Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 33
Tónleikar í
Stykkis-
hólmi og
Reykholti
TRÍÓ-tónleikar verða haldnir í
Stykkishólmskirkju laugardaginn
17. júlí kl. 17 og í Reykholtskirkju
sunnudaginn 18. júlí kl. 16. Flytj-
endur eru Eydís Franzdóttir óbó-
leikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir
fagottleikari og Unnur Vilhelms-
dóttir píanóleikari.
Efnisskrá tónleikanna er í anda
sumars, létt og skemmtileg. Leik-
in verða þrjú tríó frá þremur mis-
munandi löndum. Frá Englandi
verður leikið tríó eftir ensku kon-
una Madeleine Dring, frumflutt
verður verk eftir Hróðmar Inga
Sigurbjörnsson sem er sérstak-
lega samið fyrir þær Eydísi,
Kristínu og Únni og tríó eftir
franska tónskáldið Jean Francaix.
Tónleikunum lýkur svo á íslensk-
um söngperlum eftir Sigfús Hall-
dórsson, Sigvalda Kaldalóns og
fleiri.
Tríóið var stofnað í október
1997 og hefur komið fram við ýmis
tækifæri, m.a. á Poulenc-hátíð í
Reykjavík í janúar sl.
Eydís Franzdóttir lauk burtfar-
arprófi í óbóleik frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík 1987 og stund-
aði framhaldsnám í London.
Kristín Mjöll Jakobsdóttir lærði
fagottleik í Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Árið 1987 fór hún til
náms við Yale School of Music í
Bandaríkjunum og lauk þaðan
meistaraprófi vorið 1989. Hún
stundaði áframhaldandi nám við
Sweelinck Couservatorium í Am-
sterdam en hélt svo aftur til
Bandaríkjanna til náms í
Cincinnati. Hún hefur starfað sem
lausráðinn fagottleikari með ýms-
um hljómsveitum og kammerhóp-
um auk kennslu m.a. við Hong
Kong Academy of Performing
Arts.
Unnur Vilhjálmsdóttir nam pí-
anóleik í Tónlistarskólanum í
Reykjavík hjá Halldóri Haralds-
syni. Hún lauk píanókennaraprófi
1990 og einleikaraprófi ári síðar.
Árið 1991 hóf Unnur framhalds-
nám í Cincinnati í Bandaríkjunum
og lauk þaðan doktorsprófi í pí-
anóleik árið 1997. Hún starfar nú
sem píanóleikari í Reykjavík og
kennir við Tónlistarskóla Kópa-
vogs.
---------------
Málverkasýning
á Reyðarfírði
MYNDLISTARMAÐURINN
Steingrímur St. Th. heldur 97. sýn-
ingu sína á Hótel Norðurljósi,
Raufarhöfn, dagana 15.-19. júlí.
Steingrímur sýnir 20 nýjar
myndir auk þess að mála skyndi-
myndir á staðnum.
itarog® ^ Negro
Skólavörðustig
101 Reykjavík.
Sími/fax 552
Netfang:
blanco@itn.is
Veffang:
www.blanco.ehf.is
v®' ALLTAH mbl.is
GITTHXSAÐ A/ÝT7
LISTIR
Terhi vatnabátar
Eigum til afgreiðslu nokkrar gerðir af Terhi vatnabátum. Allir Terhi
bátar eru tvöfaldir og ósökkvanlegir. Yfir 20 ára reynsla.
G«, báta, á gbðu ™*. =ff= Vé|a|. & Taekj ehf_
TRYGGVAGÖTU18 BOX 397
121 REYKJAVfK SlMAR: 552 1286 - 552 1460
Dilbert á Netinu /§> mbl.is
ALLTA/= G/TTH\SA£) A/ÝTl
Ef þér leiðist farðu þá
þangað sem veðrii
hentar fötunum
Stuttbuxur, stuttermaskyrtur, bolir, regn- og öndunarfatnaður,
buxur, tæknilegur fatnaður, gönguskór, sandalar, bakpokar
og margt fleira.
Nýtt kortatímabil!
Opið í dag til kl.
<&> Columbia
“ Sportswear Companyi
-fötin ífríið
22.00
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
— Skeifunni 19 - S. 568 1717-
Opið mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 16