Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 68
. ^88 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Svartur húmor KVIKMYNDIR/Sambíóin og Borgarbíó Akureyri hafa tekið til sýninga myndina Wing ——...........................7------------- “ ~ Commander, byggða á samnefndum tölvuleik. I aðalhlutverkum eru Freddie Prinze jr., **Matthew Lillard og Saffron Burrows. LEIÐANGURSSTJÓRINN slappar af. FÉLAGARNIR Blair og Maniac komast í hann krappan. Tölvuleikur í ævintýramynd Frumsýning AÐ er árið 2564. Sambands- ríkið stendur í blóðugri styrj- öld við blóðþyrstar geimverur, Kilrathi. Pær hafa náð valdi á tölvu- stýrðu siglingatæki sem þær ætla að nota til að komast að baki víglínun- um og ráðast á jörðina. Það eina íem getur komið í veg fyrir eyði- leggingu jarðarinnar eru þrír hug- djarfír geimherforingjar og her- flokkur þeirra. Christopher Blair (Freddie Prinze jr.) er nýútskrifað- ur en hefur ótrúlega hæfíleika til að stýra geimflaugum sínum. Félagi hans, Maniac Marshall (Matthew Lillard) er óábyrgur töffari með hálfbrjálæðislegan glampa í augum. Hann vill gera hlutina á sinn hátt hvað sem öllum reglum líður. For- inginn er hin viljasterka og fallega Jeanetta Angel Deveraux (Saffron ‘Burrows), sem hefur ótrúlega ein- beitingarhæfileika og er ótvíræður leiðtogi. Chris er hrifinn af henni. í höndum þessa ósamstæða hóps hvíl- ir IJjöregg mannkynsins. I Wing Commander mætast há- tæknibrellur í anda vísindaskáld- sagnamynda og saga í anda ævin- týramynda. Maðurinn á bak við myndina, leikstjóri hennar og sögu- höfundur, heitir Chris Roberts og hefur hingað til einkum unnið við að hanna tölvuleiki með mikilli vel- gengni. Hann hefur m.a. hannað leikina Strike Commander, Wing Commander, Bad Blood og Times of Lore, sem notið hafa mikilla vin- sælda. „Ég hef alltaf elskað kvik- myndir,“ segir leikstjórinn. „Ég held að Wing Commander tölvuleik- irnir hafi orðið svona vinsælir vegna þess að þeir minntu alltaf meira og meira á bíómynd, þeir voru teknir upp á filmu og í öll skiptin var eins og verið væri að gera mynd. Þannig að það var eins og næsta skref að snúa sér að hvíta tjaldinu. Við viljum að myndin skili á tjaldið öllum hasarnum, öllu því sjónræna og líka ögrandi karakterum eins og milljón- ir Wing Commander aðdáenda um allan heim gera kröfu um.“ Leikararnir í myndinni eru engar stórstjörnur en þekktar úr myndum eins og She’s All that (Freddie Pr- inze jr.), Scream (Matthew Lillard) og Circle of Friends (Saffron Bur- rows). Leikstjórinn vann náið með aðalleikurunum að þróun persón- anna. „Blair er ungur og fullur sjálfstrausts," segir Prinze, „hann heldur að hann viti meh-a en hann veit. Mamma hans tilheyrði kyn- þætti geimvera, sem kölluðust Pil- grims. Þær höfðu yfir að ráða gífur- legum hæfileikum til að rata og þá hæfileika hefur hann erft.“ Aðalleik- aramir Lillard og Prinze eru góðir vinir eftir að hafa unnið saman að myndinni She’s All That. Lillard seg- ir um sinn mann, Maniac: „Maniac er spennufikill, sem mér finnst frábært, hann þarf að fá andrenalín-kikkið til þess að sigrast á ofureflinu. Frá því að ég ólst upp við Star Wars hefur mig dreymt um að leika í vísinda- skáldsögumynd. Saffron Burrows segir um Deveraux: „Hún er mann- eskja sem kemst alltaf af. Hún ber mikla ábyrgð, er daglega í lífshættu og vill ekki láta rugla sig í ríminu.“ Mjög slæmir hlutir (Very Bad Things)_________ Gamanmynd ★★ Leikstjíirn og handrit: Peter Berg. Aðalhlutverk: Christian Slater, Ca- meron Diaz, Jon Favreau og Daniel Stem. 111 mín. Bandarísk. Myndform, júní 1999. Aldurstakmark: 16 ár. ÞESSI gamanmynd fjallar um steggjapartí sem fer illa og er eig- inlega martröð steggsins. Fjöldi þekktra leik- ara fer með helstu hlut- verk í mynd- inni, sem er kolsvört og blóðrauð til skiptist. Þetta er þokkalega skemmtileg vitleysa en nær aldrei upp fyrir þau mörk og fellur myndin í meðallagið. Myndin er ákaflega hávær, því persónurnar æpa nokkurn veginn stöðugt hver á aðra frá upphafi til enda og fyrir vikið verður dálítið þreytandi að fylgjast með frásögninni. Einstaka atriði standa upp úr, eins og loka- atriði myndarinnnar sem er sprenghlægilegt á sinn kvikindis- lega hátt. En í heild er einfaldlega ekki nógu mikið um slík atriði til að bjarga myndinni. Þokkaleg af- þreying og aðeins betur fyrir þá allra verst innrættu. Guðmundur Asgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.