Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Bryiyúlfur Brynjólfsson FRA bútasaumssýningunni á Hornafírði. Bútasaumssýn- ing á Höfn Höfn - Allsérstök sýning er nú í Pakkhúsinu á Höfn, það eru tæp- lega tuttugu bútasaumskonur sem sýna afrakstur vetrarins. Rúmlega fjörutíu konur sóttu námskeið sl. vetur á vegum Hand- raðans, sem er félag handverksfólks á Hornafirði, kennarar komu frá Frú Bóthildi í Reykjavík. Á sýningunni eru bæði strau- myndir og svo venjulegur búta- saumur, rúmlega 80 verk, allt frá púðum upp í rúmteppi í öllum regn- bogans litum og mikil fjölbreytni í munstrum. Ahugi á bútasaumi er orðinn mjög mikill og fer stöðugt vaxandi hér á landi. Héraðsskógar á Norður-Héraði Gróðursetning hafin á efra Jökuldal Vaðbrekku, Jökuldal - Gróðursetn- ing er hafin á efra Jökuldal á vegum Héraðsskóga. Eins og komið hefur fram í fréttum Morgunblaðsins stækkaði svæði Héraðsskóga til Norður-Héraðs á síðasta vetri með samningi þar um. Nú hafa níu bændur á Norður-Héraði gert samning við Héraðsskóga um nytja- skógrækt á Norður-Héraði og fleiri samningar eru í deiglunni. I síðustu viku hófst gróðursetn- ing á Grund á Jökuldal en Grund er eina býlið á efra Jökuldal sem gerði samning við Héraðsskóga í þetta sinn. Grund er yfir 300 metra yfir sjó og langt inni í landi. Að sögn Rúnars ísleifssonar, hjá Héraðs- skógum, er rennt blint í sjóinn með árangur af þessari gróðursetningu svo hátt yfir sjávarmáli en hann heldur að hægt sé að ná ágætis ár- angri á þessum stað eftir að hafa kíkt í trjágarða á efra Jökuldal. Það er skjólsælt þarna í Skotunum við Grund og það er kostur í skógrækt- inni. Við þessa gróðursetningu er aðal- lega notað íslenskt birki en aðrar tegundir, rússalerki og mýrarlerki, Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson KOLBRTJN Sigurðardóttir, skógarbóndi á Grund, vinnur við að gróð- urselja birki, rússalerki og mýrarlerki ásamt Wojereck Mrozkiercz og Kristofer Kubielas í Skotum við Kringilsá utan við Grund. Rúnar Is- leifsson frá Héraðsskógum leiðbeinir við gróðursetninguna. eru reyndar lítiEega með. Karl Jak- obsson, skógarbóndi á Grund, segir að hann sé búinn að hugsa lengi um að rækta skóg í landi sínu og segist hafa sótt um að komast inn í til- raunaverkefni fyrir 10 árum en ver- ið hafnað. Hann segist hafa haldið málinu við síðan og gert samning við Héraðsskóga nú og í fyrsta áfanga verði gróðursettar 9.000 plöntur, en síðan verði haldið áfram á næsta ári. Mareind stækkar Grundarfirði - Rafeindafyrirtækið Mareind hefur verið rekið af Halldóri Kr. Halldórssyni rafeindavirkja síðan 1993. Hann flutti reksturinn til Grundarfjarðar í janúar 1994. Halldór er borinn og barnfæddur Grundfirðingur. Til þessa hefur hann aðallega verið að þjónusta skip og báta, þ.e. í siglinga- og fiskleitartækjum. Reksturinn hefur gengið mjög vel og þjónustusvæðið stækkaði ört. Fékk hann þá til liðs við sig fyrrum starfsfélaga, Þorstein Sveinsson rafeindavirkja og gerðist hann meðeigandi. Þeir félagar eru mjög bjartsýnir á framtíðina og með haustinu ætla þeir að hefja alhliða þjónustu fyrir fyrirtæki. Morgunblaðið/Helga HALLDÓR Kr. Magnússon til vinstri og Þorsteinn Sveinsson fyrir framan fyrirtækið Mareind. Bryggjuhátíð á Drangsnesi Einmuna blíða á Búnaðarbankamóti Borgarnesi - Hið ár- lega Búnaðarbanka- mdt í knattspyrnu var haldið í Borgar- nesi helgina 2.-4. júlí sl. en mótið er fyrir 4.-7. flokk. Keppendur komu víðsvegar að af landinu: Rangárvöll- um, Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Sand- gerði, Garði, Bessa- staðahreppi, Blöndudsi, Bolung- arvík, Hvamms- tanga auk heimamanna. Voru keppendur um 800 talsins. Meðan mótið stóð yfir var ein- stök blíða í Borgarnesi. Mótið gekk mjög vel og framkoma keppenda og fylgjenda þeirra til fyrirmyndar utan vallar sem inn- an. Röð efstu liða í einstökum flokkum: 4. fl. A-lið: Bolungar- vfk, Umf. Bessastaðahrepps, Reynir Sandgerði. B.-lið: Bolung- arvík, Skallagrímur, Umf. Bessa- staðahrepps. 5. fl. A.-lið: Umf. Bessastaðarhrepps, Umf. Stokks- eyrar, KFR. B.-lið: Skallagrímur, Umf. Bessastaðahrepps, Skalla- Morgunblaðið/Ingimundur KRISTMAR J. Ólafsson, Jakob Skúlason for- maður knattspyrnudeildar Skallagríms og Jó- fríður H. Sigfúsdóttir framkvæmdastíóri deild- arinnar. grímur. 6. fl. A-Iið: Hamar Hveragerði, KFR, Ægir Þorláks- höfn. B.-lið: Umf. Bessastaða- hrepps, Kormákur Hvamms- tanga, Skallagrímur. 7. fl. A-lið: Skallagrímur, Reynir Sandgerði, Ægir Þorlákshöfn. B-lið: Hvöt Blönduósi, Ægir Þorlákshöfn, Skallagrímur. Prúðustu liðin Valin voru prúðustu liðin í hverjum aldursflokki. En þau voru: Víðir, Garði í 7.A., Hvöt, Blönduósi í 6. fl., Hamar, Hvera- gerði í 5. fl. og Ægir, Þorláks- höfní4. fl. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elfsdóttir Krakkar á sundnámskeiði í Kolviðarneslaug Eyja-og Miklaholtshreppi - Lok- ið er sundnámskeiði sem haldið var í Laugagerði. Aðalheiður Helgadóttir, íþróttakennari við Laugagerðisskóla, hélt nám- skeiðið á eigin vegum eftir að skóla lauk í vor. Hún fékk að- stöðu í Kolviðarneslaug og í íþróttahúsi Laugagerðisskóla og naut aðstoðar Guðríðar Péturs- dóttur sérkennara. Þetta er í annað sinn sem Aðal- heiður heldur námskeið fyrir krakkana í sveitinni. Rúmlega 20 börn á aldrinum 6 til 10 ára tóku þátt í því. Sundnámskeiðið tók tvær vikur og var sjáanlegur ár- angur í lokin. Síðasta daginn var haldin grillveisla fyrir börnin, systkini og foreldra. Mikil ánægja var með þetta framtak Aðalheiðar og víst að margir eru farnir að hlakka til að komast á sundnámskeið í framtíðinni. Drangsnesi - Laugardaginn 17. júlí nk. verður Bryggjuhátíð haldin á Drangsnesi í fjórða sinn. Þetta er fjölskylduhátíð þar sem foreldrar og börn skemmta sér saman. Hátíðin stendur í einn dag en hann er vel nýttur. Byrjar hátíðin kl. 10 um morguninn í Kokkáls- víkurhöfn á dorgveiðikeppni barnanna. Boðið er upp á ferðir út í Grímsey á Steingrímsfírði. Grímsey er sannkölluð nátt- úruperla og iðar af fuglalífi. Eitt af því sem hefur áunnið sér fast- an sess á Bryggjuhátíð er sjávar- réttasmakk þar sem fólki gefst kostur á að bragða á ýmsu góð- gæti sem úr sjónum kemur. Örv- ar Kristjánsson verður með úti- tónleika. Þjóðsögur og sagnir sem tengjast viðkomandi stöðum verður komið fyrir á rekadrumb- um á 10 stöðum í Strandasýslu og fyrsti sagnarekinn verður afhjúp- aður við Kerlinguna á Drangs- nesi á hátíðinni. I skólanum heldur Dósla mál- verkasýningu og þar eru einnig tvær Jjósmyndasýningar. Annars vegar eru sýndar gamlar ljós- myndir sem sýna mannlíf fyrri tíðar og svo sýningin Veröldin og við. Þar sýna 14 krakkar á aldr- iniiin 7-14 ára ljósmyndir teknar í vqr. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar þennan dag svo sem hestaferðir, söngvarkeppni, grill- veisla, fótbolti, varðeldur með fjöldasöng o.fl. Skemmtuninni lýkur svo með Bryggjuballi. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.