Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 76
miilai'mn á Íslandi "'fl,í's RS'6000 i NÝHERJI ¦ óríð 1998 /1H_3 ELji Sr'mi: 569 7700 ttgmtftlafeife Eigna lífeyrir @BtJNAÐARBANKÍNN www.bi.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103REYKJAVIK, SÍMISWUOO, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3O40, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKVREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 15. JULI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Breyttur svipur á Gullfossi -JHVÍTÁ veltur fram kolmórauð og illúðleg við Gullfoss en ásýnd árinnar og fossins er talsvert önnur en venjulega vegna vatna- vaxtanna að undanförnu. Heldur er tekið að sjatna í ánum eftir framburð Hagafellsjökuls en talsverður tími Iíður áreiðanlega áður en allt verður komið í samt lag á ný. ¦ Göngubrú/38 Morgunblaðið/RAX ? ?? Tímapantan- I ir hjá lækn- um á Netinu? Um næstu áramót verður tæknilega framkvæmanlegt að panta tíma hjá lækni gegnum Netið og koma fyrir- spurnum áleiðis til lækna með tölvu- pósti. I haust verður sett upp tölvukerfi fyrir eina heilbrigðisstofnun hér á landi sem er svipað í uppbyggingu og kerfíð sem hannað var fyrir emb- ætti ríkisskattstjóra og gerir fólki kleift að fylla út skattframtalið á j^Ietinu. í þessu tilfelli geta sjúkling- ar farið inn á heimasíðu stofnunar- innar og fyllt út eyðublað með upp- lýsingum um sig sem þeir taka svo með sér í skoðunina í stað þess að fylla eyðublaðið út á staðnum. Upp- lýsingarnar hafa þegar borist í sjúkraskrá viðkomandi stofnunar þegar sjúklingurinn kemur í viðtal. ¦ Tæknilega/24 39 tungu- mál töluð í leik- skólum I FYRRAHAUST voru 272 börn af erlendum uppruna á leikskólum Reykjavíkurborg- ar. Þessi börn töluðu samtals 39 tungumál, en fjölmennustu tungumálahóparnir voru börn sem töluðu ensku, taílensku, filippseysk mál, frönsku og þýsku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Dagvistar barna fyrir árið 1998. I lok síðasta árs voru 5.548 börn á leikskólum borgarinn- ar, 447 börn voru hjá einka- reknum leikskólum og 1.000 börn hjá dagmæðrum. Um og yfír 90% 3-5 ára barna eru á leikskólum, um 70% tveggja ára barna og 16% eins árs barna. Á árinu 1998 bárust 2.149 umsóknir um leikskólapláss í borginni, en umsóknirnar voru 2.249 árið 1997. Fram kemur í ársskýrslunni að 2.431 barn sé á biðlista eftir plássi á leik- skóla, þar af eru 1.790 börn giftra foreldra eða foreldra í sambúð, en 554 börn einstæðra foreldra. 71 umsókn liggur fyr- ir frá námsmönnum og 16 börn starfsmanna leikskólanna bíða eftir plássi. Skýrsla Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar um samkeppnisstöðu ríkja Island færðist úr þrítug- asta sæti í það átjánda SAMKEPPNISSTAÐA Islands hefur í ár færst í 18. sætið úr því 30. í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum. Hefur ísland þar með skipað sér á svipaðan bekk og önnur Norður- lönd. í skýrslunni eru metin 59 lönd og eru þar skoðuð fjölmörg atriði er varða samkeppnisstöðu svo sem þróun í þjóðarframleiðslu, skattar, laun, atvinnuleysi, erlendar fjárfestingar og afskipti ríkisvalds af atvinnulífinu. Vinnuveitendasamband íslands hefur séð um öflun gagna í skýrsl- una og segir Davíð Stefánsson verk- efnastjóri að Island hafi síðustu árin verið um miðjan listann eða rétt neðanviðþað. Núhafiþaðhinsveg- ar stokkið upp um tólf sæti. Ut úr skýrslunni má lesa þróun í efna- hagsmálum þeirra 59 landa sem þar er fjallað um og getur hún því ann- ars vegar verið stjórnvöldum leið- beining um hvar bæta megi úr og hins vegar erlendum fjárfestum um hvar vænlegt sé að bera niður. Af Norðurlöndunum er Finnland efst á listanum eða í 11. sæti en var í fyrra í því fimmtánda, Noregur hef- ur fallið úr 9. í 15., Danmörk er í 17. sæti og hefur fallið um eitt sæti og Svíþjóð er í 19. sæti en var í því 23. I þremur efstu sætunum eru Singapúr, Bandaríkin og Hong Kong. Singapúr var einnig í fyrsta sætinu í fyrra en Bandaríkin og Hong Kong hafa sMpst á sætum. Neðst á listanum eru Zimbabve, Úkraína og Rússland sem voru á síðasta ári í 51.-53. sæti. Singapúr og Hong Kong eru talin sterk þrátt fyrir lægð í efnahagslífi víða í Asíu vegna þess að áhrif hennar eru lítil á þau atriði er varða langtímahagvöxt. Singapúr sé hátt metið vegna mikils hlutfalls sparn- aðar og fjárfestinga og lágra skatta. Hong Kong lækkaði einkum vegna minnkandi sparnaðar. Ýmis önnur lönd í Asíu hafa fallið um all- mörg sæti á listanum síðustu tvö árin, svo sem Malasía, Taíland, Taí- van og Indónesía. Árleg aukning þjdðarframleiðslu 2,83% I skýrslunni er einnig að finna spá um aukningu í þjóðarfram- leiðslu árin 2000 til 2008. Þar er Singapúr enn í fyrsta sæti þar sem spáð er um 5% árlegri aukningu, í nokkrum löndum er spáð rúmlega 4% aukningu, svo sem Taívan, Malasíu, Hong Kong og Bandaríkj- unum. Island er þar í 35. sæti og spáð 2,83% árlegri aukningu en meiri aukningu er spáð hjá Finn- landi eða 3,81% og í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku er spáð rúmlega 3% aukmngu. Reutere Orn Evrópumeistari ÖRN Arnarson, sundkappi úr SH, varð í gær Evrdpumeistari ung- tinga í 200 metra skriðsundi á EM í Moskvu. Hann er fyrstur ís- lenskra sundmanna til að íiljót.-t Evrópumeistaratitil unglinga, en hann varð Evrópumeistari í 200 metra baksundi fullorðinna i 25 metra laug í fyrra. Orn synti á 1.51,56 mínútum í úrslitunum og var 14/100 úr sek- úndu á undan næsta keppanda. Is- landsmet hans í greininni er 1.50,63 mín. og setti hann það á EM unglinga í fyrra er hann hafn- aði í öðru sæti. Hann hafði forystu í sundinu frá upphafi til enda og sigur hans var aldrei í hættu. „Eg setti stefnuna á sigur, enda var ég með besta skráðan tíma keppenda fyrir mótið. Eg var annar í þessari grein á mótinu í fyrra og strákur- inn sem vann þá er orðinn of gam- all til að keppa hér. Það þurfti því ekki að koma á óvart að ég ynni," sagði Örn við Morgunblaðið. ¦ „Er alsæll"... / Cl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.