Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 52
J2 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
.J EXPE\|our
GQfiGUSTÁflR
árum, t.d. með einsetningu fjöl-
margra skóla. Pað þarf að efla
skólastarfið, en liður í því ætti að
vera að bæta starfsaðstöðu og kjör
kennara. Aukin fræðsla og menntun
stuðlar að bættum hagvexti, auk
þess sem menntunin hefur gildi í
sjálfu sér. Því betra sem skólakerfið
er, því betur á það að geta sléttað úr
þeim ójöfnuði sem bömum er búinn
frá fæðingu, ekki hvað síst þeim
sem á sér félagslegar og efnahags-
legar rætur. Jafnframt bætir gott
skólakerfi hag þjóðarinnar í heild. I
þessu efni þaif ekki hvað síst að
huga að fyrstu skrefum skólagöng-
unnar, sem hefjast oft á tíðum í leik-
skólum.
Skólamáltíðir eru sjálfsagðar
Nú þykir það sjálfsagður hlutur á
mörgum stórum vinnustöðum að til
staðar sé mötuneyti sem framreiðir
holla og góða rétti fyrir starfsmenn
í matarhléum. A sama tíma sendum
við börnin okkar í skólann með
nestispakka, sem sjálfsagt fær mis-
jafna meðferð í skólatöskunum.
Frést hefur af nokkrum framsækn-
um skólum sem bjóða skólabömum
heitar máltíðir. Þetta ætti að vera
skylda í öllum skólum. Við eigum
ekki að neita bömum um það á
þessu sviði sem við teljum sjálfsagt
fyrir fullorðna.
Vel skipulagður, samfelldur
skóladagur, þar sem öll börn fá
jafna og góða þjónustu vel mennt-
aðra og reyndra starfsmanna á að
vera eitt af meginstefnumálum
framsækinnar stjómmálahreyfing-
ar á nýrri öld. Meginábyrgðin á að
vel takist tO í þessum efnum á að
vera á herðum þeirra er leiða
stjómmálastarfið. Við beitum hinu
opinbera til að tryggja jafna stöðu
barna í þessu tilliti. En þar með er
ekki sagt að útiloka skuli einka-
Aldahvörf í íslensk-
um stjórnmálum
Toddler
rúm I40x70cm
10.970
1P
OrvaUd" er
tyáokkur
£i
S I M I 553 3366
G L IÆ S I B Æ
í NÝAFSTÖÐNUM
alþingis-kosningum
buðu jafnaðarmenn, fé-
lagshyggjumenn og
jafnréttissinnar sam-
eiginlega fram undir
merkjum Samfylking-
ar. Hin nýja hreyfing
er getin og fædd en
"fiótt fyrstu skrefin hafi
af skiljanlegum ástæð-
um verið óstyrk, á af-
kvæmið eftir að vaxa
og dafna. Það er eftir
að fínna hreyfingunni
nýtt skipulag og marka
skýrari stefnu. Nýta
þarf reynslu þeirra
sem hafa starfað fyrir
málstaðinn í ár og áratugi og laða
þarf nýtt fólk til starfa. Við ætlum
ekki að tjalda til einnar nætur með
því að stofna enn einn fljótræðis-
flokkinn. Abyrgð þeirra sem hafa
leitt þetta starf er mikil og það er
skylda þeirra að tryggja að starfið
skili árangri. Þess vegna verður að
ganga skipulega tO
verks og byggja
traustar undirstöður
fyrir hreyfingu jafnað-
armanna á nýrri öld.
Við þessar aðstæður
liggur beint við fyrir
jafnaðarmenn að end-
urmeta pólitísk stefnu-
mál sín. Nýir tímar
með nýjum aðstæðum
krefjast nýrra lausna.
Jafnaðarstefnan á ræt-
ur sínar í þeim aðstæð-
um sem verkamenn
upplifðu í árdaga iðn-
byltingar. Nú eru áðrir
tímar, en grunnhug-
myndir jafnaðarmanna
eru enn í fullu gOdi, þótt útfærslan
verði að taka mið af ríkjandi að-
stæðum.
Fræðslumál í forgang
Stefna er miðar að jöfnuði og
samhjálp er nauðsynleg í samfélagi
sem getur af sér ójöfnuð og bágar
Stefán Jóhann
Stefánsson
aðstæður hluta þegnanna. Framfar-
ir á líðandi öld hafa sem betur fer
gert það að verkum að sár fátækt er
ekki algeng hér á landi. Það hafa
hins vegar ekki allir jöfn tækifæri
og auði þjóðfélagsins er misskipt.
Tryggasta leiðin tO að veita þegnun-
um jöfn tækifæri er að hjálpa þeim
að hjálpa sér sjálfir. Það verður
best gert með því að veita bömum
og ungu fólki fræðslu við hæfi.
Samfylkingin
Alþjóðavæðingin,
segir Stefán Jóhann
Stefánsson, verður
ekki stöðvuð.
Framlög tO fræðslumála hér á landi
hafa verið lægri sem hlutfall af
þjóðarframleiðslu en verið heíúr í
þeim löndum sem við berum okkur
oftast saman við. Það hefur verið
kvartað yfír því að skólakerfið hafi
ekki skOað tilætluðum árangri. Sí-
endurteknar kjaradeOur kennara
hljóta að fá menn tO að leiða hugann
að stöðu skólakerfisins, og þar með
að stöðu menntunar í landinu. Ég
held að það megi að ýmsu leyti líta á
þessar kjaradeOur sem afleiðingar
þess að ekki hafi verið lögð nægi-
lega rík áhersla á fræðslumálin,
þótt ýmislegt hafi áunnist á síðustu
eldheit
TILBOÐ
a skom og
fatnaði frá
FlÍA
KÆUBOX má
R*FKfLQnn 2.900
MtÁ 6.900
áöur 7.900
töppurínn/ u lAÍÍÁ/Ut
n m n
''Ss.W*
/
opiö á laugardögum
framtakið, síður en svo. Einkaskól-
ar, eða skólar í eigu eða á ábyrgð
annarra en opinberra aðOa eiga vel
að geta þrifist í þessu umhverfi,
þótt hið opinbera leggi línur og setji
reglur. Aður en lengra er haldið er
rétt að svara þeirri spumingu sem
skylt er að spyrja: Hvar á að taka
peningana? Svarið er: Með því m.a.
að draga úr niðurgreiðslum tO at-
vinnuveganna, sem skipta mOljörð-
um króna á ári.
Einangrunin rofin?
Það em fleiri markmið sem fram-
sækin stjómmálahreyfing á nýrri
öld verður að stefna að. Það er ekki
skynsamlegt að beita aðferð strúts-
ins og stinga höfðinu í sandinn við
nýjar aðstæður, jafnvel þótt þær
valdi óvissu og ótta. Tæknivæðingin
hefur smám saman rofið einangran
Islands frá öðrum löndum. Við vOj-
um fá að njóta þess sem aðrar þjóð-
ir hafa upp á að bjóða, selja þeim af-
urðir okkar og kaupa af þeim það
sem við þurfum nauðsynlega á að
halda. Alþjóðavæðingin verður ekki
stöðvuð. Múrbyggingar era tO
minja um gamla tíma. Fijáls og
eðlOeg viðskipti era tryggasta leiðin
tO að bæta hag þjóða. Með frjálsum
viðskiptum, hvort sem er innan-
lands eða mOli landa, er tryggt að
hámarksafrakstur náist út úr at-
vinnustarfseminni.
Umhverfíð er okkar allra
Þótt þjóðir hafi einangrast um
stundir, þá hefur lífríki og náttúra
landa og heimsálfa venð tengd
órjúfanlegum böndum. Á síðustu
áratugum hafa menn áttað sig æ
betur á þessu. Við verðum að taka
þátt í alþjóðlegri baráttu fyrir
vemdun umhverfisins. Sú barátta
hefst og vinnst best í okkar eigin
túngarði. Það þýðir þó ekki að líta
framhjá því að öll mannanna verk
hafa áhrif á umhverfið með einum
eða öðram hætti. Umhverfisáhrif
framkvæmda verður þó að meta á
besta og hlutlausasta máta sem völ
er á hverju sinni. Islendingar verða
að virða alþjóðasamninga í þessum
efnum, vOji þeir á annað borð njóta
góðs af alþjóðasamskiptum. Enn-
fremur verða þeir sem ráða ferð
hverju sinni hér á landi að hlusta á
rödd þjóðarinnar, þegar dýrmætar
náttúraperlur era í húfi.
I þessum skrifum hefur verið
drepið á fjóra þætti sem verða að
vera með í grandvallarstefnu jafnað-
armanna á komandi öld. Það era
aukin áhersla á fræðslumál, ftjáls
viðskipti, virk og rík þátttaka í al-
þjóðlegu samstarfi og umhverfis-
vemd. Með því að fylgja stefnu á
þessum granni er hægt að tryggja
íslensku þjóðinni betra líf á nýrri öld.
Höfundur er formaður Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur
IÐNA0ARHURÐIR
FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR
GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR
ÍSVA\L-íjOr<GA\ trlr.
HÖFDABAKKA 9. 1 12 REYKJAVIK
SIMI Ö8í 8780 FAX 587 8751