Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Notkun ýmissa stofnana á staðarheitinu/örnefninu Mývatn Ankannaleg notkun sem valdið getur misskilningi INGÓLFUR Á. Jóhannesson, dósent við Háskól- ann á Akureyri, hefur síðustu misseri bent ýms- um opinberum og hálfopinberum stofnunum á að staðarheitið/örnefnið Mývatn sé notað á ankanna- legan hátt sem valdið geti misskilningi. Beinist gagnrýni Ingólfs að því að notkun þessa staðar- heitis eða örnefnis, Mývatns, er látið vísa til ann- ars svæðis, þ.e. Reykjahlíðar eða til stærra svæð- is, þ.e. sveitarinnar allrar. Af þessu tilefni ritaði hann íslenskri málnefnd bréf nýlega og bað um álit nefndarinnar á því að þessar stofnanir tækju upp slíka útþanda merkingu á staðarheitinu. I bréfinu kemur fram að undanfarin ár hafi heitið Mývatn, sem eitt sinn hafi einungis vísað til stöðuvatnsins Mývatns, verið notað á mun víð- tækari hátt en áður tíðkaðist. Breytingu hafnað Fyrir þremur árum benti Ingólfur forsvars- mönnum Vegagerðarinnar á að á vegskiltum þeirra t.d. við Akureyri stæði Mývatn en vísað væri tO Reykjahlíðar. Bað hann um breytingu en því var hafnað. Landssími Islands Ný NMT- farsíma- stöð á Gagnheiði LANDSSÍMI íslands tók í vik- unni í notkun nýja NMT-far- símastöð á Gagnheiði, en með henni mun NMT-samband á Háreksstaðaleið, nýrri leið yfir Möðrudalsöræfi, batna til mik- illa muna, að sögn Ólafs Steph- ensen forstöðumanns upplýs- inga- og kynningarmála Lands- símans. Um tveggja rása stöð er að ræða, þannig að a.m.k. tveir geta verið í sambandi í einu á þessum slóðum. Sambandjð á þessari leið var að sögn Olafs frekar tæpt, en mun batna mik- ið í kjölfar þessarar nýju far- símastóðvar. NMT-farsímakerfið nær nú meira og minna til alls landsins, en með stöðinni á Gagnheiði og tveimur öðrum til viðbótar, á Fjórðungsöldu og Gunnólfsvík- urfjalli, er búið að loka síðustu götunum í kerfinu. Bókasafn Háskól- ans á Akureyri Safn heim- spekirita afhent Á TÍU ára afmæli Háskólans á Akureyri ánafnaði Páll S. Ardal fyrrverandi heimspekiprófessor í Ontario í Kanada Bókasafni Háskólans á Akureyri heim- spekibókasafn sitt. Athöfn verð- ur í hátíðarsal háskólans fóstu- daginn 16. júlí kl. 16 þar sem ættingjar Páls frá Kanada af- henda gjöfina formlega. Flutt verða ávörp við athöfnina, m.a. flytjur Jörundur Guðmundsson heimspekingur og nemandi Páls erindi um hann og verk hans. Maja Ardal talar fyrir hönd aðstandenda. í safni Páls eru aðallega rit af heimspekilegum toga, þar er að finna almenn heimspekirit, margar bækur eftir og um breska heimspekinginn David Hume og rit um siðfræðileg málefni innan læknisfræði og lögfræði. Póstáritun fyrir póst í Skútustaðahrepp hefur allt þar til á síðasta ári verið „660 Reykjahlíð", en því var breytt á liðnu ári í „660 Mývatn". Ingólfur hefur farið fram á við íslandspóst að póstáritun- inni verði breytt til fyrra horfs eða „Mývatns- sveit" verði sett í staðinn. Bréfið til íslandspósts var skrifað í ágúst í fyrra en svar hefur enn ekki borist. Þá bendir Ingólfur á að þegar veðurlýsingar eru lesnar í útvarpi eru lesnar lýsingar frá veður- stöðinni Mývatn. Veðurstöðin er á Neslanda- tanga við Mývatn. Óheppilegt að nota heitið í víðtækari merkingu íslensk málnefnd er sammála sjónarmiðum Ingólfs og telur nefndin óheppilegt að nota heitið Mývatn í annarri og víðtækari merkingu en tíðkast hefur frá fornu fari, en það er nafn á til- teknu stöðuvatni. Bendir nefndin á að ef Mývatn er nefnt á veg- vísum og fjarlægð þangað talin í kílómetrum skuli miðað við vatnið sjálft eða þann stað sem fyrst verður fyrir þegar að því er komið. Vilji menn miða við þorpið í Reykjahlíð skulu þeir ófeimnir nefna það á vegvísum. Hvað póstáritun varðar sé venja að nota heiti þess staðar þar sem pósthúsið er niðurkomið þótt viðtökustaðurinn sé á stundum víðs fjarri. Bent er á að í nýútgefinni símaskrá hafi Reykjahlíð verið breytt í Mývatn, sem sé fjarstæða, Mývatn er heiti vatnsins en ekki pósthússins. Þá telur nefndin fráleitt að nefna veðurstöð Mývatn, því ekki muni hún vera niðri í vatninu. Regla Veðurstofu sé að nefna bæinn þar sem at- huganir fari fram, en kjósi hún að nefna sveitina alla í veðurfregnum heiti hún vissulega Mývatns- sveit, ekki Mývatn. Þungábyrgð Loks er nefnt að nýlega hafi fyrirsögnin „Ólympíuhlaup á Mývatni" verið á aðsendri grein í Morgunblaðinu. Það orðalag stríði gegn mál- venju og máltilfinningu, en þetta dæmi sýni að aðgátar er þörf. Opinberar og hálfopinberar stofnanir beri þar þunga ábyrgð og þurfi að ganga á undan með góðu fordæmi og gæta þess að fara rétt með íslensk örnefni. Morgunblaðið/Sverrir Kalsalegt norðanlands HELDUR kalsalegt hefur verið norðan heiða nú í vikunni, norðanáttin ræður nú ríkjum og andar held- ur köldu auk þess sem þó nokkuð hefur rignt. Það er því eins gott fyrir þá sem þurfa að vera á ferðinni útivið að hneppa vel upp í háls á regnúlpunni. Eins getur verið gott þegar sem mest hellist niður úr skýj- unum að verja sig með því sem nærtækast er á hverj- um tíma, líkt og þessi ungi maður sem var á ferð yfir göngubrú við Strandgötu á Akureyri. Hann varði höfuð sitt með plastpoka. Ferðamenn eru hins vegar oftar betur búnir og geta brugðið upp regnhlíf. Ferðafélag Akureyrar Gengið í Glerárdal FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til gönguferðar í Glerár- dal um komandi helgi. Gengið verður inn Glerárdal og í Lamba, skála félagsins þar, á föstudagskvöld. Á laug- ardag verður gengið á fjöll við dalbotninn og gist aftur í Lamba um nóttina, en á sunnudeginum verður gengið heim um Bægisárdal. Rúta tekur göngufólk þar og ekur tO Akureyrar. Fararstjóri er Ingvar Teitsson. Skráning er á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar við Strandgötu en þar fást einnig nánari upplýsingar um ferð- ina. Robin Nolan tríó í Deiglunni HIÐ víðþekkta Robin Nolan tríó leikur á þriðja Tu- borgdjassi á heitum fimmtu- degi í Deiglunni í kvöld, fimmtudagkvöldið 15. júlí kl. 21.30. Robin Nolan Trio staldrar hér við á leið sinni frá Kanada þar sem þeir hafa leikið á virt- um djasshátíðum og fjölmörg- um tónleikum auk þess að halda námskeið. Á Akureyri leiðbeina þrí- menningarnir á þriggja daga námskeiði sem fram fer í Tón- listarskólanum á Akureyri, Hafnarstræti 81 og er nám- skeiðið þegar uppbókað. Á tónleikunum verða flutt sígild djasslög eftir Django Reinhardt og fleiri ásamt tón- list eftir þá félaga. Fjölbreytt dagskrá á Fjölskyldu- hátíð fullveldisins í Hrísey HIN árlega Fjölskylduhátíð full- veldisins í Hrísey verður haldin um næstu helgi, dagana 16. til 18. júlí, og er þetta í þriðja sinn sem hátíð þessi er haldin í eynni. Gestir fá afhent vegabréf ásamt dagskrá hátíðarinnar um borð í ferj- unni og verður að því búnu haldið í gegnum tollinn þar sem stimplað verður í vegabréfin. Ókeypis er á há- tíðina og ferðir frá bryggju að tjald- stæði í næsta nágrenni verða í boði. Á föstudag verður diskótek fyrir ungu kynslóðina, ökuferðir um þorp- ið og gönguferðir með leiðsögn um eyna auk þess sem dagskrá verður á veitingastöðunum Brekku og Foss- inum. Formleg setning hátíðarinnar er á laugardag kl. 11. Leiktæki verða sett upp fyrir börnin, Sundlaug verður opin og boðið upp á ökuferðir út í vita. Markaðstorg verður opið, bátaleiga í sandfjörunni og keppni í akstursleikni á dráttarvélum hefst kl. 13. Brynja Arnadóttir opnar mynd- listarsýningu á pennateikningum, en hún stendur tii 8. ágúst næstkom- andi. Kvartmílukeppni á dráttarvél- um fer fram kl. 15. Ratleikur hefst kl. 17. Kveikt verður á útigrillum á hátíðarsvæðinu kl. 19 og kvöldvaka á hátíðarpalli verður um kvöldið þar sem ýmsir listamenn mæta til leiks, s.s. Guðrún Gunnarsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Michael Clarke og fleiri. Óvissuferð er í boði og dansleikur hefst kl. 23.30 þar sem hljómsveitin Einn og sjötíu leikur. Flugeldasýn- ing verður á bryggju á miðnætti. Aukaferð verður farin með ferjunni á Arskógsströnd að dansleik lokn- um. Á sunnudag verður markaðstorg opið og stangveiðikeppni hefst kl. 13. Jassband Hríseyjar ásamt Hauki Ágústssyni leikur léttan djass, söngvarakeppni barna verður kl. 14.30 og úrslitakeppni í akst- ursleikni á dráttarvélum hefst kl. 16.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.