Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 43
-F ! MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 43* MINNINGAR l l I l JONA ÞURIÐUR BJARNADÓTTIR + Jóna Þuríður Bjarnadóttir fæddist á Bæjar- skerjum við Sand- gerði 20. október 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jóns- son, sjómaður og verkamaður í Sand- gerði, f. 7.9. 1893, d. 3.10. 1972 og kona hans Guðrún Benediktsdóttir, f. 6.6. 1893, d. 11.12. 1934. Bróðir hennar var Sigurður Ragnar Bjarnason, skipstjóri, f. 28.3. 1932 á Bæjarskerjum, d. 30.6. 1996. Jóna giftist hinn 11. júní 1949 Guðmundi Armanni Böðvars- syni, f. 19.7. 1926, vélstjóra í Vestmannaeyjum. Þau ólu upp Elsku Jóna mín, nú er hvíldin komin og þjáningarnar að baki, ég er þess fullviss að pabbi hefur tekið á móti þér opnum örmum. Minningarnar eru margar sem koma upp í huga mér frá því ég var lítil stúlka í heimsókn hjá þér í Vestmannaeyjum. Alltaf varstu til- búin að taka á móti mér og umvafð- ir mig ástríki þínu. Alla þína ævi varstu ávallt að hugsa um og spyrja hvernig líðan væri hjá öllum í fjölskyldunni okkar. Það er aðeins vika síðan ég talaði við þig síðast og alltaf varð ég að segja þér frá öllum þrátt fyrir mikil veikindi hjá þér. Þú hafðir alltaf pláss í hjarta þínu, elskan mín. Ung að árum misstir þú móður þína og var pabbi aðeins tveggja ára og fannst mér alltaf sambandið ykkar vera mjög sterkt eins og þú vildir ganga hon- um í móðurstað. Stærsta ham- ingjusporið þitt var er þú kynntist Mansa eins og við höfum ávallt kallað hann. Alltaf jafn rólegur og yfirvegaður og umhyggjan sem hann bar fyrir þér alveg fram á hinsta dag sýndi hans manngæsku. Stóri sólargeislinn í lífi ykkar var Leifa frænka; þvílík gleði í hjarta ykkar sem hún hefur gefið ykkur. Elsku Jóna mín, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og bið ég góðan guð að vernda Mansa, Leifu, og fjölskyldu hennar. Þín frænka Helga. Elsku frænka, nú ert þú búin að fá lausn frá þínum veikindum, og komin þangað sem engin veikindi eru til og komin til hans litla bróð- ur þíns og ég veit að hann hefur tekið á móti þér og leiðir þig sér við hlið. Þið voruð svo náin og þeg- ar hann pabbi veiktist af þessum hræðilega sjúkdómi og hann vissi hvað verða vildi, fór hann til stóru systur til Vestmannaeyja ásamt mömmu og innst inni vissi ég að hann var að fara til að kveðja, því þú varst orðin svo léleg tO heils- unnar svo þú gast ekki komið suð- ur. Þau áttu yndislega helgi með ykkur Mannsa og Leifu og Hös- kuldi og hvað þú varst dugleg að koma í jarðarförina eins lasin og þú varst. Þú varst búin að vera svo lengi veik og þráðir orðið hvíldina og lái ég þér ekki, þessi duglega og atorkusama kona bundin við hjóla- stól, og gast litla björg þér veitt. Hvað það var alltaf gaman að koma til ykkar til Vestmannaeyja og síð- ustu tvö árin heimsótti ég þig á spítalann þegar ég kom í árlega golfmótið til Eyja og þú varst alltaf svo stolt af stelpunni þegar ég var að segja þér hvernig mér hefði gengið í mótinu. Síðast þegar ég kom til þín lástu sofandi í rúminu og ég settist og tók í höndina á þér og þú opnaðir augun og sagðir „Sigrún" og brostir og heimtaðir Sigurleif Guðfinns- dóttur, f. 18.11. 1956 frá fæðingu. Maður hennar er Höskuldur Rafn Kárason frá Siglu- firði og eiga þau 3 syni: 1) Kára, f. 26.9. 1973 í sambúð með Díönu Lind Monzon, 2) Ármann, f. 20.10. 1977 og 3) Jónas, f. 13.3.1988. Jóna ólst upp hjá föðurfólki sínu að Bæjarskerjum frá níu ára aldri. Hún flutti til Vestmannaeyja 1947 og var þar við ræstingar í Barna- skóla Vestmannaeyja í yfir 30 ár. Hún bjó í Vestmannaeyjum frá 1947 fyrir utan 6 mánuði ár- ið 1973 vegna jarðeldanna. Útför Jónu fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 16. að komast framúr. Ég skyldi fá kaffi. Og við sátum og spjölluðum þangað tO flugvélin var að fara og ég þurfti að fara. Ég hlakkaði alltaf til þessara stunda, þú vUdir vita allt um okkur systkinin og mömmu, þú áttir í okkur hvert bein og okkur þótti svo inmlega vænt um Jónu frænku, því það varstu alltaf kölluð, uppáhaldsfrænkan mín. Það verður skrítið að koma tO Eyja í sumar og þú ekki lengur þar, en góðu minningarnar um þig munu ætíð vera í hjarta mínu og vO ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og alla væntumþykjuna sem þú sýndir mér. Elsku Mannsi, Leifa, Höskuldur og ömmubörnin hennar sem voru augasteinarnir hennar, guð styrki ykkur í sorg ykkar og söknuði, þið umvöfðuð hana elsku, umhyggju og ástúð og hefði hún ekki getað átt betri fjölskyldu. Guð blessi ykkur. Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytínga kennl Hér stefnu frelsarinn góður gaf, ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrlegum hosum löndum, . þar lífsins tré gróa á fógrum ströndum, við sumaryl og sólardýrð. Lát akker falla, ég er í höfn. Eg er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi, dimma dröfn, vor drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í Ægi falla, ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Vald. V. Snævarr) Vertu sæl, Jóna mín, hvfl þú í friði, við munum hittast síðar. Þín frænka Sigrún. Hún Jóna er látin eftir langt og strangt veikindastríð. Á hana herj- uðu erfiðir sjúkdómar sem smám saman drógu úr henni allan mátt. Það var sorglegt að horfa upp á þá baráttu fyrir aðstandendur og vini hennar. Jóna Bjarnadóttir og Ar- mann Böðvarsson hafa lengst af búið á VaUargötu 14 í Vestmanna- eyjum. Armann, sem við köllum alltaf Mannsa, og faðir minn, Guð- finnur Þorgeirsson, voru æskuvinir af Skólaveginum og af því leiddi að þegar þeir náðu sér í konur bund- ust þessar fjölskyldur vináttubönd- um. Jóna var með afbrigðum barn- góð og hafði einstakt lag á að láta börnum líða vel í návist sinni og alltaf átti hún eitthvað í handrað- anum tO að stinga upp í svanga munna. Mig langar tO að rifja upp nokkrar minningar sem ég á um hana Jónu vegna þess að ég stend í ævarandi þakkarskuld við hana og Mannsa sem alltaf hafa reynst mér og fjölskyldu minni svo afburða vel. Eitt sinn á bolludag, þegar móðir mín og Jóna hugðu á ferð upp í Lukku að kaupa egg, senni- lega tO bollubaksturs, áttum við að koma við hjá henni, en þau Mannsi bjuggu þá í Asum við Skólaveg. Við Bína systir mín höfðum boUuvend- ina með í för, því við ætluðum að flengja Jónu með vöndunum okkar í tOefni dagsins, eins og börn gerðu á þeim tíma. Eitthvað vorum við sein að vakna og mamma rak á eft- ir okkur, „því annars væri hún Jóna komin á fætur og við næðum ekki að flengja hana með boUu- vöndunum". Leið okkar lá yfir lóð Barnaskólans í Vestmannaeyjum og þegar komið var austarlega á lóðina sást heim að Asum. Sá ég þá að Jóna var á gægjum við eldhús- gardínuna, en þegar við komum inn tU hennar var hún auðvitað komin undir sæng og þóttist sofa, svo að við systkinin fengjum þá ánægju að flengja hana á bolludag- inn. Þannig var hún alltaf til í að gleðja krakka seint og snemma. Móðir mín lést haustið 1956 eftir barnsburð en foreldrar mínir höfðu þá eignast tvíburadætur, en fyrir vorum við tvö börn, ég 6 ára og Bína systir mín 9 ára. Nú voru góð ráð dýr fyrir föður minn því það var ekki auðvelt í hans sporum að halda heimOinu saman. Mál skipuð- ust þá þannig að ég, Jakobína syst- ir mín og Sigurleif, annar tvíburinn fórum til Jónu og Mannsa á Vallar- götuna, en Guðfinna, hin tvíbura- systirin, fór til Margrétar föður- systur minnar að Hamri við Skóla- veg. Hjá Jónu og Mannsa dvaldi ég í nær eitt ár, að undanteknum tveggja mánaða tíma um sumarið, sem ég var hjá Margréti frænku minni. Um vorið fiuttist Bína til Gunnu móðursystur okkar á Hálsi og var þar fram á haust, er faðir okkar fór að halda heimUi aftur og við eldri systkinin fluttumst heim á Brimhólabraut 8. Sigurleif ólst síð- an upp hjá Jónu og Mannsa sem þeirra eigin dóttir, en Guðfinna ólst upp hjá Margréti frænku okk- ar og Skarphéðni manni hennar. Mér líður aldrei úr minni hversu góð þau Jóna og Mannsi voru við okkur systkinin þennan vetur og reyndar aUar götur síðan. Við átt- um erfitt en þau reyndu að bæta okkur það upp á allan hátt. Þennan vetur fengum við Bína marga barnasjúkdóma hvern á eftir öðr- um og lágum veik vikum saman. Það má því geta nærri að það hefur reynt á hana Jónu að hugsa um okkur bæði veik og sorgmædd fyr- ir utan að vera með Leifu litlu. En hún leysti þetta hlutverk af stakri prýði og þolinmæði sVo að við bú- um bæði að síðan. Og ekki skemmdi hann Mannsi fyrir. Hann kenndi mér ýmis spU og kapla, sem ég gat síðan dundað mér við og las fyrir mig þegar tími gafst tU. Og ekki var hann fyrr kominn af sjó en hann var tUbúinn að spUa við mig og stytta mér stundir, sjálfsagt oft dáuðþreyttur eftir strangan dag á sjónum. Mér er minnisstætt að vorið 1957 var gríðarstór pollur á Mangatúni, þar sem nú stendur barnaheimUið Rauðagerði. Þessi poUur freistaði mjög margra krakka á þessu svæði og svo fór að tvisvar kom ég heim á VaUargötu gegnblautur eftir að hafa farið í. pollinn. En Jóna tók mér opnum örmum, skipti um föt á mér og sagði mér að fara aftur út að leika. I þriðja sinn sem ég kom heim rennvotur klæddi hún mig í föt en sagði að nú væru ekki til fleiri föt, og ef ég bleytti mig einu sinni enn í pollinum yrði ég að gjöra svo vel að vera inni meðan verið væri að þurrka fötin mín. Hún var ekki að skammast þó ærin ástæða væri tU. Það var fallegur vordagur og ég lét segjast og hélt mig frá poUinum það sem eftir var dags. Eftir að faðir minn fór að halda heimUi aftur haustið 1957 leitaði ég mikið til Jónu og Mannsa og hef gert fram á þennan dag og alltaf reyndust þau mér jafn vel. Þegar við HOdur eignuðuðumst eldri drenginn okkar, Leif Geir, var Jóna boðin og búin að aðstoða okk- ur og passaði hann oft, enda varð hann yfir sig hrifinn af henni. Sömu sögu var að segja um yngri son okkar, Birgi Hrafn, og öll börn sem kynntust henni. Hjá henni var alltaf að finna sömu glöðu og góðu konuna sem náði svo einstaklega vel tU allra barna. Hún hafði aUtaf eitthvað að gefa og var ávallt tilbú- in að leggja öðrum lið. Það er því margt að þakka þegar ég kveð hana Jónu. Það var átak- anlegt að sjá hvernig sjúkdómar herjuðu á þessa kraftmiklu, fljót- huga og skapgóðu konu. Hún átti oft erfitt þegar hún gat ekki lengur gert margt af því sem hana langaði svo mjög að gera, því áhugamál átti hún fjölmörg. Elsku Jóna mín, ég þakka þér fyrir alla þá velvild og gæsku sem þú sýndir mér, systkinum mínum og fjölskyldu minni. Það var ómet- anlegt að eiga þig að. Elsku Mannsi minn, Leifa, Höskuldur, Kári, Mannsi og Jónas. Nú er komin sú stund sem við öll höfum reynt að búa okkur undir, en kemur samt alltaf svo óvænt að undirbúningur okkar dugar skammt. Góður Guð gefi ykkur styrk á erfiðum stundum og megi allar góðu minningarnar um hana Jónu verða ykkur sú gleði sem styrkir í sorginni. Hafsteinn Guðfinnsson. GUNNAR HJALTASON + Gunnar Ásgeir Hjaltaon fæddist á Ytri-Bakka við Eyjafjörð 12. nóvem- ber 1920. Hann lést á St. Jósefsspftala í Hafnarfirði 24. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kristskirkju í Landakoti 7. júlí. Þegar sumarsólin var rétt um það bO að ná hámarki og gróður- inn að fylla loftið ang- an, hvarf hann af okkar sjónarsviði, listamaðurinn fjölfróði og drengiyndi, Gunnar Ásgeir Hjaltason. Um ætt hans verður hér ekki fjallað enda munu það gera þeir, sem mér eru tU þess hæfari. Kunningsskapur okkar Gunnars hófst innan vébanda Rótarý- klúbbanna í Garðabæ og Hafnar- firði, og sameiginleg áhugamál og viðhorf þróuðust upp í vináttu, sem verið hefur mér mikO gjöf. Gunnar var alveg einstakur mað- ur, prúðmenni til orðs og æðis, hóg- vær og hreinlyndur. ÖU hans fram- koma bar vott um fágun hans innri manns. Ég held að hann hafi átt þann frábæra eiginleika að geta gefið hverjum einstaklingi, sem hlotnaðist sú gæfa að kynnast hon- um persónulega, svo mikið, sem ekki verður tO fuUs skUgreint, með því sem hann var. Hann hafði ferð- ast mikið um landið og þekking hans á náttúru þess var víðtæk og spannaði frá fjalli tO fjöru. Hann sá það ekki bara með næmu auga listamannsins heldur einnig hins forvitna, glöggskyggna náttúru- skoðara og reyndi að gera sér grein fyrir hvernig það hefi orðið tU eða einstök drög þess þróast og mótast eða væru í mótun, því hann gerði sér, flestum öðrum fremur, Ijóst að í náttúrunnar ríki er engin kyrr- staða til. Alveg sérstakt var að hlusta á Gunnar lýsa landslagi, en jafnframt frásögninni teiknaði hann myndir á blað. Svo frábært var sjónminnið að honum var leikur einn að töfra það fram hvort heldur var landslag í stórum dráttum eða lítíll móbergsskúti. HeUan bunka slíkra tældfærismynda á ég í fórum mínum. Við ráðgerðum oft ferðir inn á hálendið. Aðeins ein þeirra kom tU framkvæmda þegar ég slóst í för með honum og nokkrum góð- vinum austur fyrir Sveinstind. Þar rissaði hann upp drög af landslag- inu norður yfir Langasjó og norður yfir jökul. Aðeins tók það hann nokkrar mínútur, það var nóg tO þess að fullvinna síðar stóra mynd. Þar og í mörgum öðrum myndum Gunnars er móbergið afhjúpað í sinni naktra tinda fegurð og hrein- leika. Gunnar var myndskáld mó- bergsins. Frásagnarmáti Gunnars var eink- ar skýr en sérstæður. Aheyranda fannst eins og Gunnar kæmi þar hvergi við sögu, þetta einfaldlega var, en hann sjálfur eins og hlutlaus áhorfandi. Gunnar er okkur horfinn en við minningu hans er gott að dvelja og á hana fellur aldrei skuggi. Hann var listamaður af lífi og sál, en spurning verður það mér hvort hann var þó ekki mestur í listinni að lifa. Eftirlifandi eiginkonu Gunnars og öllum nákomnum sendum við hjónin okkar innUegustu samúðar- kveðjur. Guðrún og Jón Jónsson. Kveðja frá íþrótta- Magi Reykjavíkur Gunnar Ásgeir Hjaltason var einn af þeim mönnum sem lögðu fram mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttafélag Reykjavíkur og þá sér- staklega skíðaíþróttina, sem var honum einkar hugleOdn. Gunnar var mjög virkur í félagsstarfi skíðadeOd- ar IR allt frá upphafi. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, sat m.a. í stjórn Skíðasambands íslands, Skíðaráði Reykjavíkur og þá ávallt sem fuUtrúi ÍR. Á fjöUum uppi kunni hann alltaf best við sig. Gunn- ar sótti yrkisefni í málverk sín yfir- leitt tO íjaUa enda ferðaðist hann ekki eingöngu um íslensk fjöU, held- ur einnig um alpana þar sem hann naut útivistar og skíðaferða ásamt því að festa það sem fyrir augu bar á léreft. Listrænir hæfOeOíar Gunnars voru miklir og hann var guUsmiður góður. Forsetaembættið leitaði oft tO Gunnars ef smíða þurfti gjafir til handa þjóðhöfðingjum. Oft leituðu forsvarsmenn ÍR tO Gunnars ef gefa átti tækifærisgjafir eða verðlauna- gripi og aUtaf brást hann við af sömu fjúfmennskunni. Gunnar virkaði á mann yfirleitt sem vel yfirvegaður maður og aUtaf fann maður fyrir hlýjunni sem geislaði frá honum og stutt var í brosið og glaðværðina. Gunnar hafði dómararéttindi tU að dæma á skíðamótum og ófá eru þau skíðamótin sem hann hefir dæmt í og þá hvort sem var í alpa- eða nor- rænum greinum. Gunnar var sjálfur mjög góður skíðamaður í öUum greinum en einnig var hann góður mUlivegalengdarhlaupari. Eftir að hafa starfað með og fyrir ÍR í fjölda ára tók hann tU hendinni við eflingu Skíða- og Skautafélags Hafnarfjarðar, eftir að hann flutti tU Hafnarfjarðar. Þrátt fyrir það var hann alltaf sami góði IR-ingur- inn og mætti yfirleitt á alla mann- fagnaði á vegum ÍR. Gunnar bar Gullskíði Skíðadeildar sem er viður- kenning fyrir 25 ára starf og hann var einnig sæmdur æðstu heiður- sviðurkenningu ÍR sem er Stórridd- arakross með stjörnu. Við ÍR-ingar söknum góðs drengV og þökkum fyrir að hafa fengið að * njóta samvista við hann tU svo margra ára. Við færum eftirlifandi eiginkonu Gunnars, frú Jónu Krist- ínu Amundadóttir, börnum og fjöl- skyldum þeirra okkar innOegustu samúðarkveðjur. F.h. íþróttafélags Reykjavíkur, , Þdrir Lárusson. K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.