Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OFULLNÆGJANDI STARFSUMHVERFI TTVER VINNUSTUND hér á landi gefur minna af sér en í X JLflestum þróuðum ríkjum. Ein helzta skýringin á því er, að starfsumhverfí frumkvöðla í íslenzku atvinnulífi er ófullnægj- andi. Þau verðmæti, sem ein vinnustund gefur af sér á Islandi, er aðeins 64% af því, sem er í Lúxemborg, og 75% af því, sem er í Frakklandi. Að þessu leyti er ísland í 18. sæti af 29 ríkjum OECD. „Munurinn merkir, að við höfum lægri heildartekjur, minni frítíma eða hvorttveggja en þær þjóðir, sem við viljum helzt bera okkur saman við,“ segir í skýrslu Samtaka iðnaðar- ins og Iðn- og atvinnurekendasamtaka Evrópu (UNICE). Fjallað er um fjölmörg atriði í skýrslunni, sem hafa áhrif á starfsumhverfi frumkvöðla og þátt þeirra í að móta lífskjör landsmanna. I samanburði við önnur lönd má m.a. nefna, að hátækniframleiðsla er hér langtum minni en í öðrum þróuðum ríkjum og nemur aðeins 1,3% af allri framleiðslustarfsemi. Upplýsingaiðnaðurinn er t.d. aðeins þriðjungur af því, sem gerist í Bandaríkjunum, og er að mestu leyti bundinn við þjón- ustu. Einungis 2,5% af verðmætasköpun greinarinnar eru í framleiðslu. Þó ber þess að geta, að hugbúnaður, sem hér á landi er talinn helzti vaxtarbroddur þessa iðnaðar, er ekki tal- inn til framleiðslu í fyrrgreindum tölum. Fjárfesting iyrirtækja hér á landi var aðeins 8,2% af lands- framleiðslu árin 1992-1997, sem er með því minnsta sem ger- ist í heiminum, en fjárfesting skapar einmitt tækifæri fyrir frumkvöðla með auknum umsvifum í hagkerfinu. Þá vörðu ís- lenzk fyrirtæki aðeins 0,6% af landsframleiðslu til rannsóknar- og þróunarstarfs árið 1997. Það er mjög lítið miðað við t.d. Sví- þjóð, þar sem sambærilegt hlutfall var 2,7%. I skýrslunni er ennfremur bent á ýmis atriði í skattaumhverfi og fjármála- þjónustu á Islandi, sem dregur úr samkeppnishæfni íslenzkra fyritækja, m.a. háir vextir. Ýmislegt jákvætt í starfsumhverfi frumkvöðla kemur þó fram í skýrslunni. Má þar nefna, að það skapar þeim ný mark- aðstækifæri hversu stórt hlutfall landsmanna hefur einkatölv- ur, nettengingu og farsíma og eru íslendingar þar í fremstu röð, auk þess sem fljótlegra og kostnaðarminna er að stofna fyrirtæki á Islandi en í flestum löndum. Loks má nefna, að framfærslubyrði er lægri hér en víðast annars staðar og að hér á landi þarf hver starfsmaður í einkageiranum að standa undir 0,8 fullorðnum utan hans. Þetta hlutfall er 1,5 í Evrópu- sambandinu. Skýrslan sýnir ljóslega, að víða þarf að taka til höndum í efnahags- og atvinnulífinu til að bæta samkeppnishæfni ís- lenzks atvinnulífs og þá ekki sízt frumkvöðla, sem geta haft svo mikil áhrif á þróun þess til framtíðar. FÖRUM VARLEGA ÞÆR MIKLU umræður sem orðið hafa um matvæh í Evr- ópu á síðustu misserum hafa ekki endurspeglast hér nema að litlum hluta. Eftir því sem matvælaframleiðsla verður tæknivæddari og tekur á sig mynd iðnaðar fremur en landbún- aðar fjarlægjast matvæli það hröðum skrefum að vera „nátt- úruleg“. Notkun alls kyns aukaefna við framleiðslu sætir vax- andi gagnrýni og að sama skapi gera neytendur í vaxandi mæli kröfu um að fá vitneskju um það, hvað þeir séu að kaupa í raun. Síðustu mánuði hefur hörð umræða átt sér stað, ekki síst í Bretlandi, um erfðabreytt matvæli þar sem gripið hefur verið fram fyrir hendur náttúrunnar méð beinum hætti og erfðum gróðurtegunda breytt til að veita þeim ákveðna eiginleika. Rökin fyrir þessu eru augljós. Ef takast á að fæða vaxandi mannfjölda verður að leita nýrra leiða. Ekki er síður skiljan- legt að neytendur hafi af þessu áhyggjur. Hvað vitum við um langtímaáhrifin? Þótt rannsóknir bendi ekki til skaðlegra áhrifa erfðabreytinga bendir Björn Sigurbjömsson, erfða- fræðingur og ráðuneytisstjóri, réttilega á það í viðtali hér í blaðinu sl. sunnudag, að þegar búið sé að sleppa erfðabreytt- um lífverum út í náttúmna verði þær ekki aftur teknar. Hann bendir einnig réttilega á að ekki sé síður ástæða til að hafa áhyggjur af notkun vaxtarhormóna og fúkkalýfja við kjötfram- leiðslu. Framfarir og breytingar í landbúnaði og matvælafram- leiðslu verða ekki stöðvaðar frekar en á öðram sviðum. Erfða- breytt matvæli era staðreynd og ljóst er að þau era þegar komin á markað hér sem annars staðar. Neytendur eiga þó kröfu til að vita hvort þeir séu að kaupa matvæli þar sem erfð- um hefur verið breytt þannig að þeir sem það kjósa, geti snið- gengið þær. Þess vegna er eðlilegt að rækilegar og skýrar merkingar séu á matvælum um þetta efni. Veslari \tí4GAÍ Lambahraun Bjarnar- Haukadalur ' ii^Jjíféll ijfg I: míak Úíhráun K; úthiíð LANGJÖK \ \ Haíl\cl!s' Haga-i Hagafells■ \\ J°kul1 fpll iökull . ' : : yí - . <?<jg*ske Káltslindar * ' •• ''fy. x llaukadals s”«*n T> fg Morgunblaðið/Ragnar Th. Sigurðsson HAGAFELLSJÖKULL eystri hefur hlaupið fram um rúmlega 1.100 metra undanfarinn mánuð. Hlaupið í Hagafellsjökli eystri mögnuð sjón að sögn Hákon Göngubrú í Hagavatni farin GÖNGUBRÚIN við affallið úr Hagavatni, Farið, brast undan ágangi ísjaka aðfaranótt mið- vikudags. Að sögn Margeirs Ing- ólfssonar, formanns hreppsráðs í Biskupstungum, stendur ein- göngu vestari stöpull brúarinnar eftir. Hákon Halldórsson var stadd- ur við affallið þegar göngubrúin lét sig undan þunga ísjaka um hálftólfleytið á þriðjudagskvöld. Að sögn Hákons var það mögnuð sjón. „Eg var staddur þarna ásamt kærustu minni og systur hennar og við komum á svæðið fimmtán mínútur yfir ellefu. Ég sá strax að göngubrúin var orðin nokkuð spennt vegna þungans frá ísjak- anum sem var á stærð við lítinn jeppa. Ég var nú ekkert endilega á því að hún myndi gefa sig, hélt jafn- vel að jakinn myndi fara undir brúna vegna þess að farið var að kvamast úr honum og brúin er úr jámi. En skyndilega fór jakinn að lyfta brúnni og þá fór kassinn, sem hún stendur á, að gefa sig öðmm megin og á endanum hékk hún bara á einum bolta.“ Magnað að sjá breytingamar á jöklinum Hákon segir að ekki hafi verið mikið átak á brúnni þegar hann yfirgaf svæðið rétt fyrir mið- nætti. En jakar hafí verið á leið- inni og hann geri ráð fyrir að hún hafi gefið sig ekki löngu síð- ar. Hákon fór upp að Haga- fellsjökli sl. haust til að líta á framhlaup jökulsins sem þá var hafið, en það datt niður í vetur og hófst aftur í maí. „Það er al- veg magnað að sjá muninn á jöklinum. Ég fór þangað eftir að myndirnar birtust í Morgunblað- inu sl. haust af framskriðinu ofar í jöklinum. Þá gekk ég upp með Jarlhettum en þá var ekki mjög mikið að sjá. Þá var jökullinn lengst uppi í hlíðum en nú er hann genginn langt fram.“ Yfirborð Hagavatns lækkað Að sögn Margeirs Ingólfssonar hefur vatnsborð Hagavatns lækkað um tvo metra frá sunnu- degi. Margeir segir einnig hafa sjatnað í Sandvatninu. „Ég var var að líta á aðstæður og hafa stíflugarðar í Sandvatni brostið á tveimur stöðum í kjöl- far hlaupsins. Ég sé nú ekki fyrir mér að hægt verði að gera við þetta fyrr en í haust þannig að áfram mun renna jökulvatn í Tungufljót. Það mun hafa ein- hveijar afleiðingar fyrir lífríki þess eins og sagt hefur verið frá.“ ISJAKI á stærð við lítinn jeppa þ talsverð spenna v SKÖMMU síðar fór jakinn undir brú að losna Morgunblaðið/Karen Tracy ÍSJAKINN reif í brúna sem lét þó ekki alveg undan. KLUKKAN 23:í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.