Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 39
+ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 39 KULL Skriðu)É| ^ (\ f«i (SHálpajíies : jariheti 3nar Halldórssonar Morgunblaðið/Karen Tracy >a þrýstir á göngubrúna og myndast na við það, kl. 23:20. Morgunblaðið/Leah Tracy bruna og kassinn vinstra megin var við ;na í sundur. Framboð Hillary Clinton til öldungadeildar Bandaríkjaþings vekur mikið umtal Skyggir jafnvel á aðdraganda væntanlegra forsetakosninga 23:26 gafbrúin sig. Morgunblaðið/Karen Tracy EF eitthvað er að marka þann gífurlega áhuga sem bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt Hillary Clinton, eigin- konu Bills Clintons Bandaríkjafor- seta, á fyrstu dögum baráttu hennar vegna kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem ekki fara fram fyrr en eftir sextán mánuði, mun framboð hennar í New York-ríki skyggja á umfjöllun um aðdraganda væntanlegra forsetakosninga í Bandaríkjunum. Áhugi fjölmiðlanna er því athyglisverðari þegar haft er i huga að Hillary hefur ekki einu sinni lýst því yfir ennþá að hún rauni bjóða sig fram. Eftir að forsetafrúin setti á fót nefnd í síðustu viku, sem ætlað er að kanna jarðveginn og safna pen- ingum til að standa straum af kostn- aði af hugsanlegu framboði, er hins vegar öllum ljóst hvert stefnir. Það eykur enn á áhuga manna á þessari kosningabaráttu að Clinton mun að öllum líkindum ekki eiga í höggi við neinn aukvisa, allt bendir til að frambjóðandi repúblikana verði hinn harðskeytti borgarstjóri í New York, Rudolf Giuliani. Giuliani er af- ar vinsæll í heimaborg sinni, sem og í New York-ríki öllu, og flestir eru sammála um að kosningabaráttan verði spennandi og viðburðarík. Sýna nýjustu skoðanakannanir að Clinton hefur örlítið forskot á Giuliani, myndi fá 46% atkvæða á móti 44% Giulianis. Það skaðar ekki að kosningabar- áttan yrði fyrir margra hluta sakir söguleg. Engin fordæmi eru t.d. fyrir því að eiginkona Bandaríkjaforseta bjóði sig fram til þings í sama mund og bóndi hennar er að yfirgefa Hvíta húsið. Margir telja aukinheldur að Hillary Clinton sé að leggja grunn- inn að eigin forsetaframboði að nokkrum árum liðnum en ekki aðeins hefur kona aldrei setið á forsetastóli í Bandaríkjunum heldur gefur auga- leið að engin fordæmi eru fyrir því að eiginkona fyrrverandi forseta feti í fótspor bóndans. Hyggst eyða sumrinu í að „hlusta" á New York-búa Clinton hefur aldrei búið í New York-ríki og ljóst er að það mun verða hennar helsti dragbítur - að minnsta kosti í upphafi - að sann- færa kjósendur í ríkinu um að ekki skipti máli hvaðan hún komi, heldur hvað hún hafi fram að færa. Giuliani hefur hins vegar þegar sakað Clinton um að ætla að nota sér frægð sína til að verða sér úti um feitt embætti í ríki sem hún þekki ekkert og hefur aldrei búið í. Með því að byrja kosningaherferð sína snemma vonast Clinton til að geta afgreitt strax í upphafi þá inn- byggðu andúð sem New York-búar hafa á þeirri tilhugsun að utanað- komandi stjórnmálamaður þykist einfaldlega getað dúkkað upp í New York eins og á hvítum hesti og þóst vita hvað íbúum ríkisins er fyrir bestu. Enn er langt í kosningarnar og Clinton vonast til að eftir ár verði allir hættir að gera mál úr því að hún er ekki New York-búi. Augljóst er að í upphafi baráttunn- ar hyggst forsetafrúin gera sér far um að sýna auðmýkt. Hún hefur til- kynnt að hún ætli að eyða sumrinu í að „hlusta á New York-búa", eiga við þá samræður um landsins gagn og nytjar og komast að því hvaða mál- efni það eru sem þeir bera helst fyrir brjósti. Þessi „hlustunarherferð" hennar hófst í síðustu viku og strax á sínum fyrsta fréttamannafundi í tengslum við hana gerði Clinton að umtalsefni spurninguna sem senni- lega mun leika á hvers manns vörum framan af: hvers vegna ætlar hún í framboð og hvers vegna í New York? „Spurningin er eðlileg og ég skil alveg að fólk skuli bera hana upp," viðurkenndi Clinton. „Ég veit vel að mín bíður mikil vinna, að fara út í Fari svo fram sem horfir munu þau Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, og Rud- olf Giuliani, borgarstjóri í New York, etja kappi um sæti í öldungadeild Banda- ríkjaþings í kosningum sem fara fram á næsta ári. Davíð Logi Sigurðsson segir í grein sinni að gert sé ráð fyrir harðri og hnífjafnri baráttu tveggja hörkutóla. Reuters Viðburðarík kosninga- barátta í uppsiglingu YFIRVOFANDI barátta forseta- frúarínnar Hillary Clinton og Ru- dolfs Giulianis, borgarstjóra í New York, um sæti í öldunga- deild Bandaríkjaþings fyrir New York-ríki er injög til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum þessa dagana. Á forsíðu nýjasta tölu- blaðs tímaritsins The New Yor- ker gat að líta Clinton með vega- kort í hðndunum svo hún geti ratað um rfldð sem hún hyggst fara í framboð fyrir, en þar var verið að vísa í þá staðreynd að Clinton hefur aldrei verið búsett í New York. í bakgrunni var síðan Giuliani skuggalegur á að líta, reiðubiiiuu til að veita „túristan- um" ráðningu en þar var verið að vísa í að borgarstjórinn lét sig hafa það að aflýsa mikilli veislu sem halda átti á vegum borgar- innar í tilefni litgáfu nýs tímarits, kjördæmið og hlusta og læra af fólk- inu í New York og leiða því fyrir sjónir að það skipti ekki höfuðmáli hvaðan ég kem, heldur fyrir hvað ég stend ... Vonandi tekst mér að koma þeim skilaboðum á framfæri að ég yrði öflugur og góður fulltrúi fyrir New York-ríki," sagði Clinton. Talk, fyrir þá sök að á forsíðu fyrsta tölublaðsins átti að birta mynd af Hillary Clinton. Fjölmiðl- ar í New York eru sagðir miklum mun aðgangsharðari en Clinton á að venjast í Washington og Clint- on er nú sögð geta átt von á því að dagblöðin í New York fari að róta rækilega til í hennar málum svo þeir geti látið hana fá það óþvegið. Til dæmis hefur The New York Post, sem er í eigu fjöl- miðlarisans Ruperts Murdochs, þegar hafið eins konar herferð gegn Clinton og hafa margar greinar birst í blaðinu undan- farna daga, sem vart verða túlk- aðar öðruvísi en fjandsamlegar í hennar garð. Clinton getur þó huggað sig við að blöðin í New York eru ekki heldur á þeim bux- iiiium að taka á Giuliani með silkihönskum. Þótt ekki sé það algert einsdæmi að íbúar New York velji sér aðkomu- mann sem fulltrúa á Bandaríkjaþingi - Robert F. Kennedy er sennilega frægasta dæmið um það, en hann var kjörinn í öldungadeildina fyrir New York árið 1964 - staðhæfir Clinton að hún hafi orðið afar undrandi þeg- ar sú hugmynd var fyrst viðruð við hana að hún færi fram í New York- ríki. „Þetta hljómaði sem afar skrýt- in hugdetta," sagði CUnton en bætti því við að þegar æ fleiri íbúar ríkis- ins tóku að hvetja hana til að láta slag standa hefði henni litist betur og betur á hugmyndina. „Á endanum er það síðan New York-búa að ákveða hvort hugmyndin sé góð eða ekki." Búin að ákveða hvaða mál hún setji á oddinn? Clinton sagði á fréttamannafundi sem haldinn var á búgarði öldunga- deildarþingmannsins Daniels Pat- ricks Moynihans, en Clinton vonast til að erfa þingsæti hans er hann sest í helgan stein á næsta ári, að New York hefði orðið fyrir valinu sem kjördæmi einkanlega vegna þess að það hefði sýnt sig að íbúar New York hefðu mikinn áhuga á einmitt þeim málefnum sem hún hefði sjálf látið sig miklu skipta öll sín fullorðinsár; menntamál, heilbrigðismál og at- vinnusköpun. Hafa sumir fréttaskýrendur gagn- rýnt að ef það liggur fyrir að þetta séu þau mál sem Clinton hyggst setja á oddinn í kosningabaráttu sinni þá sé tvískinnungur að halda því fram að hún hyggist „hlusta" á íbúa New York, og heyra hvaða mál standa þeim næst. Augljóst sé að hún er þegar búin að ákveða hvað skipti máli fyrir þá. Segja þeir að þetta valdi því að „hlustunarherferð" hennar virðist oft á tíðum harla sviðsett, augljóst sé að Clinton ætli einfaldlega að reyna að „markaðssetja" sig upp á nýtt, þannig að kjósendur í New York geti hugsað sér að greiða henni atkvæði. Og væntanlegur andstæðingur henn- ar í kosningunum, Rudolf Giuliani, hefur bent á að það sé eitthvað skrýtið við að frambjóðandi þurfi að fara í ferðalag um kjördæmi, sem hann vilji verða fulltrúi fyrir á þingi, til að komast að því hvaða málefni skipta íbúana þar máli. Guiliani, sem sagður er líklegur til að lýsa yfir framboði sínu innan tíð- ar, hefur annars ekki mikið viljað tjá sig um hugsanlegt framboð Clintons. „Það er harla lítið sem ég get sagt um manneskju sem leggst í ferðalög r til að hlusta á fólk og segir að hún muni einhvern tíma í framtíðinni segja okkur hinum hver stefna hennar er. Þegar hún er búin að út- skýra hver stefnan er og ef ég er sjálfur í framboði gegn henni, þá fyrst mun ég tjá mig um málið," sagði Guiliani. „Það velkist enginn íbúi í New York, hvort sem við erum að tala um borgina eða ríkið, í vafa um hver stefnumál mín eru," bætti Guiliani við. Ekki „hlustunarherferð" heldur atvinnuleit Á hinn bóginn segja frétta- skýrendur að fundir Clinton með íbúum í New York hafi þegar leitt í ljós að hún er verðugur andstæðing- ur borgarstjórans vinsæla frá New York, ákveði hann að fara í framboð fyrir repúblikana. Clinton er vel að sér í flestum málum eftir sjö ára veru í Hvíta húsinu við hlið eigin- manns síns og hún er frambærilegur frambjóðandi þótt hún búi kannski ekki yfir hæfileikum eiginmanns síns á stjórnmálasviðinu. En flestir eru nú hvort eð er sammála um að það geri fáir. Þegar allt kemur til alls er Clinton auðvitað bara í atvinnuleit. Hún er stjórnmálamaður og hana langar á þing. .Auðvitað kom hún ekki hingað til að hlusta," viðurkennir Leon Kal- mus, sem búsettur er í New York og hlýddi á Clinton tala í síðustu viku. „Hún kom hingað til að tala. Hún er hingað komin vegna þess að þetta er kosningabarátta. Ég á ekki í neinum vandræðum með að sætta mig við þíb staðreynd."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.