Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
I
i
\
I
f
Sl8l|S#lllS
KÝRNAR sóttar og Qósverk heQast,
Ferðamanna-
fjós í Mý-
vatnssveit
Morgunblaðið/Sverrir
ÓLÖF Hallgrímsdóttir ásamt einni
kúnni á bænum
ÓLÖF Hallgrímsdóttir
bóndi á Vogabúi, Vogum í
Mývatnssveit, hefur ásamt
fjölskyldu sinni opnað svo-
kallað ferðarnannaljós. Úr
kaffístofu hafa gestir út-
sýni inn í íjósið, yfir
mj'altabásinn og sjá mjólk-
ina fossa í rörin sem Iiggja
í gegnum kaffístofuna inn
í mjólkurhúsið. Gestirnir
geta svo gætt sér á ýmsu
góðgæti svo sem hvera-
bökuðu rúgbrauði með sil-
ungi úr Mývatni, vöfflum
með ijóma og kökum að
ógleymdri mjólkinni sem
að sjálfsögðu er tekin
beint úr tanknum.
Búskapur hjá ungu
fólki í dag
Fjósið er nýlega byggt,
var tekið í notkun í ágúst
á síðasta ári. Hins vegar
segir Ólöf að þau séu ný-
byrjuð á því að bjóða ferðamönn-
um inn í kaffistofuna til að fylgj-
ast með mjöltunum. „Ástæðan að
baki því að fara út í þetta ferða-
mannafjós er af tvennum toga.
Við vorum aðeins með um sjö
mjólkandi kýr i fímmtíu ára
gömlu fjósi áður en við byggðum
þetta. Það var því komið að því
að taka ákvörðun um að hætta
með kýrnar eða fara út í þetta.
Við vildum líka opna búið fyrir
almenningi, gefa fólki kost á því
að sjá hvernig búskapur hjá
ungu fólki fer fram í dag. Mér
fínnst stundum eins og fólk sem
ekki er úr sveit hafi myndað sér
staðlaða og kannski skakka
mynd af sveitalífínu,“ sagði Ólöf.
Hreyfing fyrir kýmar
Með byggingu nýja fjóssins var
kúnum fjölgað. Nú eru básar fyr-
ir 16 kýr, auk pláss fyrir kálfa og
geldneyti. Einnig hafa þau
mjaltabás sem tekur fjórar kýr i
einu. „Þeim sem hönnuðu fjósið
fannst það algert brjálæði að
hafa mjaltabás fyrir 16 kýr en
við vorum hörð á því. Maður fæð-
ist aðeins með eitt bak og það er
eins gott að fara vel með það.
Svo fá kýrnar hreyfingu tvisvar
á dag, þær myndu annars standa
allan veturinn á básunum. Það
skilar sér svo í heilbrigðari kúm
og betri mjólk og um það snýst jú
búskapurinn," sagði Ólöf.
Krakkarnir geta sótt kýrnar
Ólöf segir að það komi vel til
greina að leyfa gestum að taka
meiri þátt í mjöltunum heldur en
eingöngu að fylgjast með þeim í
gegnum glerið. „Við leyfum fólki
að koma inn í fjósið. Við erum
stór fjölskylda svo að kýrnar
kippa sér ekkert upp við það þótt
að fleira fólk sé í fjósinu en vana-
lega,“ sagði Ólöf. Þegar blaða-
maður spurði hana um hvort
kæmi til greina að leyfa krökk-
um að sækja kýrnar sér til
skemmtunar, þá svaraði hún:
„Ekkert sjálfsagðara," og var
ekki ljóst við að glampi kæmi í
augun á henni. „Eg bara bíð eftir
að krakkarnir hérna stækki svo
að þau geti náð í kýrnar upp á
eigin spýtur," sagði hún.
Hafa sótt um vínveitingaleyfí
Á Vogabúinu er einnig rekin
ferðaþjónusta. „Við erum með
tjaldsvæði og gistiskála sem við
höfum verið með í nokkur ár. Við
STÚLKURNAR Arnþrúður og Nanna klappa kálfinum Maísfjörnu
sem fæddist á kosninganóttina.
GESTIR fylgjast með mjöltum úr kaffistofunni,
vonumst til þess að við fáum eitt-
hvað af fólki af tjaldsvæðinu
hingað til okkar í kaffístofuna og
Qósið,“ sagði Ólöf. Hún sagði
einnig að þau væru búin að sækja
um vínveitingarleyfí og hefðu þá
einmitt erlenda ferðamenn í
huga. „Þegar þeir koma inn á
kaffihús þá fínnst þeim sjálfsagt
að hægt sé að fá bjór eða léttvín,
eru vanir því í sínu heimalandi.
Við munum þá væntanlega
lengja opnunartímann ef að leyf-
ið fæst,“ sagði Ólöf. Eins og er
hafa þau opið frá 8 til 10 á
morgnana og 17 til 20 á kvöldin.
Um helgar er svo opið til klukk-
an 22 á kvöldin.
Alltaf nóg að gera
Ekki er nóg með að Ólöf og
fjölskylda hennar reki ferðaþjón-
usta og hafí nú opnað ferða-
mannaljós heldur eru þau einnig
með 250 íjár og nokkra hesta.
„Við erum með meðalstórt bland-
að bú í raun og veru. Þessi ferða-
mannabúgrein er tilraun til að
skapa atvinnu, ekki það að mað-
ur hafí ekki alltaf nóg að gera,“
sagði Ólöf. Enn sem komið er er
það Qölskylda Ólafar sem vinnur
við búið en reyndar er hún núna
með franskan vinnumann og
frændi hennar á staðnum hefur
þýska stúlku sem húshjálp(au-pa-
ir). „Það má kannski segja að
þetta sé alþjóðlegur vinnustað-
ur,“ sagði Ólöf.
Að spjallinu við Ólöfú loknu þá
var kominn tími fyrir hana og
aðra fjölskyldumeðlimi að sækja
kýrnar og heQa mjaltir. Krakk-
arnir á bænum voru áhugasamir
um að blaðamaður og ljósmynd-
ari kynnitust búpeningnum náið
og kynntu þá meðal annars fyrir
kálfinum Mafsljörnu og ýmsum
öðrum íbúum þessa ljóss. Eftir að
mjöltum var lokið var kominn
tími til að kveðja þetta ferða-
mannafjós þar sem kýr og menn
una hag sínum saman.
Teknir
með fíkni-
efni
TVEIR menn voru handteknir
af fulltrúum í rannsóknardeild
lögreglunnar á Akureyri í vik-
unni vegna gruns um fíkniefna-
neyslu. Þeir reyndust við eftir-
grennslan vera undir áhrifum
fíkniefna og viðurkenndu við
yfirheyrslur neyslu og kaup á
fíkniefnum. Overulegt magn
fíkniefna fundust í íbúð sem
þeir dvöldu í.
Um liðna helgi var maður
handtekinn á skemmtistað á
Akureyri en hann hafði í fórum
sínum eitt gramm af am-
fetamíni.
Hjá rannsóknardeild lög-
reglunnar á Akureyri fengust
þær upplýsingar að áberandi
mikil aukning hefði orðið á
fíkninefnamálum í bænum á
þessu ári. Þegar hafa 23 mál af
slíku tagi komið til kasta rann-
sóknardeildar en voru 13 á
sama tíma í fyrra. Vaxandi
framboð á hvers konar fíkni-
efnum skýrir að einhverju leyti
þessa miklu aukningu.
Kristni-
boðsmót
KRISTNIBOÐSMÓT á vegum
Kristniboðssambandsins verð-
ur haldið að Löngumýri í
Skagafirði dagana 16. til 18.
júlí. Mótið hefst föstudags-
kvöldið 16. júlí með samkomu
þar sem Sigríður Halldórsdótt-
ir talar. Biblíulestur í umsjá
Benedikts Amkelssonar verð-
ur á laugardagsmorgun og
kristniboðssamkoma sem sr.
Helgi Hróbjartsson kristniboði
sér um verður síðdegis. Um
kvöldið verður vitnisburðar-
samkoma.
Messað verður í Miklabæj-
arkirkju að morgni sunnudags.
Jónas Þórisson kristniboði
predikar. Sr. Stína Gísladóttir
og sr. Dalla Þórðardóttir pró-
fastur Skagfirðinga þjóna fyrir
altari. Lokasamvera kristni-
boðsmótsins verður kl. 14 á
sunnudag þar sem sr. Helgi
talar en mótinu verður slitið kl.
15. Skráning er á Löngumýri
hjá sr. Stínu Gísladóttur.
Akureyrar-
maraþon um
helgina
HIÐ árlega Akureyrarmara-
þon fer fram næstkomandi
laugardag, 17. júlí. Þrjár vega-
lengdir verða í boði fyrir
hlaupara, hálft maraþon, 10 km
hlaup og 3 km skemmtiskokk.
Hlaupið hefst á Akureyrarvelli
kl. 12 en forskráning þarf að
berast fyrir fimmtudaginn 15.
júlí en skráningu lýkur föstu-
dagskvöldið 16. júlí. Skráning
fer fram í Sportveri á Akur-
eyri, hjá UFA, hjá ÍBA og á
skrifstofu Reykjavíkurmara-
þons.
Húfa á
Pollinum
Dægurlagapönkhlj ómsveitin
Húfa verður með uppákomu á
veitingahúsinu Pollinum í
kvöld, fimmtudagkvöldið 15.
júlí. Hljómsveitina skipa
Hreinn Laufdal og Rögnvaldur
gáfaði og mun hann einnig
flytja ljóð og gamanmál milli
laga. Hljómseitin sem er álitin
„besta“ hljómsveit landsins
mun útdeila gjöfum tO við-
staddra og reyna þannig að
standa undir væntingum svo
þeir haldi titlinum.