Morgunblaðið - 15.07.1999, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
ÍMtlPPj
Morgunblaðið/Brynjúlfur Brynjólfsson
FRÁ bútasaumssýningunni á Hornafirði.
Bútasaumssýn-
ing á Höfn
Höfn - Allsérstök sýning er nú í
Pakkhúsinu á Höfn, það eru tæp-
lega tuttugu bútasaumskonur sem
sýna afrakstur vetrarins.
Rúmlega fjörutíu konur sóttu
námskeið sl. vetur á vegum Hand-
raðans, sem er félag handverksfólks
á Hornafirði, kennarar komu frá
Frú Bóthildi í Reykjavík.
Á sýningunni eru bæði strau-
myndir og svo venjulegur búta-
saumur, rúmlega 80 verk, allt frá
púðum upp í rúmteppi í öllum regn-
bogans litum og mikil fjölbreytni í
munstrum. Áhugi á bútasaumi er
orðinn mjög mikill og fer stöðugt
vaxandi hér á landi.
Héraðsskógar á Norður-Héraði
Gróðursetning hafín
á efra Jökuldal
Vaðbrekku, Jökuldal - Gróðursetn-
ing er hafin á efra Jökuldal á vegum
Héraðsskóga. Eins og komið hefur
fram í fréttum Morgunblaðsins
stækkaði svæði Héraðsskóga til
Norður-Héraðs á síðasta vetri með
samningi þar um. Nú hafa níu
bændur á Norður-Héraði gert
samning við Héraðsskóga um nytja-
skógrækt á Norður-Héraði og fleii-i
samningar eru í deiglunni.
I síðustu viku hófst gróðursetn-
ing á Grund á Jökuldal en Grund er
eina býlið á efra Jökuldal sem gerði
samning við Héraðsskóga í þetta
sinn. Grund er yfir 300 metra yfir
sjó og langt inni í landi. Að sögn
Rúnars Isleifssonar, hjá Héraðs-
skógum, er rennt blint í sjóinn með
árangur af þessari gróðursetningu
svo hátt yfir sjávarmáli en hann
heldur að hægt sé að ná ágætis ár-
angri á þessum stað eftir að hafa
kíkt í trjágarða á efra Jökuldal. Það
er skjólsælt þama í Skotunum við
Grund og það er kostur í skógrækt-
inni.
Við þessa gróðursetningu er aðal-
lega notað íslenskt birki en aðrar
tegundir, rússalerki og mýrarlerki,
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
KOLBRUN Sigurðardóttir, skógarbóndi á Grund, vinnur við að gróð-
ursetja birki, rússalerki og mýrarlerki ásamt Wojereck Mrozkiercz og
Kristofer Kubielas í Skotum við Kringilsá utan við Grund. Rúnar Is-
leifsson frá Héraðsskógum leiðbeinir við gróðursetninguna.
eru reyndar lítillega með. Karl Jak-
obsson, skógarbóndi á Grund, segir
að hann sé búinn að hugsa lengi um
að rækta skóg í landi sínu og segist
hafa sótt um að komast inn í til-
raunaverkefni fyrir 10 árum en ver-
ið hafnað. Hann segist hafa haldið
málinu við síðan og gert samning
við Héraðsskóga nú og í fyrsta
áfanga verði gróðursettar 9.000
plöntur, en síðan verði haldið áfram
á næsta ári.
Mareind
stækkar
Grundarfirði - Rafeindafyrirtækið
Mareind hefur verið rekið af
Halldóri Kr. Halldórssyni
rafeindavirkja síðan 1993. Hann
flutti reksturinn til Grundai-fjarðai-
í janúar 1994.
Halldór er borinn og bamfæddur
Gmndfirðingur. Til þessa hefur
hann aðallega verið að þjónusta
skip og báta, þ.e. í siglinga- og
fiskleitartækjum. Reksturinn hefur
gengið mjög vel og þjónustusvæðið
stækkaði ört. Fékk hann þá til liðs
við sig fyrmm starfsfélaga,
Þorstein Sveinsson rafeindavirkja
og gerðist hann meðeigandi.
Þeir félagar era mjög bjartsýnir
á framtíðina og með haustinu ætla
þeir að hefja alhliða þjónustu fyrir
fyrirtæki.
Marcínd
mm
Morgunblaðið/Helga
HALLDÓR Kr. Magnússon til vinstri og Þorsteinn Sveinsson fyrir
framan fyrirtækið Mareind.
Bryggjuhátíð
á Drangsnesi
Einmuna blíða á
Búnaðarbankamóti
Morgunblaðið/Ingimundur
KRISTMAR J. Ólafsson, Jakob Skúlason for-
maður knattspyrnudeildar Skallagríms og Jó-
fríður H. Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri deild-
arinnar.
Borgarnesi - Hið ár-
lega Búnaðarbanka-
mót í knattspyrnu
var haldið í Borgar-
nesi helgina 2.-4.
júlí sl. en mótið er
fyrir 4.-7. flokk.
Keppendur komu
víðsvegar að af
landinu: Rangárvöll-
um, Hveragerði,
Þorlákshöfn,
Stokkseyri, Sand-
gerði, Garði, Bessa-
staðahreppi,
Blönduósi, Bolung-
arvík, Hvamms-
tanga auk heimamanna. Voru
keppendur um 800 talsins.
Meðan mótið stóð yfír var ein-
stök blíða í Borgarnesi. Mótið
gekk mjög vel og framkoma
keppenda og fylgjenda þeirra til
fyrirmyndar utan vallar sem inn-
an.
Röð efstu liða í einstökum
flokkum: 4. fl. A-lið: Bolungar-
vík, Umf. Bessastaðahrepps,
Reynir Sandgerði. B.-lið: Bolung-
arvík, Skallagrímur, Umf. Bessa-
staðahrepps. 5. fl. A.-lið: Umf.
Bessastaðarhrepps, Umf. Stokks-
eyrar, KFR. B.-lið: Skallagrímur,
Umf. Bessastaðahrepps, Skalla-
grímur. 6. fl. A-lið: Hamar
Hveragerði, KFR, Ægir Þorláks-
höfn. B.-lið: Umf. Bessastaða-
hrepps, Kormákur Hvamms-
tanga, Skallagrímur. 7. fl. A-lið:
Skallagrímur, Reynir Sandgerði,
Ægir Þorlákshöfn. B-lið: Hvöt
Blönduósi, Ægir Þorlákshöfn,
Skallagrímur.
Prúðustu liðin
Valin voru prúðustu liðin í
hverjum aldursflokki. En þau
voru: Víðir, Garði í 7.fl., Hvöt,
Blönduósi í 6. fl., Hamar, Hvera-
gerði í 5. fl. og Ægir, Þorláks-
höfn í 4. fl.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Krakkar á
sundnámskeiði í
Kolviðarneslaug
Eyja-og Miklaholtshreppi - Lok-
ið er sundnámskeiði sem haldið
var í Laugagerði. Aðalheiður
Helgadóttir, íþróttakennarí við
Laugagerðisskóla, hélt nám-
skeiðið á eigin vegum eftir að
skóla lauk í vor. Hún fékk að-
stöðu í Kolviðarneslaug og í
íþróttahúsi Laugagerðisskóla og
naut aðstoðar Guðríðar Péturs-
dóttur sérkennara.
Þetta er í annað sinn sem Aðal-
heiður heldur námskeið fyrir
krakkana í sveitinni. Rúmlega 20
böm á aldrinum 6 til 10 ára tóku
þátt í því. Sundnámskeiðið tók
tvær vikur og var sjáanlegur ár-
angur í lokin. Síðasta daginn var
haldin grillveisla fyrir börnin,
systkini og foreldra. Mikil
ánægja var með þetta framtak
Aðalheiðar og víst að margir era
farnir að hlakka til að komast á
sundnámskeið í framtíðinni.
Drangsnesi - Laugardaginn 17.
júlí nk. verður Bryggjuhátíð
haldin á Drangsnesi í ijórða sinn.
Þetta er fjölskylduhátíð þar sem
foreldrar og börn skemmta sér
saman.
Hátfðin stendur í einn dag en
hann er vel nýttur. Byijar hátíðin
kl. 10 um morguninn í Kokkáls-
víkurhöfn á dorgveiðikeppni
barnanna. Boðið er upp á ferðir
út í Grímsey á Steingrímsfirði.
Grímsey er sannkölluð nátt-
úruperla og iðar af fuglalífi. Eitt
af því sem hefur áunnið sér fast-
an sess á Bryggjuhátíð er sjávar-
réttasmakk þar sem fólki gefst
kostur á að bragða á ýmsu góð-
gæti sem úr sjónum kemur. Örv-
ar Kristjánsson verður með úti-
tónleika. Þjóðsögur og sagnir
sem tengjast viðkomandi stöðum
verður komið fyrir á rekadrumb-
um á 10 stöðum í Strandasýslu og
fyrsti sagnarekinn verður afhjúp-
aður við Kerlinguna á Drangs-
nesi á hátíðinni.
I skólanum heldur Dósla mál-
verkasýningu og þar eru einnig
tvær ljósmyndasýningar. Annars
vegar eru sýndar gamlar Ijós-
myndir sem sýna mannlíf fyrri
tíðar og svo sýningin Veröldin og
við. Þar sýna 14 krakkar á aldr-
inum 7-14 ára Ijósmyndir teknar
í vor.
Ýmislegt fleira verður til
skemmtunar þennan dag svo sem
hestaferðir, söngvarkeppni, grill-
veisla, fótbolti, varðeldur með
fjöldasöng o.fl. Skemmtuninni
lýkur svo með Bryggjuballi.