Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 31

Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 31 V opnaeftir- litsmenn til Bagdad Amman, Bagdad, Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP. HOPUR alþjoðlegra vopnaeftirlits- manna hélt í gær til Bagdad, höfuð- borgar Iraks, og er markmið ferð- arinnai- að loka tilraunastofu sem fulltrúar vopnaeftirlitsnefndar Sa- meinuðu þjóðanna (UNSCOM) skildu eftir er þeir héldu frá landinu við upphaf loftárásanna seint á síð- asta ári. Þá munu eftirlitsmennirnir eyða talsverðu magni af sinnepsgasi er varð eftir við brottför UNSCOM. Saddam Hussein, forseti íraks, féllst á að leyfa eftirlitsmönnum að koma til landsins, að því tilskyldu að engin tengsl væru á milli þeirra og UNSCOM. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að fjórir sérfræðingar frá Kína, Póllandi, Rússlandi og Suður-Afríku myndu aka frá Amm- an til Bagdad í fylgd Yaako Ylitalo, yfirmanns hinnar yfirgefnu til- raunastofu, og að Prakash Shah, sérlegur fulltrúi aðalritara SÞ í Irak, myndi fara fyrir hópnum. Er talið að vopnaeftirlitsmennimir muni dvelja í um viku við störf sín. í Bagdad munu erindrekar frá Rússlandi, Frakklandi og Kína - þremur af fimm fastaríkjum örygg- isráðs SÞ og þeim sem gagnrýnt hafa viðskiptabann SÞ á írak - mæta hópnum og fylgja honum uns mark- miðum ferðarinnar hefur verið náð. Richard Butler, fyrrverandi yfir- maður UNSCOM, viðurkenndi þann 1. júní sl., eftir ítrekaða gagn- rýni fulltrúa Rússlands í öryggis- ráðinu, að eftirlitsmenn UNSCOM hafi skilið eftir um eitt kíló af sinn- epsgasi á tilraunastofu sinni í Bagdad. Sagði hann þó að mönnum og umhverfi stafaði engin hætta af efninu. Bretar beita sér fyrir samstöðu öryggisráðsins Bretar fóru þess á leit við kín- versk, frönsk og rússnesk stjórn- völd á mánudag að. þau myndu ná samstöðu um að binda endi á þrá- tefli það sem upp hefur komið innan öryggisráðsins vegna viðskipta- bannsins á írak. Hvatti Sir Jeremy Greenstock, sendiherra Bretlands hjá SÞ, ríkin til að sýna samstöðu, á lokuðum fundi öryggisráðsríkjanna fimmtán á mánudag. Heimildamenn AFP sögðu í gær að á fundinum hefði Greenstock varað fulltrúa ríkjanna - án þess að nefna hvaða ríki ættu í hlut - við því að tefja fyr- ir framgangi málsins. Fundinum var frestað eftir að Andrei Lavrov, fulltrúi Rússa, sagði að ályktunardrög Breta næðu ekki nægilega langt í þá átt að aflétta viðskiptabanninu á Irak. Deilt um notkun þýzku á ESB- fundum Helsinki. Reuters. PAAVO Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, sagði í gær að finnsk stjórnvöld myndu ekki gefa eftir í tungumáladeilu sem upp er komin við Þýzkaland og Austur- ríki. Deilan snýst um að Þjóðverjar og Austurríkismenn krefjast þess að hægt sé að nota þýzku á óform- legum fundum ráðherraráðs Evr- ópusambandsins (ESB), en Finn- ar, sem tóku í byrjun þessa mán- aðar við formennsku í ráðinu, telja nóg að vinnumál á slíkum fundum séu franska, enska og tunga for- mennskuríkisins, þ.e. finnska. „Einkum og sér í lagi ættu stór ríki að axla ábyrgð fyrir allt [sam- bandið] í stað þess að hugsa aðeins um eigin upphefð," skrifaði Lipponen í grein sem birtist í dag- blaðinu Tuvun Sanomat. Fulltrúar Þýzkalands og Austur- ríkis sniðganga fundi Fulltrúar Þýzkalands og Austur- ríkis sniðgengu óformlegan fund iðnaðarráðherra ESB sem fram fór í Oulu 2.-3. júlí, og í gær staðfesti embættismaður finnsku stjórnar- innar að það sama yrði uppi á ten- ingnum er menningarmálaráðherr- ar ESB-ríkjanna hittast í Sa- vonlinna á sunnudaginn. Lipponen segist vilja einfalda þær reglur sem gilda um tungu- málanotkun í starfi ESB; skera ætti niður fjölda þeirra vinnumála sem notast væri við og bæta sam- kvæmni í notkun þeh’ra. Hann nefnir sem dæmi að á stjómarfúnd- um Evrópska seðlabankans (ECB) væri aðeins töluð enska, og gefur í skyn að með því að láta undan kröfu Þjóðverja yrði skapað for- dæmi sem gæti leitt til þess að þess yrði krafizt að þýtt yrði á enn fleiri tungumál, svo sem spænsku og ítölsku. Á formlegum fundum ráð- herraráðsins er þýtt á öll 11 opin- ber tungumál ESB. Síðustu tvö formennskuríki voru einmitt Þýzkaland og Austurríki, en þau ríki sem gegndu formennsk- unni þar á undan, Bretland, Hol- land og Lúxemborg, létu öll einnig þýða á þýzku á öllum fundum ráð- herraráðsins. imaffllbol ÁSUNDBOLUM Eitt verð kr. n o 1 r 1 Æ! IREYS1 FINGAR - ÚTIVIST - BÓMI ■ Skeiíunni 19-S. 568 1717 i ULL Hóta Pakistönum vopnavaldi Nýju Delhí. Reuters. GEORGE Fernandez, varnar- málaráðherra Indlands, sagði í gær að brottflutningur skæruliða múslíma í Kasmír af því landsvæði sem þeir hafa verið að berjast um yfirráð yfir við indverska herinn, færi fram samkvæmt áætlun. Fernandes varaði hins vegar paki- stönsk stjórnvöld við því að vopna- valdi yrði beitt ef skæruliðarnir yrðu ekki farnir af svæðinu á föstudag. Stjórnvöld í Indlandi halda því fram að samkomulag hafi náðst við pakistönsk stjórnvöld sl. sunnudag um að skæruliðar skyldu hörfa frá svæðinu fyrir föstudaginn, en Tariq Altaf, talsmaður pakistanska utanríkisráðuneytisins, neitaði þessu á þriðjudaginn. Ráðamenn á Indlandi segjast ekki munu ræða við pakistönsk stjórnvöld fyrr en skæruliðarnir verða farnir á brott af svæðinu og virða þá línu er skiptir Kasmír í tvennt, í yfirráðasvæði Indverja og Pakistana. BMMHBRMBMMMHMMMMMM Útsala-útsala Meiriháttar útsala í Skæði Otrúleg verð Herraskór Barnaskór Dömuskór Pollini töskur og smávara Allt að 70% afsláttur ÉlÍÍÍlIIÍP ^^fflfflÍffli ml Kringlunrtí 8-12 Sími 568 9345 Rýmingarsala Yr-«lnnin Allt á að seljast Ath. Einungis 3 dagar eftir 0-70% afslattur af öllum vörum rfKœU -^skórinn símS5lf 2966

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.