Morgunblaðið - 28.07.1999, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Skátar í Stykkis-
hólmi skola af sér
landsmótsrykið
Stykkishólmi - í Stykkishóhni
hefur verið öflugt skátastarf
síðustu ár. Til marks um það er
góð þátttaka skátafélagsins
Hólmverja á landsmóti skáta að
Úlfljótsvatni en þangað fóru 50
félagar.
Skátarnir sem fóru á mótið
eru á aldrinum 12-17 ára. Með
hópnum fóru 3 fullorðnir skát-
ar, þau Kristín Benediktsdótt-
ir, Ingibjörg Ágústsdóttir og
Einar Strand, en þau stjórna
skátastarfinu.
Að sögn Kristínar gekk
landsmótsferðalagið, sem stóð
yfir í viku, mjög vel. í hópnum
voru 16 nývígðir skátar sem
voru a_ð fara í sína fyrstu úti-
legu. Á landsmótinu voru 5
nýliðar vígðir í kirkjunni á
Úlfljótsvatni. Á landsmótið
komu foreldrar skátanna og
aðstoðuðu í matartjaldinu.
Þegar síðasta landsmót var
haldið var skátafélagið nýlega
endurvakið. Þá áttu skátarnir
h'tinn og ófullkominn útbúnað
til að taka þátt í svo löngu
móti.
Frá því þá hafa þeir verið
duglegir að afla fjár til kaupa á
útilegubúnaði og náðu góðum
árangri því nú fóru skátarnir
með nýtt 72 fermetra tjald of
auk þess borð og stóla og
margs konar útbúnað. „Það var
þreyttur en samhentur hópur
sem kom heim að loknu vel
heppnuðu skátamóti og ég naut
þess að vera með þeim,“ sagði
Kristín.
Sumarhátíð Básafells
STARFSMANNAFÉLAG Básafells stóð fyrir sinni
fyrstu fjölskylduhátíð á útivistarsvæði Isfirðinga í
Tunguskógi nýlega. Hátíðin var vel sótt, um 200
manns nutu veitinga og skemmtunar í góðu veðri í
skóginum. Boðið var upp á grillmat og lciktækjum
var komið fyrir á svæðinu. Skemmtikraftamir Pétur
Pókus og Magnús Scheving tróðu upp á hátíðinni við
góðar undirtektir.
Þessi fyrsta sumarhátíð starfsmannafélagsins sem
stofnað var í vetur mæltist afar vel fyrir.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
KAPP var lagt á að ljúka sem mest málningarvinnu í Dalnum um helgina.
u ■ 1-n-l j ■ r, . -
mk M
á
Morgunblaðið/Gunnlagur Árnason
ÞAÐ fyrsta sem skátarnir Hólmverjar gerðu er þeir komu heim frá landsmóti á tílfljótsvatni var að fara í
sund í nýju lauginni í Stykkishólmi, skola af sér skítinn og hvfla sig í heitu pottunum. Þetta er frískur og góð-
ur hópur sem þarna er með foringja sínum, Kristínu Benediktsdóttur.
Þjóðhátíðarundir-
búningur á lokastigi
Vestmannaeyjum - Þjóðhátíðarund-
irbúningur í Herjólfsdal í Eyjum er
nú á lokastigi. Framkvæmdir í Daln-
um hófust í byrjun júlí og síðan hafa
sjálfboðaliðar unnið við það kvöld og
helgar að reisa þau mannvirki sem
tilheyra Þjóðhátíðinni.
Að sögn Birgis Guðjónssonar, for-
manns Þjóðhátíðamefndar, hefur
undirbúningurinn gengið vel og allt
að verða klárt í Dalnum. Hann segir
að stærsta breytingin nú sé að
Brekkusviðið hafi verið stækkað um
fjórðung og öll aðstaða fyrir
skemmtikrafta þar bætt til muna.
Þetta sé liður í að byggja upp aðstöð-
una í Dalnum en í fyrra var reist
stórt og veglegt veitingatjald sem
Birgir segir að hafi komið vel út á
síðustu hátíð.
Birgir segir að vel hafi verið
vandað til dagskrár og verði hljóm-
sveitirnar Stuðmenn, SSSól, Land
og synir, Ensími og Víkingabandið
frá Færeyjum í fararbroddi
skemmtikrafta sem haldi uppi fjör-
inu á hátíðinni. Hann segir að í til-
efni þess að hátíðin nú er sú síðasta
á öldinni hafi verið ákveðið að hafa
tvær flugeldasýningar á hátíðinni, á
laugardags- og sunnudagskvöld, og
verði þær glæsilegri en nokkru
sinni fyrr. Þá verða brennan á
Fjósakletti og varðeldurinn og
Brekkusöngur Árna Johnsen á sín-
um stað í dagskránni.
Birgir segist eiga von á miklum
fjölda gesta á hátíðina. Forsala að-
göngumiða hafi gengið vel og allt
stefni í að hátíðargestir verði álíka
margir og á síðustu hátíð sem er ein
fjölmennasta hátíð sem haldin hefur
verið. „Það er enginn vafi á að það er
dúndrandi stemmning fyrir Þjóðhá-
tíðinni um land allt. I mig er hringt
alls staðar að af landinu þar sem
hópar eru að fá upplýsingar svo ég
er bjartsýnn á að hér verði dúnd-
urstuð á fjölmennri Þjóðhátíð," segir
Birgir.
Mosfellsbær
Parhús
Glæsilegt parhús á 1. hæð
meö bílskúr og glæsilegri sói-
stofu með arni, samtals ca
155 fm. Parket. Vandaðar inn-
réttingar. Glæsilegur garður
með heitum potti og stórri
timburverönd. Eign í sérflokki.
Áhv. 6,0 miilj.
Verö 14,5 millj.
VALHÖLL
Sími 588 4477
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
Hitaveita
lögð á
Drangsnesi
Drangsnesi -1 sumar hefur verið
unnið að lagningu hitaveitu um
Drangsnes. Verkið hefur gengið
mjög vel og gert er ráð fyrir að því
ljúki fyrir haustið. Það var í júní
1997 að boraðar voru nokkrar hita-
stigsholur á Drangsnesi til að kanna
hvort möguleiki væri á að heitt vatn
fyndist sem nýta mætti tii húshitun-
ar fyrir þorpið. Vatnið fannst í
miðju þorpinu og þurfti ekki að
bora langt eftir því, aðeins tæpa 130
metra. A síðasta sumri var boruð
vinnsluhola og fengust rúmir 40
sekúndulítrar af 60 stiga heitu
vatni. Þetta er nægt vatn fyrir
miklu stærri byggð heldur en
Drangsnes.
Fjarhitun hefur séð um hönnun
og ráðgjöf vegna lagningar hitaveit-
unnar og er kostnaðaráætlunin
rúmar tólf milljónir. Verkið er unn-
ið af heimamönnum og gengur vel.
Öll hús á Drangsnesi eru í dag hituð
upp með rafmagni. Bæði er um að
ræða rafmagnsþilofna og hitatúpur.
Þar sem hús eru hituð upp með
hitatúpum er lítið mál að skipta yfir
í hitaveitu því lagnakerfið og ofnar
eru í húsunum. Þetta er heldur
meira mál fyrir hina því skipta þarf
um alla ofna og leggja að þeim til að
geta nýtt sér hitaveituna til húshit-
unar. Ekki liggur fyrir kostnaðará-
ætlun fyrir þessi hús en óneitanlega
verður kostnaðurinn töluverður.