Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 12
..Í».*fJ»jr*í/:.7* T 12 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Landakotsskóli stækkar og bætir við bekkjum Færri komast að en vilja Vesturbær FRAMKVÆMDIR standa nú yflr við nýbyggingu Landa- kotsskóla. Jafnframt er unnið að endurbyggingu gamla prestbústaðarins. Ætlunin er að bæta við þremur efstu bekkjum grunnskólans en hingað til hafa nemendur ver- ið á aldrinum 5-2 ára. Jafn- framt er vilji fyrir því að byggja nýtt fjölnota íþrótta- hús á skólalóðinni en illa gengur að losna við gamla húsið sem löngu er orðið óvið- unandi til íþróttakennslu. Hjalti Þorkelsson, skóJa- stjóri Landskotsskóla, segir að aðstaða hafi verið ágæt í skólanum. Tilgangurinn með stækkuninni sé fyrst og fremst sá að bæta við skólann 8.-10. bekk. Hingað til hefur 1.-7. bekkur verið í skólanum auk þess sem einn 5 ára bekk- ur hefur verið í undirbúnings- deild. Stefnt er að því að taka a.m.k. tvær stofur í gagnið í haust og bæta þá við 8. bekk. Á næstu tveimur árum á síðan að bæta við 9. og 10. bekk. Veruleg aðsókn hefur verið í skólann og segir Hjalti að far- ið sé að bóka nemendur í und- irbúningsdeild fyrir haustið 2001. Skipta má framkvæmdun- um í tvo hluta. Annarsvegar er um að ræða nýbyggingu sem verður samskonar og eldra skólahúsnæðið. Hins- vegar er það endurbygging gamla prestbústaðarins. Með stækkuninni bætast við fjórar almennar kennslustofur og ein raungreinastofa. Ekkert bókasafn hefur verið í skólan- um en til stendur að nýta neðri hæð prestbústaðarins undir safhið. Ein kennslustofa verður þar einnig á efri hæð- inni. Undanfarna vetur hafa nemendur skólans verið um 160. Að sögn Hjalta stendur ekki til að fjölga nemendum að öðru leyti en því að bæta við bekkjum. Reynt er að tak- marka fjölda nemenda við 20 í hverjum bekk. Hjalti segir að stærð skólans sé þægileg og þar þekki allir alla. I skólan- um ríki heimilislegur andi og skólastjórinn eigi auðvelt með að kynnast öllum nemendum skólans vel, enda bætast að- eins 20 nemendur við á hverju ári. Hjalti sagði foreldra hafa sýnt því áhuga að börnin gætu lokið öllum bekkjum í skólan- um og gamall draumur væri að rætast með stækkuninni. Hjalti viðurkenndi þó að ekki líkaði öllum börnum jafn vel í skólanum. Sumum þætti þar ríkja íhaldssamur andi og vildu fara eitthvað annað þar sem meira frjálsræði ríkti. Þörf á nýju íþróttahúsi Nú þegar verið er að stækka skólann og aðstaða öll að verða hin ágætasta stendur íþróttahúsið starfinu fyrir þrifum. Að sögn Hjalta er áhugi fyrir því að reisa nýtt fjölnota íþróttahús á lóðinni í stað hins gamla sem löngu er orðið óviðunandi til íþrótta- kennslu. Hjalti segir að menn sjái fyrir sér að byggja nýtt hús sem verði í stíl og sam- ræmi við aðrar byggingar á lóðinni. Jafnframt að hægt verði að nýta salinn undir skemmtanir og annað félagslíf skólans. Illa hefur þó gengið að losna við húsið af lóðinni sem kaþólska kirkjan á. Húsið er í eigu íþróttafélags Reykjavík- ur en kirkjan seldi félaginu húsið fyrir eina krónu fyrir sjö áratugum síðan. Þá var gerður leigusamningur við fé- lagið og þar var ákvæði um hvað gera skyldi ef kirkjan vildi nota lóðina. Morgunblaðið/Eiríkur J. HJALTI Þorkelsson, skólastjóri Landakotsskóla, með framkvæmdirnar í baksýn. Að baki Hjalta er prestsbústaðurinn gamli en þar á bak við sér í gaflinn á nýbyggingu skólans. Til hægri er síðan eldri skólabyggingin. Á milli húsanna er nú mikil gryfja þar sem verið er að steypa kjallara sem nýtast mun undir geymslur fyrir skólann. BÓKASAFN Landakotsskóla verður til húsa á neðri hæð prestbústaðarins gamla. Lítið er eftir af upprunalegum viði hússins og hefur endurbyggingin verið kostnaðarsöm. Samningurinn rann út árið 1964 og var þá gerður munn- legur samningur um fram- haldið. Kaþólska biskups- dæmið óskaði eftir því fyrir nokkrum árum að kaupa húsið en ekki náðist samkomulag um verð. íþróttafélagið vildi fá 18 milljónir fyrir húsið en Hjalti segir að það hafi síðan lækkað verðið niður í 15 millj- ónir. Að mati Hjalta er verðið út í hött, enda telja sérfróðir menn að kostnaðurinn við að flytja húsið sé a.m.k. fimm milljónir. Nýlega var höfðað mál gegn IR vegna íþróttahússins og sagði Hjalti að tilgangur- inn með því væri fyrst og fremst sá að fá svar við spurn- ingunni um hvað eigi að gera og hvað hægt sé að gera. Tæmdist arfur frá Ameríku Landakotsskóli hefur starfað óslitið frá árinu 1896 þegar St. Jósepssystur hófu að kenna nokkrum börnum. Fyrstu 82 árin var skólinn rekinn án op- inberra styrkja og það var ekki fyrr en árið 1978 að skól- inn fékk fyrst styrk frá ríkinu. Hjalti segir hag skólans hafa vænkast eftir að skólarekstur- inn komst í hendur sveitarfé- laganna. Sú stefna sé höfð í heiðri hjá borginni að allir einkareknir skólar fái jafha fyrirgreiðslu, en Hjalti telur að slfkt hafi ekki alltaf tíðkast áður. í dag fær skólinn greidda ákveðna upphæð á hvern nemanda og telur Hjalti að slíkt fyrirkomulag á rekstrar- styrkjum frá opinberum aðil- um sé eðlilegt. Að sögn Hjalta koma nemendur skólans víða að. Ekki er skilyrði fyrir inn- göngu að nemandi sé kaþólsk- ur og er skólinn öllum opinn. Flestir nemendur koma úr Vesturbænum en einnig lengra frá eins og Hafnarfirði og Grafarvogi. Aætlaður kostnaður við framkvæmdir sem nú standa yfir er um 120 milljómr króna. Hjalti segir að ekki hafi verið komist hjá því að gera prest- bústaðinn gamla upp þrátt fyr- ir að ódýrara hefði verið að rífa húsið og byggja það upp á nýj- an leik. Sú framkvæmd væri því mjög dýr. Húsið var upp- haflega reist snemma á síðustu öld en fáir upprunalegir viðir eru eftir í húsinu. Ytra útlit hússins hefur verið friðlýst og því var húsið endurgert. Hjalti sagði að teikningar hefðu verið tilbúnar um nokk- urt skeið en framkvæmdir hefðu strandað á peningaleysi. Það hafi því verið kærkomin gjöf sem barst vestan um haf þegar kirkjunni tæmdist arfur frá Ameríku. Kunningjakona Alfreðs Jolsons biskups arf- leiddi kaþólsku kirkuna á ís- landi að talsverðum fjármun- um og fyrir tilstuðlan hans hefur nú verið ráðist í stækk- un skólans. Einnig var sótt um styrk frá Reykjavíkurborg en ekki hefur borist svar við þeirri beiðni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stöðvunarskylda vegna tíðra slysa Kópavogur. Stöðvunarmerki var nýlega komið upp á mótum Urðar- brautar og Kópavogsbrautar. Astæðan er nokkuð há slysa- tíðni á gatnamótunum, að sögn formanns umferðar- nefndar Kópavogs. Harðir árekstrar ökutækja hafa orðið á þessum stað, strætisvagnar hafa meðal annars lent í árekstrum á gatnamótunum. Til tals hefur komið að leggja hringtorg á staðnum en sú ráðstöfun var valin í bili að koma stöðvunar- skyldunni á. Fornleifarannsóknum lokið í grunninum við Alþingishúsið Minjar um manna- byggð Miðbær ÝMISLEGT markvert fannst í fornleifauppgreftri við Alþingishúsið sem lauk í síðustu viku. Fornleifa- stofnun íslands stóð að uppgreftrinum í samráði við Árbæjarsafn. Nú standa yfir framkvæmdir við byggingu nýs þjónustu- skála við Alþingishúsið. Þörf var á eftirliti forn- leifafræðinga meðan grunnur að honum var grafinn því vitað er að bæj- arstæði gamla Reykjavík- urbæjarins er í grennd við byggingarsvæðið. Að sögn Mjallar Snæs- dóttur fornleifafræðings fannst töluvert af dýra- beinum og ýmsum smá- munum, þó ekki mikið. í námunda við svæði þar sem mannabyggð hefur verið má finna bein úr þeim skepnum sem slátrað hefur verið og étnar. „Þetta segir okkur dálít- ið um nálægð bæjarstæðis- ins. Við vitum að gamla Reykjavíkurbæjarstæðið er Morgunblaðið/Eiríkur P. UMFANGSMIKLAR framkvæmdir eiga sér nú stað vegna byggingar þjónustuskála við Alþingishúsið. þarna rétt hjá og þetta eft- irlit var nauðsynlegt vegna þess að ekki var vitað ná- kvæmlega hvað það næði langt. Ekki var vitað nema menn gætu komið niður á byggingar. Það gerðist þ<$ ekki," sagði Mjöll. Þær minjar sem söfnuð- ust saman við uppgröftinn verða skoðaðar nánar. Þær geta veitt töluverðar upp- lýsingar um skepnuhald og fleira. „Þetta eru mjög gagnleg fræðileg gögn og geta veitt miklar upplýs- ingar, sérstaklega í saman- burði við annað. Ég held að menn verði ánægðir með að hafa þessar upplýsingar í framtíðinni," sagði Mjðll. Mjöll tekur fram að ef byggt verður á nálægum lóðum muni það útheimta frekari fornleifarannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.