Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 54
4 4 PIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 -f MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Opið bréf til forseta borg- arstjórnar Virðulegi forseti. Það er nú gott til þess að vita að menn tapi ekki skopskyni sínu þótt stundum sé fjallað um alvarleg ?^nál. Bústýrur Hlaðvarpans v/Vest- urgötu skilja ekkert í því að íbúar Grjótaþorps skuli vera að amast við þeim mikla menningarauka er starfsemi hússins fylgir! (RÚV mánudag kl. 8.00.) Eftir langa mæðu fæst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur loks til að hávaða- mæla vínveitinga- og skemmtistaði í Grjótaþorpi, en beinir svo tækjum sínum og tólum að einkaheimili í þorpinu þegar á hólminn er komið! (forseti borgarstjórnar, RUV, þriðjudag kl. 8.00.) Loks lýsir svo nektardansstjórinn í Erotic Club Grjótaþorp Hér dugar ekkert ann- að, segir Oddur Björns- son, en skýlaus aftur- köllun allra tón- og dansleikjahaldsleyfa. Clinton því yfir að íbúar Grjóta- þorps hafi neytt hann út í rekstur- inn! (RÚV, miðvikudag 8.00.) íbúar Grjótaþorps sjá þetta kannski í svolítið öðru ljósi og helg- arkveðja sú er borgaryfirvöld sendu okkur dagana 1. og 2. júlí sl. í formi leyfisveitinga til handa rekstraraðil- um Hlaðvarpans v/Vesturgötu til tón- og dansleikjahalds var hreint fyrir neðan all- ar hellur. Tónleikahald fimmtudagskvöldið 1. júlí náði hámarki rétt fyrir miðnætti með öskrum og útþöndum hljóðfæraslætti, sjálf- sagt með „græjurnar í botni" og var á engan hátt boðleg fjölskyld- um í nágrenni hússins. Dansleikurinn á Oddur föstudagskvöld stóð til Björnsson kl. 2.00 aðfaranótt laug- ardags og náði hávaðinn hámarki um 24.30 og stóð sleitulaust næstu 90 mínúturnar. Hávaðinn var slík- ur að eins hefði mátt halda ballið á miðju svefnherbergisgólfi okkar hjóna. Og hvarfli það að forseta borgarstjórnar að síðan falli allt í ljúfa löð er það hinn mesti mis- skilningur, því eftir hávaðann allan og rofna friðhelgi heimilisins er blóðþrýstingur heimilisfólks orðinn slíkur að þakka má fyrir hænu- blund í morgunsárið. Þótt efalaust sé öll pappírsvinna aðila unnin af stakri prýði, er það okkur hulin ráðgáta, með tilliti til 5. og 30. gr. lögreglusamþykkt- arinnar frá 1987, hvernig A (borgaryfir- völd) telur sig þess umkominn að veita B (Hlaðvarpanum) leyfi til að halda vöku fyrir C (fjölskyldunum í ná- grenni Hlaðvarpans). Húsið er 150 ára gam- alt og heldur á engan hátt inni þeim mikla hávaða sem þar er. Hér hefðu mælinga- menn þínir frá HeO- brigðiseftirliti Reykja- víkurborgar heldur betur komist í feitt. En þeir ku aðeins mæla „einu sinni". Er það einu sinni í viku, mánuði, ári eða bara einu sinni á öld? Hér dugar ekkert annað en skýlaus afturköllun allra tón- og dansleikjahaldsleyfa er rekstrarað- ilum Hlaðvarpans hafa verið veitt. Rekstraraðilar hafa sýnt að þeir kunna ekkert með slík leyfi að fara. Sé vilji borgaryfirvalda að styðja við leikhúsrekstur í Hlaðvarpanum v/Vesturgötu, þarf sá stuðningur að koma í öðru formi en leyfisveit- inga til brennivínssölu og hávaða- mengunar inni í miðju íbúðarhverfi er gengur út yfir allt velsæmi. Varðandi nektardanshúsið Erotic Club Clinton í Duus-húsi v/Fischer- sund þá er það ömurleg kveðja R-listans í upphafi annars kjörtíma- bils til barna- og fjölskyldufólks í Grjótaþorpinu, sem hefur undan- farna áratugi barist, í fyrsta lagi, fyrir verndun gamalla húsa sinna og í framhaldi af því varið ómældum tíma og fjármunum í uppbyggingu og viðhald heimila sinna. Sjö daga vikunnar megum við sæta því að hér fari um götur dyraverðir Erotic Club Clinton án nokkurs tQlits til nánasta umhverfis hvort heldur sem er dags eða nætur. Þeir leggja drossíum sínum á gangstéttum hér og þar í þorpinu, við gangstéttar- brúnir undir „bifreiðastöður bann- aðar" og eru sem einir í heiminum þegar þeir rúlla á þeim í burtu héð- an á morgnana milli kl. þrjú og sex. Hér getur skapast mikil hætta ef slökkvilið eða sjúkrabifreiðir þurfa að komast um, en oftar en ekki eru Mjóstræti og Fischersund aðeins fær fuglinum fljúgandi vegna bíla- mergðar. Innan við 50 metrar skilja að inngang Erotic Club Clinton og anddyri heimilis okkar og hafa smá- börn okkar íbúa Grjótaþorps verið staðin að því að gægjast, eins og smábörnum einum er lagið, inn á dansinn. Þau eiga ekki að hafa um það val við túnfótinn heima hjá sér. Við minnum forseta borgarstjórnar á kosningaloforð borgarstjórans, „Telur rekstur fullreyndan", Morg- unblaðinu 31. mars 1998, þar sem borgarstjóri lofaði að endurnýja ekM leyfi til vínveitinga- og skemmtanahalds að Aðalstræti 4B. Hér dugar ekkert minna en aftur- köllun allra vínveitinga- og skemmt- analeyfa Erotic Club Clinton v/Fis- hersund, reynslan sýnir að vínveit- inga/skemmti/nektarstaður á alls ekkert erindi í íbúða- og fjölskyldu- byggð sem Grjótaþorpi. Löngu tímabærar úrbætur óskast. Höfundur er hljómlistarmaður. . . ^ c- Hues eru fallega hönnuð borð frá •Broyhiir W >7 w þar sem einfaldleikinn faer að njóta sln. HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöíði 20 - 112 Rcykjavik Simi 510 8000 SJADU />fi'*\\ Laugavegi 40, ^'MX sími 561 0075. VARÚÐ VERDHRUN! er hafin í Kringlunni Opíb: món.- fim. 10.00 - 18.30 fös. 10.00-19.00 lau. 10.00-18.00 Textavarp síða 690 • símsvari: 588-7788 • upplysingar@kringlan.is KRINGMN I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.