Morgunblaðið - 28.07.1999, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Héraðsdómur
Norðurlands eystra
Sýknuð
af ölvun-
arakstri
KONA á fimmtugsaldri hefur verið
sýknuð í Héraðsdómi Norðurlands
eystra af ákæru um ölvunarakstur
og gáleysi er hún ók á hross í Glæsi-
bæjarhreppi í september 1996. Það
var Vátryggingafélag íslands sem
stefndi konunni vegna grans um ölv-
unarakstur.
Lögreglan á Akureyri færði kon-
una, eftir komu á slysstað, á lög-
reglustöðina til að mæla alkó-
hólmagn í blóði hennar og reyndist
það vera 3,1%, sem er yfir leyfileg-
um mörkum við akstur bifreiðar.
Konan bar við að hafa drukkið einn
til einn og hálfan bjór u.þ.b. tveimur
klukkustundum fyrir slysið en þó
ekki í það miklu magni að það gerði
hana vanhæfa til aksturs. Hún sagð-
ist hins vegar hafa drukkið tvö staup
af kirsuberjavíni, 48% að styrkleika,
strax eftir slysið til að róa sig.
Dómurinn sýknaði konuna á þeim
forsendum að áfengismagnið hefði
ekki verið mælt fyrr en tveimur
klukkustundum eftir að slysið átti
sér stað. Blóðsýnið væri því ekki
fullnægjandi sönnun þar eð konan
hefði neytt áfengis eftir að slysið átti
sér stað. Konan var því sýknuð og
Vátryggingafélagi íslands gert að
greiða málkostnað.
Isinn kælir
Morgunblaðið/Árni Sæberg •
Dæmdur fyrir árás
í blíðunni
STÖLLURNAR Eyrún Gígja
Káradóttir og Anna Friðrika
Árnadóttir voru á meðal þeirra
fjölmörgu sem lögðu leið sína í
miðbæ Akureyrar í gær til að
njóta veðurblíðunnar. Vel hefur
reynst að kæla sig á ís þegar
hitinn er kominn yfir 20 stig og
til þess ráðs gripu þær vinkon-
urnar einmitt.
UNGUR maður hefur verið dæmd-
ur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra fyrir líkamsárás á dansleik í
KA-heimilinu 27. maí 1999. Sam-
kvæmt ákæru mun ákærði hafa
sparkað í og hrint manni fram af
160 cm samandregnum áhorfenda-
palli með þeim afleiðingum að hann
viðbeinsbrotnaði og myndaðist tals-
vert misgengi milli brotenda.
Ákærði, sem áður hefur verið
dæmdur tii sektargreiðslna fyrir
skemmdarverk og ölvunarakstur,
játaði brot sitt.
Ákærði var dæmdur í 8 mánaða
fangelsi, en með tilliti til ungs ald-
urs og þess að hann samþykkti
tjónakröfu þolenda og fór í áfengis-
meðferð, var ákveðið að þar af væru
7 mánuðir skilorðsbundnir. Ákærði
greiðir auk þess fórnarlambinu
bætur að upphæð 362.279 kr. auk
vaxta og honum ber einnig að
greiða allan sakarkostnað.
Ferðafélag
Akureyrar
Ökuferð í
Laugafell
FERÐAFÉLAG Akureyrar
býður upp á ökuferð um versl-
unarmannahelgina, en farið
verður síðdegis á föstudag, 30.
júlí, í Laugafell þar sem gist
verður í skála. Fararstjóri í
ferðinni er Guðmundur Gunn-
arsson.
Guðmundur sagði að á laug-
ardag yrði ekið frá Laugafelli
suður á bóginn og stefnan tekin
á Nýjadal þar sem litið verður
á áhugaverða staði en síðan
verður ekið suður að Hágöngu-
lónum sem svo mjög voru í
fréttum síðasta sumar vegna
umdeildra framkvæmda. Um
kvöldið verður að nýju ekið í
Laugafell og gist þar.
Á sunnudag verður ekið
heim um Skagafjörð og stefnt
að því að sækja messu í Ábæj-
arkirkju. Eyðibýlið Torljóts-
staðir verður skoðað og fallegt
árgljúfur sem þar er auk þess
sem staldrað verður við á fleiri
áhugaverðum stöðum.
Ferðafélag Akureyrar er
deild í Ferðafélagi Islands og
njóta félagsmenn sömu rétt-
inda og félagar í FÍ. Ferðin um
verslunarmannahelgina er öll-
um opin.
Meó einu
handtaki býröu
til boró í
miöaftursætinu.
Einnig fáanlegt
meó kæliboxi.
„ Flugsætisboró“
fyrir yngri
farþega
í aftursæti.
Mikió
farangursrými sem
hægt er aó stækka
enn meira.
4 loftpúóar:
bílstjóri, farþegi
í framsæti
og hlióarpúóar.
Renault Mégane varvalinn öruggasti bfll ársins í sínum flokki í Evrópu 1998.
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
ÁÍltpettaféiJKbií Méqone Scénic
Fjarstýró
hljómtæki meó
geislaspilara,
stjórnaó úr stýri.
Auóvelt er aó taka
aftursætin úr, eitt,
tvö eöa öll þrjú.
Þau eru
ótrúlega létt.
Tvö hólf í gólfi fyrir
framan aftursæti.
Aukabúnaóur á mynd: Álfelgur
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 17
Framkvæmdanefnd Halló Akureyri
Geta tekið á móti allt að
fimmtán þúsund manns
Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson
A slysadeild eftir
harðan árekstur
MIKILL viðbúnaður verður á fjöl-
skylduhátíðinni Halló Akureyri.
Aukavaktir verða á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri, Lögreglan
á Akureyri fær til sín öflugan liðs-
styrk og hreinsunardeild bæjarins
mun gæta þess að bærinn líti vel út
alla helgina. Magnús Már Þorvalds-
son og Elís Árnason úr fram-
kvæmdanefnd Halló Akureyri
sögðu að undirbúningur hátíðarinn-
ar hefði verið með svipuðu sniði og
undanfarin ár. Þó færi hátíðin í
raun sífellt stækkandi og skipulagn-
ing og gæsla yrði sífellt öflugri. „Við
erum tilbúin að taka á móti jafn
mörgum og í fyrra eða um tólf þús-
und manns og getum jafnvel tekið á
móti allt að fimmtán þúsund manns.
Þetta er mögulegt vegna þess
hversu t.d. Akureyrarbær hefur sí-
fellt komið meira að þessari skipu-
lagningu og eins vegna góðs sam-
starfs við Fjórðungssjúkrahúsið og
Iögregluna," sagði Magnús Már.
„Það er í raun takmark okkar
allra að taka vel á móti gestum okk-
ar eins og góðum gestgjafa sæmir.
Við munum meðal annars stöðva
fólk áður en það kemur inn í bæinn
og afhenda því bækling og kynning-
arefni um það sem hér verður í boði,
„sagði Magnús enn fremur.
Lögreglan á Akureyri mun fá
góðan liðsstyrk. Meðal annars koma
hingað til Ákureyrar fjórir menn á
vegum fíkniefnalögreglunnar. Að
sögn Magnúsar munu þeir meðal
annars vera með öfluga gæslu á
KA-svæðinu, en þar eru tjaldstæði
fyrir unglinga og dansleikjahald öll
kvöldin. Einnig munu lögreglumenn
frá Dalvík og Olafsfirði verða lög-
reglunni á Akureyri innan handar.
Aukavaktir
á sjúkrahúsinu
Birna Sigurbjörnsdóttir frá
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
sagði að á þeim bænum undir-
byggju menn sig með því að hafa
aukafólk á vakt alla helgina. „Við fá-
um alltaf til okkar eitthvað af fólki
og því er nauðsynlegt að við séum
tilbúin að taka á móti þeim fjölda.
Annars munar orðið miklu að á KA-
svæðinu hafa KA-menn hjúkrunar-
fræðing á vakt alla helgina og hann
getur sinnt minniháttar skeinum og
vandamálum sem upp koma, þetta
léttir mikið af okkur,“ sagði Birna.
Hún kom líka inn á mikilvægi
þess að hafa einn lögreglumann á
vakt á sjúkrahúsinu. „Það hefur
mikið að segja að hafa hér einn ein-
kennisklæddan lögreglumann á
vakt, upp á öryggið hérna á sjúkra-
húsinu,“ sagði Birna.
Dan Brynjarsson sagði að bærinn
hefði á að skipa öflugri hreinsunar-
deild allan tímann. „Það er náttúru-
lega mikilvægt að bænum sé haldið
hreinum alla helgina. Við tínum upp
rusl, sópum götur og lagfærum
blóm og annað sem aflaga getur far-
ið þegar margt fólk er samankomið
í bænurn," sagði Dan.
Þeir Magnús Már og Elís sögðu
að veðrið skipti óneitanlega miklu
máli varðandi aðsókn. „Ég tel okkur
þó betur setta en marga aðra því
allir dansleikir hér fara fram innan
dyra og veðrið hefur því engin áhrif
á þá,“ sagði Elís. Magnús nefndi
líka að til væri varaáætlun ef veðrið
yrði slæmt. „Við getum, ef með
þarf, flutt skemmtiatriði úr mið-
bænum inn í íþróttahöll, en auðvitað
vonumst við til þess að veðrið verði
okkur hliðhollt," sagði Magnús enn-
fremur.
Forsvarsmenn Halló Akureyri
voru sammála um að hátíðin hefði
styrkst í sessi undanfarin ár. „Það
sem ég tel einna mikilvægast er að
hingað kemur fólk orðið ár eftir ár
og er farið að líta á þetta sem hreina
fjölskylduhátíð. Hingað kemur öll
fjölskyldan og við reynum að hafa
eitthvað á boðstólum sem höfðar til
hvers og eins,“ sagði Magnús Már
að lokum.
ÖKUMAÐUR bifhjóls var fluttur á
slysadeOd Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri eftir harðan árekstur á
mótum Skarðshlíðar og Undirhh'ðar í
fyrrakvöld.
Bifhjólinu var ekið norður Skarðs-
hh'ðina en bifreiðinni í suður. Var
bílnum síðan beygt austur í Undir-
hlíð í veg fyrir bifhjólið. Það lenti á
bílnum og kastaðist ökumaður þess í
götuna en bifhjólið kastaðist á kyrr-
stæða bifreið sem var við gatnamót-
in. Meiðsl ökumanns bifhjólsins voru
ekki talin alvarleg. Hjólið og bíllinn
urðu óökuhæf eftir áreksturinn og
þriðji bíllinn skemmdist töluvert.
Féll fjóra metra
Alvarlegt vinnuslys varð í gær-
morgun þegar ungur maður sem var
að vinna við endurbætur á þaki
Iþróttaskemmunnar á Akureyri féll
niður á milli bita tæpa fjóra metra
niður á svalir. Hann slasaðist mikið á
baki og var fluttur með sjúkraflugi til
Reylqavíkur.
ABS hemlakerfi.
Styrktarbitar
í huróum.
Þriggja punkta
öryggisbelti meó
strekkjurum og
höggdempurum
fyrir alla farþega
bílsins, líka aftur í
Farangursrými
stækkaó meó einu
handtaki.
Veró
1.678.000
f
Góó lesljós
í farþegarými,
leslampi yfir
framsætum, Ijós
í farangursrými.
Mégane Scénic
stækkar þegar þú
sest inn í hann:
Rýmió kemur á
óvart, þú situr
hátt og hefur því
frábært útsýni.
Það er líkt og Renault Mégane
Scénic stækki þegar þú sest inn í
hann, enda er hann fýrsti fjölnota-
bfllinn í flokki bfla í millistaeró. Segja
má að Scénic sé í raun þrír bflar,
fjölskyldubfll, ferðabfll og sendibfll.
Hann er aðeins 4,23 m á lengd
en hugmyndarík hönnun og mikið
innanrými gerir hann ótrúlega
notadrjúgan og hagkvæman fýrir
einstaklinga og fjölskyldur.
Það er því engin furða þó hann hafi
umsvifalaust verið valinn bíll ársins
af öllum helstu bílatímaritum
í Evrópu þegar hann var kynntur.
Hér á landi hefur hann þegar
fengið frábærar viótökur.
3
1 Fossháls p
B&L 1
" HestHáls •““"““.Griótháls
ÁA rzz
Vesturlandsvegur
RENAULT
60TT FÓIK • SlA