Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 31 ERLENT Vopnaeftir- litsmenn til Bagdad Aminan, Bagdad, Sameinuðu þjóounum. AFP, AP. HOPUR alþjóðlegra vopnaeftirlits- manna hélt í gær til Bagdad, höfuð- borgar íraks, og er markmið ferð- arinnar að loka tilraunastofu sem fulltrúar vopnaeftirlitsnefndar Sa- meinuðu þjóðanna (UNSCOM) skildu eftir er þeir héldu frá landinu við upphaf loftárásanna seint á síð- asta ári. Þá munu eftirlitsmennirnir eyða talsverðu magni af sinnepsgasi er varð eftir við brottför UNSCOM. Saddam Hussein, forseti Iraks, féllst á að leyfa eftirlitsmönnum að koma til landsins, að því tilskyldu að engin tengsl væru á milli þeirra og UNSCOM. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að fjórir sérfræðingar frá Kína, Póllandi, Rússlandi og Suður-Afríku myndu aka frá Amm- an til Bagdad í fylgd Yaako Ylitalo, yfirmanns hinnar yfirgefnu til- raunastofu, og að Prakash Shah, sérlegur fulltrúi aðalritara SÞ í írak, myndi fara fyrir hópnum. Er talið að vopnaeftirlitsmennirnir muni dvelja í um viku við störf sín. I Bagdad munu erindrekar frá Rússlandi, Frakklandi og Kína - þremur af fimm fastaríkjum örygg- isráðs SÞ og þeim sem gagnrýnt hafa viðskiptabann SÞ á írak - mæta hópnum og fylgja honum uns mark- miðum ferðarinnar hefur verið náð. Richard Butler, fyrrverandi yfir- maður UNSCOM, viðurkenndi þann 1. júm' sl., eftir ítrekaða gagn- rýni fulltrúa Rússlands í öryggis- ráðinu, að eftirlitsmenn UNSCOM hafi skilið eftir um eitt kfló af sinn- epsgasi á tilraunastofu sinni í Bagdad. Sagði hann þó að mönnum og umhverfi stafaði engin hætta af efninu. Bretar beita sér fyrir samstöðu öryg-gisráðsins Bretar fóru þess á leit við kín- versk, frönsk og rússnesk stjórn- völd á mánudag að. þau myndu ná samstöðu um að binda endi á þrá- tefli það sem upp hefur komið innan öryggisráðsins vegna viðskipta- bannsins á írak. Hvatti Sir Jeremy Greenstock, sendiherra Bretlands hjá SÞ, ríkin til að sýna samstöðu, á lokuðum fundi öryggisráðsríkjanna fimmtán á mánudag. Heimildamenn AFP sðgðu í gær að á fundinum hefði Greenstock varað fulltrúa rfkjanna - án þess að nefna hvaða rfki ættu í hlut - við því að tefja fyr- ir framgangi málsins. Fundinum var frestað eftir að Andrei Lavrov, fulltrúi Rússa, sagði að ályktunardrög Breta næðu ekki nægilega langt í þá átt að aflétta viðskiptabannmu á írak. Deilt um notkun þýzku á ESB- fundum kvæmni í notkun þeirra. Hann nefnir sem dæmi að á stjórnarfund- um Evrópska seðlabankans (ECB) væri aðeins töluð enska, og gefur í skyn að með því að láta undan kröfu Þjóðverja yrði skapað for- dæmi sem gæti leitt til þess að þess yrði krafizt að þýtt yrði á enn fleiri tungumál, svo sem spænsku og ítölsku. Á formlegum fundum ráð- herraráðsins er þýtt á öll 11 opin- ber tungumál ESB. Síðustu tvö formennskuríki voru einmitt Þýzkaland og Austurríki, en þau ríki sem gegndu formennsk- unni þar á undan, Bretland, Hol- land og Lúxemborg, létu öll einnig þýða á þýzku á öllum fundum ráð- herraráðsins. ynopA Heisinki. Reuters. PAAVO Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, sagði í gær að finnsk stjórnvöld myndu ekki gefa eftir í tungumáladeilu sem upp er komin við Þýzkaland og Austur- ríki. Deilan snýst um að Þjóðverjar og Austurrficismenn krefjast þess að hægt sé að nota þýzku á óform- legum fundum ráðherraráðs Evr- ópusambandsins (ESB), en Finn- ar, sem tóku í byrjun þessa mán- aðar við formennsku í ráðinu, telja nóg að vinnumál á slíkum fundum séu franska, enska og tunga for- mennskuríkisins, þ.e. finnska. „Einkum og sér í lagi ættu stór ríki að axla ábyrgð fyrir allt [sam- bandið] í stað þess að hugsa aðeins um eigin upphefð," skrifaði Lipponen í grein sem birtist í dag- blaðinu Turun Sanomat. Fulltrúar Þýzkalands og Austur- ríkis sniðganga fundi Fulltrúar Þýzkalands og Austur- ríkis sniðgengu óformlegan fund iðnaðarráðherra ESB sem fram fór í Oulu 2.-3. júlí, og í gær staðfesti embættismaður finnsku stjórnar- innar að það sama yrði uppi á ten- ingnum er menningármálaráðherr- ar ESB-ríkjanna hittast í Sa- vonlinna á sunnudaginn. Lipponen segist vilja einfalda þær reglur sem gilda um tungu- málanotkun í starfi ESB; skera ætti niður fjölda þeirra vinnumála sem notast væri við og bæta sam- HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL — Skeiíunni 19 - S. 568 1717 — Hóta Pakistönum vopnavaldi N£ju Deihf. Reuters. GEORGE Fernandez, varnar- málaráðherra Indlands, sagði í gær að brottflutningur skæruliða múslíma í Kasmír af því landsvæði sem þeir hafa verið að berjast um yfirráð yfir við indverska herinn, færi fram samkvæmt áætlun. Fernandes varaði hins vegar paki- stönsk stjórnvöld við því að vopna- valdi yrði beitt ef skæruliðarnir yrðu ekki farnir af svæðinu á föstudag. Stjórnvöld í Indlandi halda því fram að samkomulag hafi náðst við pakistönsk stjórnvöld sl. sunnudag um að skæruliðar skyldu hörfa frá svæðinu fyrir föstudaginn, en Tariq Altaf, talsmaður pakistanska utanríkisráðuneytisins, neitaði þessu á þriðjudaginn. Ráðamenn á Indlandi segjast ekki munu ræða við pakistönsk stjórnvöld fyrr en skæruliðarnir verða farnir á brott af svæðinu og virða þá línu er skiptir Kasmír í tvennt, í yfirráðasvæði Indverja og Pakistana. Útsala-útsala Meiriháttar útsala í Skæði Ótrúleg verð Herraskór Barnaskór Dömuskór Pollini töskur og smávara **& ^\Xjf afsláttur i \i /o SHcgcíí ,.¦'..¦:¦ Kringlunní 8-12 Síms 568 9345 Rýmingarsala ^rsluninhíStjJ AHt á að seljast Ath. Einungis 3 dagar eftir 30-70% afslattui* af öllum vörum oeAt slcórinn Itt'Ll? SIMI 581 2966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.