tuskunum ÞORVALDUR Þorsteinsson hefur orðið á ráðstefnunni Að breyta kerfinu?" í Arkitektaskólanum í Rotterdam. En það kom fljótlega fram í máli Bandaríkjamannsins Jimmies Dur- hams - indíána af Cherokee-kyni - að víða væri pottur brotinn vestra. Hann hélt því fram að stjörnukerfi galleríhaldaranna héldi niðri eðli- legri tjáningarþörf og þynnti ótæpi- lega út litróf bandarískrar listar. Málflutningur Durhams hleypti lífi í reynslusögur margra viðstaddra listamanna, einkum þeirra sem töldu sig eiga erfitt uppdráttar sök- um framandi uppruna síns. En Chris Dercon frá Witte de With var öldungis ósammála mál- flutningi sem sneiddi að kerfinu. Hann taldi gæði og enn meiri gæði vera eina raunverulega samnefnara myndlistarinnar og gæðavörn væri óhugsandi án þeirra kastalamúra sem söfn og skipuleg sýningastjórn héldu úti. Jöfnuður væri sæt hug- mynd en listræn gæði hefðu ekkert með slíkt hugtak að gera. Heldur varfærnar og íhaldssamar skoðanir Dercons urðu til að hrista upp í ráð- stefnugestum, bæði fjöldanum sem var á pallborði og þeim skara sem sat andspænis þeim í salnum. Hvort það var málflutningur Dercons, eða sérkennilega heild- stæð og eilítið upphafin samstaða listamannanna við pallborðið, sem kom Kasper König - einum þekktasta sýningastjóra heims - til að biðja um orðið utan úr sal er ekki fyllilega á hreinu. König bað lista- menn að varpa af sér heilagleikan- um og láta ekki sem þeim þætti það amalegt að baða sig í frægð og frama. König taldi menn verða að tala um listkerfið af raunsæi en draga úr útópísku hjali um hafta- laust frelsi og skilningsleysi safn- og sýningastjóra sem komi í veg fyrir að listamenn láti drauminn um hið fullkomlega óháða listaverk rætast. Inn í þessa hlið umræðunnar blandaði Þorvaldur Þorsteinsson sér óbanginn og taldi að listamaður- inn yrði samt sem áður að vera sjálfum sér trúr ef hann ætti að hafa erindi sem erfiði. I listheimin- um tækjust á tvenn sjónarmið; hin allskrefjandi markaðshyggja með öllum sínum stjörnutilbúnaði; og þörf hins leitandi listamanns sem gengi í berhögg við öli viðtekin sjónarmið og hagsmunahyggju. En hafi Þorvaldur hrifið gesti með sín- um ærlega málflutningi og málsvörn í nafni hins óháða lista- manns varð sérkennilegt atvik til þess að sýna áheyrendum að enginn talar í nafni annarra; að listamenn eru jafn margvíslegir og þeir eru margir. Ung, óþekkt listakona reyndi með öllum persónutöfrum sínum, orðkynngi og rökvísi að snúa ráð- stefnunni sér í hag svo allir þeir frægu gestir sem komnir voru sam- an í Arkitektaskólanum í Rotter- dam mættu sjá hvað hún væri að gera. Hún hegðaði sér eins og staurblankur maður sem uppgötvar í miðju fylliríi að drykkjufélagi hans er voldugur bankastjóri. Hafi Þor- valdur haldið á loft engilásjónu hins falslausa listamanns tókst þessum hvatvísa kollega hans að tæta jafn- harðan í sundur trú viðstaddra á gagnhelgi hins skapandi manns. Ef til vill tókst Catherine David - fyrsta óþýskumæl- andi sýningastjóranum og fyrsta kvenlega kommissarn- um í sögu Documentasýning- anna í Kassel - best allra að fanga inntakið í umræðunni. David er enginn engill eins og Þjóðverjar komust að þegar hún stjórnaði tíundu Documentasýningunni fyrir þá, en með sinni látlausu, frönsku rökfestu bað hún við- stadda að skilja og virða fjöl- þjóðlegt eðli myndlistarinnar. Hver þjóð á sína samtímalist og þróun hvers svæðis fyrir sig veitir alþjóðlegum straumum þann kraft, þá fjöl- breytni og fyllingu sem fram- sækin list á einum stað er ófær um að færa heimsbyggðinni. Listin gerist ekki á einum stað held- ur alls staðar. Sá sem neitar að skilja það fer einfaldlega á mis við innsta eðli listrænnar þróunar. Og Catherine David getur trútt um talað því hún má eiga það að hvarvetna þar sem hún býr til sýn- ingar leyfir hún þúsund blómum að spretta, án þess að slá af gæðakröf- um. Meðan hún talaði varð undirrit- uðum hugsað til þess hve fáir nor- rænir fulltrúar tóku til máls og hve rödd Norðurlandanna er veik, jafn- vel þegar þeir standa fyrir mál- þingi. Gegn engilsaxnesku hispurs- leysi, germanskri tilfinningahyggju og latneskri mælskulist skortir okk- ur rödd sem gefur uppi hverjir við erum og hvað við höldum. Víking- arnir komu, sáu og sigruðu heims- byggðina á níundu, tíundu og elleftu öld, en enginn veit hvað þeir vildu eða hvað þeir hugsuðu áður en þeir hurfu í evrópskt mannhaf sem dögg fyrir sólu. Voru þeir bara snjókarlar sem bráðna og gufa upp án þess að skilja eftir sig spor? Spyrja þeir sem standa frammi fyrir evrópskri samvinnu sem krefst þess sem aldrei fyrr að rödd okkar heyrist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.