Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Um kynþætti og aðra hjátrú BÆKUR Fræðirit KYNÞÁTTAHYGGJA eftir Jdhann M. Hauksson. 1999. Mál og menning, Reykjavík. 158 bls. ÞAÐ kemur manni alltaf jafn mik- ið á óvart hve kynþáttahatur er öfl- ugt í mannlegu félagi. Það kannast allir við blóði drifna sögu nazistanna fyrr á öldinni. Sömuleiðis kannast allir við nýleg dæmi frá Balkanskaga þar sem Serbar hafa framið mestu voðaverkin en hafa sannarlega ekki verið einir um þau, öll í nafni kyn- þáttahyggju. Astæðan fyrir því að þetta kemur á óvart er sú að kyn- þættir eru ekki til sem líffræðilegir flokkar. Þegar nazistar líta niður á gyðinga af því að þeir eru óæðri í þeim skilningi að þeir eru af öðrum og óæðri kynþætti er það ósköp einfaldlega rangt. Sú skoðun stenzt enga athugun. Það er sjálfsagt líka að veita því athygli að í öðrum hlutum heimsins en Evrópu eru kynþáttafordómar útbreiddir og þykja sjálfsagðir. Jóhann M. Hauksson tekur sér fyrir hendur að rekja aðalatriðin í því sem hann nefnir kynþáttahyggju. Sú skoðun virðist mér nauðsynlega vera fordómur vegna þess að hún styðst ekki við nein rök, en hún þarf ekki að leiða til neinna voðaverka. En kynþáttahyggja er sú skoðun að til séu líffræðilegir flokkar sem nefna má kynþætti og að fólk tilheyri þeim. Höfundurinn sýnir fram á með einföldum hætti að engir slíkir líf- fræðilegir flokkar séu til og því er kynþáttahyggja misskilningur frá rótum. Hún styðst einfaldlega við þær staðreyndir að fólk úr ólfkum heimsálfum er ólíkt að útliti og hefur ólfka siði. Þetta er mönnum tilefni til að draga þá ályktun að til séu ólíkir kynþættir. En þegar nánar er að gáð þá stenzt sú ályktun ekki lágmarks skoðun. Þetta hefur verið flestu upp- lýstu fólki ljóst lengi en það er þarf- legt að draga rökin fyrir því saman með einföldum og skýrum hætti. Bókin er ekki löng og hvergi erfið aflestrar og ætti ekki að vera nein- um ofraun. Höfundurinn tekur dæmi sem varpa ágætu ljósi á það sem hann vill segja, stundum eru þau umdeilanleg en ég held að þau þjóni alltaf því hlutverki sem hann ætlar þeim. Bókin skiptist í þrjá hluta og hver þeirra skiptist í tvo kafla. Fyrsti hlutinn fjallar um kynþáttafræði. í honum er rakið hvernig hugmyndir um frumstætt fólk, um erfðir og glæpi ásamt fleiru skapa grundvöll fyrir því að hugsa um kynþætti. Það er svolítið merkilegt að ein ástæða þess að kynþættir verða sterkur þáttur í viðhorfum fólks eru ýmsar fræðilegar tilraunir til að skilja þró- un mannsins. Einn gildur þáttur þessa kafla er að höfundurinn flokk- ar deilur um erfðir og umhverfi í greind sem hluta af átökum um kyn- þáttahyggju. Það er vissulega rétt hjá honum að líta má á ýmis sjónar- mið þeirra sem leggja hvað sterkasta áherzlu á erfðir greindar sem inn- legg í kynþáttahyggju, sérstaklega af því að þeir sjálfir greina á milli frammistöðu ólíkra hópa á borð við svartra manna, hvítra og gulra. En það er mikil einföldun að halda að það sé mikilvægasti þáttur í kenn- ingum þeirra og skoðunum eða það séu afgerandi rök gegn skoðunum þeirra. En höfundurinn fer skipulega og vel yfir ýmis aðalatriði í rökræð- um um þessi efni. Annar hluti bókarinnar er um kynþætti. Þar gerir Jóhann grein fyrir því af hverju kynþættir eru ekki til. Hann skoðar bæði líffræði- lega undirstöðu þeirrar skoðunar að kynþættir séu ekki til og svo skoðar hann upplýsingar um þróun manns- ins sem geta útskýrt af hverju útlit hans er jafn breytilegt og það er. Hann leggur til þá sennilegu skýr- ingu á breytilegum litarhætti að hann sé aðlögun að umhverfi, bæði ytra umhverfi og breyttum fæðu- venjum. Hann nefnir líka þá merki- legu staðreynd að meirihluti mann- kyns getur ekki nýtt sér mjólkursyk- ur af því að þeir framleiða ekki ens- ímið laktasa. í síðasta hlutanum er greint frá kynþáttahyggju. En það leiðir af sjálfu sér að séu kynþættir ekki til í reynd þá verður það ráðgáta að skilja af hverju kynþáttahyggja er jafn útbreidd og raun ber vitni. Höf- undur leggur til tvær orsakir. Ann- ars vegar sálrænar, hann segir að rasistar hafi þörf „fyrir að beina andúð að fólki án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir." (bls. 115) Ég skal játa það að mér finnst þessar hugleiðingar um sálrænar orsakir fordóma vera veikasti hluti bókar- innar og það er amk.ljóst að þessi lýsing á hvötum gengur alls ekki. Hvað eigum við að segja um þá sem hafa fordóma gagnvart fólki en eru ekki rasistar? Hafa þeir ómeðvitaða andúð á þeim sem fordómarnir bein- ast gegn? Hvernig eigum við að greina á milli þeirra sem eru og eru ekki rasistar? Hvers vegna þarf andúð rasista að vera ómeðvituð? Þótt höfundur leitist við að slípa skoðun sína þá sýnist mér honum ekki takast að fá fullt vit í þennan hluta. Hins vegar telur höfundur að það séu félagslegar orsakir fyrir kynþáttahyggju. Þær felast aðallega í því að mönnum virðist óhjákvæmi- legt annað en hugsa um einstaklinga þannig að þeir tilheyri hópi. Þá talar hann um skilningshólf og vitundar- hóif. Önnur félagsleg ástæða er fá- fræði. Mér virðist margt vera vel sagt og hugsað í þessum síðasta hluta bókarinnar. Þetta er bók um þarft efni og það er ágætt að fá á einum stað flest helztu rök sem tengjast kynþátta- hyggju. En bókin er samt svolítið stefnulaus. Það er fátt sem kemur á óvart í rökfærslunni og það þarf ekki að beita miklu hyggjuviti eða glíma hart við viðfangsefnið til að fá þá nið- urstöðu sem blasir við. Höfundur ætti að finna sér snúnara og verð- ugra viðfangsefni næst. Guðmundur Heiðar Frímannsson SAGAN af Djáknanum á Myrká er færð í leikbúning meðal annarra Ieikatriða í sýningu Ferðaleikhússins. Leikendur: Þóra Bryndís Þóris- ddttir leikur Guðrúnu og Hlynur Þórisson er í hlutverki djáknans. Fyrsta sýning Ferðaleik- hússins á „Light Nights" FYRSTA sýning Ferðaleikhúss- ins á „Light Nights" á þessu sumri verður í kvöld, fimmtu- dagskvöld, í Tjarnarbíói, Tjarn- argötu 12. Sýningar verða síðan haldnar á hverju fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldi í allt sumar til 28. ágúst. Sýning- arnar hefjast kl. 21 og standa yf- ir í u.þ.b. 2 klst. Þetta er 29. sum- arið sem Light Nights er sýnt í Reykjavík en margvíslegar upp- færslur hafa verið sýndar í gegn- um árin undir þessu samheiti. Efhisskráin er með svipuðu sniði og sl. sumar, 17 atriði byggð á íslensku efni. Draugar, forynjur og margskonar kynja- verur koma við sögu. Þjóðdans er sýndur og íslensk tónlist er leikin. Síðari hluti sýmngarinnar fjallar að stórum hluta um vík- inga. Þættir úr íslendingasögum og Ragnarök úr Yöluspá eru færð upp í leikgerð. Einnig hefur verið komið fyrir sýningartjaldi fyrir ofan leikmynd þar sem skyggnur eru sýndar, samtengd- ar leikhjjóðum, tónlist og tali. Sýningin gefur innsyn í þjóðsög- ur og forna menningu Islendinga á skemmtilegan og fróðlegan hátt, segir í fréttatilkynningu. Kristín G. Magnús fer með að- alhlutverk og er jafhframt leik- stjóri. Sýningin er flutt að stærstum hluta á ensku en er engu síður ætluð íslendingum til skemmtun- ar og fróðleiks, segir ennfremur. Efhisyfirlit er fáanlegt á þýsku og frönsku. Ólaftir Bjarnason Ólafur Bjarnason tenórsöngvari Lofsamleg- ir dómar fyrir söng í „Fidelio" ÓLAFUR Bjarnason tenórsöngv- ari fær mjög lofsamlega dóma í þýzkum dagblöðum fyrir frammi- stöðu sína í óperu Beethovens, „Fidelio", í útisviðsuppfærslu á tónlistarhátíðinni „Eutiner Sommerspiele" í Slésvík-Holtseta- landi, en óperan var „opnunar- stykki" hátíðar- innar sem hófst fyrr í mánuðinum. í Liibecker Nachrichten er Ólafur í hlutverki fangans Flor- estans sagður bera af í hópi ein- söngvaranna í sýningunni. ,Af einsöngvurunum stendur einn fremstur - Islending- urinn Ólafur Bjarnason. Hinn ungi Florestan vex strax í túlkun Olafs, þökk sé þeim náttúrukrafti og bjarta og óvenjuskýra hljómblæ sem rödd hans býr yfir," skrifar gagnrýnandi blaðsins í ýtarlegri umfjöllun sinni um sýninguna. I grein Kieler Nachrichten um uppfærsluna fær söngur Ólafs svip- aðan dóm, hann er aðeins sagður ýkja lítið eitt leikræna túlkun sína á þjáningum fangans Florestans. I Ostholsteiner Anzeiger er dýflyssusenunni, þar sem Florest- an fær í fyrsta sinn tækifæri til að tjá sig, lýst sem „sannköHuðu lykil- atriði" óperunnar. „Ólafur Bjarna- son setti mark sitt á hlutverltið með sterkum raddhljómi. Hann hélt að vísu stundum lítið eitt aftur af röddinni, sem er mjög fljót upp, en hann mótaði hlutverkið samt á mjög sannfærandi músikalskan hátt," segir í ríkulega mynd- skreyttri heilsíðugrein um upp- færsluna. „[Ólafur] naut stuðnings hinnar kraftmiklu hljómsveitar, sem undir stjórn Hilary Griffith hafði fram að þessu frekar leikið „með vaðið fyrir neðan sig"." „Fidelio", þessi sígilda ópera Beethovens, verður á dagskrá „Eutiner Sommerspiele" út júlí- mánuð. TOJYLIST Sigurjónssafn EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sönglög eftir Quilter, Gibbs, Bridge, de Falla, Gurídi, Montsalvatge og Turina. Guðrún Jóhanna Jónsdöttir sópran; Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó. Þriðjudaginn 13. júlí kl. 20:30. Blítt og heitt ÞÁ ER sumartónleikavertíðin hafin enn á ný í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi, sem um árabil hefur glatt ekki aðeins höfuð- borgarbúa í júlí og ágúst með vand- aðri sígildri tónlist, heldur einnig í vaxandi mæli aðkomufólk, innlent sem erlent, og sýnir um leið hvað ferðamennskuútgerð er ekki sízt tengd lifandi menningarstarfsemi, eins og víða má sjá í löndunum fyrir sunnan okkur. Því er við að bæta, að auk þriðjudagstónleikanna verður sérstök kammertónlistarhátíð á boðstólum í safninu dagana 5., 6., 12. og 13. ágúst nk. með verkum eftir Honegger, Martinu, Hindemith, Franck, Debussy, J.S. Bach og Beethoven. Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópr- an, sem undirritaður heyrði í fyrsta sinn umrætt þriðjudagskvöld, hefur þá sérstöðu meðal íslenzkra söngv- ara að vera menntaður píanókenn- ari. An þess að viija álpast út í sam- anburð við Ja diva, minnti það mann ósjálfrátt á Maríu Callas, sem naut þess drjúgum að vera flinkur píanisti, enda ófáir kostir því sam- fara að komast þannig í beinna sam- band við innviði tónlistar en flest önnur nálgun gerir kleift. Það mátti lfka víða heyra á túlkun Guðrúnar, að hún vissi ekki aðeins hvað tón- skáldin voru að fara, heldur lfka hvað mæddi á undirleikaranum, og ekki versnaði samvinna söngvara og píanóleikara við það að við hljóm- borðið sat fyrrum píanókennari söngkonunnar. Dagskráin var fremur stutt, en sérlega vel valin; fersk og við hæfi birtu hásumars og ljóðrænna nætur- drauma. Brézku smámeistararnir Roger Quilter (1877-1953) og Cecil Armstrong Gibbs (1889-1960) eru engin hversdagsnöfn í hérlendum hljómleikasölum, en næmi þeirra á texta - Quilter í Fjórum barnalögum við R.L. Stevénson og Gibbs við ljóð Walters de la Mare, Five eyes og Sil- ver - var engu að síður ómótstæði- lega ferskt í barnslegum einfaldleika sínum; nær barnagælum yngstu kynslóðar hjá hinum fyrrtalda, en strákslega spaugilegt í kvæði la Mares um þrjá ketti (þar af einn ein- eygðan) og með íturtærri lýrík í tón- setningu Gibbs á tunglbjartri nætur- lýsingu sama ljóðskálds. Tókst þeim stöllum einna bezt upp í kínversku- leitu lagi Quilters, Foreign children, og Gibbs-lögunum tveimur, þótt allólík væru að andblæ. Frank Bridge (1879-1941), kenn- ari Brittens, var kunnasta nafnið meðal brezku höfundanna. Guðrún brá sér í gervi tístandi lævirkja í So early in the morning með góðum til- þrifum við perlandi samleik Guðríð- ar, og að fiðruðum blístrara árdags loknum steypti söngkonan sér út í funheita tónmálun Bridges á ólgandi ástaróð Mary Coleridges, Love went a-riding, af logandi tilfinningu en með svolitlíð óstöðugum fókus. Óvæntur skaphiti síðasta enska lagsins brúaði bilið yfir á suðrænar slóðir seinni hlutans, er hófst á þrem bráðfallegum lögum úr Sjö spænsk- um alþýðusöngvum eftir Manuel de Falla (1876-1946). Flamenco-gítar- stíllinn glampaði blóðheitt á slag- hörpunni í hinu sópandi El pano moruno, og austurlenzkuleg angur- værð sveipaði Asturina við hrífandi sléttan söng, eða því sem næst, áður en Polo hófst með n.k. sauðakalli smalastúlku; katalónskulegt lag er leiddi hugann að náskyldri pró- vensalskri tónmennt eins og hún birtist á Auvergne-sóngvum Can- teloubes með gítar-tremólói í píanó- inu. Spænskir landar de Fallas, Jesus Guridi (1886-1961), Xavier Montsal- vatge (f. 1912) og Joaquin Turina (1882-1949) lögðu til síðustu lög dag- skrár, flest af þjóðlegum rótum. Annars glæsilegur píanóleikur Guð- ríðar var óvænt svolítið stirður í car- menskulegri habaneru eftir Guridi, en lítt aðfinnanlegur eftir það, og söngurinn var fallega ljúfsár í hinu tregafulla seinna lagi hans, þrátt fyrir smá yfirskot í tónhæð. Brasilíukennnd latnesk hrynjandi hélt innreið sína með tveim lögum Montsalvatges úr Fimm blökku- söngvum; letilegri bossu og fjörugri rúmbu, sem kallaði Miriam Makeba fram úr hugarfylgsnum, enda fiutt af hitabeltislegu hispursleysi. Loks fengu áheyrendur að heyra toppnót- ur söngkonunnar í glæsilegu lagi eftir Turina, Cantares úr Ljóðum í söngvamynd, sem vakti verulega hrifningu tónleikagesta, og ekki að ófyrirsynju, því hæðin virtist meðal helztu trompa Guðrúnar - að ógleymdri innlifun í texta, góðum framburði, oftast mjög hreinni inn- tónun og músíkalskri innlifun, þó að enn mætti bæta fyllingu neðra söngsviðs og stundum gæta meiri stuðnings á veikasta styrk. Víbrató- ið var sérkennilegt; fremur hratt og gat minnt eilítið á Kathleen Ferrier, en þó mátti á stöku viðeigandi stað líka heyra viðleitni til sléttsöngs. Undirtektir voru almennt mjög hlýjar, og meðal aukalaga var Vor hinzti dagur eftir nærstaddan fóður söngkonunnar, Jón Asgeirsson, er kallaði fram mikið lófatak áheyr- enda. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.