Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 76

Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJiaMBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK litgfij , ■ '■'‘■tltssjlgj Breyttur Morgunblaðið/RAX 39 tungu- mál töluð í leik- skólum í FYRRAHAUST voru 272 böm af erlendum uppruna á leikskólum Reykjavíkurborg- ar. Þessi börn töluðu samtals 39 tungumál, en fjölmennustu tungumálahópamir voru börn sem töluðu ensku, taflensku, filippseysk mál, frönsku og þýsku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Dagvistar bama fyrir árið 1998. I lok síðasta árs vom 5.548 börn á leikskólum borgarinn- ar, 447 böm vom hjá einka- reknuin leikskólum og 1.000 börn hjá dagmæðram. Um og yfir 90% 3-5 ára barna era á leikskólum, um 70% tveggja ára bama og 16% eins árs bama. Á árinu 1998 bárust 2.149 umsóknir um leikskólapláss í borginni, en umsóknirnar voru 2.249 árið 1997. Fram kemur í ársskýrslunni að 2.431 bam sé á biðlista eftir plássi á leik- skóla, þai’ af eru 1.790 böm giftra foreldra eða foreldra í sambúð, en 554 böm einstæðra foreldra. 71 umsókn liggur fyr- ir frá námsmönnum og 16 böm starfsmanna leikskólanna bíða eftir plássi. Skýrsla Alþjóðaefnahagsstofnimarinnar um samkeppnisstöðu ríkja svipur a Gullfossi JFVÍTÁ veltur fram kolmórauð og illúðleg við Gullfoss en ásýnd árinnar og fossins er talsvert önnur en venjulega vegna vatna- vaxtanna að undanförnu. Heldur er tekið að sjatna í ánum eftir framburð Hagafellsjökuls en talsverður tími líður áreiðanlega áður en allt verður komið í samt lag á ný. ■ Göngubrú/38 -------------- Tímapantan- . ir hjá lækn- um á Netinu? Um næstu áramót verður tæknilega framkvæmanlegt að panta tíma hjá lækni gegnum Netið og koma fyrir- spurnum áleiðis til lækna með tölvu- pósti. I haust verður sett upp tölvukerfi fyrir eina heilbrigðisstofnun hér á landi sem er svipað í uppbyggingu og kerfíð sem hannað var fyrir emb- ætti ríkisskattstjóra og gerir fólki kleift að fylla út skattframtalið á j^fetinu. í þessu tilfelli geta sjúkling- ar farið inn á heimasíðu stofnunar- innar og fyllt út eyðublað með upp- lýsingum um sig sem þeir taka svo með sér í skoðunina í stað þess að fylla eyðublaðið út á staðnum. Upp- lýsingarnar hafa þegar borist í sjúkraskrá viðkomandi stofnunar begar sjúklingurinn kemur í viðtal. ■ Tæknilega/24 Island færðist úr þrítng- asta sæti í það átjánda SAMKEPPNISSTAÐA íslands hefur í ár færst í 18. sætið úr því 30. í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum. Hefur Island þar með skipað sér á svipaðan bekk og önnur Norður- lönd. í skýrslunni era metin 59 lönd og era þar skoðuð fjölmörg atriði er varða samkeppnisstöðu svo sem þróun í þjóðarframleiðslu, skattar, laun, atvinnuleysi, erlendar fjárfestingar og afskipti ríkisvalds af atvinnulífinu. # # Reuters Orn Evrópumeistari Vinnuveitendasamband íslands hefur séð um öflun gagna í skýrsl- una og segir Davíð Stefánsson verk- efnastjóri að ísland hafi síðustu árin verið um miðjan listann eða rétt neðan við það. Nú hafi það hins veg- ar stokkið upp um tólf sæti. Ut úr skýrslunni má lesa þróun í efna- hagsmálum þeirra 59 landa sem þar er fjallað um og getur hún því ann- ars vegar verið stjórnvöldum leið- beining um hvar bæta megi úr og hins vegar erlendum fjárfestum um hvar vænlegt sé að bera niður. Af Norðurlöndunum er Finnland efst á listanum eða í 11. sæti en var í fyrra í því fímmtánda, Noregur hef- ur fallið úr 9. í 15., Danmörk er í 17. sæti og hefur fallið um eitt sæti og Svíþjóð er í 19. sæti en var í því 23. I þremur efstu sætunum era Singapúr, Bandaríkin og Hong Kong. Singapúr var einnig í fyrsta sætinu í fyrra en Bandaríkin og Hong Kong hafa skipst á sætum. Neðst á listanum era Zimbabve, Ukraína og Rússland sem voru á síðasta ári í 51.-53. sæti. Singapúr og Hong Kong eru talin sterk þrátt fyrir lægð í efnahagslífi víða í Asíu vegna þess að áhrif hennar era lítil á þau atriði er varða langtímahagvöxt. Singapúr sé hátt metið vegna mikils hlutfalls sparn- aðar og fjárfestinga og lágra skatta. Hong Kong lækkaði einkum vegna minnkandi sparnaðar. Ýmis önnur lönd í Asíu hafa fallið um all- mörg sæti á listanum síðustu tvö árin, svo sem Malasía, Tafland, Taí- van og Indónesía. Árleg aukning þjóðarframleiðslu 2,83% I skýrslunni er einnig að finna spá um aukningu í þjóðarfram- leiðslu árin 2000 til 2008. Þar er Singapúr enn í fyrsta sæti þar sem spáð er um 5% árlegri aukningu, í nokkrum löndum er spáð rúmlega 4% aukningu, svo sem Taívan, Malasíu, Hong Kong og Bandaríkj- unum. Island er þar í 35. sæti og spáð 2,83% árlegri aukningu en meiri aukningu er spáð hjá Finn- landi eða 3,81% og í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku er spáð rúmlega 3% aukningu. ÖRN Arnarson, sundkappi úr SH, varð í gær Evrópumeistari ung- linga í 200 metra skriðsundi á EM í Moskvu. Hann er fyrstur ís- Ienskra sundmanna til að hljóta Evrópumeistaratitil unglinga, en hann varð Evrópumeistari í 200 metra baksundi fullorðinna í 25 metra laug í fyrra. Örn synti á 1.51,56 mínútum í úrslitunum og var 14/100 úr sek- úndu á undan næsta keppanda. Is- landsmet hans í greininni er 1.50,63 mín. og setti hann það á EM unglinga í fyrra er hann hafn- aði í öðru sæti. Hann hafði forystu í sundinu frá upphafi til enda og sigur hans var aldrei í hættu. „Eg setti stefnuna á sigur, enda var ég með besta skráðan tíma keppenda fyrir mótið. Eg var annar í þessari grein á mótinu í fyrra og strákur- inn sem vann þá er orðinn of gam- all til að keppa hér. Það þurfti því ekki að koma á óvart að ég ynni,“ sagði Örn við Morgunblaðið. ■ „Er alsæll“... / C1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.